Undirskriftarsöfnun um nýtt lýđveldi byrjar vel. Verra međ heilsufar forystumanna.

skjaldamerki Vefsíđan www.nyttlydveldi.is fer vel af stađ - og ţó međ brösum. Umferđin á síđunni var svo mikil í gćr ađ hún lagđist hvađ eftir annađ á hliđina, og aftur fram eftir degi í dag. En nú er búiđ ađ koma ţessu í lag, vonandi. Og rétt áđan voru komnar ríflega 1800 undirskriftir frá ţví kl. 15:00 í gćr. 

Ţađ er afar leitt ađ heyra um heilsubrest Geirs H. Haarde. Ég vona innilega ađ hann nái sér af ţessum veikindum og óska honum langra lífdaga.

Sjálf er ég ţeirrar skođunar ađ andlegt álag og mikil, langvarandi neikvćđni í umhverfinu, skili sér á endanum inn í líkama okkar međ tilheyrandi heilsukvillum. Ég er ţví ekki beint hissa á ţessum fréttum. Satt ađ segja hefđi ég eiginlega orđiđ meira hissa ef ekkert hefđi látiđ undan.

Nú er svo komiđ ađ báđir forystumenn ríkisstjórnarinnar glíma viđ alvarlegan heilsubrest. Ţađ segir sitt um ţađ hversu mikil áraunin hefur veriđ. Hún hefur veriđ ómennskt á köflum. Og varla er ţađ tilviljun ađ tveir fyrrverandi forystumenn í íslenskum stjórnmálum, ţeir Davíđ Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafa einnig mátt kljást viđ illkynja mein. Ekki eru mörg ár síđan Ingibjörg Pálmadóttir, ţáverandi heilbrigđisráđherra hneig niđur í beinni útsendingu ţegar allt ćtlađi um koll ađ keyra í samfélaginu vegna ákvarđana í heilbrigđismálum, ef ég man rétt.

Ţađ er augljóslega ekki tekiđ út međ sćldinni ađ komast til áhrifa í íslenskum stjórnmálum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Sćl Ólína. Gott ađ heyra ađ undirskriftasöfnunin gengur vel. Já ég tók eftir ţví ađ síđan var orđin ansi stirđ og lengi ađ svara. Ég var ađ kíkja inn annađ slagiđ til ađ skođa fjölda undirskrifta.

Sorglegar fréttir af Geir og ég óska honum alls hins besta. Ţađ er greinilega heilsuspillandi ađ vera í ţessu argaţrasi árum saman. Góđa helgi. Hólmfríđur

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Er ţetta ekki bara tilviljun ađ stjórnmálamenn fái krabbamein? Krabbamein í ţessum aldursflokki sem ţeir eru flestir á eru mjög algeng. Er nokkuđ sem styđur í raun og veru ţá trú ađ álag geti valdiđ krabbamein?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 23.1.2009 kl. 19:39

3 identicon

Ćtli sé nú ekki öllum ljóst ađ álag veldur ekki krabbameini en álag dregur úr mótstöđuafli gagnvart öllu áreiti.

ella (IP-tala skráđ) 23.1.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Nú stígur mađur létt til jarđar,býđur dús og óskar kraftmiklu fólki ánćgjulegrar helgar.

Yngvi Högnason, 23.1.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

2.152! Ég er ánćgđur ađ sjá hve margir hafa skrifađ undir. Gleymum ţví ekki ađ raddir fólksins eru farnar ađ heyrast og meira ađ segja fariđ ađ fara eftir ţeim.

Jón Ragnar Björnsson, 23.1.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Guđmundur Óli Scheving

Ţetta er hiđ besta mál...vantar samt ađeins meiri neista finnst mér.

Hélt ađ vćru komnir fleiri... ţeir koma kanski......

Guđmundur Óli Scheving, 23.1.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir međ ţessari grein sjálfstćđismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóđ : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já Takk ég er ein af ţeim sem skrifari undir  ţađ

viđ verum ađ fá nýja stjórn sem fyrst

ţađ var fundur á KEA Jón Baldvin fundurinn var góđur

Takk Ólína ađ vera bloggvinur   Baráttur kveđja Gulli Dóri er á Akureyri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.1.2009 kl. 02:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband