Fellur stjórnin líka?

Fellur gengi, fellur náð,
fellur kusk á ríka.
Falla lauf og fimbulráð.
Fellur stjórnin líka?

Orðrómur um yfirvofandi stjórnarslit er ekki til þess fallinn að róa mann eins og á stendur. Nóg er nú samt.

Best að anda núna í gegnum aðra nösina og út um hina - eins og í jóganu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í upphafi allt var hér skapað
og ekki að neinu var hrapað.
   Rauðahafið er rautt
   og það Dauða er dautt
en enginn veit ennþá hver drap það.

Hverjir fóru að skapa heiminn eftir að guð hætti því?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rétt, anda inn, anda út!  Veistu ég er soddan svartsýnismanneskja að það háfa er nóg en núna held ég að orðatiltækið sem sonur minn er búinn að nota síðan hann lærði að tala geti bara virkað.  Þetta reddast!  Verðum við ekki bara að hugsa þannig.  Við höfum jú lent í kröppum dansi fyrr á lífsleiðinni.  Góða helgi Ólína mín.

Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Ólína.

Ris upp nú styrk er stjórni.

Rístu  nú upp með dug og dáð

Láttu verki þín tala,

léttu nú á aumri þjóð

og léttu á skuldahala..

Svig.

Kv. Sigurjón Vigfússon

.

Rauða Ljónið, 3.10.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sinni barnabörnunum.  Það bjargar mér frá andlegu þroti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband