Vond minning um eldsvoða

eldsvoði Stórbruninn í Vestra-Fíflholti í Landeyjum vekur upp hjá mér vonda minningu frá þeim tíma þegar ég var ungur fréttamaður á Sjónvarpinu send austur að Ketilstöðum á Völlum þar sem hafði orðið eldsvoði í fjósi nóttina áður.  Á þriðja tug stórgripa drápust í þessum bruna. Ég var sett um borð í flugvél þarna um morguninn og beint á vettvang, eiginlega áður en ábúendur höfðu sjálfir náð að átta sig á aðstæðum.

 Aðkoman var svo hræðileg að því lýsa engin orð, enda skelfileg fjörbrot sem brjótast út þegar stórgripir brenna inni. Þegar okkur bar að garði var allt yfirstaðið, en ummerkin óhögguð. Lyktinni gleymi ég aldrei.

Ég finn til með öllum þeim sem hafa þurft að koma að þessu í morgun. Ábúendur í Vestra-Fíflholti eiga samúð mína alla - eignatjónið er augljóslega mikið, en trúlega er tilfinningaskaðinn ekki minni.


mbl.is Missti 120-130 nautgripi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn sem er vinnumaður á Eystra-Fíflholti var að tala við mig í dag,. og segja mér hvað þetta hefði verið hræðilegt. það er djúpstæð reynsla að hlaupa inn í eldhaf og reyna að bjarga dýrum. Eldurinn hafði kraumað lengi og sum dýrin hreinlega grilluð og lyktin eftir því, svo var hann að halda utan um og strjúka þeim dýrum sem verið var að svæfa, mörgum tókst að bjarga og voru þau sett í hús á bænum þar sem hann er og ætlaði hann að vera extra góður við blessuð dýrin í dag, mikil reynsla fyrir ungan mann að vaða inn í svona eldhaf og reyna að bjarga þjáðum dýrum. Hann hrósaði slökkviliðinu á Hvolsvelli fyrir frábær vinnubrögð. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni hvernig er að koma að svona bruna geta vart ímyndað sér hvernig það er. Það er hreinn viðbjóður og ekki fyrir viðkvæma. Og fyrir eigendur bætist ofan á það skelfingin og tómleikinn að hafa misst það sem var þeim kærast og verðmætast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er varla nokkuð jafn hræðilegt og þegar varnarlausar skepnur brenna inni.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband