Í dag tók ég þátt í Íslandsmeti, mótmælti, æfði hundinn og ... var sumsé veðurteppt

yoga_2 Ég er veðurteppt á Ísafirði og hef verið föst í þrjá daga. Hér er brjálað veður dag eftir dag og ekki flogið. Ég hef því verið fjarri góðum mannfagnaði á Austurvelli, en það var gaman að sjá fréttamyndirnar þaðan í kvöld. Stemninguna, taktinn, stuðið.

Í staðinn brá ég mér ásamt fjölmörgum Ísfirðingum í íþróttahúsið á Torfnesi til að setja Íslandsmet í jóga. Þangað mættu hátt á annað hundrað manns sem sameinuðust í einbeittu jóga í eina klukkustund. Það var endurnærandi stund.

Svo skellti ég mér ásamt fleiri mótmælendum á Silfurtorgið á Ísafirði þar sem haldnar voru fjórar ræður. Samkomunni lauk með því að allir sungu einum rómi Öxar við ána.

Síðdegis dreif ég mig svo með félaga mínum upp á Seljalandsdal að æfa hundana í snjóflóðaleit. Það var varla stætt fyrir vindi og grimmdarhagléli, en við paufuðumst þetta og kláruðum æfinguna. Annars er stórmerkilegt hvað hundarnir láta veðrið lítið á sig fá. Alltaf jafn glaðir og áhugasamir (maður gæti ýmislegt lært af þeim).

En á morgun er nýr dagur - og veðurspáin afleit fyrir Vestfirði. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég gáði að þér á myndum af jogametinu og mótmælunum, en sá þig ekki. Á veðrið ekkert að lagst þarna í bráðina. Þú ert greinilega með hugaðri hund en ég, minn hefur þurft fylgd í smá pissitúr út á lóð, þegar hvassast hefur verið. Hann kallast víst líka smáhundur þó hann haldi stundum annað. Kveðja í kófið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hólmfríður mín - ég er orðin svo andleg og friðsæl af öllu jóganu að ég festisti ekki á filmu lengur.

Já, hvutti litli er nú býsna hugaður, sem og þeir félagar hans í björgunarhundasveitinni. Enda verða þeir að vera það þegar að alvörunni kemur.

 Kveðja úr kófinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já þú meinar, nú er fattarinn minn eitthvað að klikka æ æ Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nóg að gera - gott mál. Takturinn í mótmælunum er hjartsláttur þjóðarinnar.

Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fólk mæðist á mótmælafundum

og missir sig jafnvel á stundum.

En jóga þú æfir

og sárgremju svæfir

og þjálfast með þaulleitarhundum.

Árni Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 00:23

6 identicon

Sæl þið öll sem eruð að hugsa á svipuðum nótum. Er þó að ávarpa Egil og Ólínu sérstaklega. Eða Ólínu og Egil svo meðalhófs sé gætt. Ég er ein af þeim sem þrái breytingar og sé að frá ykkar hreyfingum er einhvers að vænta, einhvers góðs fyrir íslenska þjóð.  Grundvallarbreytingar er þörf, endurreisnar grunngilda sem við flest virðum. Samstöðu, samhjálpar, virðingar, gegnsæis, lýðræðis. Nú er tækifærið, það er ótrúlegt en satt að svona kerfishrun getur þó leitt það af sér að annað og betra kerfi fæðist.
Þegar ég sá að þetta var að þróast fylgdist ég með, fyrst á síðu Egils en svo hjá Ólínu. Á meðan hlustaði ég  á orðræðuna í samfélaginu, í fjölmiðlum, bloggi, las góðar bækur, ( Gunnar Hersveinn, Guðmundur Magnússon, Davíð. Á. Stefánsson), fylgdist með Silfrinu, Víðsjá, Krossgötum, Vikulokum, mætti á fundi á Austurvelli og Borgarafundi.
Ég er sannfærð um að hægt er að gera innri byltingu á friðsaman, sanngjarnan og umfram allt heiðarlegan hátt.  Þetta er vilji yfirgnæfandi fjölda fólks. Það heyrist í mörgum,  fleiri eru hljóðir en sammála. Það veit ég eftir viðræður á vinnustað, innan fjölskyldunnar, í vinahópum.
Umfram allt vill fólk breytingar. Sátt. Samtök. Samtakamátt.
Þess vegna spyr ég hvort þessar hreyfingar sem stefna að því er virðist í sömu átt geti ekki unnið saman. Nýtt lýðveldi. Lýðveldisbyltingin. Sama hugsun, sömu markmið. Sameinið kraftana!
 Það er nú einu sinni svo að sameinum stöndum við, sundruð föllum við.

Solveig (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei hún farið hefur í hundana,
hugarleikfimina óð að stund'ana,
hjá henni Vesturhómóbæjarpati,
og hér nú án Mörtu stend á gati.

Þorsteinn Briem, 25.1.2009 kl. 01:20

8 identicon

Sæl Ólína,

Eg hef fylgst með hugmyndum þínum um nýja stjórnskipan á íslandi og er eindreginn stuðningsmaður þinn. ´´Gamall '' kennari minn, Njörður P. Njarðvík, er sömu skoðunar og ég veit að þið eruð á réttri leið.

Það er mikilvægt að allar hugmyndir nái inn í umræðuna og þess vegna bendi ég þér á síðuna mína    bberndsen.blog.is   þar sem ég skrifa um hugmyndir af nýrrri stjórnarskrá, en margar þeirra eru af engilsaxneskum toga og eru að mínu mati eitthvað sem við íslendingar eigum að skoða alvarlega.

Vonandi hefur þú tíma til að skoða þetta og ef ég get aðstoðað þig og þína við þetta verkefni þá er ég reiðubúinn.

Kærar kveðjur

Baldvin Berndsen

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 16:54

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir athugasemdir ykkar og viðbrögð.

Varðandi þetta með að sameina krafta þeirra sem hyggja á pólitískan frama með kröfuna um nýtt lýðveldi, og okkar sem hyggjum ekki á framboð en stöndum að undirskriftarsöfnun um sama mál, þá vil ég segja þetta.

Krafan um utanþingsstjórn (eða einhverskonar þjóðstjórn), stjórnlagaþing, nýja stjórnarskrá og nýtt lýðveldi á hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkunum og meðal fjölda fólks sem stendur utan við alla pólitík. Það er margt sem skilur þetta fólk að, en krafan um nýtt lýðveldi sameinar það.

Ég held að stofnun nýs stjórnmálaafls sé ekki besta leiðin til að ná þessu markmiði. Það segi ég með fullri virðingu fyrir því stjórnmálaafli sem nú er verið að stofna utan um þessa kröfu. Það mun etja kapps við hina flokkana fyrir næstu kosningar, eftir gömlu leikreglunum, og kannski fá 10% atkvæða. En í kosningum er spurt um stjórnmálaskoðanir fólks og afstöðu til ótal margra mála sem varða landshagi. Að fara fram meið eitt mál í kosningar, og láta allt annað liggja á reiðanum - það hugnast mér ekki.

Þess vegna hyggjum við ekki á framboð. Við teljum það fljótvirkara að sameina Íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, um þessa einu kröfu. Við fögnum því ef stjórnmálaflokkarnir taka undir með okkur, hvort sem þeir eru nýir eða gamlir. En við stefnum á að safna a.m.k. 20 þús undirskriftum (helst meiru auðvitað) svo það sé ótvírætt hver vilji meginþorra kjósenda er í þessu máli. Svo mega þeir hinir sömu kjósa það sem þeim sýnist í næstu alþingiskosningum.

En Baldvin, Solveig og þið öll - ég fagna að sjálfsögðu hverjum góðum liðsmanni við þennan málstað.

Árna Gunnarssyni þakka ég góða limru - og Steini minn, takk líka. Mig klæjar í fingurna að kaupa handa þér bók um bragfræði.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2009 kl. 22:47

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

... láta allt annað reka á reiðanum ætlaði ég nú að segja

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2009 kl. 22:49

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elskan mín, það er alveg óþarfi, Ólína mín. En skáld þykjast alltaf vita betur en önnur skáld.

Bragfræði eftir Jón Ingvar Jónsson.





Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 00:24

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei hún/ farið/ hefur í/ hundana,
hugarleik/fimina/ óð að/ stund'ana,
hjá henni/ Vestur/hómó/bæjar/pati,
og hér nú án/ Mörtu/ stend á/ gati.

Hástuðlun:

Asnalegur ertu nú,
orðinn sextán vetra,
eins og kamar ilmar þú,
útlit lítið betra.

Síðstuðlun:

Hjöri börnum kenna kann,
en krakkaskrípin góla,
starfað við það hefur hann,
í Húsabakkaskóla.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 00:48

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Asnalegur ertu nú,
orðinn sextán vetra,
eins og kamar ilmar þú,
útlit lítið betra.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 00:55

14 identicon

Takk fyrir svarið Ólína. Skrifaði þetta í kvíðakasti yfir að kraftur breytingaraflanna dreifðist svo mikið að ekki næðist að virkja þau sem skyldi. En vonandi leggjast allir á eitt. Auðvitað er hægt er að skrifa undir hjá nýju lýðveldi og koma einnig með hugmyndir á síðu lýðveldisbyltingarinnar og vinna í sínu nánasta umhverfi. Það er síðan mikilvægt þegar á hólminn er komið að standa með þessum hugsjónum og ýta t.d. flokkshagsmunum í burt. Það væri svo hægt að vinna að markmiðunum með stjórnlagaþingi, ekki að ég viti hvernig það er framkvæmt en sýnist hugmyndin góð. Sérþing um stjórnarskrá ef ég skil það rétt. Ég vona svo sannarlega að sú vinna sem greinilega er í gangi víða skili sér einmitt eins og lýðræðið á að virka. Uppspretta frá sem flestum og öllum til hagsbóta. Bestu kveðjur, Solveig

Solveig (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:14

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hins vegar lærði ég nú ekki bragfræði af Netinu, Ólína mín. Í stað ritgerðar í íslensku lét ég Gísla Jónsson, menntaskólakennara á Akureyri, fá ljóð í bundnu máli, sem ég hafði samið fyrir kallinn, og hann gaf mér 10 fyrir það.

Á degi íslenskrar tungu eru árlega veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og þessi verðlaun hafa meðal annarra hlotið:

  1. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og grunnskólakennari, árið 1996,
  2. Gísli Jónsson menntaskólakennari, árið 1997,
  3. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, árið 1998,
  4. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, árið 1999,
  5. Magnús Þór Jónsson, Megas, árið 2000.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 03:40

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Elsku Steini minn - ekki ætlaði ég að móðga þig. En það er skal ég segja þér eitthvða bogið við hrynjandina í vísunum þínum stundum þó svo að finna megi stuðlasetningu þar oftast.

Ég efast ekki um að þú getir gert góðar vísur - þær eru bara misgóðar þessar sem birst hafa hér.

Þú mátt ekki reiðast þó ég segi þetta - það er ekki illa meint.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.1.2009 kl. 11:01

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólína mín. Ég var nú bara að benda þér á að ég kynni bragfræði en þú sagðist vilja kaupa handa mér bók um hana. Það hlaut þá að vera vegna þess að ég kynni lítið eða ekkert í bragfræði.

Hins vegar er nú erfitt að læra hrynjandi af bragfræði einni saman og það er næsta víst, eins og Bjarni Fel myndi segja, að hægt er að lesa sömu vísuna, eða kvæðið, með mismunandi hrynjandi. Í ferskeytlum er hrynjandin hins vegar einföld og flestir lesa þær væntanlega með sama eða svipuðum hætti.

Smekkur fólks er sem betur fer misjafn og ég stórefast um að einhverjum finnist allar vísurnar þínar góðar. Stundum semur fólk góðar vísur og stundum ekki. Það er engan veginn hægt að krefjast þess að allar vísur séu góðar, merkilegar eða ortar fullkomlega eftir bókinni. Og sá sem kann bragfræði yrkir ekki endilega allar vísur eftir bókinni. Gerir það jafnvel meðvitað eins og fjölmörg dæmi sanna.

Halldór Laxness notaði ekki viðurkennda opinbera stafsetningu í sínum bókum en samt eru flestir Íslendingar ekki í neinum vandræðum með að lesa þær. Það er því greinilega óþarfi að apa allt eftir öðrum og jafnvel best að gera það ekki í mörgum tilfellum.

Íslenskan sem ég skrifa hér er örugglega stórundarleg í augum margra "besserwisseranna" en ég hef fengið hæstu einkunn fyrir allar mínar ritgerðir og kvæði á íslensku, til dæmis hjá Gísla Jónssyni íslenskufræðingi og Böðvari Guðmundssyni skáldi.

Aftur á móti getur enginn haldið því fram að hans eigin vísur eða kvæði séu góð, því enginn getur verið dómari í eigin sök í þeim efnum. En sá sem sjálfur yrkir á aldrei opinberlega að gera lítið úr öðrum og upphefja sinn eigin kveðskap með því að bjóðast til að kaupa handa þeim bragfræði, ekki síst þegar þeir segja sjálfir að engin þörf sé á því. Það sýnir nú engan veginn fallega hugsun.

Og það er nú ekki meiningin að vísur sem ég yrki hér jafnóðum og ég skrifa þær séu merkilegar eða fullkomnar, heldur skemmtilegar, enda hafa margir sagt það, og því hef ég skrifað þær hér.

Ég hélt að það væri öllum ljóst en svo var greinilega ekki.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 14:41

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Steini minn - ég gefst upp.

Vísurnar þínar eru víst skemmtilegar. Ég skil bara ekki bragfræðina í þeim - það er sjálfsagt bara ég.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.1.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband