Já, hvaða spillingarlið?
23.11.2008 | 23:45
Burt með spillingarliðið er krafa sem um hríð var upphaf og endir allra bloggfærslna á þessari síðu. Krafan var sett fram af ærnu tilefni, daginn sem fréttist að yfirmenn Kaupþings hefðu ákveðið að afnema skuldaábyrgð útvalinna "lykilstarfsmanna" í bankanum vegna hlutabréfakaupa sem námu tugum milljarða króna. Þetta voru sömu menn og margir hverjir höfðu tugi milljóna króna í laun á mánuði áður en bakakerfið hrundi. Þarna var manni einfaldlega nóg boðið.
Nú hef ég hinsvegar tekið eftir því að krafan "burt með spillingarliðið" er orðin að einhverskonar samnefnara yfir kröfuna um afsagnir ráðherra, vantraust á ríkisstjórnina og sem tjáning á andúð gegn stjórnmálamönnum almennt. Þetta hefur jafnvel heyrst sem vígorð gegn lögreglunni.
Sjálfri var mér rammasta alvara með þessum orðum þegar þau voru sett fram. Þess vegna er mér heldur ekki sama hvernig þau eru notuð. Pólitísk ábyrgð er eitt - spilling er annað. Athugið það.
Ég geri skýran greinarmun á því þegar:
- Fagráðherra eða háttsettur embættismaður verður að horfast í augu við mistök eða að eitthvað hafi farið úrskeiðis á hans vakt annarsvegar - eða
- yfirmenn banka falsa efnahagsreikninga, búa til leppfyrirtæki til að fela og koma undan fjármunum, nýta sér innherjaupplýsingar eða fella niður skuldaábyrgðir valinna starfsmanna vegna hlutabréfakaupa, eins og dæmi eru um.
Samskonar greinarmun geri ég á:
- Ráðherra og/eða háttsettum embættsimanni sem er persónulega tengdur spillingu á borð við innherjaviðskipti (sbr. menntamálaráðherra/ ráðuneytisstjóri fármálaráðuneytisins), eða
- ráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því að eitthvað fer úrskeiðis sem hann ræður illa við eða honum hefur yfirsést (sbr. forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra).
Ekki man ég hvort það var í Japan eða Kína sem landbúnaðarráðherrann sagði af sér þegar uppskeran brást eitt árið. Þessi ráðherra tók ábyrgð á velferð fólksins í landbúnaðarhéruðum. Hann taldi sig bera pólitíska ábyrgð sem enginn annar en hann ætti að axla, jafnvel þótt um væri að ræða atburði sem hann hafði ekkert vald á.
Það er ekki sanngjarnt að krafa um afsögn ráðherra sem ber fagpólitíska ábyrgð á málaflokki hljóði: Burt með spillingarliðið! Tja, nema sami ráðherra hafi á einhvern hátt gerst sekur um spillingu.
Burt með spillingarliðið er setning sem hefur þýðingu í mínum huga - hún er ekki bara eitthvert gaspur út í loftið. Við þessa kröfu geta menn svo bætt því sem þeim sýnist, vilji þeir ganga lengra t.d. að krefjast afsagnar ráðherra eða ríkisstjórnarinnar í heild.
En í öllum bænum - látum orð hafa merkingu.
Já, og ... burt með spillingarliðið!
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt 24.11.2008 kl. 00:21 | Facebook
Athugasemdir
Burt með spillingarliðið, hvaða spilliningarlið ? Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að sitjandi ríkisstjórn heldur hlífskyldi yfir manni, sem ljóst er að hefur brugðist sínu hlutverki svo ekki sé meira sagt, Davíð oddsson. Jafnvel kallað yfir okkur margumrædd hryðjuverkalög, Umræddur segist búa yfir grundvallaupplýsingum sem varðar hagsmuni Íslendinga í deiluni við Breta, það komi bara ekki öðrum við. Þegar ofan á þetta bætist upplýsingaskömmtun frá sitjandi stjórn, sem tekur mið af mati á hvað hentar að segja frá hverju sinni, þá veltir maður því óneitanlega fyrir sér hverjir flokkist undir titilinn "spillingarlið"
hilmar jónsson, 24.11.2008 kl. 00:08
There was a bank of bullshit,
and bloody very much of it!,
no fucking money,
but milk and honey,
and a lot of this Icelandic "fit"!
Þorsteinn Briem, 24.11.2008 kl. 00:09
"þeir sem vilja kosningar eru óvinir samfylkingainnar" þettað skil ég þannig að minn stuðningur sé af þakkaður svo ekki sé meira sagt og gangi henni (má skilja á tvo vegu) vel að vingast við spillingarliðið
Tryggvi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:10
Tryggvi - hvaðan hefurðu þessa tilvitnun um að þeir sem vilji kosningar séu "óvinir Samfylkingarinnar"?
Samfylkingin er að koma mjög vel út úr skoðanakönnunum - það væri léttur leikur fyrir formaninn að heimta kosningar núna og hala þar með inn fylgisaukninguna. Af hverju heldurðu að hún geri það ekki? Ætli það sé ekki vegna þess að hún telji brýnna að bjarga þjóðarskútunni en flokknum.
Segi nú svona.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.11.2008 kl. 00:18
Aðgerðarleysi getur líka verið spilling eins og við erum að sjá gerast í íslenskum stjórnmálum í dag þar ber Samfylking ekki síður ábyrgð þá vegna aðgerðarleysis vegna spillingarmálanna sem blasa við öllum nema þá helst stjórnarliðum.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:38
Ef maður sendir frá sér slagorð á blogginu missir maður um leið stjórnina yfir því. Þó höfundi sé vissulega ekki sama hvernig það er notað. Ég man eftir tveimur ljótum dæmum um slagorðastuld í pólitík. Það var fyrir 20 árum eða svo, en ég man ekki lengur hvaða flokkar stálu.
Annars vegar var það "þú tryggir ekki eftirá" sem tryggingafélag hafði notað í sjónvarpsauglýsingum og hins vegar slagorð Krabbameinsfélagsins "stuðningur ykkar er okkar vopn". Þetta eru mjög góð slagorð sem hefðu verið þess verð að verja höfundarrétti.
Er ekki skiljanlegt að "burt með spillingarliðið" sé notað með kröfu um afsagnir ráðherra? Þú nefnir dæmin um menntamálaráðherra og ráðuneytisstjórann. Í Silfrinu í dag var fjallað um mjög umdeildar arðgreiðslur hjá Byr, upp á 13,6 milljarða, en fjármálaráðherra var einn þeirra sem fékk arðgreiðslu eftir því sem þar kom fram.
Ekki treysti ég mér til að setjast í dómarasætið en finnst mjög skiljanlegt að fólki telji slagorð eins og þitt passa við kröfur um afsagnir ráðherranna.
Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 01:11
sæl Ólína
dj,var þetta aumur samanburður, þetta var eins og þú værir að segja að það væri skárra að skíta á sig en skíta upp á bak,
það er sami óþefurinn af því, sama skítalyktin,
burt með spillingarliðið,líka í samfylkingunni ,það þar að endurnýja umboðið og boða til kostninga
kv.gummi helga
Gummi Helga (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:50
Þetta er fínt slagorð. En... það þjáist, eins og fleiri slagorð, af því að fólk leggur misjafnan grunn í það.
Ef ég segi "burt með spillingarliðið", þá er ég að meina:
Davíð Oddsson (já, ég nafngreini hann sérstaklega.), Geir "aðhöfumst ekkert" Haarde, Hannes Hólmstein. Ég tala um *allan* D listann, eins og hann leggur sig (nei, engin undantekning þar). Ég tala um *allan* B listann. Ég tala um Fjármálaeftirlitið. Ég tala um alla útrásarvíkingana. Og... smátt og smátt, því miður, þá er ég farinn að tala um S listann líka. Ég skal bæta við, bara til að gleðja þá sem ég er ekki búinn að gleðja (eh.. móðga?) nú þegar. ÓRG má líka víkja.
Þannig er það nú, frá mínum sjónarhóli.
En hafðu góðar stundir.
Einar Indriðason, 24.11.2008 kl. 08:56
þetta var í ræðu isg á flokkafundinum
Tryggvi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:26
Á "flokkafundinum"??
Tryggvi - ég sat flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar og hlustaði af athygli á ræðu formannsins. Heyrði ekki þessi orð.l
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.11.2008 kl. 10:54
Auðvitað viljum við spillingaliðið burt og þá er ég eins og þú Ólína að tala um þá sem gengu í fé okkar í bönkunum og ráðguðust með fé almennings. þannig tók ég þessum orðum.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:01
Innlitskvitt
Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 11:32
Það sem mig grunar að Tryggvi sé að vísa til eru orð ISG um að "enginn hafi af því hag aðrir en andstæðingar flokksins" að ræða um breytingar á stjórnarliðinu. Ef framsetning fjölmiðla er rétt sagði hún þetta í tengslum við umræðuna um kosningar.
Þó Tryggvi hafi þetta ekki orðrétt eftir er ég hreint ekki hissa á þeim skilningi sem hann leggur í orð ISG, eins og þau voru matreidd í fréttum.
Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 11:33
Var ekki hvatning þín til okkar hinna akkúrat svona?
"Þess vegna ætla ég að enda þessa færslu, og allar mínar færslur á næstunni, með sama hætti og í gær:
Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.
Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur. "
Það held ég nú
Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:24
Jú, Sigrún þetta er nákvæmlega það sem ég sagði, og ég gerði þarna grein fyrir kröfum mínum - sundurliðaði þær, en sullaði þeim ekki öllum saman í eitt slagorð.
Ég er þeirrar skoðunnar að stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eigi að segja af sér - vegna þess að þar liggur ábyrgð sem þarf að axla. Sú ábyrgð er fagleg.
Ég er þeirrar skoðunnar að þeir starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda eigi að svara til saka fyrir spillingu. Sömuleiðis þeir ráðamenn sem tóku þátt í slíku með þögn eða aðgerðarleysi, því það er spilling. Ég tel að það eigi að uppræta spillinguna án tillits til flokksskírteina.
Síðast en ekki síst tel ég að menn eigi að axla pólitíska ábyrgð - sú ábyrgð er annars eðlis og hana má axla með ýmsum hætti. Með afsögnum eða kosningum. Það er önnur umræða, sjáðu til.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.11.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.