Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Orð meiða
29.8.2008 | 10:18
Orð eru vopn - og maður verður að fara varlega með vopn, sérstaklega nálægt börnum og ungmennum. Á síðunni skessuhorn.is er í dag sagt frá því að 15 ára gömul stúlka sem hneig niður meðvitundarlaus á Dönskum dögum reyndist ekki undir áhrifum ólöglegra vímuefna eins og fullyrt var í fjölmiðlum. Nú liggur niðurstaða blóðrannsóknar fyrir.
Stúlkan býr í litlum bæ þar sem allir þekkja alla. Hún er aðeins 15 ára gömul og "á ekki viðreisnar von" að sögn náins aðstandanda. Hún hefur þjáðst vegna umtalsins sem af þessu hlaust.
Orsök umtalsins má rekja til ummæla unglingspilts sem var viðstaddur þegar hún hné niður og taldi þetta augljós einkenni e-töflu neyslu. Lögreglan tók piltinn trúanlegan og rannsakaði málið sem e-töflumál. Fjölmiðlar fréttu þetta og fiskisagan flaug.
Nú er komið í ljós að stúlkan var einfaldlega saklaus af e-töfluneyslunni. Það breytir þó ekki vanlíðan hennar yfir umtalinu. Hún er jú bara 15 ára.
Ég hvet ykkur til þess að lesa fréttina um tilurð þessa orðróms - lesið og lærið.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Lúkas?
Rut Sumarliðadóttir, 29.8.2008 kl. 10:50
"Móðirin segir að dóttir sín hafi drukkið töluvert magn af áfengi umrætt kvöld og hafi viðurkennt það."
Hver er ábyrgð foreldranna og hvert er mannorð þeirra í þessum efnum? Er eðlilegt að fimmtán ára krakkar drekki áfengi og hvað þá að þau drekki frá sér ráð og rænu? Er ekki skylda foreldranna að hafa eftirlit með börnunum sínum, Lúkasi á Akureyri, Lovísu í Stykkishólmi og Laufeyju í Reykjavík?
Ekki hafði ég smakkað áfengi þegar ég var fimmtán ára gamall.
Þorsteinn Briem, 29.8.2008 kl. 11:15
Það er náttúrulega spurning hvort e tafla og áfengi séu jafn ólögleg vímuefni fyrir 15 ára ungling.
Ef svo er ekki eru þá vímuefni sem leifð eru í einhverjum borgum úti í heimi en ólögleg hér, minna ólögleg en önnur sem bönnuð eru á báðum stöðum.
Smá pæling
Landfari, 29.8.2008 kl. 12:44
Bæði e-töflur og áfengi eru ólöglegar vörur fyrir fimmtán ára gamla unglinga hérlendis en það er einkennilegt ef þeir missa mannorðið við að taka eina e-töflu en ekki ef þeir drekka frá sér ráð og rænu, hvað þá oft og mörgum sinnum. Er slíkt hluti af "menningu" Íslendinga og þá bara allt í lagi? Alla vega ekki mannorðsmissir.
Hins vegar er það hluti af menningu margra þjóða, til dæmis Frakka, að drekka vín með mat, og þá jafnvel frá unga aldri. Það er ekki ólöglegt að drekka vín í Frakklandi fimmtán ára gamall, svo ég viti til, en það þykir nú ekki beinlínis til fyrirmyndar þar að drekka frá sér ráð og rænu. Hvað þá að fimmtán ára gamlir krakkar safnist saman í frönskum miðbæjum um hverja helgi, dauðadrukknir.
Þorsteinn Briem, 29.8.2008 kl. 13:30
Sæl verið þið.
Ég er ekki að mæla því bót að 15 ára unglingur drekki frá sér ráð og rænu - en þó henni hafi orðið þetta á , réttlætir það ekki þá umfjöllun sem varð af þessu tilefni.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.8.2008 kl. 13:46
Ólögleg vímuefni og áfengi er ekki sambærilegur hlutur, hvort sem viðkomandi er undir aldri eða ekki. Það er nú bara staðreynd að margir unglingar eru farnir að fikta við áfengisneyslu í efstu bekkjum grunnskóla, og þá fer stundum svona. Það réttlætir það ekki að saka stúlkuna um að hafa tekið alsælu, sem er ólöglegt, mun meira ávanabindandi og hættulegra efni. Fjölmiðlar þurfa að sýna meiri nærgætni þegar fjallað er um unglinga og viðkvæm málefni af þessu tagi.
Magdalena (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:19
Viðkomandi stúlka var grunuð um að hafa tekið inn e-töflu og fékk væntanlega meðferð samkvæmt því hjá lækni og hjúkrunarfólki. Það hefði nú ekki verið gott ef hún hefði tekið inn e-töflu og ekki fengið viðeigandi meðferð.
Og lögreglan fór hér væntanlega eftir sínum starfsreglum og getur ekki farið í manngreinarálit í þeim efnum. Að sjálfsögðu ætti hún að geta breytt reglunum en þá verður það sama yfir alla að ganga.
En það er að sjálfsögðu ekki lögreglunni eða fjölmiðlum að kenna ef krakkar eru dauðadrukknir eða taka inn eiturlyf. Krakkarnir bera ábyrgð á sjálfum sér og foreldrarnir bera ábyrgð á krökkunum. Í upphafi skyldi endirinn skoða og ég held að ofdrykkja unglinga sé almennt meira vandamál í þjóðfélaginu en eiturlyfjaneysla þeirra, enda þótt hvorutveggja sé slæmt og ólöglegt.
Þorsteinn Briem, 29.8.2008 kl. 17:43
Athyglisvert hvað Lúkasar heilkennið er sterkt það liggur ekkert fyrir um að það hafi verið áfengi sem olli þessu hér gæti verið á ferðinni einhver veikindi.
Hér er verið að gagnrýna fréttaflutning og að slá einhverju föstu og birta það án þess að vita staðreyndir.
Því er haldið áfram hér úr því það var ekki E tafla þá hlýtur það að vera brennivín. Staðreynd er að það er ekki vitað hvað olli þessu Staðreynd er að flest okkar ef ekki öll vorum ekki á staðnum og Staðreynd er líka að okkur kemur þetta í raun bara ekkert við og við eigum ekki að traðka yfir annarra manna líf með sleggjudómum um hluti sem að við vitum ekkert um.
Það er allavega mín skoðun að fólk ætti að hafa oftar í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég get allavega ekki séð að athugasemdir hér séu til þess fallnar að bæta líðan stúlkunar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.8.2008 kl. 20:45
Jón Aðalsteinn, Það er engan vegin hægt að samþykkja að það komi almenningi ekki við ef fólk er ölvað á almannafæri. Það er jú almenningur sem borgar þann kostnað sem af því hlýst og verður fyrir óþægindum.
Það kemur einnig fram hér að hún hafi viðurkennt að hafa drukkið mikið af áfengi þetta kvöld.
Magdalena segir að ólögleg vímuefni og áfengi sé ekki sami hlutur. Þá hýtur hún að vera að tala um fullorðna en ekki 15 ára unglinga. Áfengi er ólöglegt vímuefni fyrir 15 ára unglinga á sama hátt og hass og sterkari efni. Það að margir unglingar í efstu bekkjum grunnskóla eru farnir að fikta við áfengi gerir það ekki hættuminna fyrir þau. Ekki frekar en fikt þeirra við hass, e töflur eða annað sem líka þekkist í efstu bekkjum grunnskóla.
Þeir þekkja það nú betur hjá SÁÁ en mér hefur skilist að það sé nú einmitt áfengi sem sé hættulegsta vímuefnið sem notað er hér á landi. Allavega las ég það einhvers staðar að miklu fleiri dauðsföll mætti rekja til áfengis en nokkurs annars vímuefnis.
Ekkert af þessu veitir okkur hinsvegar rétt til "að traðka yfir annarra manna líf með sleggjudómum". Vissulega ber að hafa orð skáldsins í huga en þetta verður engum víti til varnaðar ef öllum finnst þetta bara allt í lagi af því hún hafði ekki tekið e töflu.
Landfari, 29.8.2008 kl. 22:25
Jón Aðalsteinn. Athugasemdir hér eru hvorki til að láta einhvern líða betur eða verr, heldur eru þær almenn lýðræðisleg umræða og það þörf um eiturlyfja- og áfengisneyslu íslenskra unglinga en ekki einstaka persónu eða persónur, alla vega af minni hálfu.
Allir unglingar bera ábyrgð á sjálfum sér og foreldrar þeirra bera einnig ábyrgð á þeim en eiga ekki að skella skuldinni á lögregluna, fjölmiðlana og skólana eða þjóðfélagið í heild þegar unglingarnir fá lélegar einkunnir, drekka sig fulla, taka inn eiturlyf, brjótast inn, aka á mann og annan, verða óléttir og svo framvegis.
Þorsteinn Briem, 29.8.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.