Eldhúsdagsumræðurnar, óráðsjal um stjórnarslit og fleira fallegt

skidi-ReykjavikIs Ég er ein af þessum vel menntuðu, dugmiklu Íslendingum sem bý í ægifögru umhverfi - þessi sem þeir voru að tala um í eldhúsdagsumræðunni í kvöld. Mér skilst að ég - og við öll sem þessi lýsing á við um - séum von Íslands um þessar mundir.

Af hverju líður mér þá ekki eins og styrkri stoð? Crying Kannski vegna þess að ég hef ástæðu til að draga í efa að mannauðurinn í landinu fái notið sín við núverandi aðstæður. Það er alvarlegt atvinnuleysi yfirvofandi samhliða öðrum vandamálum. "Heimili landsins loga nú rafta á milli" sagði Guðni Ágústsson - eða heyrði ég það ekki rétt - í heimsósóma prédikuninni sem gekk með eldglæringum af munni hans núna áðan?

Já - staðan er vandasöm. Og ekki bætir úr skák að hlusta á æðrutal af þessu tagi. Það máttu þó aðrir þingmenn eiga, að þeir stilltu sig að mestu um skrum - allir nema Guðni. Hann tvinnaði saman hrakspám og svipuhöggum. Það er ekki góð blanda þegar hvetja þarf til dáða. Nei, Guðni minn.

Annars leið mér undir eldhúsdagsræðunum eins og það væri verið að tala til mín á stríðstímum. Og sú líking er ekki fjarri lagi - Kreppan er að skella á. Það er staðreynd, ekki kenning.

Þess vegna er það ekkert yfirborðstal að biðja menn um samhug og samstillt átak til að takast á við vandann. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Því furða ég mig hálfpartinn á því að  Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, skuli í alvöru leggja það til að Samfylkingin rjúfi ríkisstjórnina, knýi fram  kosningar eða myndi nýja stjórn strax með núverandi stjórnarandstöðu til þess að hægt verði að setja Davíð af sem Seðlabankastjóra.

Þetta er óráðshjal. Nóg er nú samt þó við bætum ekki stjórnleysi og ringulreið við þann vanda sem fyrir er.

Nei, nú verða menn að halda kúlinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einnig hægt að sameinast aftur Danmörku eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, verðum þá í Evrópusambandinu með danska krónu, engan íslenskan Seðlabanka, Davíð aftur sem forsætisráðherra og málið er dautt.

Vandamálin eru til að leysa þau. Allir glaðir, bara mismunandi glaðir.

Þarf ekki einu sinni tölfræði til að sanna mitt mál í þetta skipti.

Farinn út að viðra hundinn.

Þorsteinn Briem, 2.10.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innlegg Samfylkingarinnar er það eitt að gleyma vandanum og sameinast um það markmið að komast í öryggisráðið.

Sigurður Þórðarson, 2.10.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér er ekkert
öryggi
og kviknar ekki
á perunni,
enda þótt
ég hamist
í slökkvaranum.

Þorsteinn Briem, 2.10.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Snillingur ertu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.10.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Ólína og takk fyrir pistil


Hafa nokkurntímann komið aðrar tillögur um eitthvað annað en yfirvofandi enda og þá gjarnan heimsenda frá herra Þ. Gylfasyni ?

Kærar kveðjur til ykkar á Ísafirði

héðan úr stórveldi stöðugleikanna

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband