Stóð Egill sig vel?
14.10.2008 | 11:12
"Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar" segir Egill Helgason aðspurður um reiðikastið sem hann tók gegn Jóni Ásgeiri í Silfrinu á sunnudag. "Þetta var flottur þáttur" bætir hann svo við.
Þarna finnst mér Egill mætti lækka seglin aðeins. Í fyrsta lagi var þessi hluti þáttarins fjarri því að vera "flottur". Egill virtist ekkert sérlega vel að sér í umræðu efninu - hann var hinsvegar fullur heiftar í garð viðmælanda síns. Hann fór með dylgjur og skæting, sem er ekki rismikil framkoma þáttarstjórnanda í ríkissjónvarpi.
Í öðru lagi má draga í efa að ríkissjónvarpið eigi að vera aftökutorg til að skemmta lýðnum þegar höggnir eru "skúrkar".
Í þriðja lagi er umræðuþáttur um þjóðfélagsmál ekki réttur vettvangur fyrir umsjónarmann að sleppa tilfinningum sínum lausum og svala þeim á viðmælendum sínum. Af ummælum Egils hér ofar má ráða að hann hafi talið sér þetta óhætt í ljósi þess að hann deildi tilfinningum með meginþorra þjóðarinnar. En það réttlætir ekki þessa framkomu - þetta veiklyndi liggur mér við að segja. Þjóðin er fullfær um að finna sínar eigin tilfinningar - hún þarf enga sýnikennslu í því. Það sem þjóðin þarf núna eru upplýsingar og svör. Ekki tilfinnignaútrás sjónvarpsmanna í beinni útsendingu.
Hlutverk þáttastjórnanda er að greina samfélag sitt, taka á þeim málum sem hæst ber hverju sinni, kalla eftir sjónarmiðum, skoða mál í nýju samhengi og varpa ljósi á þróun viðburða.
Enginn er ég málsvari útrásarliðsins um þessar mundir - eins og lesendur þessarar síðu vita vel. En Jón Ásgeir sýndi þó þann manndóm að mæta í viðtalið og standa þar fyrir máli sínu. Hann var miður sín af bræði, en stillti sig vel. Betur en Egill. Þegar upp var staðið var Jón Ásgeir sterkari aðilinn í viðtalinu.
Hafi Egill talið málstað Jóns Ásgeirs svo slæman að það gæfi honum sjálfum þetta skotleyfi sem hann tók sér - þá má draga í efa að rétt hafi verið af honum að fá hann til viðtals. Sé það fyrirfram gefin ákvörðun þáttarstjórnanda að hlusta ekki á rök viðmælanda síns, og gefa sér fyrirfram að hann fari með ósannindi og fleipur - þá má spyrja um tilganginn með viðtali sem þessu.
Hingað til hefur það verið óskráð siðaregla upplýstrar umræðu að gefa andstæðingnum kost á að tala sínu máli með eigin orðum - og svara því svo með rökum. Agli varð hált á röksemdasvellinu - hann lét offorsið bera sig ofurliði. Það var ekki "flott".
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki sammála þér. Íslenska þjóðin er svo lúbarin eftir áratuga (og aldanna þar á undan) vinnuþrælkun og misnotkun að hún kann bara að bíta á jaxlinn og vinna meir. Börnin okkar eru vanrækt og læra að vinna frá blautu barnsbeini. Menntaða fólkið bendir með umvöndunartón og segir: þið megin ekki haga ykkur svona, þið megið ekki sýna reiði ykkar.
Egill var flottur, eðlilegur og heilbrigður, takk Egill.
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:27
Nú ert þú búin að gagnrýna Helga Seljan fyrir viðtal við Ólaf F., mig fyrir þetta viðtal og svo Hallgrím Thorst fyrir Vikulok þar sem þó var talað á mannamáli.
Sjálf varst þú með einhverja væluþætti á INN sem engin horfði á.
Ég held þú hljótir að vera skinheilagasta manneskja á Ísland.
kv Egill
Egill (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:47
Þetta viðtal var nauðsynlegt nákvæmlega eins og það var. Klárt!! Sagan mun dæma það! Þetta fer á topp 5 í flokknum"merkilegasta viðtal aldarinnar sem leið"!
Þetta viðtal verður merkilegra með hverjum deginum!! Svei mér þá!
Menn er bara ennþá að kyngja þessu!!
Ég er sammála Agli!! Þetta var flott!!
Kveðja
Sissinn
sissinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:26
Sorglegt er það Egill ef þú getur ekki svarað málefnalegri gagnrýni á annan hátt en þennan.
Orð þín segja allt sem segja þarf - því miður.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.10.2008 kl. 12:31
Orðræða er silfur en þögn gulls ígildi segir einhver staðar. Því miður verða orð ekki aftur tekin, sérstaklega ekki í beinni útsendingu. Skiptir þá engu formaður hvers bankaráðs eða stjórnar maður er.
Sigurdur Hauksson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:39
Þat mælti mín móðir
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á braut með víkingum,
standa upp'í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann ok annan.
Þorsteinn Briem, 14.10.2008 kl. 12:44
Ég er þér hjartanlega sammála. Þetta var eiginlega hræðilegur þáttur. Egill taldi sig óbundinn af öllum siðareglum. Notar Ríkissjónvarpið sem prívat aftökupall og reynir að skýla sér á bak við það að vera fulltrúi fólksins.
Þátturinn á eftir að verða minnisstæður. En ég er ekki viss um að Egill verði stoltur af honum þegar frá líður.
Það var fróðlegt viðtalið við Ragnar Önundarson.
Viðtalið við Jón Ásgeir hefði einnig getað orðið mjög fróðlegt - en því miður.
Ragnar (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:06
Ég er þér sammála. Egill stóð sig ekki vel og var ekki undirbúinn fyrir þetta. Sorglegt.
Kristján (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:24
Enginn, hvorki Egill né annar, finnst mér að eigi að taka sér það hlutverk að verða sjálfsskipaður saksóknari f.h. þjóðarinnar.
Mér hefur ætíð þótt Egill fínn spyrill en þegar tilfinningarnar taka völdin þá gerist þetta.
Gott að hafa þær með þe. tilfinningarnar en þær mega ekki stjórna.
Kolbrún Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 13:35
Ef tilfinningar brjótast ekki út núna, hvenær þá?
Ég bara spyr....
Þessir tímar eru með þeim merkilegri í mannkynssögunni og ofureðlilegt að spyrlar sem aðrir láti tilfinningar brjótast út. Þessi þáttur verður mikilvægur brunnur í sögutímum í framtíðinni. Þarna fá komandi kynslóðir að upplifa ástandið nákvæmlega eins og það var.
Þetta var gjörsamlega geggjað viðtal!!
Kveðja
Sissinn
sissinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:50
Ólína, ég er þér algjörlega sammála. Karlhlunkurinn missti sig algjörlega. Egill var illa undirbúin og ómálefnalegur. Það er ekki gangrýnivert að það sé þjarmað að JÁJ og sannarlega þörf á að varpa ljósi á marga hluti þessa máls - en þetta var alveg mislukkað. Egill sá um það hjálparlaust að gjaldfella þennan annars áður ágæta þátt. Ég er ekki viss að ég nenni að horfa á hann aftur. Ég hrósa JÁJ fyrir að halda stillingu. Fyrir vikið er hann að fá samúð fjölmargra - örugglega eitthvað sem Egill ætlaði færa honum.
Hverjum þykir sinn fugl fagur. Þetta var EKKI flottur þáttur - þetta var ömurlegur þáttur.
Scaramanga (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:58
Ég er gáttuð á athugasemd Egils sjálfs hérna fyrir ofan. Hvernig leyfir maðurinn sér að tala svona þegar hann er gagnrýndur? Hann talar eins og það sé guðlast að anda á hann, Helga Seljan og Hallgrím Thorsteinsson.
Egill er á launum hjá þjóðinni sem sjónvarpsmaður - m.a.s. háum launum miðað við það sem gengur og gerist, hefur maður heyrt. Það má vel ætlast til þess að maður eins og Egill geti tekið gagnrýni án þess að ráðast persónulega á þá sem anda á hann.
Kristín Helga (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:09
Ég held að Egill ætti að fara að hugsa sinn gang. Hann var ekki að standa sig í þessu viðtali við Jón Ásgeir, enda fékk hann ekkert út úr honum. Maðurinn missti sig og þar með var viðtalinu eiginlega lokið. Það kom ekkert út úr því eftir það.
Boggi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:29
Svo öllu sé nú til haga haldið - þá skil ég vel tilfinningar Egils í viðtalinu. Löngun hans til að þjarma að Jóni Ásgeiri. En eins og Boggi bendir réttilega á, þá báru tilfinningarnar hann ofurliði. Eftir að hann missti stjórn á þeim var engu vitrænu bætt við viðtalið. Þetta var eins og að verða vitni að heimilisupplausn.
Hingað til hef ég haldið upp á Egil Helgason - rétt eins og Helga Seljan. En hvorugur þeirra er hafinn yfir gagnrýni. Þannig er það nú bara.
Mér þykir leitt að Egill skuli taka þessu svona. Hann sýnir mér þarna nýja og óvænta hlið á sjálfum sér. Hlið sem ég hefði frekar kosið að þurfa ekki að sjá. En svona er þetta nú bara. Ég vona að hann jafni sig.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.10.2008 kl. 14:39
"Nú ert þú búin að gagnrýna Helga Seljan fyrir viðtal við Ólaf F., mig fyrir þetta viðtal og svo Hallgrím Thorst ..."
Semsagt: Ólína er búin að gagnrýna guðina - alla þrjá!
Litli dæti Egill verður svo reiður að hann hendir sér í leðjuna og fer að kasta drullunni.
konan (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:55
Jafni sig...
Maðurinn tók viðtal sem verður kennt í Háskólum í framtíðinni. Þetta er sögulegt. Hann þarf ekkert að jafna sig.
"Upplausn í viðtali 103" gæti áfanginn heitið. Þið verðið að skoða þetta í stærra samhengi.
Egill er maðurinn sem kom með nýja vídd inn í fjölmiðlafræðina.
Viðtal af þessari stærðargráðu verður ekki tekið í bráð. Kannski aldrei!! Allavega ekki á Íslandi.
Við þurftum svo sannarlega á þessu að halda enda sjáið þið viðbrögðin um allar trissur.
Þetta gera bara snillingar þ.e.a.s setja allt á hvolf með einu viðtali.
Kveðja
Sissinn
sissinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:05
Það eru margir hér á Íslandi sem geta verið glaðir fyrir að fallexin sé aflögð því á öðrum tímum var henni beitt til að gera upp og lægja reiði almennings sem fannst hann með réttu svikin.Egill stóð sig vel og spurði spurninga sem þjóðin vill fá skýr svör við ásamt mörgum öðrum spurningum sem Egill spurði ekki. Þú getur verið viss um eitt Ólín að núna sleppa stjórnmálamenn ekki undan með ódýrar málalengingar.Almennigur er en í sjokki,reiðin á eftir að brótast fram og þá er betra fyrir alla að þeir sem ábyrgina bera fatti sinn vitjunartíma og hvervi úr sviðsljósinu fyrir fullt og allt.
Jon Mag (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:10
Sammála þér í þetta sinn,Ólína. Ekki veit ég hver gefur þessum manni rétt til að reiðast fyrir mína hönd. Þessi piltur getur gert ágæta hluti en þar sem að hann og aðrir nefndir eru búnir að vera lengi viðloðandi fjölmiðla þá eru þeir orðnir sjálfhverfir og halda að langlífi í miðlunum geri þá góða. Að vera vanur í einhverju er ekki það sama og vera góður.
Yngvi Högnason, 14.10.2008 kl. 16:45
Því miður þá fór Egill yfir strikið og gerði hið ómögulega, hann vakti samúð með viðmælandanum sem hann ætlaði að þjarma að. Þessi athugasemd hans um að Ólína sé skinnhelgasta manneskja á Íslandi af því hún hefur gagnrýnt þess þrjá fjölmiðlamenn er kostuleg. Þarna hefði Egill frekar átt að láta eina blóðnótt líða.
Ég er áfram um að spyrlar í svona þáttum spyrji kerfjandi spurninga en mér finnst þessir þrír ekkert sérstaklega góðir í því. Mér finnst stundum eins og þeirra eigið egó þvælist fyrir.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.10.2008 kl. 17:01
Hvorki Egill Helgason, né aðrir fjölmiðlamenn, eru hafnir yfir gagnrýni. Þetta innlegg Egils dæmir sig sjálft eins og frammistaða hans í viðtalinu. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Það hefur aldrei verið góð latína að skjóta sendiboða vondra tíðinda. Líklega svíður gagnrýni Ólínu sárt - enda fram sett af fagmanneskju í viðtalstækni.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 14.10.2008 kl. 18:05
Þetta viðtal er ekki spurning um fulltrúa þjóðarinnar eða fara yfir eitthvað strik.
Þetta var það sögulega stórt viðtal að það er hafið yfir dægurþras augnabliksins.
Ykkar þras gleymist en ekki þetta stórmerkilega viðtal, gleymum því ekki.
Ég er Agli og Jóni ævinlega þakklátur fyrir þessar mínútur í heimssögunni.
Algjörlega ómetanlegt !!!
Kveðja
Sissinn
sissinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:13
Sammála Ólína!
Ég er virkilega reiður út í þetta fólk, en ég myndi samt ekki koma svona fram í sporum Egils!
Hann tapaði trúverðugleika á þessu. Því miður segi ég, þar sem mér finnst Egill yfirleitt alveg frábær og skemmtilegasti sjónvarpsmaður landsins!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 21:15
Hvernig stendur á stöðu Egils innan okkar litla fjölmiðlaheims? Hann virðist vera sjálfskipaður sérfræðingur í nánast öllu - og lítur þar að auki á sig sem fulltrúa þjóðarinnar! Því miður einkenndist framkoma hans í þessum þætti af öllu því versta sem finna má að í fari okkar Íslendinga - hann var yfirborðskenndur, tuggði upp klisjur, var frekur og ókurteis. Ekki hef ég samúð með gulldrengjunum sem komu landinu okkar á hausinn, en svona framkoma er ekki það sem við þörfum á að halda. Nú þarf að fara yfir málin af fagmennsku og yfirvegun - alls ekki að hlusta á raus stjórnvalda um að ekki megi leita að sökudólgum, en það er ekkert betra að hengja fólk upp í næsta tré! Það er kominn tími til að taka Egil niður af þessum stalli og fá alvöru fjölmiðlafólk sem gerir heimavinnuna sína til starfa.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:15
Ég er ekki sammála þér Ólína. Þetta var eðlilegt viðtal miðað við aðstæður og þunga málsinns. Mér fannst það ótrúlegur hroki af Jóni Ásgeiri þegar hann sagði að hann bæri enga ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Ef menn reiðast ekki svona hroka þá eru menn geðluðrur.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:44
Sæl Ólína,takk fyrir þessa færslu.Það er annaðhvort komið að starfslokum hjá Aggli eða endurhæfingu. Þáttastjórnendur sem missa sig í hverjum þætti þurfa að hugsa sinn gang.Einnig þyrftu Helgi Seljan og Sigmar að fara að athuga sinn gang. Þeirra eigið ego er farið að þvælast leiðinlega fyrir. Það væri tildæmis ósköp gaman ef þeir leifðu viðmælendum sínum að komast að fyrir framíköllum og gjammi. Þetta á ekkert skylt við faglega fréttamennsku.
Sigurlaug Brynjólfs. (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:32
Þetta eru athyglisverðar umræður. Takk fyrir að opna þessa umræðu Ólína og ég er sammála áliti þínu á þessum þætti. Ástæður þess eru margar.
Þeir sem fylgst hafa með framgöngu Jóns Ásgeris vita að hann hefur ævinlega haldið sig til hlés frá "útrásarliðinu" og farið sínar leiðir, sem eru afar ólíkar þeim vitleysisgangi sem valdið hefur þjóðinni sem mestum skaða.
Meðan Jón Ásgeir var undir margfaldri ákæru af hálfu ríkissaksóknara, naut hann virðingar og viðskiptafrelsins meðal virtustu fjárfesta heims og naut fulls trausts í stærstu bönkum Evrópu, vegna þess að bæði fjárfestar og bankamenn sögðu viðskiptamótel hans til mikillar fyrirmyndar.
Jón Ásgeir hefur ekki stundað brask með fyrirtæki. Hann hefur yfirleitt keypt fyrirtæki sem hafa verið illa rekin, endurskipulagt rekstur þeirra þannig að þau hafa fljótlega farið að skila hagnaði.
Hvað skildu margir hafa tekið eftir því að Jóna Ásgeir sagðist vera að verja störf þeirra 55 þúsund manna sem störfuðu hjá honum á Bretlandi? Átta menn sig á hvað hann sagði? hvernig ætli mönnum yrði við ef allir vinnandi menn í Reykjavík væru að missa vinnuna af því að fólk væri í taugaveiklunarkast og gæti ekki metið aðstæður út frá raunveruleikanum? Ætli við hefðum ráðist að vinnuveitandanum vegna slíks?
Egill gleymdi því hvernig aðkoma Jóns Ásgeirs var að félaginu Stoðum. þegar Hannes Smárason var búinn að sigla FL-gr. í strand, kom J.Á til og keypti sig inn í félagið, líklega vegna þess að allar horfur voru á því að við misstum flugfélagið frá okkur. Til tryggingar þessum kaupum lagði hann fram veð í eigin fasteignum. Tapið af þessu varð mikið því kostnaður vegna vitleysu Hannesar var mikið meiri en nokkurn hafði órað fyrir; meira að segja J.Á sá það ekki allt fyrir.
Til að styrkja undirstöður Flugleiða, var félagið, og fleiri félög sameinuð inn í Stoðir. Tapið hélt áfram en eins og nýlega birtist í uppgjörstölum frá Flugleiðum, hefur rekstur þess nú tekið þeim stakkaskiptum að félagið skilaði verulegum hagnaði. Allt bendir því til þess að J. Á hafi fundið enn eitt mótelið sem gengur upp, og ef Seðlabankinn hefði ekki brugðist svona óþyrmilega vitlaust við erindi Glitnis, hefðu Stoðir líklega ekki þurft að fara í greiðslustöðvun.
Það er nauðsynlegt að gagnrýna alla þá vitleysu sem gerð hefur verið í fjármálum útrásrliðsins. Það er hins vegar afar mikilvægt að þeir sem gagnrýna, viti hvort þeir eru að skjóta á virðingarverðann athafnamann, sem nýtur virðingar, stórra fjárfesta og lánastofnana, eða óprúttna fjárglæframenn sem stunda afar umdeilanlega áhættuleikfimi, sem tæplega getur staðist eðlilegar reglur eða siðferði. Jón Ásgeri hefur aldrei fallið í þann hóp, enda ævinlega verið alveg sér á parti, utan við þennan hóp.
Guðbjörn Jónsson, 14.10.2008 kl. 23:38
Sæl Ólína
Takk fyrir innlitið á bloggið mitt. Skemmtileg tilviljun að við vorum að skrifa um sama hlutinn á sama tíma. Annað var ekki skemmtilegt við það því viðfangsefnið var það ekki. Greinar okkar eru samhljóma um þetta. Það breytir í raun engu hvort að Jón Ásgeir hafi verið á einhverju undanhaldi í þessu viðtali eða ekki, - offors Egils var ófagmannlegt og skilaði engu. Hafi hann ætlað sér að koma Jóni Ásgeiri á kné fór það algerlega á hinn veginn.
Ég las ekki gagnrýni þína á viðtal Helga Seljans við Ólaf F en það var annað hörmulegt viðtal og þrátt fyrir að Ólafur F hefði staðið sig illa í því viðtali, þá var framkoma Helga gjörsamlega út úr korti. Aftur er ég þér sammála.
Egill (vonandi sá rétti) svaraði hér að ofan (nr 2) og reynir að gera lítið úr gagnrýni þinni með því að snúa umtalsefninu upp á þig og segir "Sjálf varst þú með einhverja væluþætti á INN sem engin horfði á." Þetta er með því ömurlegasta sem ég hef séð frá persónu sem ætti að hafa málefnalegan þroska fréttamanns, skrifa á blogg. Að vísu er slattti af álíka barnalegum athugasemdum frá honum á hans eigin bloggi eins og t.d. þegar hann sendi sneið á Siðmennt með því að segja "Er það félagið sem er með þessar púkalegu borgaralegu fermingar?". Þetta kom í kjölfar þess að Sigurður Hólm var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna afstöðu félagsins. Egill hefur húmor en hann heldur að það sé fyndið að koma með einhver töffaraskot og glotta yfir óförum sumra í pólitík. Ég vona að hann taki út svolítinn þroska svo hann endi ekki atvinnulaus, því hver heilvita yfirmaður á RÚV hlýtur að sjá að þetta getur ekki gengið svona til lengdar.
Svanur Sigurbjörnsson, 14.10.2008 kl. 23:39
Ég horfi alltaf á þennan þátt enda vandaður í alla staði. Í þessu viðtali var nú bara snillingurinn Egill Helgason mjög illa undirbúinn og ómálefnalegur.
Það má nú ekki gleyma því í þessum öldudal þá hefur óskabarn þjóðarinnar tapað einhverjum hundruðum milljóna. Það getur varla verið öfundsvert eða hvað?
Held að við ættum öll að standa saman og horfa fram á veginn. Það kemur nú einu sinni dagur eftir þennan dag og hver veit jafnvel betri en sá sem var að líða!!!
Menn fá svo að svara til saka þegar við höfum rétt skútun af.
Örvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:40
Ég tek undir það sem Guðbjörn kemur að hér að ofan, þ.e. að það er ekki hægt í einhverri einfeldni að setja alla útrásarmennina undir einn hatt eins og Egill gerði. Það þarf spyrjanda með þekkingu á málunum til að leiða umræðuna inn á brautir þar sem ákveðin gagnrýniverð atriði eru tekin fyrir. Hvaða líkur eru á því að fá fram með æsingi einhverja ábyrgðarjátningu út úr einum manni sem rétt eins og flestir aðrir stórfjárfestar er að lenda í sömu súpunni? Hvernig ætli Egill hafi verið þegar hann fékk Jón Ásgeir í viðtalið? Áreiðanlega ferlega góður gæji og lofað Jóni Ásgeiri málefnalegri umræðu. Ekki hefði Jón Ásgeir boðist til að verða fyrir svona árásum. Það gerir enginn. Nei svona vinnubrögð eru óþolandi og eiga ekki að líðast í sjónvarpi allra landsmanna.
Svanur Sigurbjörnsson, 14.10.2008 kl. 23:54
Það sem Egill sagði og gerði í þessum þætti var akkúrat það sem margir landsmenn hugsa en hafa ekki tækifæri til að koma á framfæri.
Guðrún Jónsdóttir.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:00
Ég hefði viljað fá almennilegt viðtal við strákinn svo ég gæti amk dæmt um það sjálf hvernig þessu öllu víkur við- ekki fokreiðan Egil og Jón Ásgeir sem ekki kom orði að.
Ég vil fá að hlusta á þá sem koma í viðtöl.
Takk fyrir ágætan pistil Ólína, ekki í fyrsta sinn.
Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:12
Ég er mjög sammála þér. Enda held ég að Egill sé að hugsa um að breyta um nafn á þættinum; drekkingarhylur Egils - sendur út frá Þingvöllum!
Kreppumaður, 15.10.2008 kl. 00:35
Goðbjörn Jónsson skrifar einhvert það skrítnasta innlegg sem ég hef lesið á blogginu. Jón Ásgeir haldið sig til hlés í útrásarliðinu? Jón ásgeir hefur verið miðpunkturinn í útrásinni. Þú segir að bæði fjárfestar og bankar hafi hrifist af viðskiptamodeli hanns. Þessu er öfugt farið bæði fjárfestar og bankamenn hafa varað við í mörg ár að svona gæti farið eins og nú er raunin. Guðbjörn flugfélagið var fyrir löngu komið útúr þessu fl.grúb og síðar stoðir er fjárfestingarfélag sem nú er komið á hausinn. Eins og ég sagði áðan þá er Jón Ásgeir miðpunkturinn hann var í útrásinni með Hannesi Smárasyni, Bjarna Ármannsyni, Steinari Berg, Jóni Ólafssyni. Þessir menn hafa allir unnið náið saman að útrásinni sem hefur sett Ísland á hausinn. Guðbjörn þú þarft að fara með rétt mál, þó Jón Ásgeir sé vinur þinn.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 01:20
Sæl Ólína þakka fyrir góðan pistil ,ég er sammála þér og henni Sigurlaugur Bbrynjólfs þeir verða vera betur undirbúnir og ekki alltaf að grípa frammí þegar hinn aðilinn er að tala.
Ég verð að viðurkenna að Egill var of reiður þó svo að viða hefðum viljað að hann yrði hvassyrtur og ákveðinn en þátturinn var bara á einn veg Egill hafði orðið og Jón Ásgeir var alltaf
að biðja Egil um að fá að tjá sig, Egill mátti þakka fyrir að Jón Ásgeir kom í viðtal hjá honum hinir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og létu ekki sjá sig og munu sennilega ekki gera,
ég tek það fram að ég er einginn vinur Jóns Ásgeirs ég er bara venjulegur Íslendingur sem langar að leggja orð í belg þó ég sé reiður undir niðri, sennilega hef ég tapað sparifénu mínu
hverjum svo sé um að kenna kemur í ljós seinna.
Gunnlaugur Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 02:31
Sammála þér og þeim sem ganrýna þenna þátt Egils, hann hefði alveg eins getað verið með mynd af JÁJ, hann fékk aldrei tækifæri til að svara. Ég hef ekki haft neitt sérstakt álit á JÁJ og hann er enginn vinur minn, en kurteisi hefur fram að þessu ekki kostað mikið. Ég horfi sjaldan á Silfrið þar sem mér finnst spyrillinn fádæma leiðinlegur, með heimskulega unglingastæla, síglottandi, takandi endalaust fram í fyrir viðmælendum sínum, og svo óðamála stundum að hann er óskiljanlegur. Bara sjálfumglaður spjátrungur sem þolir greinilega ekki gagnrýni.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 15.10.2008 kl. 07:14
'Eg tek undir orð þín Ólína. Ég hef verið búsett í Bretlandi um langt skeið og horfði á viðtalið sem Egill átti við Jón Ásgeir á vefnum.... Það var hreinlega pínlegt á að horfa. Um leið og Egill missti stjórn á skapi sínu, missti hann stjórn á þættinum og varð eins og drukknasti maðurinn í partýinu. Auðvitað ber ég frammistöðu Egils saman við það sem ég er vön héðan úr Bretlandi... Það er fróðlegt að bera framgöngu hans saman við Jeremy Paxman sem þykir einn besti stjórnandi umræðuþátta hér ytra. Heimildarmenn eru tilgreindir og hann vitnar í skjöl/bréf máli sínu til stuðnings http://www.youtube.com/watch?v=Uwlsd8RAoqI
Ég tek það fram að þetta er í fyrsta skipti sem að ég sé Silfur Egils og að ég sá bara viðtal hans við Jón Ásgeir. Ég er heldur ekki í aðdáendaklúbbi útrásarvíkinganna. Vonandi er þetta þáttabrot ekki lýsandi fyrir þáttinn í heild sinni.
Með bestu kveðjum úr kreppunni í Bretlandi
Annadís
Annadís Gréta Rudolfsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:14
Rétt skal vera rétt. Jón Ásgeir synir manndóm i að mæta i viðtalid vitandi að hann hugsanlega er við að tapa öllum sinum eignum og goðum orðstír ofan i að eiga a hættu að fá þjóðina upp a móti sér. Einhvernvegin finnst mer umræðan færast út i ad vera einstrengingsleg, heiftug og illgjörn akkúrat eins og Egill var i silfrinu sinu.
Annað sem vantar i umræðuna er að stór hluti þjodarinnar hefur undanfarinn ár hagað sér eins og áhorfendur a fótboltaleik sem sér heimaliðið skora hvert markið a fætur öðru og hampar hetjum sinum óspart. þegar svo leikurinn tapast vill múgurinn sitja fyrir adur elskuðum leikmönnum sinu og lemja sundur og saman. Nær ekki nokkurri att, en viðbúið út frá hvernig múgur a fótboltaleik hagar sér.
meter@online.no
The outlaw (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:37
Eins og Annadís Gréta bendir á hér að ofan er okkur holt að bera okkur saman við fólk erlendis. Þegar almennilegur rannsóknarfréttamaður er skoðaður erlendis, sést það enn skýrar hversu lélegur Egill var í þessu viðtali. Það þarf að nota allan heilann, ekki bara ennisblaðið.
Svanur Sigurbjörnsson, 15.10.2008 kl. 09:53
Afsakið - "...hollt..." átti það það vera en ekki "holt"
Svanur Sigurbjörnsson, 15.10.2008 kl. 09:57
Egill var flottur þarna eins og oftast. Og nú fáum við tækifæri til að hengja bakara fyrir smið eða guð má vita við hvað mennirnir vinna. ( frí frá staðreyndum í bili )
Hún er mér hugleikin þessi helgislepjuumræða hér inni og annarstaðar um"fagmennsku" og að hafa "stjórn" Ég geri ekki meiri kröfur á aðra sama við hvað þeir starfa en sjálfa mig. Skoðum myndir frá alþingi á góðum degi. Þar er töluðu íslenska svo kjarngóð að allir skilja. Samt segjum við " Á hinu háa alþingi"
Í alvöru þetta er athygliverð umræða og ég spyr er fólk að meina eitthvað í alvöru með þessari vandlætingu? Mér verður óglatt, í alvöru.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:58
Alveg sammála þér Ólína.
Egill fór yfir öll strik í viðtalinu við Jón og það var varla að hann fengi að svara þeim dylgjum og árásum á sig sem Egill slengdi framan í hann. Maður sá að Jón var orðinn reiður á tímabili en hann hélt ró sinni og reyndi þó að svara Agli sem leyfði honum þó varla að komast að fyrir offorsinu í sér.
Nei Egill varð sér til háborinar skammar og beit svo höfuðið af skömminni með því að tala um að hann hafi reiðst fyrir hönd þjóðarinar.
Svona hroka frábið ég mér og ég get reiðst fyrir mína hönd sjálfur og þarf ekki uppivöðslusemina í Egilsfíflinu til þess.
Jón stóð uppi sem sigurvegari eftir þáttinn en Egill sem fíflið.
Jack Daniel's, 15.10.2008 kl. 10:03
Hjartanlega sammála þér Ólína. Agli tókst að koma geislabaug yfir höfuð Jóns Ásgeirs og þykist ég viss um að svo hafi hann aldeilis ekki ætlað sér.
Mér hefur fundist æði margir spyrlar og fréttamenn nýti sér þætti sína til að koma sínum skoðunum á framfæri og sínum tilfinningum og boða til sín viðmælendur í samræmi við það.
Ummæli Egils í athugasemd að ofan dæma sig sjálf...en satt að segja hélt ég að Egil væri meiri maður en þarna er að sjá.
Katrín, 15.10.2008 kl. 10:33
,,Egill væri... á þetta að vera
Katrín, 15.10.2008 kl. 10:33
Ég hef ekki haft tíma til að horfa á þetta viðtal, þar til í gærkveldi að ég gaf mér tíma. Ég er nærri orðlaus yfir reiðinni eða öllu heldur bræðinni í Agli, hann gjörsamlega titraði, eða engdist í stólnum. Mér finns súrt að hann hefur núna líklega útilokað að við fáum einhver svör frá auðmönnum íslands um hvernig þetta gat gerst. Það sem eftir stendur er að líklega hefur Egill tapað stórfé síðustu daga, við fáum aldrei svör auðmanna við spurningum okkar, og það sem síst er, Jón Ásgeir kemur mun betur út úr viðtalinu heldur en Egill. Er heimilt að nota Ruv svona, til nánast einkanota ? Ég hélt ekki. Reyndar er það þekkt að sjálfstæðisflokkurinn notar ruv eins og þeim sýnist, þannig að kannski er þetta ekki verra að því leitinu.
Þórhallur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:52
Hjartanlega sammála. Reiði Egils, frammígrip, gróusögur og samsæriskenningar eru honum til vansa.
Skinhelgin er hjá Agli sjálfum.
Valur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:01
Takk fyrir vandaðan pistil.
Alveg sammála þér.
Marta B Helgadóttir, 15.10.2008 kl. 11:06
Ég hélt að Egill væri meiri maður en hann hefur sýnt núna - bæði í þessu viðtali við JÁJ og svo í þessari barnalegu athugasemd sem hann hefur sett hér inn.
Ég er nú svo gamall að muna eftir Ólínu sem fréttamanni á sjónvarpinu þegar hún velgdi ýmsum undir uggum, m.a. í frægri frétt um lambakjöt sem verið var að moka á öskuhaugana í tonnatali. Sömuleiðis man ég eftir hennar knáu framgöngu í umræðuþáttum ýmsum. Satt að segja held ég að Egill gæti ýmislegt af henni lært.
Óðinn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:26
Egill gaf mér rödd og það er umfram annað það sem fréttamenn og þáttastjórnendur eiga að gera. Hingað til hefur enginn þeirra gert það nema hann að mínu mati. Hann gaf reiði minni rödd og nú þarf ég ekki lengur að burðast með það :)
Heiða B. Heiðars, 15.10.2008 kl. 11:27
Sæl Ólína. Egill gaf Jóni alveg tækifæri á að svara. Hann varð bara pirraður vegna þess að það komu engin svör af viti. Hann bara Enga ábyrgð og allt var Davíð að kenna einsog venjulega. Það má ekki gleyma því að þessir útrásarfílar hafa svo sem ekki beint tiplað á tánum um postulínsbúðina Ísland undanfarin ár.
Það er einsog allt gangi út á það í viðtölum í dag að vera voðalega "rólegur" og "yfirvegaður" og halda "stillingu" sinni og vera helst svefndrukkinn og valíumfylltur alveg uppí háls. Sá vinnur rökræður á Íslandi í dag sem er gasalega "afslappaður" og "rólegur." Jón Ásgeir var alveg brilljant "rólegur" og "stillti sig betur" og var þessvegna sterkari aðilinn í viðtalinu. Einmitt. Viðtöl eru ekki keppni í rólegheitum og mjálmi.
Sverrir Stormsker, 15.10.2008 kl. 11:41
Þakka góða umræðu hér! Fínn pistill hjá Ólínu og gríðaleg viðbrögð!
Ef það eru til ástríðupólitíkusar(voru til hér áður en dóu svo út..allir nema einn) þá er Egill ástríðuspyrill.
Það eru allir að tala um þetta viðtal. Hvað þýðir það? Er ekki markmiði þáttagerðarstjórans í Silfgri Egils náð? Er það ekki nákvæmlega markmiðið?? Ég bara spyr......
Í nákvæmlega því felst snilldin ,góðu hálsar til sjávar og sveita, í þessu sögulega viðtali!!
Klárt!!
Kveðja
Sissinn
sissinn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:50
Hefði vissulega viljað viðtalið við Jón Ásgeir á rólegri nótunum en skil samt Egil að mörgu leyti, ástandið í landinu var mjög eldfimt á þessum tímapunkti, hann fékk engin almennileg svör og reyndi kannski með meiri látum að fá fram einhver viðbrögð. Það gekk ekki upp þarna. Ég hef mjög gaman af þáttum Egils og finnst ekki rétt að dæma hann hart þótt hann hafi farið yfir strikið þarna, að margra mati, veit líka um fjölda fólks sem leið betur eftir að hafa horft á hann "grilla" Jón Ásgeir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:45
Eins og við talið við Ragnar Önundarson var gott, þá var viðtalið við Jón Ásgeir hræðilegt og skilaði engu. Egill var algerlega óundirbúinn, og þegar Jóni varð tvísaga, þá pikkaði Egill það ekki upp.
Billi bilaði, 15.10.2008 kl. 14:11
Ég lít ekki svo á að hér sé verið að dæma Egil Helgason sem sjónvarpsmann almennt og yfirleitt - þaðan af síður sem persónu. Mér virðist fólk vera að tjá sig hér um frammistöðu hans í þessum tiltekna þætti. Það var að minnsta kosti það sem mér gekk til með bloggfærslunni - að ræða þessa viðtalsaðferð og aðstæðurnar sem þarna sköpuðust á vettvangi ríkisfjölmiðils.
Annars hefur hvarflað að mér að þessi athugasemd nr 2 sé kannski ekki frá Agli sjálfum. Mér finnst rétt að upplýsa að ég sendi honum tölvupóst í gær og spurði hann hvort þetta væri frá honum komið. Hann hefur ekki séð ástæðu til að svara þeim pósti.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.10.2008 kl. 14:13
Þetta viðtal Egils hef ég berað mig um á: http://klingenberg.blogspot.com/2008/10/skta-nyt-sna-vital-egils-vi-jn-sgeir.html.
Skelfilegt fyrir Egil að mæta svona illa undirbúinn og klúðra málum svona. Ekki hans vegna heldur hlustenda. Eftir þáttinn kemur Jón Ásgeir út sem velgjörðamaður. Kannski hann sé bara það.
Böðvar Björgvinsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:45
Pistillinn þinn til fyrirmyndar Ólína. Sá reyndar ekki viðtalið sjálf, en er búin að heyra nokkur brot af því og í þeim brotum hagaði Egill sér algjörlega eins og fífl. Hafði Jón Ásgeir fyrir framan sig og hefði með vandaðri undirbúningi getað þjarmað að honum, sem ekki er vanþörf á. Því miður kom Jón Ásgeir miklu betur út úr þessu viðtali.
María Richter, 15.10.2008 kl. 15:25
Sæl Ólína og takk fyrir að opna þessa umræðu.
Þetta hefði aldrei orðið neitt mál ef Egill hefði verið betur undirbúinn.
Það er mín skoðun að spyrlar og stjórnendur sjónvarpsþátta á RÚV verði að vera vel máli farnir og málefnalegir.
Egill var það ekki í viðtalinu við Jón Ásgeir og því varð þetta ekki eins gott viðtal, eins gott sjónvarpsefni og það hefði getað orðið. Ég hefði viljað sjá góðan mann með Agli, einhvern með bakgrunnsþekkingu á umræðuefninu og viðmælandanum. Svo var ekki og því skipti ég yfir á létta bíómynd og horfði á þáttinn "á Plúsnum". Mér leið illa að horfa á hann í beinni.
Með baráttukveðjum - Gangi okkur öllum vel !
Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:38
Egill átti þessa ádrepu skilið. Hann er vel hæfur skemmtilegur fjölmiðlamaður en afar viðkvæmur fyrir sjálfum sér. Hvað þig sjálfa varðar er það mín skoðun að þú verðir fegurri með hverju árinu sem líður.
caramba (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:48
Þetta er alveg stórkostleg umræða,sendiboðinn skotinn en refurinn labbar út úr hænsnahúsinu með blóðivættann góm og kveinka sér undan skorti á mannasiðum spyrjanda,nei gott fólk við skulum ræða allt þetta mál tæpitungulaust og umframm allt kalla hlutina sínum réttu nöfnum..
Egill var ljómandi góður og bara spurði þeirra spurninga sem allir þeir sem eiga eftir að bera byrðarnar í þessu máli hefðu viljað fá svör við.
Satt best að segja er mér misboðið þegar sá hópur fólks sem er í öruggu skjóli hins opinbera og safnar eftirlaunaréttindum segir aftur og aftur að"allir íslendingar séu á sama báti og þurfi að róa í takt"Fæstir sem segja þetta eru á sama báti og alþýða manna á Íslandi..
Nei hættum að láta afvegaleiða okkur með rifrildi um form og huggulegheit,þið étið þau ekki
Þau ykkar sem efist um Egil lesið aftur innlegg nr:54 og 35
Gunnar (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:06
Við þá sem hafa ekkert við Egil að athuga vil ég segja: Það er enginn að segja að Jón Ásgeir sé einhver engill og í raun fjallar þessi umræða alls ekki um Jón Ásgeir, heldur framkomu Egils burt séð frá því hver viðmælandinn var. Þið virðist telja fínt að fréttamenn leiki hörkutól sem hækki raustina og gjósi út úr sér alls kyns aðdróttunum. Það er vel hægt að spyrja í þaula á gáfulegan máta og gera ábyrgð viðmælandans ljósa án gífuryrða og æsings. Málið var ekki bara að Egill væri of æstur, heldur voru spurningar hans hreinlega heimskulegar og ekki vænlegar til þess að skila neinu í viðtalinu. Þetta var fálm manns sem kunni ekki að kafa í viðfangsefnið að þessu sinni. Rökræður vinnast ekki á hnefanum.
Svanur Sigurbjörnsson, 16.10.2008 kl. 10:47
Egill er auðvita ekki hafin yfir gagngríni frekar en aðrir, hann gerði samt það sem mörgum langaði virkilega til að gera, hella sér aðeins yfir þetta lið.
Hann hefði mátt vera betur undirbúinn og spyrja Jón Ásgeir hnitmiðari spurninga.
Hinsvegar hefur fólk verið að kalla eftir ábyrgð og að menn axli ábyrgð og svari fyrir sínar gjörðir, þegar svo það er gert þá er það ekki nógu vel gert eða rangur maður gerði það, það er varla hægt að gera fólki til geðs.
Hvernig vill fólk að þetta sé gert öðruvísi?
Ég hef ekkert á móti Agli, hann hefur staðið sig vel og hann hefur haldið þessum þætti gangandi í allan þennan tíma og fengið lof fyrir, við skulum nú ekki missa okkur vegna eins viðtals sem þurfti samt að eiga sér stað.
Ég sakna hinsvegar þess að Egill taki vel á sjálfstæðismönnum, þeir hafa stjórnað hér lengst, þeir eiga sína menn í valda mestu embættunum og þetta gerðist á þeirra vakt, afhverju þurfa þeir ekki að svara fyrir þetta skipsbrot? Þeir eru búnir að vera skipstjórinn í öll þessi ár, hann ber mesta ábyrgð. Þegar það þarf virkilega að taka sjálfstæðisfólkið á teppið þá á fólk að standa saman og vera ekki að sóa tímanum í að finna hverjum er um að kenna osfr. Þetta er alveg týpískt þegar þetta fólk á í hlut.Það þarf að taka Dabba, Geir, Árna Matt, Björn Bjarna, Pétur Blöndal og Þorgerði Katrínu og rasskella þetta lið í beinni og ekki með neinum vettlingatökum, þetta fólk á virkilega skilið að vera skammað af þjóðinni, það hefur valdið með sinni stefnu hrikalegum skaða fjölskyldum í þessu landi sem tekur mörg ár að lagfæra. Í barnaskólum tala börnin um að mamma þeirra og pabbi geti ekki haldið jól þetta árið, spáið í því hvernig fyrir sumum fjölskyldum er komið í þessu landi, og á bara að þegja yfir því að klappa þessu fólki á bakið og segja að það gangi bara betur næst?
Ó nei, nú er kominn tími til að ákveðnir menn axli hér ábyrgð og svari fyrir gjörðir sýnar og það STRAX.
Auðunn Atli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:39
Sæll Jóhann.
IP-tölur Sissans og Egils eru ekki þær sömu. Eins og ég sagði í athugasemd hér ofar, þá sendi ég Agli tölvupóst, benti honum á þessa athugasemd og spurði hvort hún væri eftir hann. Egill hefur ekki svarað þeim pósti - því miður finnst mér það benda til þess að hann eigi athugasemdina.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.10.2008 kl. 11:33
En ég er rauðhærður og var með krullur þegar ég var yngri!!
Kveðja
Sissinn
sissinn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:14
Ég er fyllilega sammála því að Egill Helgason hafi farið yfir strikið í viðtalinu veð JÁJ. Ég var svo tungulöng að draga í efa að hann yrði með Silfrið helgina á eftir í bloggsíðu hans og varpaði fram þeirri spurningu hvort hann þyrfti ekki frí og far á námskeið í reiðistjórnun
Hann henti mér út af síðunni, sendi mér meil með þeim orðum að hann vildi ekki svona dómaskap og níð á sinni síðu. Þessi viðbrögð hans segja jú heilmikið um skapsmunina.
Mér finnst persónulega ekki rétt að skrifast á við fólk sem felur sig á bak við dulnefni og eys svo öllu mögulegu úr sér. Þannig er það á blogginu hjá EH
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.10.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.