Spennan eykst: Prófkjörinu lýkur í dag og hér eru leiðbeiningar :-)

uppskera Í dag er 8. mars: Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Vonandi mun þessi dagur færa okkur konum drjúga uppskeru - það væri vissulega gaman.  Nú er spennan í hámarki í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Rafrænni kosningu lýkur kl. 16 og þá kemur í ljós hverjir hafa haft erindi sem erfiði í baráttuna. Smile

Ég hef fengið allmargar fyrirspurnir frá kjósendum varðandi rafkosninguna. Þeir sem ekki hafa heimabanka verða að mæta hjá næsta umboðsmanni og fá afhent lykilorð sem þeir kvitta fyrir. Þeir geta svo valið hvort þeir kjósa hjá umboðsmanni eða taka lykilorðið heim og kjósa í eigin tölvu.

Hér er skrá yfir umboðsmenn í kjördæminu ásamt símanúmerum. 6bokasafnÁ Ísafirði er umboðsmaðurinn Benedikt Bjarnason og hann verður til staðar í kosningamiðstöð okkar í Langa Manga, s. 825-7808.

Ég veit að sumir hafa lent í baksi með lykilorðið í heimabankanum og hér eru  leiðbeiningar um það. Athugið að lykilorðið kemur ekki í formi skilaboða í heimabankann heldur þarf að fara í rafræn skjöl (t.d. hjá Kaupþingi) eða netyfirlit (t.d. í Íslandsbanka).

Ég hef að undanförnu bloggað um mín helstu áherslumál, til dæmis hér og hér.

Svo sjáum við hvað setur. Nú er frost og fjúk hérna á Ísafirði, þannig að margir eru sjálfsagt fegnir því að geta bara kosið í rólegheitunum í eigin tölvu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Til hamingju með árangurinn!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Sævar Helgason

Til hamingju með sigurinn í annað sætið .

Sævar Helgason, 8.3.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju Ólína mín með 2. sætið.

En það er líka uppskeruleysi á þessum baráttudegi okkar - ég vona að við berum gæfu til að finna fallega út úr þessum fréttum í dag. 

Edda Agnarsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Til hamingju með glæsilegan árangur.

Þráinn Jökull Elísson, 8.3.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég vil byrja á að óska þér til hamingju með daginn Ólína mín. Þetta nýja fyrirkomulag Samfylkingarinnar er sannarlega áhugavert. Auk þess fagna ég því að kynjakvótanum hafi verið framfylgt í Norðausturkjördæmi flokksins.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 18:41

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilegustu hamingjuóskir Ólína mín, ábyrgðartilfinning mín vex með hverju skrefi og líkur aukast á að þú farir alla leið, að hafa lagt mitt litla lóð á vogarskálina með kviðlingsræsknunum mínum haha!

En með þessum árangri er þó "Ballið bara rétt að byrja", ekkert fast í hendi, þótt bæði úrslit síðustu kosninga og ítrekuð staða í könnunum gefi sterka vísbendingu um að þingsæti sé í sjónmáli!

Hefði því auðvitað verið enn skemmtilegra ef alla leið á toppin hefðir náð,en skólamaðurinn á skaganum hann Guðbjartur ansi seigur!

Nú efalítið ætla ég,

andans létt sé byrði.

Já, nú sé ansi lukkuleg,

Lína á Ísafirði!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband