Athyglisverð hljóðupptaka - undarlegt hugarfar

Reynir Traustason Það var undarlegt að hlusta á orðaflauminn renna út úr Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, þar sem hann reyndi að skýra fyrir blaðamanni sínum hvers vegna hann gæti ekki birt frétt þess síðarnefnda um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.

Reynir Traustason, ritstjóri er orðinn margsaga í sínum skýringum. Í yfirlýsingu sem þeir feðgar, hann og Jón Trausti Reynisson, létu frá sér í dag er áréttað að "hótanir komi ekki í veg fyrir birtingu frétta í DV" og blaðamaðurinn hafi "ekkert fyrir sér" í því að svo hafi verið.

Hljóðupptakan sem flutt var í Kastljósi ber þó vitni um hið gagnstæða. Þar kemur ljóslega fram að Reynir Traustason afsakaði sig við blaðamanninn með því að vísa í öfluga aðila sem gætu "stútað" blaðinu ef fréttin yrði birt.

Nú íhugar ritstjórinn málsókn gegn Kastljósi fyrir að birta upptökuna.  Hann lítur svo á að þarna hafi átt sér stað einkasamtal milli sín og blaðamannsins. Vissulega var þarna samtal tveggja manna sem ekki hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt erindi í fjölmiðla. En þegar orð standa gegn orði - og annar aðilinn er auk þess með frýjanir um að hinn hafi ekkert í höndunum - þá þarf að skera úr um sannleiksgildið með einhverjum hætti. Þessi hljóðupptaka átti erindi við almenning. Svo sannarlega.

 Almenningi kemur það við hvernig ritstjórar fjölmiðla ganga fram í sínu starfi. Þeir fara með fjórða valdið - þeir hafa upplýsingaskyldu við almenning - og það er vandasamt verkefni.

Annað þótt mér merkilegt sem kom fram í þessari hljóðupptöku. Það voru orð Reynis ritstjóran um að einn daginn myndi DV takast að knésetja Björgólf Guðmundsson. Er það stefna blaðsins að knésetja þann mann? Ef til vill fleiri?

Þessi afhjúpuná afstöðu Reynis Traustasonar verður sjálfsagt lengi í minnum höfð. Það er jú ekki á hverjum degi sem ritstjóri "frjáls" fjölmiðils upplýsir að hann hyggist sitja fyrir einhverjum í því skyni að "taka hann" eða "skella honum" (man ekki nákvæmlega orðalagið í augnablikinu). Hann er ekki þarna að tala um raðmorðingja eða yfirlýstan nauðgara. Nei hann er að tala um mann sem hefur verið umsvifamikill í íslensku fjármála- og athafnalífi; mann sem mikið hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu. Björgólfur Guðmundsson er vissulega umdeildur nú um stundir, en ef þessi afstaða Reynis Traustasonar stjórnar gjörðum fjölmiðlanna sem eiga að "upplýsa" okkur almenning um það sem er að gerast á bak við tjöldin - ja, þá gef ég nú ekki mikið fyrir hina svokölluðu "upplýstu umræðu".

Þá er ekki síður athyglisvert að sjá viðleitni Reynis til að sverta blaðamanninn, þennan fyrrum starfsmann sinn, með því að blanda óskyldum málum inn í fyrrgreinda yfirlýsingu sína um þetta mál. Reynir upplýsir þar um óskylda hluti sem varða frammistöðu blaðamannsins í starfi - nokkuð sem að öllu eðlilegu ætti að vera trúnaðarmál milli vinnuveitanda og starfsmanns. Svo er hann sjálfur móðgaður og hissa á að að hljóðupptakan af símtali þeirra tveggja skuli hafa endað í Kastljósinu.

Nei, það var svo sannarlega athyglisvert og afhjúpandi að hlusta á Reyni Traustason í Kastljósinu í kvöld - því þó að samhenginu væri ekki fyrir að fara fór hugarþelið ekki framhjá neinum.

 Það hugarþel ætti ekki að vera við lýði á neinum íslenskum fjölmiðli.


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki bara athyglisvert að hlusta á hann, mér fannst það hreinlega (svo ég blóti) ógeðslega vont!  En við fengum upp á borðið staðreyndir um raunveruleikaheim fjölmiðils á Íslandi.  Viðskiptavinir fjölmiðils eins og DV eru eigendurnir.  Lesendur eru aukaatriði.  Það á loka á stundinni skítasjoppu eins og DV.  Ég hef aldrei starfað sem fjölmiðlamaður en ég get ekki annað en ímyndað mér að fagmennsku blaðamannastéttarinnar sé misboðið.  Vorum við svo á móti lögum um takmarkað eignarhald á fjölmiðlum?  Ég held að forseti yrði fljótur að munda pennan í dag og kvitta undir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:27

2 identicon

Fer ekki að vera tímabært að dusta rykinu af fjölmiðlafrumvarpinu?

palli litli (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl Ólína´

Það er langsótt hjá Reyni að bendla Björgólfi við málið. Þegar fréttin var stöðvuð var Björgólfur búinn að tapa Landsbankanum og Glitnir hinn nýi átti Árvakur. Björgólfur var ekki í neinni stöðu til að hóta einum eða neinum og harla ólíklegt að hann hafi komið nærri að halda hlífiskyldi yfir fyrrum bankastjóra sínum.

En ég vildi þakka þér fyrir að benda á þetta undarlega hugarfar sem kemur fram hjá Reyni þar sem hann talar um að  - taka Björgólf niður - og að við séum betur sett eftir það.

Björgólfur og aðrir auðmenn sem komu okkur sem þjóð á kaldan klaka eiga að fá makleg málagjöld. En þau verða aðeins makleg í samhengi við athæfi þeirra. Við værum orðin lögleysusamfélag ef menn væru teknir niður, svo maður haldi sig við reynískt orðalag, fyrir eitthvað sem þeir eru ekki ábyrgir fyrir.

Páll Vilhjálmsson, 15.12.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Hann er ekkert frábrugðinn öðrum spilltum einstaklingum hann heldur dauðataki í salt í grautin þ.e.a.s launin, þau hljóta að skipta hann máli....  meira en heilindinn sem hann sór við blaðamennskuna " money talks bullshit walks, Ólína undarlegt hugarfar er ekki nálægt réttri hugsun " kúgaður og spilltur að bjarga eigin skinni myndi ég segja" hann hefur ekki ófá dregið í skítinn þessi maður án þess að víla það fyrir sér og kannski bara fínt dæmi um what comes around goes around

Gunnar Björn Björnsson, 16.12.2008 kl. 01:21

5 identicon

Gott að sjá að þú ert farin að blogga aftur, vonandi endurnærð. Þetta mál með Reyni og unga blaðamanninn er afar athyglisvert. Það sýnir ekki einungis að engum sé treystandi, það ýtir undir það. Ekki er það gott fyrir sálartetrið á þessum síðustu og verstu tímum. Þú getur ekki treyst yfirmanni þínum, ekki eigendum fyrirtækis þíns, ekki starfsmanni þínum, ekki yfirvöldum. Engum. Þetta er afar óholl uppskrift að heilbrigði. Ég hef hvorki keypt né lesið DV í nokkur ár vegna æsifregnastílsins sem ég tel að fólk hafi fengið nóg af, enda blaðið orðið svo þunnt, að taka mætti það upp með flísatöng.     Persónulega skora ég á Reyni Traustason að .... þó hann hafi ekki alveg lokið við sína stærstu frétt.... að birta nú þegar það sem hann veit (því hann veit miklu meira en við höldum, geri ég ráð fyrir.... er þetta ekki í anda DV') eða hreinlega verða maður að meiri og stofna almennilegt rannsóknarfréttablað sjálfur. Og muna líka eftir því hvernig það er að vera ungur, 24 ára, áhugasamur blaðamaður.

Nína S (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 01:33

6 identicon

Snöfurmannlega skrifað, Ólína!  Búmerang er skætt vopn þeim sem ekki kunna með það að fara - nú hneit þar. Fátt er líka ergilegra en falla á eigin bragði.

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:21

7 identicon

Hann á heiður skilið þessi ungi blaðamaður, kjósum hann mann ársins á DV

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:30

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er virkilega vont og ljótt mál.   hrædd um að ýmislegt komi upp á nýju ári þegar skammdegið fer að hrjá menn.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta fyrst og fremst sorglegt.

Ætli það endi ekki með því að við lesum erlenda fjölmiðla til að fylgjast með framgangi mála hér á landi?

Fólk treystir engum lengur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sagði þar strákur sannleikann,
um sorglegan nú bankamann,
ansi það slæmt,
á aftur ei kvæmt,
því spillingin lygavef spann.

Þorsteinn Briem, 16.12.2008 kl. 15:23

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er enginn íslenskur fjölmiðill trúverðugur lengur, jafn sorgleg og sú staðreynd er.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.12.2008 kl. 15:26

12 Smámynd: 365

Reynir ritstjóri er rúinn trausti.  Þetta var eitt það aulalegasta sem maður hefur heyrt lengi.  Tek ofan fyrir þeim unga blaðamanni.

365, 16.12.2008 kl. 17:17

13 identicon

Þetta er bara hræðilegt, hvaða fjölmiðli getum við treyst er einhver sem segir okkur satt eða fara þeir allir í kringum sannleikann

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:05

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bláeygur sem ég er fékkst ég aldrei til að trúa kenningunni um áhrif eigenda á fjölmiðlana. Nú finnst mér ekki lengur stætt á því að neita þeirri kenningu. Á tíma fjárhagslegrar uppstokkunar og taps upp á milljarðatugi eða hundruð milljarða skil ég ekki áfergju fjármálagúrúa í að eignast fjölmiðla sem reknir eru með tapi. Þar er eiginlega augljóst að eitthvað býr undir annað en ást á hlutlausu flæði frétta.

Árni Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 22:58

15 Smámynd: Sævar Helgason

Ég tek undir með Páli Vilhjálmssyni.  Mér finnst að málið lykti af þeim gerningi þegar Jón Ásgeir keypti 365 miðla af sjálfum sér og fékk einhverstaðar lánaða 1,5 milljarða kr. Meira segja þingnefnd alþingis var þá hótað yrði bankaleynd þá rofinn. Það var greinilega mikið í húfi. DV var á þeim sama tímapúnkti í sölu/kaup meðferð hjá þeim félögum Jóns Ásgeirs- allt var ofur viðkvæmt. Sigurjón fv. bankastjóri á kafi í málunum.

Ég segi eins og sagt var forðum: Burt með spillingarliðið..

Enginn fjölmiðill á Íslandi er frjáls og óháður.

Sævar Helgason, 16.12.2008 kl. 23:17

16 Smámynd: Katrín

Það kom að því að hann hitti fyrir sjálfan sig helvískur

Tek undir með Agnesi Braga:  When the shit hits the fan.....

Katrín, 17.12.2008 kl. 00:04

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Einn flöt hef ég ekki heyrt neinn minnast á.

Jón Bjarki tók Reyni upp og það var varúðarráðstöfun sem njóta má skilnings. En svo sagði Reynir ósatt og Jón Bjarki vippaði fram upptökunni.

Jón Bjarki hefði getað sagt sínar meiningar opinberlega um stöðvun á frétt og ritskoðun OG látið Reyni vita í tveggja manna tali að hann ætti upptöku af samtali þeirra. Það hefði komið í veg fyrir ósannindi Reynis OG verið líklegra til að ná sannleikanum fram. Varpa þessu fram til umhugsunar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 19:42

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góður punktur Friðrik - en er það blaðamannsins að vernda ritstjórann fyrir sjálfum sér?

Reynir hefði líka getað brugðist öðruvísi við, og hefði hann gert það, þá er ólíklegt að þessi hljóðupptaka hefði nokkurn tíma litið dagsins ljós.

Það er líka umhugsunarefni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.12.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband