Semjið við ljósmæður

barn Íslenskar ljósmæður eru trúlega friðsamasta starfsstétt landsins og langlundargeði þeirra við brugðið. Árum saman hafa þær með friðsemd reynt að fá menntun sína og störf metin að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir í þjónustu hins opinbera með svipaða menntun. Viðsemjendur hafa skellt við skollaeyrum.

Menntuð ljósmóðir þarf að ljúka fullgildu hjúkrunarnámi og bæta síðan við sig ljósmóðurfræðum. Þetta er tvöfalt háskólanám - álíka langt og læknisnám. Engu að síður eru hjúkrunarfræðingar í mörgum tilvikum (ef ekki öllum) með hærri laun en ljósmæður. Fyrir því eru engin rök - bara gamall arfur frá því að ljósmóðurmenntun var með öðrum hætti. Það er langt síðan.

Nú er þolinmæði ljósmæðra á þrotum og þær hafa boðað til tímabundinna verkfalla sem hefjast á fimmtudag hafi samningar ekki tekist. Þær eru þó ekki bjartsýnar - viðsemjendurnir eru stífir og enn strandar á kröfunni um að menntun þeirra sé metin til launa.

Auðvitað er óverjandi að landa ekki viðunandi samningi um kaup og kjör þessarar mikilvægu kvennastéttar áður en kemur til verkfalls. Og það er ólíðandi að menntun kvenna skuli ekki metin til jafns við það sem gerist annarsstaðar á vinnumarkaði. Ég tala nú ekki um þegar um er að ræða konur í jafn mikilvægum störfum og  ljósmóðurstörf eru.

Það er heldur ekki ásættanlegt að konur komnar að fæðingu skuli þurfa að vera í  óvissu um aðbúnað sinn og aðstæður þegar kemur að fæðingu. Kvíði og óöryggi eru óholl barnshafandi konum, og ef eitthvað er líklegt til að valda þungaðri konu kvíða, þá hlýtur það að vera yfirvofandi verkfall ljósmæðra. 

Ég skora á ríkisstjórnina - að minnsta kosti Samfylkinguna - að beita sér fyrir því að samningar náist við ljósmæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Eftir stappið í gær vendi ég mínu kvæði í kross í dag og tek óskorað undir með þér að þessu sinni. Hefði þó skorað á stjórnina alla, en læt það liggja milli hluta. Fái hin ágæta gamla skólasystir mín, ISG, hoggið á hnútinn þá verður sóminn hennar.   

Ágúst Ásgeirsson, 2.9.2008 kl. 12:41

2 identicon

Tek undir áskorun þína Ólína. Hnúturinn er á borði fjármálaráðherra.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr.

Rut Sumarliðadóttir, 2.9.2008 kl. 13:03

4 identicon

Ég sendi fjármálaráðherra tölvupóst í dag með áskorun að semja við ljósmæður hið fyrsta.  Sendi síðan póst á heimilisfangalistann minn og bað þá að gera slíkt hið sama.   Vonandi sjá þeir sóma sinn og semja við ljósmæður. 

Jóna Björg Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:46

5 identicon

Þakka stuðninginn, Ollý mín. Ég vona svo sannarlega að það semjist sem allra fyrst.

Erla Rún. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG vona að jákvæði molinn minn á morgun verði um að samningar hafi náðst.  Kveðja Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 21:18

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Auðvitað á að semja við ljósmæður Ólína en þegar það að búið klifra þá ekki allir uppá á bakið á þeim og fá smá meira?

Einar Þór Strand, 2.9.2008 kl. 21:45

8 Smámynd: Sævar Helgason

Kannski dugar að afnema eftirlaunaósómann og láta andvirðið renna til ljósmæðra- en sem kunnugt eru bæði þessi mál í hnút. Fjármálráðherra getur þá leyst tvo hnúta í einu- það yrði bærilegt dagsverk. Sem kunnugt er þá þók það þingið 3 daga að næla sér í eftirlaunaósómann.... En styð ljósmæðurnar

Sævar Helgason, 2.9.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrst menn vilja vera svona góðir við ljósurnar held ég að þeir ættu að búa til minni og færri börn til að létta undir með þeim.

Þorsteinn Briem, 2.9.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hjartanlega sammála.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.9.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband