Hin nýja hagspeki

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna! 

 

 

Smile

 

Þennan fékk ég frá vinkonu minni í dag - það má nú brosa út í annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: ??

ég er ekki alveg viss um að við virkilega viljum "aukninguna á sölu á áfengi í ríkinu síðustu daga" (skv. frétt mbl.is) - þetta er kannski fyndið í augnablikinu en afleiðingarnar eru ekki mjög fyndnar og leysa örugglega ekki vandamál þjóðarinnar ... eða hvað finnst ykkur ??

Mér finnst heldur að við ættum að bjóða fram "alvöru" áfallahjálp, ekki bara fyrir þá sem ferðuðust með ferjunni í gærkvöld til Vestmannaeyja og fengu á sig 10 m öldusjó. Hefur ekki þjóðin fengið að minnsta kosti km öldusjó á sig á síðustu dögum ??  

??, 10.10.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

1. Kaupa bjórverksmiðju í Pétursborg í Rússlandi, selja hana svo með hagnaði og kaupa íslenskan banka.

2. Kaupa bjórverksmiðju, selja hana aldrei og drekka allan bjórinn sjálfur. Á allan hátt mun betri kostur.

Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir þennan- tek þátt í spauginu. Það er svo miklu skemmtilegra

Sævar Helgason, 10.10.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  Takk fyrir!  Nauðsynlegt fyrir sálartetrið!  Góða helgi.

Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:52

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður

Marta B Helgadóttir, 11.10.2008 kl. 10:48

8 identicon

 

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum.

Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.

Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.

Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.

Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.

Svona hóf hann tímann:

"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:

"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - krep

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:56

9 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

"Tax free helgi í Ríkinu" kaupum bjór fyrir 100þúsund kall og fáum við vaskinn til baka ...ef við skilum!

Jóhanna Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Indriði H(aukur) Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri:

Að lenda í því - að hengja bakara fyrir smiði.

http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/#entry-670021

Þorsteinn Briem, 11.10.2008 kl. 14:19

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þessi er góður og hverrar krónu virði

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.10.2008 kl. 17:17

13 identicon

Hér skriplar skólameistarinn eitthvað á reiknings-skötunni. Til að fá 21.400 krónur fyrir endurvinnslu, þarf að leggja inn 2.140 flöskur/dósir, á 10 krónur stykkið.  Og ef þessir 2.140 Thule bjórar fengust fyrir 100.000 kall, gerir það innan við 47 krónur stykkið. Er bjórinn svona ódýr á Eyrinni ?

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 18:29

14 Smámynd: Heidi Strand

Stöndum saman: http://erna-h.blog.is/blog/erna-h/entry/669371/

Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 21:36

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVonasvona, nafnleysingjar og djasskúnsnerar (Lana Kolbrún) eiga nú ekki að taka þetta alvarlega og reyna að skemma glensið!

Væri sjálfur til í að leiðrétta LK og rífast við hana um að kalla Carlos Santana einhvern sérstakan djassgítarista, þegar hann er miklu frekar BLÚSMAÐUR! EN.. það er víst allt önnur ella!(eða della haha!)

Magnús Geir Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 22:14

16 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það eru gríðarleg tækifæri fólgin fyrir íslenskan almenning í þessari kreppu sem nú blasir við, möguleiki væri á að núllstilla þjóðina, aðferð sem ég vil kalla " Economical Rebirth "

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka ekki á sig ábyrgð skulda bankanna erlendis , þ.e. þeir sem lánuðu bönkunum munu ekki fá til baka það sem þeirra var, hvert fóru þeir peningar, jú í það að lána einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis, þvi ætti ríkisstjórnin að leggja til að allir einstaklingar fái nýja byrjun fjárhagslega endurfæðingu, allir fái að halda eigum sínum sem þeir eiga nú og hafa unnið fyrir, einstaklingar sem hafi orðið gjaldþrota fái að byrja með hreint borð á ný, með þessu væru allir íslenskir einstaklingar gerðir skuldlausir.

Kostir sem þetta hefði er að gjaldþrota einstaklingar yrðu á ný gjaldgengir sem t.d. hugvitsmenn sem þora, ég er ekki að segja að það eigi síðan að hlaupa til og veita þeim aftur lán nema viðunandi tryggingar liggji fyrir eins og eðlilegast væri.

Við hefðum yfir að ráða einhverjum öflugasta mannauði sem til er án þess að hann þurfi að grúfa sig niður heima vegna mistaka sem gerð voru í fortíðinni.

Við yrðum frjálsasta þjóð í heimi og sennilega sú hamingju samasta og  framleiðini þjóðarinnar myndi sprengja alla skala.

Notum ástandið, hefjum nýtt líf, allir íslenskir einstaklingar skuldlausir, með þessu móti munum við geta gert þessa litlu þjóð okkar að stórþjóð á alþjóðlegum mælikvarða.

Leggjumst á eitt, gefum öllum nýtt tækifæri, almenningi, stjórnmálamönnum, útrásarmógúlum, elskum að vera til skuldlaus nýfædd.

 Kveðja

Steinar Immanúel Sörensson 

Steinar Immanúel Sörensson, 11.10.2008 kl. 22:27

17 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, takk.  Kveðskaps-tengdar bloggfærslur þínar eru einstaklega skemmtilegar. Kv. Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:52

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég biðst innilega afsökunar á að hafa ekki endurskoðað úreikninana í þessum brandara - áttaði mig hreinlega ekki á því að einhver myndi taka þetta svona graf alvarlega.

En svo ég leiðrétti nú aðra ónákvæmni, þá eru nú liðin ríflega tvö ár frá því ég hætti sem skólameistari.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.10.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband