Misvísandi fréttir af verðhækkun áfengis

Fréttir eru misvísandi af verðhækkun á áfengi og tóbaki. Hér er talað um 12,5% hækkun áfengisgjalds - í þessari frétt á ruv.is segir hinsvegar að léttvín muni hækka um 75% og sterk vín um 40%. Fær þetta staðist?

Ef svo er, þá segi ég nú bara eins og kallinn: Vínið er orðið svo dýrt að maður hefur ekki efni á að éta lengur!


mbl.is Áfengisverð hækkar ekki strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég minnkaði drykkjuna um 5% í morgun í tilefni dagsins.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjór (500 ml 5%) hækkar um 5,8% (úr 242 krónum í 256)." Semsagt um fjórtán kall dollan.

Kynlegur fjórtán kall,
í kreppunni fór á svall,
lét sig hafa það,
Löwenbrau bað,
á Visa rað í honum vall.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Sævar Helgason

Já þær eru erfiðar þessar hækkanir- eða eins og karlinn sagði forðum þegar uppáhalds bensínstöðin hans snarhækkaði bensínið einn daginn:

"Heldur keyri ég bensínlaus en að versla við þessa andskota "

Fólks bregst misjafnlega við , verðhækkunum.

Sævar Helgason, 12.12.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Töluverðar líkur á að kallinn hafi rétt fyrir sér í þessu Ólína

Gylfi Björgvinsson, 12.12.2008 kl. 19:55

5 identicon

Áfengisgjaldið er ákveðin krónutala á hvern sentilíter sem hækkaði um 12,5% Krónutöluhækkunin er því meiri eftir því sem flaskan er stærri og % hækkunin meiri eftir því sem vínið er ódýrara. Svo þarf að reikna krónutöluna yfir í % og þá er hægt að fá allt að 75% hækkun á álagningunni. Bölvuð steypa og ekki skýra fjölmiðlarninr þetta út.

Annar sagði: "Frekar hætti ég að drekka en að fara í einhverja ansk. meðferð"

sigurvin (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verður keypt,þrátt fyrir hækkun. Á árum áður flutti djúpbáturinn Fagranesið,(oftast kallað brennivínsnesið) brjóstbirtuna til Þingeyrar frá Ísafirði.   Sótti oft pakka fyrir bróður minn,fékk túkall fyrir og annan fyrir að þegja,gaman að lesa bloggin þín og "mæna" á myndina af höfuðstað vestfjarða.        

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2008 kl. 03:00

7 Smámynd: Gummi Kalli

Sæl Ólína, það sem RÚV fréttin er að segja er að álögur ríkisins hækkar um 40% og 75% sem hefur þau áhrif að heildarverð áfengis hækkar um 12.5%. Ég vona að þessi ríkistjórn fari að átta sig á þvi að það borgar sig ekki alltaf að hækka verð til að hala inn meiri pening. Þessi hækkun gæti haft þveröfug áhrif og orðið til þess að drykkja á löglegu víni minkar. Það getur aukið álag á heibrygðisstofnanir og minni sala þíðir augljóslega minni tekjur. Gæti jafnvel minkað tekjur niður fyrir það sem hækkunin átti að skila inn.

Gummi Kalli, 13.12.2008 kl. 14:22

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Dýrasta vínið hækkar minnst, s.s. eðalkoníak aðeins um rúm 4%, hin ódýrari allt að 10% -  það er að segja aðalneysludrykkir pöpulsins.

Gárungarnir segja að ástæðan sé sú að hinir nýríku fjármálamenn hafi orðið fyrir svo miklu "tapi" undanfarið að ekki sé á þá bætandi að missa koníaksdreitilinn líka. 
Sel það hins vegar ekki dýrara en ég keypti...

Kolbrún Hilmars, 13.12.2008 kl. 15:13

9 Smámynd: Gummi Kalli

Mig langar að vekja athygli að á bloginu mínu má nálgast allar upplýsingar um verðhækkanir á áfengi:

http://gummikalli.blog.is/blog/gummikalli/entry/743660/

Það sjást allar verðhækkanir frá 31 OKT til 12 DES það verður svo gaman að bera upplýsingarnar saman við þær hækkanir sem eru boðaðar.

Gummi Kalli, 13.12.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband