Óbundin til kosninga?

óbundin Gamla viðkvæðið um að flokkar gangi  "að sjálfsögðu óbundnir til kosninga" er farið að heyrast enn á ný. Ég vil taka fram að ég er því algjörlega ósammála og sé ekkert "sjálfsagt" við það að ganga óbundin til kosninga.

Sérstaklega finnst mér að Samfylkingin eigi ekki að veifa þessu viðkvæði núna. Eftir allt sem gerst hefur undanfarna mánuði - og þann mikla trúnaðarbrest sem orðinn er milli þings og þjóðar - er það minnsta sem við frambjóðendur getum gert fyrir kjósendur í landinu að segja þeim hug okkar til stjórnarmynsturs eftir kosningar.

Ég vil meira að segja ganga lengra: Mér finnst að Samfylkingin og VG eigi að lýsa yfir vilja til áframhaldandi samstarfs og birta fyrir kosningar drög að málefnasamningi þessara tveggja flokka sem þau vilja vinna með eftir kosningar. Ég vil með öðrum orðum að fólk fái að vita hvað þessir flokkar hyggjast fyrir. Já, að fólk geti kosið um stjórnarmynstur. 

Venjan hefur verið sú að fólk á þess kost að kjósa flokka, en ekki ríkisstjórnir. Þess vegna veit fólk aldrei hvað það er að kjósa yfir sig. En þessi venja þarf ekki að vera neitt lögmál. Þetta er bara spurning um að vera heiðarlegur og hreinskiptinn gagnvart kjósendum.

Kallið mig barnalega - allt í lagi. En klækjapólitík er ekki það sem fólk hefur áhuga fyrir um þessar mundir. Almenningur vill heiðarleika og hreinar línur. Almenningur á rétt á því að vita hug flokkanna til stjórnarmynsturs eftir kosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er með öllu óvíst hvort VG og Samfylkingin geti unnið saman eftir kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú stærstur og er líklegastur til að ráða stjórnarmyndun eftir kosningarnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Skoðanakannanir eru ekki kosningar Hilmar og auðvitað er ekkert gefið í þessum efnum. En Samfylkinging og VG geta vel lýst því yfir að þau vilji vinna saman, ef þau vilja það á annað borð.

Svo ræðst framhaldið auðvitað af kosningaúrslitunum og þeirri stöðu sem upp kemur eftir kosningar. Það segir sig sjálft.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég ef fulla trú á samvinnu Samfylkingar og Vinstri grænna eftir kosningar en ég vil að flokkarnir gangi bundnir til kosninga, og þú kæri Hilmar minn Gunnlaugsson, ég held við þurfum varla að hafa áhyggjur af íhaldinu meir. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 15.3.2009 kl. 19:40

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þar klikkaði tölvan einu sinni enn. Ég HEF fulla......

Þar til næst.

Þráinn Jökull Elísson, 15.3.2009 kl. 19:41

5 Smámynd: Valdemar K.T. Ásgeirsson

Sæl Ólína.

Það er ekkert barnalegt við það að vilja segja skilið við klæki og ógegnsæi.

Þjóðin hefur fengið nóg af slíku.

Ég er þér innil. sammála. Íslenska þjóðin þarf fyrst og fremst; heiðarleika og hreinar línur.

Kv. úr Húnaþingi, Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.  LÍF OG LAND........

Valdemar K.T. Ásgeirsson, 15.3.2009 kl. 21:02

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég agítera grimmt fyrir því að fólk láti ekki atkvæðið sitt í óvissuhappadrætti.

Núna ríður á að taka ekki sénsa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Jón Daníelsson

Hjartanlega sammála þér, Ólína.Gott að sjá hve margir eru loksins að átta sig á þessu.

Ég hef reyndar skammað þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir að hafa misfarið með atkvæðið mitt í síðustu kosningum. Ef ég vil einhvern tíma hafa Sjálfstæðisflokkinn í Stjórnarráðinu, þá kýs ég hann bara sjálfur.

Mér hefur alltaf þótt það ótrúleg lítilsvirðing við kjósendur að flokkar gangi óbundnir til kosninga. Kominn tími til að við fáum loksins blokkapólitík á Íslandi og hreinar línur. Þá vita kjósendur að hverju þeir ganga. Hef skrifað talsvert um þetta á heimasíðunni minni að undanförnu - jondan.is

Jón Daníelsson, 15.3.2009 kl. 22:59

8 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Húrra fyrir þér. Það er eitt verkevni sem yfirgnæfir öll önnur í og eftir næstu kosningar: AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VERÐI EKKI Í STJÓRN. Um þetta er mikill meirihluti þjóðarinna sammála svo við skulum bara segja það upphátt.

Guðl. Gauti Jónsson, 16.3.2009 kl. 00:06

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Algerlega sammála þér Ólína. Nú verða Samfylking og VG að standa þétt saman.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.3.2009 kl. 00:20

10 Smámynd: Þór Jóhannesson

Gott að heyra þetta koma frá þér Ólína - ánægður með að þú sért að fara á þing og tek heilshugar undir þetta enda krafa frá þjóðinni að vita að hverju hún gengur.

Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 00:38

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Ólína til hamingju með gott gengi í prófkjöriinu.

Tek undir þá kröfu að flokkarnir gefi upp skýrt og skorinort, hverjum þeir geta hugsað sér að vinna með og hverjum ekki.  Allt annað er svik við kjósendur og lítilsvirðing á atkvæðum þeirra.

Á meðan þetta fjölskrúðuga fjórflokkakerfi er við líði þá verða menn að segja hug sinn.  Finnst samt kominn töluverður grundvöllur til að sameina VG og Samfó og þeir ættu bara að ganga alla leið.

Baráttukveðjur vestur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.3.2009 kl. 02:18

12 Smámynd: Einar Ben

Þetta er einmitt það sem við vorum að tala um í fundarherferðinni um kjördæmið, það er greinilega vilji hjá kjósendum samfylkingarinnar að ganga bundinn til kosninga með VG.

Það á ekki að koma til greina að mynda stjórn með framsókn, annaðhvort velur þjóðin áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar, þ.e. stjórn sem hefur hag fjölskyldnanna í fyrirrúmi, stendur vörð um velferðarkerfið og með jafnaðarstefnu að leiðarljósi. Stjórn sem mun lagfæra hið óréttláta fiskveiðistjórnuarkerfi.

Eða þá að þjóðin kýs yfir sig ógnar(ó)stjórn sjálfstæðis og framsóknar, þ.e. þá stjórn sem ber allra mest ábyrgð á ástandinu eins og það er í dag, og guð forði okkur frá því.

Kv.

Einar Ben, 16.3.2009 kl. 09:08

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur hefur sagt að ESB sé ekki lausnin og ef marka má þingmenn eins og Jón Bjarnason er hann ekki mikill ESB sinni og líklegt að hann berjist fyrir aðild að ESB með ykkur.
Guðfríður Lilja sagði í Silfrinu í gær að ESB væri aukaatriði.

Álfheiður Ingadóttir hefur sagt að hún muni berjast á fullum krafti á móti Össuri með Helguvík og það er alveg ljóst að sf verður að treysta á Sjálfstæðisflokkinn að koma því máli í gegn en hvað skipta málefni máli þegar kemur að flokksbrotsflokknum Samfó.
Endilega bindist böndum um að starfa saman eftir kosningar, best væri ef þessir flokkar myndu sameinast.
Það er bara ekki hægt að taka Samfó alvarlega - það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 16.3.2009 kl. 09:13

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Lúðvík Geirsson segir 147 atkvæði í kraganum enn ótalin -

"Við höfum ítrekað rekið okkur á það að það er ekki hægt að treysta félagsskráinni hundrað prósent "
Fréttablaðið 16.03.2009

Óðinn Þórisson, 16.3.2009 kl. 10:37

15 identicon

Hvar annarsstaðar en á Íslandi ganga flokkar óbundnir til kosninga?

Krafan um lýðræði krefst þess að flokkar átelji fyrirætlanir sínar, ánefni þess vegna skuggaráðherra og takmarka þannig umbjóðendavandann sem felst í fulltrúalýðræðinu til hins ítrasta

ilmandi vænt og ilmandi grænt. 

kv. Vgunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 12:40

16 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Það er ánægjulegt að sjá hversu margir eru sammála þessu sjónarmiði. Þetta sáum við reyndar einnig á fundaferðalaginu um daginn, en þar var jú að mestu leyti Samfylkingarfólk sem mætti  Meiri hluti þjóðarinnar vill alls ekki sjá D í næstu ríkisstjórn. Auðvitað eigum við að vera afdráttarlaus og segja fólki að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því.

Þórður Már Jónsson, 16.3.2009 kl. 12:50

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála.

E.s. já, og til hamingju.

Rut Sumarliðadóttir, 16.3.2009 kl. 13:39

18 identicon

Sammála eins og oft áður...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:15

19 identicon

Þetta er athyglisverður punktur hjá þér Ólína. En hvernig geta þessir flokkar farið bundnir til kosninga á meðan þeir eru á öndverðum meiði mikilvægum stefnumálum eins og atvinnumálum og evrópumálu? Mér fyndist ekki trúverðugt að kjósa slíkt samstarf. Ekki segja að þetta sé mál til að leysa eftir kosningar, þetta er ekki svo einfalt. Það er greinilegt að þetta var látið sitja á hakanum í myndun núverandi samstarfs. Ég sé það ekki endilega í hendi mér að þessi tveir flokkar geti unnið saman málefnalega. Mega ekki festa sig í stjórn einungis til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda. Annars til hamingju með frábæran árangur í þínu prófkjöri.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:13

20 Smámynd: Þór Jóhannesson

Vá hvað þetta er heimskulegt comment frá honum Einari hér fyrir ofan - mætti halda að það sé búið að ala íslendinga svo lengi upp í þeirri blekkingu að það sé óeðlilegt að samstarfsflokkar í ríkisstjórn geti deilt um ákveðin stefnumál. Þetta er í raun það besta við öflug stjórnarsamstörf að deila hlutunum og vinna sameiginlega að lausnum.

En uppeldi siðspillingar- og auðvaldsflokksins með dyggri aðstoð Framsóknarflokks hefur verið á þá vegu að sá Blái ærður öllu á meðan sá Græni fær nóg mikið af feitum bitum frá þeim í vasa sinna flokkseigenda.

Í raun hafa VG og Samfylking nú þegar leyst stærstu deilu sína - ESB málið. Þau eru einfaldlega sammála að um að setja það í lýðræðislegan farveg og með nýrri - og mjög svo kærkominni Stjórnarskrá - færi það mál sjálfkrafa til þjóðarinnar. Ekki mjög flókið þó öfgafullir hatursmenn alls sem ekki er íslenskt - eins og Bjarni Harðarson og bróðurpartur Sjálfstæðisflokksins reyni að halda öðru fram, enda vanir alræði foringjanna en ekki lýðræði fólksins.

Í raun ættu svo allir flokkar að ganga bundnir til kosninganna - a.m.k. bundnir þeim loforðum að þeir muni ekki starfa með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar - ekki undir neinum kringumstæðum því sá flokkur hefur margsýnis sýnt það að hann bókstaflega vinnur gegn Íslandsheill - t.d. núna síðast með málþófi í björgunaraðgerðum á þinginu. Framsókn á líka að gefa þessa skuld-bindingu út, enda held ég það myndi reynast þeim heillvænlegast ef þeir vilja fá eitthvað fylgi frá vinstri á kjördag.

Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband