Davíð veit en vill ekki segja

   "Veit en vill ekki segja" gæti verið nafn á nýjum samkvæmisleik - svona orðaleik í anda Davíðs Oddssonar. Þessi leikur gæti verið tilvalin skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af því að hleypa upp jólaboðum.

DavidGeir Leikurinn fer þannig fram að einhver úr fjölskyldunni ákveður að fara með hálfkveðnar vísur um mikilvæg atriði , jafnvel leyndarmál sem sá hinn sami hefur búið yfir all lengi og skipta fjölskylduna miklu máli. Hann gefur í skyn að einhver annar í fjölskyldunni hafi vitneskju um það sem hann veit. En hann segir samt ekki hversu mikið sá hefur fengið að vita. Hinir verða að giska - og geta í eyður - og draga ályktanir - og helst fara í hár saman yfir því sem þeir halda að hafi gerst, af því að sá sem stjórnar leiknum "veit en vill ekki segja". Tilgangurinn með leiknum er auðvitað sá að hleypa upp samkvæminu og rjúfa vina og ættarbönd þannig að sá sem stjórnar leiknum standi að lokum uppi sem sá sem einn vissi allt.

 

Sýnidæmi um þetta höfum við séð að undanförnu í ýmsum ummælum Seðlabankastjórans:

 

  •  Hann veit hvað olli því að Bretar skelltu á okkur hryðjuverkalögum - ó, já. Veit en vill ekki segja.
  • Hann vissi líka að allt var hér að fara til fjandans. Ó, já. Það kannast bara enginn við að hann hafi sagt frá því - að minnsta kosti kom það ekki fram í skýrslu Seðlabankans sem send var viðskiptaráðherranum.
  • Hann veit um fund sem hann sjálfur átti með "fulltrúum ríkisstjórnarinnar" í júní - fund sem enginn kannast við að hafi verið haldinn þá. En Davíð vill ekki segja hvað þar fór fram annað en að þar hafi hann talað um 0% líkur á að bankarnir færu ekki á hausinn - orð sem enginn kannast heldur við. Davíð "veit" við hverja hann sagði þetta og sitt hvað fleira sem fram fór . En hann vill ekki segja.
  • Í útlenskum blöðum gefur Seðlabankastjórinn í skyn að kannski eigi hann endurkomu í stjórnmálin - hann lætur berast að hann eigi kosta völ sem hann vill ekki segja nánar frá að svo stöddu. 
  • Davíð mætir á fund viðskiptanefndar Alþingis í morgun - segist þar vita ýmislegt, en ber fyrir sig bankaleynd og vill ekki segja.

 

Jebb, þannig er leikurinn í sinni (hl)ægilegustu mynd!

Whistling

Og þar með er bloggfríið mitt fokið út í veður og vind.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þar sem þú verður seint sökuð um að vera skaplaus kona, Ólína, hversu lengi telur þú að þið Samfylkingarfólkið þolið svona mikla og langvarandi niðurlægingu af hendi Davíðs og Geirs?

Finnst þér kominn tími á að Sjálfstæðisflokknum sé mokað út úr ríkisstjórn eins og Samfylkingin lofaði mér reyndar fyrir síðustu kosningar?

Haukur Nikulásson, 4.12.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Haraldur Hansson

En hvað ef það sem viðskiptanefnd spurði um fellur í alvöru undir bankaleynd? Það gerir málið bara enn alvarlegra - ef það er einhver lógik í þessu. Jafnvel hrikalegt. Spurning um að pæla í ástæðunni fyrir þögninni en ekki þögninni sjálfri.

Haraldur Hansson, 5.12.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já - málið er orðið allt hið vandræðalegasta, og satt að segja finnst mér Samfylkingin hafa margar ástæður til þess að slíta þessari ríkisstjórn.  Úr því enginn segir af sér, enginn ætlar að axla ábyrgð. Geir valdar Davíð af því að Davíð hótar Geir. Það má ekki velta við steinum og ekki hrófla við neinum heldur. 

Ef ég fengi að ráða, þá myndi ég fara að slíta þessu. Ég verð bara að játa það hér og nú. Þetta er orðið ágætt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.12.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er ekki allt svo leyndó í dag. það má enginn sjá hvað Samfylkingin lét bóka um Davíð á ríkisstjórnarfundi. Ber við trúnaði. Má ekki einu sinni vita hvort eitthvað var bókað yfirleitt.

Víðir Benediktsson, 5.12.2008 kl. 06:49

5 identicon

Skemmtileg hugmynd Ólína.  Strax á menntaskólaárunum sínum skapaði Davíð sér ákveðin stjórnunarstíl sem felst í því að það eru allir jafnir en einn jafnari en aðrir.  Þar myndaðist í kringum hann hópur sem eru enn persónur og leikendur í íslensku stjórnmálalífi.  Stjórnunarstíllinn hefur ekkert breyst.  Hann er enn jafnari en aðrir og í hans huga eru Geir og fleiri innan Sjálfstæðisflokksins enn meðlimir í klíkunni hans.  Ef hinir taka ákvarðanir eru það hugmyndir, ef hann tekur ákvörðun eru það lög.  Beitir svo hárfínum húmor í kringum þetta til að rugla fólk í ríminu og breiða yfir hrokann.  Við föllum í gryfjuna og mér sýnist Samfylkingin vera að gera slíkt hið sama.  Davíð er sagður langrækinn.  Gleymum ekki að hann lagði heift á Ingibjörgu fyrir ekki svo mörgum misserum.  Hefur það breyst?  Held að hann líti á hana og aðra ráðherra Samfylkingarinnar sem óbreytta háseta um borð.  Sjáið hvernig fór fyrir Framsóknarflokknum í fyrra samstarfi.  Það mun ekkert breytast innan Sjálfstæðisflokksins nema hugsanlegur klofningur (ef Davíð fær ekki að ráða).  Það var alltaf vitað að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi ekki samleið.  Ég dáist að umburðarlyndi Samfylkingarinnar gagnvart klíkustjórn Sjálfstæðisflokks.  Þetta snýst ekki um gott samstarf á milli Geirs og Ingibjargar. Það telur ekki þegar komið er að kjarna málsin.  Þetta gæti jafnvel endað með klofningi innan Samfylkingarinnar?  Er það kannski plottið eftir allt saman?

Svo átt þú ekkert að vera að hafa fyrir því að hætta að blogga Ólína

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:07

6 identicon

Sæl!

Ég er steinhættur að skilja í Samfylkingarfólki, og þó einkanlega þeim á þingi og í ríkisstjórn. Hve lengi og oft það ætlar að láta Davíð ganga yfir sig. Ingibjörg kemur með yfirlýsingu um að það hafi ekki verið fundur og að Davíð hafi aldrei sagt þeim um 0%. Hvað þarf að ganga langi í lítilsvirðingunni og ósannindunum til að flokkurinn segi hingað og ekki lengra. Eru stólarnir svon mikils virði að hægt sé að fórna virðingu og trúverðugleika flokksins fyrir þá?

Kveðja Runólfur

Runólfur Elentínusson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:20

7 Smámynd: Sævar Helgason

Davíð Seðlabankastjóri  og Styrmir fv ritstjóri Moggans er ekki beint öflugir stuðningsmenn þessarara ríkisstjórnar . Þeir vilja hana feiga.  Gengur ekki leikurinn hjá félögum út á það sprengja þessa ríkissjórn ?  Allt þetta sprengjukast þeirra félaga er allt í þessa veru. Niðurlægja ríkisstjórnina í heild og einstaka ráðherra hennar. í þeirri von að aðstandendur hennar hlaupi hver í sína áttina .  Geir þorir ekki fyrir sitt litla pólitískalíf að henda Davíð úr úr seðlabankanum- hversu sem hann er niðurlægður af Davíð. Og Samfylkingin er negld upp við vegg af ótta við að Steingrímur J.  sé tilbúinn í sængina með Geir (og Davíð)   Það væri bara gaman að þessu leikriti ef þjóðin væri ekki efnahagslega í rúst og atvinnufyrirtæki og heimilin í landinu að komast á vonarvöl-- En Davíð og hans nótar í Flokknum hafa af því engar áhyggjur- leikurinn er í hámarki. Það er bara gaman...

Sævar Helgason, 5.12.2008 kl. 10:37

8 identicon

Sei sei já.

 Slíta stjórnarsamstarfinu...já.

Og hvað fengum við í staðinn?

Hver yrðu úrræði þeirra manna og kvenna sem fylltu skörðin?.

Það skal ég segja þér Ólína að alþingi er úrræðalaust.

Og þá skiftir ekki máli hvort Samfylkingin, VG, Framsókn eða Íhaldið á í hlut.

Hugsaðu um það.

Þessvegna er best að láta núverandi stjórn starfa áfram þar til annað kemur í ljós.

Ertu ekki sammála þessu.

Annars er bloggið þitt OK

HÞB (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er vel viðeigandi myndin af foringjanum. Ég ætla ekki að spá miklu um landslag í pólitík eftir nokkra mánuði, þó þykist ég vita að  þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða færri að loknum næstu alþingiskosningum.  Þó ég hafi mótaðar skoðanir í Evrópumálum sé ég ekki að þau ættu að ráða ríkisstjórnarsamstarfi. Ég vona að allir sama hvar í flokki þeir standa hafi í huga hagsmuni Íslands og að lokum verður skorið úr um ágreining í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband