Forseti útilokar ekki utanþingsstjórn

Forseti Íslands útilokar ekki utanþingsstjórn - það fannst mér vera það athyglisverðasta sem kom fram í hans máli í dag. Sömuleiðis sú áhersla sem hann kveðst leggja á að sátt ríki í samfélaginu um stjórnarformið. Sú yfirlýsing finnst mér frekar ýta undir þennan skilning minn.

Þá gat ég ekki betur heyrt en að krafan um stjórnlagaþing eigi sér samhljóm í hugmyndum forseta sem hann færði m.a. í tal í sínu áramótaávarpi  og áréttaði á blaðamannafundinum í dag.

En hvað segið þið lesendur góðir. Væri það ekki bara kærkomið fyrir þjóðina að fá einhverja við stjórnvölinn sem ekki eru á sama tíma að vasast í kosningabaráttunni.

Væri það ekki bara góð hvíld fyrir langhrjáða þjóð og langþreytta stjórnmálamenn að skilja nú landsstjórnina frá kosningabaráttunni ?

Eða svo ég orði þetta nú enn skýrar: Er óhætt að setja við þessa aðstæður menn í landstjórnina sem á sama tíma eru að kljást í  kosningabaráttu? Er ekki nóg komið? 

En við spyrjum að leikslokum - það verður spennandi að fylgjast með þessu.

 logo  Nýtt lýðveldi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Spurning hvort klárir einstaklingar nenni að stjórna þessu landi, þetta er allt svo pólitískt.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, sannarlega eru þetta spennandi dagar sem við lifum. Ég hef mikla trú á herra Ólafi Ragnari. Ég vona sannarlega að hann kalli saman utanþingsstjórn sem komi skikk á hluti hér í landinu. Síðan verði gengið til kosninga. Það þing fái svo erfitt bú og erfiðar ákvarðanir að taka. Veljum gott fólk því nú er þörf á duglegu, réttsýnu og vinnusömu fólki sem vill starfa með og fyrir þjóðina.

Hugsa hlýlega til hreyfingarinnar okkar og forseta lýðveldisins.  :)   

Baldur Gautur Baldursson, 26.1.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég fékk þetta líka sterkt á tilfinninguna.  Forsetinn er örugglega búin að "teikna" utanþingstjórn  Ég bíð spennt.

Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er sú von sem kviknað hefur á síðustu dögum um "Nýtt lýðveldi" orðin að vissu.

  Eftir að hafa hlustað á forseta Íslands, að afloknu valdaafsali Geirs H. Haarde nú í dag- þá er gamla lýðveldið sem stofnað var árið 1944 á leið á Þjóðminjasafnið.

Nýtt upphaf- endurreisn íslensks þjóðlífs  nýtt lýðveldi er í burðarliðnum... 

Hvað getum við sagt annað en- húrra-húrra- húrra...

Sævar Helgason, 26.1.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það á að setja "hæft" fólk í utanþingsstjórn STRAX. Á meðan geta þingmenn sinnt sínum hugðarefnum á meðan eins og að sinna næstu kosningum. Þeir munu alla vegna ekki hafa mikinn tíma fyrir mikið annað á meðan.

Best væri að sú stjórn fengi að vinna í góðan tíma eða þar til þjóðarskútan er komin á beinu brautina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 18:35

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

utanþingsstjórn er eina svarið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:26

7 identicon

Það eru flestir sammála um að núverandi stjórnmálamenn eru flestir gjörspilltir og óhæfir til ábyrgðarstarfa og því er utanþingstjórn það eina sem á að koma til greina.

Jon Mag (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:58

8 Smámynd: Katrín

Athyglisverðust fannst mér ummæli hans um að  það væri enginn starfandi forsætisráðherra í landinu og þá engin starfandi stjórn.  Þarna ruglar hann því sem hann vildi að væri og þess sem er.

Ef ekki þjóðstjórn þá finnst mér eðilegast að þing verði rofið.....er það ekki það sem ,,þjóðin“hefur verið að kalla á.. kosningar strax...? Þá fær ,,þjóðin" þá stjórn sem hún á skilið

Katrín, 26.1.2009 kl. 20:39

9 Smámynd: Katrín

þetta áttu nú ekki að verða SVONA stórir stafir

Katrín, 26.1.2009 kl. 20:40

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

jú jú,  alveg umhugsunarverð tillaga þetta með Utanþingsstjórn.

En slíkt er varla inní myndinni nema að Flokkarnir geti ekki komið sér saman um stjórnarmyndun. 

Á þessum tímapunkti finnst mér Utanþingsstjórn ólíkleg.  Alveg frá 1944 er eina Utanþingsstjórn Ísl. fór frá völdum hefur slíkt fyrirkomulag verið eitur í beinum Flokkanna.  Skákar þeim náttúrulega útí horn - nánast í skammarkrókinn.

En til þess ber þó að líta að nú er um óvenjulega tíma er að ræða.  Allt getur skeð, virðist vera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 20:49

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held ég taki bara undir þetta, við þurfum smáfrið og tíma. En hverjum gætum við treyst til að taka á öllu því sem bíður okkar á meðan og liggur á?

Arinbjörn Kúld, 26.1.2009 kl. 21:30

12 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ólafur Ragnar er örugglega smeikur um að VG tapi fylgi ef þeir fara í stjórn,fram að kosningum.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.1.2009 kl. 21:33

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Utanþingsstjórn er mjög góður kostur. Samanburðurinn er mjög hagstæður og hver meðaljóninn myndi standa sig betur. Þar af leiðandi er enginn hörgull á hæfu fólki.

Það sem flokkarnir ættu að einbeita sér að er að endurnýja sig og stofna nýtt lýðveldi, utanþingsstjórnin ætti að stjórna. Eina hlutverk Ríkisstjórnar í dag er að semja um skuldirnar þannig að við getum greitt þær og jafna greiðslunum réttlátlega á milli manna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.1.2009 kl. 21:48

14 Smámynd: Gísli Tryggvason

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ég kaus fyrir 13 árum til að gæta að valdajafnvægi stenst vonandi þær væntingar mínar eins og hann gerði 2004. Hann getur hins vegar ekki skipað utanþingsstjórn nema að uppfylltum skilyrðum sem ég rek hér: http://neytendatalsmadur.blog.is/blog/neytendatalsmadur/entry/783277/. Þar segir m.a. "Utanþingsstjórn getur forseti Íslands skipað þegar stjórnmálaflokkum, sem eiga fulltrúa á Alþingi, hefur - þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir - mistekist að mynda þingræðisstjórn...", sbr. nánari rök og dæmi þar.

Þá er túlkun forseta á valdaleysi forsætisráðherra starfsstjórnar nýmæli sem ég fellst ekki á. Á hinn bóginn má forsætisráðherra að íslenskum stjórnlögum ekki beita þingrofsrétti án málefnalegrar ástæðu.

Gísli Tryggvason, 26.1.2009 kl. 21:51

15 identicon

Ef Ólafur ætli sér að setja upp utanþingsstjórn þá mætti maður eiga von á því að hann væri búinn að teikna hana upp, hún gæti litið einhvernvegin svona út

Forsetisráðherra: Jón Ásgeir Jóhannesson

Fjármálaráðherra: Hannes Smárason

Heilbrigiðsráðherra: Robert Weisman

Bankamála og Viðsk. ráðherra: Bjorgólfur Thor

Umhverfisráðherra: Bjarni Ármannsson

Utanríkisráðherra: Palmi Haraldsson

Viðskiptaráðherra: Lýður Guðmundsson

Menntamálaráðherra: Sigurður Einarsson

Sjávar- Landbúnaðarráðherra: Ágúst Guðmundsson

Iðnaðarráðherra: Sigurjón Árnason

Samgönguráðherra: Magnús Ármann

 Félags og Tryggingamálaráðherra: Karl Werners

Ólafur hefur í gegnum tíðina lýst miklum mætum á þessa menn, ætli hann treysti þeim ekki betur en nokkrum öðrum til að stjórna lýðveldinu

Bjarki G (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:08

16 identicon

Utanþingsstjórn er neyðarlending í stjórnarkreppu. Mér finnst að umræðan um utanþingstjórn fsé arin að snúast upp í drauma um sérfræðinga sem stjórna eins og hinir "upplýstu einvaldar" fyrri tíma áttu að gera.

Aftur á móti geta ráðherrar verið utan þings í stjórn sem meirihluti Alþingis styður samanbr. Jón Sigurðsson fyrrverandi formann framsóknar ÓRG sjálfan á sínum tíma, Geir Hallgrímsson o.s.frv.

Sigurjón Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:10

17 identicon

Mikið væri það ánægjuleg tilbreyting að fá fólk með fagþekkingu í viðkomandi ráðuneyti. Geri mér grein fyrir að ekki er hægt að þekkja allt sviðið en hún/hann myndi þá a.m.k. skilja þá ráðgjafa sem til þyrftu að koma. Ekki bara láta mishæfa og jafnvel hagsmunatengda embættismenn ráða ferðinni. Það má alltaf láta sig dreyma...

Solveig (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:29

18 identicon

Vonandi duglegri stjórn en var. En það verður að ná aftur eitthvað af þeim gífurlegu fjármunum sem búið er að stinga undan og breyta strukturnum á stjórnmálakerfinu hér. Þetta finnst mér vera mikilvægast, þegar almennileg stjórn er komin á.

Eru enn ekki komnir þessir erlendu skoðunarmenn reikninga bankans, svokallaðir "forensic accountants" veit einhver um það?

Mér finnst það ætti að senda lögregluna í Seðlabankann og gera tölvur og annað upptækt til rannsóknar - undir forystu erlends aðila. NÚNA. 

Óli Sig (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:27

19 identicon

Sæl Ólína.

Ég held að Ólafur sé klókari en það, að fara að rissa upp einhverja utangarðsstjórn !

Hann hugsar lengra með smá ívafi.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:36

20 identicon

Þingstjórnir eru, og hafa alltaf verið, óstarfhæfar síðustu mánuði fyrir kosningar - þá má ekki taka neinar ákvarðanir sem ekki eru vænlegar til vinsælda (undantekning er síðasti dagur, sem ráðherrar nota til myrkraverka sem komast ekki upp fyrr en eftir kosningar). Það er mjög ólíklegt að Framsóknarflokkurinn muni, þegar á reynir, verja "óvinsælar" ákvarðanir, teknar af keppinautunum.

sigurvin (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:52

21 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst það sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði í dag, afar athyglisvert og sýnir hvað þessar hugmyndir sem settar eru fram á www.nyttlydveldi.is eru búnar að búa lengi um sig í þjóðarsálinni. Ég verð vissari um það með hverjum deginum að farið verður í þessa vinnu alveg á næstunni.

Kostirnir í stjórnarmyndun virðast ekki margir, svo utanþingsstjórn er ef til vill handan við hornið. Það er líka kominn tími á að taka af skarið og taka á málefnum þjóðarinnar á faglegan hátt. Stjórnmálamennirnir þurfa að fá frí frá þessu öllu um stund.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 00:53

22 identicon

Ég horfði á þessa stjórnmálamenn í sjónvarpinu vælandi og skælandi og kennandi hverjir öðruð um. Landið má fara til fjandans og fólkið í landinu má fara til fjandans. Allt sem skiptir máli í siðferðisbrengluðum hugarheimi þessa fólks er flokkurinn og feitir ráðherrastólar, því þar er jú ofurvaldið sem öllu ræður. Og nú er plottað og "þreifingar" segja stjórnmálafræðingar.

Ég fylltist skelfingu og reyndi að skrá mig tíu sinnum í viðbót á nyttlydveldi.is. En ég má víst bara einu sinni.

Mig hryllir við því að sjá þetta lið halda áfram að fara með völd. Jafnvel þótt það sé bara fram að kosningum. En kosningarnar verða ekkert betri. Þar verður sama úrelta pakkið að dilla spillingarbossanum sínum. Engir möguleikar á að kjósa fólk sem maður treystir. Þetta er allt handónýtt og Alþingi er handónýtt!

Ég vil fá NÝTT LÝÐVELDI!

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 01:30

23 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson fór út fyrir valdsvið sitt þegar hann talaði um þetta í fréttunum í gærkvöldi, ég sat við hliðina á lögfræðingi þegar fréttin kom og var hann svo hissa á því sem Ólafur sagði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2009 kl. 03:03

24 identicon

Ég hvet alla sem geta að setja link á Nýtt Lýðveldi inn á blogg og

eða vefsíður.

Hér er öflugur linkur: http://www.larouchepac.com/  fyrir lýðræðis unnendur.

Nýtt Lýðveldi skjótt.

Birgir Rúnar Saemundsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband