Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Hvernig er þá hin "harða" frjálshyggja?
3.3.2009 | 13:40
Bjarni Benediktsson formannskandídat í Sjálfstæðisflokknum hafnar því að hörð frjálshyggja hafi ríkt í landinu. Einmitt.
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja sem réði krosseignatengslum og taumlausri einkahlutafélagavæðingu utan um fjárfestingar og hlutabréfakaup sem höfðu veð í sjálfum sér - hvað var það þá?
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja í bland við sérhagsmunastefnu sem réði ferðinni við hina svokölluðu "sölu" bankanna (sem var auðvitað ekkert annað gjafaúthlutun), hvað var það þá?
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja sem stjórnaði útrás íslenskra fjármálastofnana á erlendum vettvangi - hvað var það þá?
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja og sérhagsmunagæsla sem réði ferðinni þegar hið frjálsa framsal fiskveiðiheimilda varð að veruleika með þeim afleiðingum að sjávarbyggðir landsins voru sviptar náttúrurétti sínum til viðurværis af fiskveiðum og hafa margar ekki borið sitt barr síðan - hvað var það þá?
Ef þetta sem nú er nefnt var hin mildari útgáfu frjálshyggjunnar, Guð hjálpi okkur þá ef Bjarni Benediktsson og hans skoðanasystkin komast einhvern tíma til valda.
Hér var ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Sammála, það er mjög brýnt að snúa við blaðinu og tryggja að auðlindir þjóðarinnar verði ekki undirseldar bröskurum og græðgisfíklum. Græðgisöflin reyndu að slá klónum í orkufyrirtækin og stefnt var að því að einkavæða neysluvatnið. Slíkt má ekki gerast.
Ólafur Ingólfsson, 3.3.2009 kl. 13:45
Hver einn og einasti hefur ekkert með frjálshyggju að gera. Frjálshyggja er stjórnmálaheimspekileg stefna og tengist ekki ákveðnum viðskiptaháttum sem varða hugsanlega við lög.
Það er ótrúlegt hvað fólk leggur á sig til að finna sökudólg, sér í lagi þegar það hefur ekki hundsvit á því sem það er að gagnrýna.
Auðvelt væri að fara í gegnum hvern punkt og hrekja röksemdarfærslur, ég ætla hinsvegar eftirláta þér það eftir að þú hefur lesið þér til um það sem þú ert að gagnrýna. Þú getur til dæmis byrjað hér
http://en.wikipedia.org/wiki/Libertarianism
kv. Stefán.
blæ (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:24
þarna á að sjálfsögðu að standa "Hver einn og einasti punktur"
blæ (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:25
Ólína.
Eftir að hafa hlusta vandlega á umræður í Bandaríkjunum og Bretlandi um þessi mál, eru menn jafnvel sammála um að það hafi verið hrein græðgi og afdráttalaus brotavilji sem réði för, en ekki kerfið sjálft.
Þetta var orðin e.k. múgsefjun sem varð til innan ákv. geira sem skapaðist aðallega í kjölfar þess að of mikið framboð varð á peningum. Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir slíka framkomu með lögum eða reglum, sbr. Enron umræðuna sl. sunnudagskvöld. Þar misnotuðu menn sér veikleika í kerfinu og spiluðu með umhverfið þar til allt fór í þrot. Fleiri sambærileg dæmi eru til - því miður.
Jónas Egilsson, 3.3.2009 kl. 15:16
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja sem réði krosseignatengslum og taumlausri einkahlutafélagavæðingu utan um fjárfestingar og hlutabréfakaup sem höfðu veð í sjálfum sér - hvað var það þá?
Auðhringamyndun. Það fyrirbæri er óháð flestum pólitískum stefnum nema kannski harðasta kommúnisma. Við það er erfitt að losna, sérstaklega í minni samfélögum. Það er styrkt hegðun, sjáðu til.
Hlutabréfakaup með veð í sjálfu sér er svo fyrirbæri sem líkist því þegar fólk kaupir hús - er ekki alltaf veð í sjálfri eigninni? Hinsvegar er hlutafé ekki fasteign, ekki frekar en fólksbíll - sem er einmitt hægt að kaupa með veði í sjálfum sér, skilst mér.
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja í bland við sérhagsmunastefnu sem réði ferðinni við hina svokölluðu "sölu" bankanna (sem var auðvitað ekkert annað gjafaúthlutun), hvað var það þá?
Lénsræðishyggja heitir það. Bankarnir voru viss lén, sem var potað út á menn sem Ríkisvaldið gat treyst. (hrm...)
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja sem stjórnaði útrás íslenskra fjármálastofnana á erlendum vettvangi - hvað var það þá?
Frjálshyggja olli því að það var hægt. Annars var það aftur styrkt hegðun.
Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja og sérhagsmunagæsla sem réði ferðinni þegar hið frjálsa framsal fiskveiðiheimilda varð að veruleika með þeim afleiðingum að sjávarbyggðir landsins voru sviptar náttúrurétti sínum til viðurværis af fiskveiðum og hafa margar ekki borið sitt barr síðan - hvað var það þá?
Lénsræðishyggja aftur. Feudalism ef þú vilt fletta því upp á google. Miðin eru lén. Kvótakóngarnir eru lénsherrarnir.
Ef þetta sem nú er nefnt var hin mildari útgáfu frjálshyggjunnar, Guð hjálpi okkur þá ef Bjarni Benediktsson og hans skoðanasystkin komast einhvern tíma til valda.
Þetta er allt nefnt frjálshyggja vegna þess að fólki er mjög tamt að nota orð sem það veit ekki hvað þýða.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2009 kl. 15:20
"Hörð frjálshyggja" er kannski Chile 1973, að skjóta sósíalista eða henda þeim út úr flugvélum.
Kannski var bara ekki nógu hörð frjálshyggja að mati Bjarna?
Vésteinn Valgarðsson, 3.3.2009 kl. 15:28
Þessi líking við Chile, er bara útúrsnúningur. Chilestjórn var einræðisstjórn. Það vita allir sem vilja.
Krosstengingar, fyrirgreiðslulán o.fl. sem lýst er hér og sýnilega viðgengst hér á landi og víðar, heitir SPILLING. Hún er því miður ekkert bundin við "frjálsræði."
Fjölmörg dæmi eru til um spillingu í öllum stjórnkerfum og löndum. Einræði Saddams Husseins í Írak, Bush-stjórninni í Bandaríkjunum, hér á íslandi. Meira að segjaí draumaríkum sumra, Svíþjóð og Danmörku. Ekki er Verkamannaflokkurinn í Bretlandi alveg laus við slíkt heldur. Sem dæmi hefur Mandelsohn orðið að segja af sér í tvígang vegna misnoktunar á valdi sínu sem ráðherra í stjórn Verkamannaflokksins!
Sérhagsmunagæsla réði ferðinni t.d. hjá Stalin þegar hann muldi stjórnkerfið og milljónir manna undir til að tryggja sín völd. Það hafði ekkert með "frjálshyggju" að gera, nema það að hanns sjálfur hafði of mikið frelsi!
Allt vald spillir og það allsstaðar!
Jónas Egilsson, 3.3.2009 kl. 15:45
Auðvald spillir.
Chile-líkingin er enginn útúrsnúningur. Ég skrifaði að það væri kannski dæmi um harða frjálshyggju, ef Ísland væri það ekki að mati Bjarna Benediktssonar. Einræði schmeinræði. Ekki settu Milton Friedman og félagar það fyrir sig á sínum tíma.
Vésteinn Valgarðsson, 3.3.2009 kl. 15:59
Það er trúlega erfitt að finna nafn á ósköpin, en hitt er víst að ekki viljum við meira slíku. Frelsi er svo afstætt, vandmeðfarið og í raun vandfundið. Er sá maður frjáls sem er búinn að flækja sig í fjármáladominó sem getur hrunið hvenær sem er. Áhættufíklar eru ekki frjálsir.
Mat Bjarna Benediktssonar er einskonar varnaleikur úr Litlu gulu hænunni. Svo virðist að margir sjálfstæðismenn séu nú í þeim leik og ferst mis vel. GHH segist ekki þekkja einhvern úr nefndinni sem gaf út skýrsluna. Kemur það málinu við, eru ekki mistökum jafn mikil mistök fyrir það. Sami maður segir að Ásta Möller þurfi ekki að biðjast afsökunar á neinu og lætur í það skína að hún hafi ekki gert neitt. (hvorki af sér eða ekki af sér heyrðist mér)
Ásta Möller hefur beðist afsökunar og hún er örugglega fullfær um að tala fyrir sig sjálf og Geir segir að það sé málfrelsi í flokknum.
Hvert er íhaldið komið nema út í horn. Stefnan var rétt, fólk gerði mistök, en bara ekki ég og ekki ég og ekki ég.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.3.2009 kl. 16:22
Auðvitað er það hörð og gerspillt frjálshyggja að skaffa vinum ríkisfyrirtækjum eins og helmimgaskiptastjórnin gerði og það þýðir ekkert að reyna að búa til einhverjar skýrslur til að dulbúa það neitt.
Bjarni Benediktsson ber ábyrgð á því og hans flokkur hefur enn þá stefna að fara aftur sömu leið. Það er ekkert flókið.
Jón Halldór Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 16:34
En þá að framtíðinni. Við þurfum ný gildi og nýtt samfélagsform. Samfélag sem byggir á virku lýðræði, virkum jöfnuði og virkum mannréttindum. Ég segi virku og meina það.
Ég vil að lýðræðið virki þannig að ákvarðanir séu teknar af fólkinu í landinu á sem breiðustum grundvelli hverju sinni og einræðsvald ákveðinna embætta eins og ráðherra í ríkisstjórn, heyri sögunni til.
Ég vil að þeganarnir geti verið öruggir um sína afkomu á kverju sem gengur í þeirra lífi. Geti gengið að einföldu félagslegu kerfi ef atvinnumissir, veikindi eða önnur áföll verða, en þurfi ekki að klofa yfir misstórar gaddvírsflækjur til að leita réttar síns eins og nú er.
Ég vil að mannréttindi séu virt á þessu landi, fyrir þegna þessa lands og þegna annarra landa sem óska eftir búsetu hér. Þá er ég að tala um einfaldar og skýrar reglur, en ekki þann flókabendil sem nú er í gildi og fólk af öðrum þjóðernum hefur liðið mjög fyrir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.3.2009 kl. 16:38
Já Ólína, við vitum að ákveðnir flokkar mega ekki komast til valda. Það er einmitt höfuðmarkmið okkar. Burt með frjálshyggju- spillingar- og eiginhagsmunapestina sem hefur plagað þetta þjóðfélag í hartnær 2 áratugi.
Þórður Már Jónsson, 3.3.2009 kl. 17:23
Þetta er að sumu leiti skyljanlegt.
Sjallar eru bara í bullandi afneitun.
Það er náttúrulega ekki gaman eða auðvelt að horfast í augu við það að trúkenningin sem flokkurinn hefur fylgt í fjölda ára er búin að leggja landið í rúst.
Þessvegna reyna menn að spinna upp einhverja dellu til að lina sársaukann sem þessu fylgir. Viðbrögð sem eru skiljanleg og fyrirsjáanleg útfrá sálfræðilegu sjónarhorni.
Það sem verður þó að undirstrika er, og það er raunverulega áhyggjuefnið, að hátt í helmingur þjóðarinnar kaus flokkinn útá trúkenninguna slag í slag. Fólk kaus yfir sig botnlausa þvælu sem menn sjá nú afleiðingarnar af. Landið í rúst og í gjörgæslu IMF.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2009 kl. 17:39
Ég ætla að leyfa mér að stela og breyta upptalningu sem ég sá í athugasemdum við þessa frétt (einhver Hafsteinn skrifaði þetta):
Hér ríkti hörku jafnaðarmannastefna.
Hér var blandað hagkerfi - slíkt er millileið á milli kapítalisma og sósíalisma og eitt af aðaleinkennum jafnaðarmennsku.
Hér var stórt og dýrt ríkisrekið velferðarkerfi - einnig eitt af jafnaðarmennsku.
Hér voru háir skattar - 38% tekjuskattur.
Hér voru massíf ríkisumsvif - yfir 750 stjórnsýslunefndir.
Hér voru fyrir um tveimur árum síðan reykingar bannaðar á skemmtistöðum og á veitingahúsum, varla mikil frjálshyggja þar á ferð.
Hér er ríkisvætt menntakerfi, ríkið á skóla á öllum menntastigum, varla eintóm frjálshyggja þar á ferð heldur.
Hér er ríkisrekið heilbrigðiskerfi.
Hér er stórt og dýrt almannatryggingarkerfi.
Hér starfar íbúðalánasjóður sem er í eigu ríkisins og starfar í beinni samkeppni við einkaaðila.
Hér er ríkisrekin póstþjónusta.
Hér eru reknar dýrar almenningssamgöngur (flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gefa meira að segja "frítt" í strætó.)
Hér á landi er rekið dýrt ríkisstyrkt landbúnaðarkerfi.
Hér eru massíft og flókið laga- og regluverk um rekstur bankastofnana.
Hér var ríkisábyrgð á rekstri fjármálafyrirtækja að evrópskri jafnaðarmannafyrirmynd. Frjálshyggjumenn eru einróma sammála um að slík trygging sé siðlaus í garð almennings.
Hér var ríkisrekinn orkuiðnaður.
Hér voru sterk stéttarfélög sem fólk var skyldað til að ganga í.
Hér var fólk skyldað til þess að borga í sameignarlífeyrissjóði.
Hér var ríkiseinkasala á áfengi.
Hvar er þessi öfgafrjálshyggja sem tröllriðið hefur öllu? Mér er um og ó þegar les allt of oft skrif eftir greint fólk, þar sem frjálshyggju, sem er stjórnmálaheimspekistefna, er drullumallað saman við staðfærða, útvatnaða og klaufalega framkvæmda útfærslu ákveðinna manna eða ríkisstjórna á henni.
Ég mæli með að menn kynni sér skilgreiningu frjálshyggju, t.d. á wikipediu eða í orðabók, áður en þeir lítillækka sjálfa sig með illa ígrunduðum sleggjudómum.
Lifið heil.
Þórarinn Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 18:33
Annað: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur og hefur aldrei verið. Hann er miðju-hægri íhaldsmannabandalag sem samanstendur mestmegnis af hægri-krötum, það hlýtur að vera augljóst.
Þórarinn Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 18:36
Merkilegt að "harð"-línu frjálshyggjumennirnir rjúka nú upp og segja fullum hálsi að það hafi ekki verið frjálshyggjan sem brást heldur fólkið og sér í lagi hinn mannlegi brestur græðgi.
Maður fær magapínu að hugsa út í það að þessi "mjúka" frjálshyggja sem brást vegna græðgi og mannlegra bresta (m.ö.o. vegna fólks sagi Geir Haarde) hafi samt sem áður verið undir einhverju smá eftirliti. Býður nokkur maður í algjörlega reglulaust samfélag undir stjórn "harð"-línu frjálshyggjumanna? Ekki mun græðgin og siðleysið skána við það - svo mikið er víst.
Þór Jóhannesson, 3.3.2009 kl. 19:02
Ef frjálshyggja hefði verið við líði hér þá hefði ekki neitt þessu lýkt gerst. Fyrir því eru einföld ástæða
Hér hefði ekki verið nein ríkisábyrgð á innistæðum bankanna né skuldum. Hvað hefði þetta þýtt? Jú, fólk hefði ekki litið á banka sem peningatré þar sem sparifé ávaxti sig eins og enginn sé morgundagurinn og hugsað sig tvisvar um áður en það lagði inn pening. Bankarnir hefðu ekki getað fengið erlent lánsfjármagn jafn auðveldlega og getað stundað sitt áhættubrask auk þess sem óðaverðbólga hefði ekki átt sér stað.
Fleiri tegundir banka hefðu orðið til, sér í lagi þá bankar sem hefðu ekki verið í áhættufjárfestingum og einungis í útlánastarfsemi. Markaðsaðstæður fyrir slíku hefðu orðið til. Að sjálfsögðu hefðu vextir á slíkum reikningum verið töluvert lægri, enda er eðlilegt að með hærri vöxtum fylgi meiri áhætta. Enda ávaxtar peningur sig ekki að ástæðulausu. Vextir voru notaðir til að lokka fólk með peninginn sinn í bankann og þá höfðu bankarnir meira á milli handana til að stunda sitt brask, sem í fólst mikil áhætta.
Með öðrum orðum, þá væru bankar eins og hvert annað fyrirtæki sem fer á hausinn og almenningur hefði ekki þurft að sitja uppi með skuldina, borgandi fyrir óreiðumenn, eins og einhver komst að orði. Ekki finnst ykkur eðlilegt að borga skuldir Bónus eða Sautján ef þau fara á hausinn? Af hverju finnst öllum svona eðlilegt að borga skuldi bankanna?
Fyrir utan möguleikan á að stunda viðskipti við netbanka, þar sem vextir eru lágir og áhættan lítil. Slíkir bankar eru til vegna þess að samkeppnin á netinu er litlum höftum háð.
blæ (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 21:24
"...hið frjálsa framsal fiskveiðiheimilda varð að veruleika með þeim afleiðingum að sjávarbyggðir landsins voru sviptar náttúrurétti sínum til viðurværis af fiskveiðum ..."
Þessa atkvæðabeitu hefur maður heyrt marga nota í aðdraganda prófkjöra og kosninga undanfarin ár. Flestir hafa svo hent beitunni eftir að bitið hefur verið á.
Ég vona að þér gangi vel í prófkjöri og að flokkur þinn hljóti nægilegt fylgi til að fleyta þér inn á þing. Mér leikur þó forvitni á að vita meira um afstöðu þína til kvótakerfisins og líklegra leiða til að snúa ranglætinu pp í réttlæti.
Ársæll Níelsson, 3.3.2009 kl. 21:39
Það sem væntanlegur formaður Sjálfstæðisflokksins segir um stefnuna sem flokkurinn fylgdi er rétt að því leiti að aðal „harkan“ var ekki komin til framkvæmda. En menn verða að huga að því að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið einráður þá hefði verið gegnið miklu lengra en raunin varð. Listinn sem Þórarinn Sigurðsson birtir er góð leiðsögn. Hann telur upp allt „kerfið“, velferðarþjóðfélagið okkar og regluverkið sem ríkir. Villtustu draumar „ný“frjálshyggjunnar gengu út á afnám eða samdrátt samneyslu.
Þórarinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki frjálshyggjuflokkur er rétt svo langt sem það nær. Hólmsteinskan var hinsvegar með sterk tök. En flokkurinn hefur alltaf þurft að fylgja stefnu málamiðlunar til að eiga séns í atkvæðabaráttunni. Hrein frjálshyggja er ekki góð söluvara.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.3.2009 kl. 21:55
Ríkistryggð Auðvaldsstjórnun kemur "best" út. Gróðinn einkavinavæddur - allt frjálst og huggulegt þar. Óhagkvæmur rekstur og tap ríkisvætt! Svo má deila um hvað "Barnið á að heita"
Hlédís, 4.3.2009 kl. 16:58
Þórarinn Sigurðsson. Að lítillækka sig með illa ígrunduðum sleggjudómum er ævinlega slæmt. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir kallað sína pólitísku stefnu hinum ýmsu nöfnum og þeirra helsti hugmyndafræðingur í seinni tíð Hannes Hólmsteinn hefur verið ólatur við að vitna til hinna ýmsu kenninga sinna lærifeðra um hið fullkomna samfélagsmódel. Þess vegna vil ég að fólki leyfist að kalla stefnu Sjálfstæðisflokksins öllum þeim nöfnum sem hann hefur notað.
Þannig vill nú til að ég hef fylgst með þessum flokki og stjórnunartilburðum hans lengur en flestir aðrir hér á þessum bloggmiðli. Ég er nefnilega fæddur 1936 og fór snemma að velta samfélaginu fyrir mér. Og ég hef ekki rekið mig á annað en að stefna flokkssins sé einfaldlega sú að hlynna að þeim sterkari í samfélaginu og með því hugarfari berjast gegn félagshyggjuöflunum og í raun velferðarkerfinu. Allar þær félagslegu umbætur sem náðst hafa á Íslandi hafa náðst eftir harða baráttu við Sjálfstæðisflokkinn. "Úlfur í sauðargæru" er skársta lýsingin á þessum óhuggulaga klúbbi en mörg lýsing og verri kemur þó fyrst upp í hugann. Flokkurinn hefur greinilega verið stofnaður til þess að tryggja auðmönnum forgang og aldrei slegið slöku við í því efni.
Ég vil svo benda á það að ríkasti Íslendingurinn um margra áratuga skeið var Þorvaldur Guðmundsson í "Síld og fisk." Ég man ekki til að þessum manni hafi verið fært neitt upp í hendurnar, man ekki til þess að hann hafi beðist vægðar fyrir skattheimtu. Hann bar hæstu gjöld hér á landi lengur en ég man og var stoltur af. Mér finnst líklegt að hann hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn en man ekki til þess að hann hafi verið boðberi markaðshyggjunnar að neinu ráði. Þessi maður byrjaði með tvær hendur og studdist við dugnað og sparsemi ásamt góðu fjármálaviti. Slíkir menn hafa ævinlega komist hjálparlaust af á Íslandi og flestir þeirra greitt sín gjöld þegjandi til samfélagsins í sama hlutfalli og aðrir.
Í dag telja Sjálfstæðismenn að sérstaka umhyggju verði að sýna auðmönnum og að alls ekki megi styggja þá út úr landi með skattheimtu.
Hver er svo niðurstaðan í dag?
Sjálfstæðismenn eru í dag sjálfhverfir í allri græðgisvæðingu og hvar sem einhverjar samfélagslegar eignir eru í augsýn stökkva þeir á þeir eins og úlfar á bráð. Aumkunarverðir bjálfar sem þjóðin þarf að hafa á framfæri sínu svo langt inn í ókomna tíð sem augað eygir.
Og enn ætla þeir að krefjast umboðs íslenskra kjósenda en nú undir kjörorðinu: "Mannúðleg markaðshyggja!"
Varúð! Varúð! Sjálfstæðisflokkur í felubúningi.
Árni Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 17:57
Og annað.
Veiðar úr mörgum stofnum samanber, úthafsrækju, skrápflúru, grálúðu og ufsa hafa nánast lagst af undanfarin ár vegna sérhagsmuna reglna LÍÚ og stjórnvalda.
Þessum tegundum í kvóta hefur grímulaust verið rafrænt breytt í aðrar tegundir (tegundatilfærslur) innan kerfisins á huglægum nótum og þær notaðar í brask innan hvers fiskveiðiárs og í tugaprósenta tali færðar á milli ára.
Allt er þetta gert til að mynda spennu í þorskveiðiheimildirnar sem verið hafa að skornum skammti (búa til skort líkt og Enron í Kaliforníu með rafmagnsleysinu). Þannig tókst þeim að spenna leiguverð á þorski upp úr öllu valdi og þar af leiddi á varanlegum heimildum.
Þetta lið er svo illa sekt um svo alvarlega glæpi gegn íslenzkri þjóð að ekki er hægt að finna neinar hliðstæður í allri Íslandssögunni.
Ég hlustaði á fréttir RÚV í gær um ódæðisverkin í Darfúr þar sem sagt var frá því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hafi gefið út handtökuskipun hendur forseta Súdan, Omari al-Besir.
Það sem gerðist í Darfúr er raunar ekki ósvipað og gerðist á Íslandi fyrir fáum árum.
Reyndar var fólk á Íslandi ekki drepið með vopnum svo vitað sé en fólki var í stórum stíl slátrað, fjárhagslega, félagslega, andlega, öll tilvist þess menning og búseta lögð í rúst.
Íbúar Darfúr kröfðust smá aðildar í olíuauðlindum héraðsins sem hafði þær afleiðingar sem við vitum hverjar urðu.
Það sama gerðist hér. Vestfirðingar voru á móti kvótakerfinu og vöruðu við afleiðingum þess. Vestfirðingar kröfðust réttlætis og sanngirni við úthlutun aflaheimilda og vöruðu við innbyggðum mjög alvarlegum göllum í kerfinu sem beinlínis neyddi menn til að henda fiski.
Til að þagga niður í óánægju vestfirðinga var sett af stað herferð ekki ósvipaðri þeirri sem Omar al-Besir hóf gegn sínu fólki.
Eini munurinn á Ómari al-Besir og hans hyski og Sjálfstæðis og Framsóknarflokki er landfræðilegur.
Níels A. Ársælsson., 5.3.2009 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.