Máninn hátt á himni skín

Fyrir skammri stundu voru litirnir hér í Skutulsfirinum nákvæmlega eins og á myndinni hérna fyrir ofan: Svartalogn og dögun yfir fjöllunum. Nú hefur birt aðeins meira og "máninn hátt á himni skín - hrímfölur og grár" (ekki "blár" eins og Elín Hirst missti út úr sér í kvöldfréttatíma fyrr í vikunni). Wink

Ég er að baka rúgbrauð - er með fjögur stykki í ofninum. Bara góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Yndisleg mynd - hér er himininn grár, blár og éljagangur á köflum. Pottasleikir kom í þrumum og eldingum í nótt, enda íslenskir drengir hér sem fara snemma að sofa á kvöldin. Sit hér kökk að lesa þennan stutta pistil þinn, sem gefur mér yl og færeyska Lindin er að spila Heims um ból akkúrat í þessum rituðum orðum. Efnið í rúgbrauðið bíður mín á eldhúsborðinu, best að ég drífi mig af stað með íslenksa eldmóðinum sem við íslenskar konur eigum nóg af og má ekki svæfa hér í aðgerðarleysinu. Guð blessi þig og þína.

Sólveig - búsett í Færeyjum.

Sólveig Birgisdóttir, 17.12.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Finn ilminn alla leið hingað yfir hafið. Ummm.. 

Ía Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar í nýbakað rúgbrauð og reyktan silung.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stendur þar hérastubbur,
stoltur í baksýn Kubbur,
hún bakar fjögur brauð,
byltingarforingi og rauð.

Þorsteinn Briem, 17.12.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þessi mynd er æðisleg.

Rúgbrauð og síld með Kotasælu og kartöflum frá Valgerði á Lómatjörn

Er nokkur Stera stubbur bakari þarna fyrir Vestan?

Kjartan Pálmarsson, 17.12.2008 kl. 15:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verulega Valgerðar,
vingjarnlegar dætur,
af Guði þær vel gerðar,
gott er að vera ætur.

Þorsteinn Briem, 17.12.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Steini klikkar ekki

Eða eins og segir í kvæðinu ,, ég gæti hana étið ef hún væri æt, enn ég er líka einn af þeim sem kveljast af þrá"

Kjartan Pálmarsson, 17.12.2008 kl. 17:36

8 identicon

Þetta er það sem ég sakna mest frá Ísafirði að geta ekki séð pollinn á svona fögrum kvöldum

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:01

9 identicon

Ég hef átt því láni að fagna, oft, að líta augum Skutulsfjörðinn í stórkostlegu ljósi morgunskímunnar. Fátt er fegurra.

En héðan í frá get ég varla nálgast fjörðinn án þass að hugsa um, og langa í, ....nýbakað rúgbrauð!

Magnað hvað þér tekst að skapa með örstuttri færslu + mynd.

takk

sigurvin (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:25

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað þú ert dugleg.  Tekur þetta ekki daginn?  Að baka rúgbrauð?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 23:57

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir hlý orð, þið öllsömul.

Það hefur verið í svo mörgu að snúast í dag að ég hef ekki mátt vera að því að kíkja hérna inn. Var nefnilega líka að taka til á skrifstofunni - henda pappírum, sameina í möppur o.s.frv. Þvílíkt sem ég er búin að henda.

En Jenný - jú, það tekur allan daginn, 8-10 klst. og húsið ilmar eins og nýlöguð brauðsúpa á meðan.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.12.2008 kl. 00:59

12 identicon

Pollurinn á Ísafirði er listaverk sem veður og vindar breyta í síbreytileg málverk.  Að baka rúgbrauð er róandi. Er ekki bara fínt að taka sér frí frá öllu sverðaglamri því það gerist ekkert markvert eftir að búið verður að samþykkja fjárlagafrumvarpið og þar til uppsagnatímabil þeirra sem hafa misst vinnuna undanfarið láta til sín taka, plús allra þeirra sem geta hangið í 2-3 mán afborgunum af íbúðarlánum geta ekki meira og skuldirnar fara sína leið. Og á meðan meltum við fjárlagafrumvarpið í rólegheitum og skipuleggjum okkar afstöðu. Það er gott að geta tekið sér frí frá þessu öllu saman í 2 vikur eða svo, því öll erum við mannleg og þurfum að byggja upp okkar þrek í ró og næði. Bökum, skrifum jólakort 8ef við eigum fyrir frímerkjum), slökum á, reddum okkur mat yfir hátíðirnar, hvílum okkur. Frá þessu öllu saman. Góðar stundir.

Nína S (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband