Smellin vísa um síðustu atburði

Grin

Hárfínt sagan hefur breyst

hún er oss í fersku minni,

en Davíð kanske gekk full geyst

frá Golíat að þessu sinni.

Þessa vísu fékk ég senda í tölvupósti í morgun - höfundur vill ekki láta nafn síns getið,  en hún mun vera ættuð frá Egilsstöðum. Sel það ekki dýrara en ég keypti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glitnir fékk á gúlann högg

gífurlegt var bölið.

Daglangt setið, drukkin lögg,

og Davíð keypti ölið.

gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þessi er góð 

Marta B Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært korn, líka hjá Gísla.

Kveðja úr snjónum á Teigunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 11:37

4 identicon

Opnaðist ginnungagap
gjalddaginn boðaði tap
byggður á sandi
er braskaravandi
og bankinn sem Davíð drap.

Már Högnason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Og hér er ein betrumbætt frá í gær (var ort þá í aðeins of miklum fljótheitum):

Ýmsir bölva efalaust
árferðinu.
"Nú er komið hrímkalt haust"
í hagkefinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.10.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Já, svaðalegt var þar sving,
en sjaldan átti hann pening,
sá bankapakki,
byggður á krakki,
but Bubbi is king of banking.

Þorsteinn Briem, 3.10.2008 kl. 13:30

7 identicon

Fyrst söfnun er hafin á svona kveðskap....

Búið sukk og komið kvöld
kaldir vindar næða
eftir sitja syndagjöld
en sumir fá að græða. 

Már Högnason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ferlega eruð þið góð!!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2008 kl. 13:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fer allt núna fjandans til,
í fjárhagnum heimilanna,
og ekki lengur um það bil,
er nú Davíð meðal manna.

Þorsteinn Briem, 3.10.2008 kl. 13:59

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil taka inn í þetta (meintan) yfirvofandi olíuskort:

Á hliðina leggst nú einn banki,þó billjónum að sér hann sanki.Á meðan ein þjóð,alveg neysluóð,

ekur á tómum tanki.

Theódór Norðkvist, 3.10.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Æ þetta kom í belg og biðu, reyni aftur:

  • Á hliðina leggst nú einn banki,
  • þó billjónum að sér hann sanki.
  • Á meðan ein þjóð,alveg neysluóð,
  • ekur á tómum tanki.

Theódór Norðkvist, 3.10.2008 kl. 14:14

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekki eins sleipur í ljóðforminu og þið hín hérna, svo ég kýs að bregða fyrir mig hálfgerðri atómvísu:

    Sósíalisminn er látinn,

        kommúnistarnir drápu 'ann.

    Kapítalisminn er dauður,

        græðgisvæðingin át 'ann.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2008 kl. 14:40

13 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Var þetta ekki svona:

Davíð greiddi Golíat
geysi högg með steini.
Fyrir honum fullur sat
fantur sá í leyni.

Held að Helgi Sæm hafi átt seinnipartinn

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 14:42

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Skv. beiðni hér að ofan um að botna:


Allt fer núna fjandans til
í fjárhag heimilanna.

Fékk ég fjögur þursabit
í fjöregg minninganna.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 14:47

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þessa fékk ég frá Pétri Stefánssyni:

Klærnar brýnir kreppan skæða.
Kann ei neinn að stöðva það.
"Almáttugur, en sú mæða"
eins og skáldið forðum kvað.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.10.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband