Á leið í framboð?

hissa Ég hef lesið það á netinu - haft eftir DV - að ég sé á leið í framboð fyrir nýtt stjórnmálaafl. Þegar nánar er rýnt í þessar fréttir sem m.a. hafa birst á bb.is og visir.is má sjá að þetta eru getgátur sem hver hefur eftir öðrum. Ég sé ekki betur en fréttin sé sú  mest lesna á bb.is þennan sólarhringinn.

Það er einmitt.

Enginn þessara ágætu fjölmiðla hafa séð ástæðu til að spyrja mig sjálfa um þetta mál. Er ég þó skilmerkilega skráð í símaskrá með bæði heimsíma og gsm númer.

Því er til að svara að ég stend ásamt fleirum að þverpólitískri undirskriftarsöfnun og áskorun á stjórnvöld á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is ásamt fleiri góðum Íslendingum. Sá hópur er ekki stjórnmálaafl og er ótengdur öllum hagsmunaöflum og stjórnmálaframboðum.

Ég er því ekki á leið í þingframboð fyrir nýtt stjórnmálaafl sem stofnað kann að verða um þessa einu kröfu: Nýtt lýðveldi.

Ég sé heldur enga þörf á slíku stjórnmálaafli um þessar mundir þar sem svo virðist sem sú ríkisstjórn sem er í burðarliðnum hafi tekið þetta mál upp á sína arma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En... þú gætir nú alveg blandað þér í karlabaráttuna hjá Sf í norðvestrinu kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verði ekki af nýrri ríkisstjórn gengið í það mál af trúverugleik og ef ástæða þykir til að efla það framboð, þá vil ég biðja þig um að íhuga vel að styrkja það.

Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég skil ekki fólk sem hefur geð í sér til að kasta frá sér einkalífi og mannorði með því að vera berskjaldaður í ljónagryfjunni (pólitíkin).  Það er eins gott að eiga góða að sem hlúa að sárunum eftir hvern bardaga. 

Benedikt Halldórsson, 30.1.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

átti að vera "berskjaldað"

Benedikt Halldórsson, 30.1.2009 kl. 17:04

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það getur örugglega verið skondið að lesa fréttir um sig í fjölmiðlum sem eru virkilega fréttir fyrir mann sjálfan. Sem sagt ekki fótur fyrir.

Nýja ríkisstjórnin sem ekki er þó enn fædd (búið var aðskrá fæðingu á morgun) virðist vera með þetta nauðsynlega mál í farteskinu.Sem sagt að kjósa Stjórnlagaþing sem hefur það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá og kosningalög.

Verði frumvarp um Stjórnlagaþing afgreitt alveg á næstunni, þá er málið komið í eðlilegan farveg.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tek undir með Gísla, ættir ef nokkur smuga væri á og líf í gömlum glæðum, að skella þér í slaginn! Vildi svo sjá Helgu Völu aftur í framboði, en veit nú ekki hennar hug í dag til slíks.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband