Hvar var Dorrit?

 Þetta var vel heppnaður fagnaðarfundur - sannkölluð þjóðhátíð. Ekkert út á hana að setja. Að vísu var ég að furða mig á því hversvegna ríkisstjórnin var öll dregin upp á svið og látin standa þar án sýnilegs tilgangs. Og eiginlega hefði mér fundist fara betur á því að forseti ÍSÍ hefði fengið eitthvert hlutverk í athöfninni. Þá voru nú ræðuhöldin sum hver svona og svona - Óli Stef var samt ágætur. Heimspekilegur og einlægur. Auðvitað sat ég límd við sjónvarpsskjáinn. Þjóðremban að sprengja brjóstholið. Augun full af tárum.

dorrit

En eitt vantaði. Það vantaði Dorrit - aðal stuðningsmann liðsins, höfund hinna ógleymanlegu ummæla um "stórasta land í heiminum" - ummælanna sem snurtu þjóðina beint í hjartastað og gleymast aldrei. Hún hefði átt að vera þarna - og satt að segja beið ég þess að hún birtist. Hélt kannski að hún yrði kynnt sérstaklega til sögunnar. En það gerðist ekki. Það var synd.

Þess í stað stóðu vandræðalegir ráðherrar, borgarstjóri og forseti í einum hnapp og þrengdu hver að öðrum. Hanna Birna og Þorgerður Katrín fremstar þar sem þær kysstu hvern mann frammi fyrir myndavélunum.  Hmmm .... sennilega úthugsað.  Á svona uppákomum getur komið sér vel að vera inni í myndinni. GetLost

En sumsé: Það vantaði Dorrit. Ég saknaði hennar.

 


mbl.is Með stöðugan kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Já ef satt skal segja þá var þetta svona og þetta hitt en ég er nokkuð viss að allir sem lögðu hönd á plóg gerðu sitt besta.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Sævar Helgason

Stoltastur er ég af henni Dorrit okkar forsetafrú- hún kom sá og sigraði . Lét sig hafa það að fara inn á nuddstofuna hjá liðinu og gefa fyrirliðanum gott baknudd- og geisla sinni einstæðu orku til þeirra- fyrir úrslitastundina að silfrinu  Ég er ekki í vafa um þann fítonskraft sem hún peppaði liðið upp með þessum snilldarleik sínum...   Ég gef síðan afarlítið fyrir þetta ferðabrölt á menntamálaráðherranum okkar með allt þetta stóð í kringum sig..   bara sorry með það..

Sævar Helgason, 27.8.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG sá þetta greinilega allt öðrum augum. Þarna var verið að hylla flotta stráka og þeir komu vel fram, kysstu ráðherra og borgarstjóra mis vel en voruð aðalnúmerið í mínum augum.  Flott að hafa  ráðherrana, þeir eru jú tákn ríkisstjórnar okkar og við vorum að fagna hetjum.  Dorritt var búin að standa sig rosalega vel í Kína og hún er örugglega bundin við annað akkúrat núna, annars hefði hún örugglega verið með í kvöld, það átti enginn von á þessum árangri og dagskrá Ólafs og Dorrittar er örugglega ákveðin lengra en viku fram í tímann, áttti Óli ekki að vera allt annarsstaðar núna en hér á Íslandi í dag??  en breytti því fyrir strákana.   Mér fannst Þorgerður Katrín og Hanna Birna ekkert vandræðalegar, hefðu Steinunn Valdís og Magga Frí verið eitthvað öðruvísi, svo ég taki bara dæmi. ??  verum jákvæð plís, ekki eltast við neikvæðni og smámunasemi

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Steini Thorst

Heyr heyr Ásdís Sig

Steini Thorst, 27.8.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

alveg sammála, Dorrit vantaði alveg þarna. Ég beið líka eftir því að hún birtist en nei. Leynigesturinn var samt alveg frábær, Bjarni Fel( Laddi) var æði;)

Mér þótti líka halló að Hanna Birna, nr.100.968.585.499.393 whatever borgarstjóri þessa tímabils, fékk þá til sín á Kjarvalstaði, ég hélt að þetta væri landslið ÍSLANDS ekki landslið Reykjavíkur.....

En ég er svo ofsalega stolt af þessum strákum, gæsahúð mjög svo regluleg síðastliðna daga skal ég segja þér og tár í augum!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

ps. Þorgerður Katrín var greinilega svo ofboðslega stolt, hrærð og einna ánægðust fyrir hönd strákana okkar þarna í kvöld og undanfarna daga.  Ég sé ekki eftir því fé sem fór í það að ferja hana til Kína til þess að styðja þessar hetjur sem mennta og íþróttamálaráðherra.

Set samt stór spurningamerki við það að borga undir maka hennar, ráðuneytisstjóra og hans maka.....ekki verjanlegt!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þar sem ég þekki Þorgerði Katrínu þá verð ég bara að segja ykkur að þetta var virkilega innilegt hjá henni í kvöld.  Þórunn var flott eins og þau öll.  Ekki mundi ég sætta mig við að fara ein svona langa leið til að vera viðstödd þvílíkan atburð, þætti sjálfsagt að borgað yrði bæði undir mig og húsband, held að ykkur flestum þætti svo í þessum sporum.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég sá enga standa vandræðalega,  hvorki ráðherra, borgarstjóra né forseta, samt var ég að horfa á það sama og þú. í mínum augum stóð þetta fólk sig mjög vel í sínu embætti. Landsliðið  fékk ekkert meiri kossa frá Hönnu Birnu og Þorgerði Katrínu en t.d. frá Jóhönnu Sigurðardóttur. Svo getur verið að Dorrit hafi haft annað á sinni dagsrká.

Dettur í hug smá spakmæli.

Tveir menn horfa út um sama glugga:

Annar sér stjörnubjartan himinn.

Hinn sér moldina fyrir neðan.

Semsagt sama útsýni , önnur upplifun. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 01:28

9 identicon

sammála ykkur jákvæðu;) en DOrritt vantaði sárlega!strákarnir eru yndislegir :) knúús skywalker ..........

chandler (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 02:13

10 identicon

Ólína, það er þér að kenna / þakka að ég er farinn að lesa blogg.  Þitt er alltaf málefnalegt og fræðandi.  Sammála þér að það virkilega vantaði okkar frammúrskarandi og glæilegu forsetafrú á þessa mótökuhátíð.  Hún býr yfir svo miklum persónutöfrum að leitun er að öðru eins.  Og já, ég sá líka vel vandæðagang margra á sviðinu og er ég þó ekki neinn handboltaáhugamaður. Fannst eiginlega nóg um allt þetta kossaflens en sumum þykir það gaman og örðum flott

Sigurður R. Þórarinsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 04:44

11 Smámynd: Vantrú

Ólína, þú virtist ekki vera hrifinn af því þegar Hannes Hólmsteinn slapp með að eigna sér texta án þess að geta heimilda. Fékkst þú leyfi til að nota þessa mynd sem er hér í færslunni?

Vantrú, 28.8.2008 kl. 08:06

12 Smámynd: Yngvi Högnason

Kannski að Dorrit hafi misst af fluginu.

Yngvi Högnason, 28.8.2008 kl. 08:13

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála Ólína, úr því að allt þetta "commotion" var í gangi á annað borð þá hefði ég kosið að sjá stuðningsmann handboltaliðsins numero uno, Dorrit sjálfa.

En ég segi eins og er að svona uppákomur og jippo eru ekki alveg að mínum smekk.  Kossaflags og tilgerð má missa sig.

En það heldur ekki fyrir mér vöku og það eru engin landráð að leyfa sér að segja skoðun sína.

Og hana nú og áfram Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 09:58

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gaman að sjá skiptar skoðanir hér.

En ég vil frábiðja mér að vera sökuð um neikvæðni og smámunasemi þó ég hafi skoðun á því sem gert er fyrir almannafé. Ég var/er hrærð og ánægð rétt eins flestir Íslendingar yfir árangri strákanna, og dreg ekkert úr því að þetta var sannkölluð þjóðhátíð í gær. En mér fannst að athyglin ætti að beinast að handboltalandsliðinu ekki ríkisstjórninni. Það er bara mín skoðun.

Ég er heldur ekki að gagnrýna Dorrit fyrir fjarveruna - bara að segja í einlægni að það hefði verið gaman að hafa hana. Meira gaman að hafa hana en borgarstjórann og ráðherraliðið, með fullri virðingu fyrir þeim. Hér er ekki verið að hneykslast á neinu - en ég ætla heldur ekki að standa í klappliðinu og kyrja eftir einhverri forskrift frá öðrum. Það er ekki minn háttur.

Plís, ekki taka öllu á versta veg sem sagt er.

Varðandi myndbirtinguna - þá var þessi mynd ómerkt á bloggsíðunni vantru.is. Þar kemur ekki fram hver ljósmyndarinn er, svo ég veit nú ekki hvern ég hefði átt að biðja um birtingarleyfi. En að fenginni þessari athugasemd mun ég að sjálfsögðu fjarlægja myndina og setja aðra opinbera mynd í staðinn. Hún er fengin á wikipedia.is.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.8.2008 kl. 09:58

15 identicon

Mér finnst að Þorgerður hefði átt að fá fálkaorðuna.  Hversu margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins láta sig hafa það að þeysa alla leiðina til Kína, ekki bara einusinni heldur tvisvar, til að sjá liðið spila?  Hún er stuðningskona ársins.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:13

16 Smámynd: Vantrú

Ólína, það kemur skýrt fram tölvupóstfang á vefnum sem þú hefðir auðveldlega getað notað. Þetta er mjög léleg afsökun hjá þér.

Vantrú, 28.8.2008 kl. 10:46

17 Smámynd: Vantrú

Annars er myndin ennþá inni hjá þér, vinsamlegast eyddu henni.

Vantrú, 28.8.2008 kl. 10:47

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þessari athöfn er lokið og tókst vel. Þarna var nokkrum ráðherrum ofaukið. Í þeirra stað hefði mátt sjá ögn betur í bakraddakór Valgeirs í laginu "Gerum okkar besta". Einnig hefði verið gaman að sjá gömlu kempurnar sem mynduðu landslið okkar fyrr á árum, Geir Halssteins, Gunnlaug HJálmars og marga fleiri. En á ekki stærra svið verður ekki troðið endalaust.

Hvað sem aðskotadýrum úr ríkisstjórninni líður, þessi athöfn var skemmtileg og átti fyllilega rétt á sér. 

Þórbergur Torfason, 28.8.2008 kl. 10:50

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þær máttu allar sig missa,
meyjarnar sem vildu kyssa,
engin Dorrit,
alveg er bit,
ég frekar vil sjá hana flissa.

Þorsteinn Briem, 28.8.2008 kl. 11:32

20 identicon

Þetta var virkilega flott móttaka og strákarnir áttu hana sannarlega skilda. En ég fékk þó talsverðan hallærishroll við það að sjá ráðherrum og borgarstjóra stillt þarna upp á sviðinu eins og athöfnin hefði eitthvað með þetta fólk að gera. Hvað hefur borgarstjórinn í Reykjavík með landslið Íslands í handknattleik að gera? Nákvæmlega ekki neitt, það hefði verið álíka rökrétt að Gunnar Birgisson hefði flutt ræðu. Var borgarstýran stöfdd þarna eingöngu í krafti þess að það vildi svo til að sviðið var innan lögsögumarka Reykjavíkurborgar? Ef svo er þá þurfa sumir hjálp við athyglissýkinni.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:55

21 identicon

Þakka pistilinn.

Ég var staddur á Arnarhól og var beinlínis brugðið þegar forsetinn var kallaður upp og síðan borgarstjórinn og ríkisstjórnin.

Ég kom ekki á Arnarhól til að fagna ríkisstjórninni eða forsetanum, sem ég hef mikla skömm á.

Þetta var afar hallærislegt og í raun skömm að horfa upp á "þetta fólk" vera að baða sig í annarra ljósi og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sannkallaðir þjófar voru þarna á ferð, ekta senuþjófar af billegustu gerð.

"Strákarnir okkar" héldu sig til hlés af virðulegri hógværð.

Svo þegar heim var komið var ORG í drottningarviðtali í sjónvarpi!!!!. HVað var hann að gera þarna? Af hverju ekki Ólaftu Stefánsson eða einhver sem kom nálægt þessu afreki.

ORG og RÚV eiga að skammast sín fyrir þá uppákomu.

Athyglissýki er þetta og athyglisýki skal þetta heita.

 Ég er sammála því að Dorrit hefði átt að vera þarna. Henni hefði verið ákaft fagnað, enda hið eina og sanna sameiningartákn þjóðarinnar á Bessastöðum.

ORG hefði staðið þarna í skugga hennar eins og stundum áður og það vill hann ekki.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:59

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tek undir með þér mín kæra, þú orðar þetta ágætlega. En óttaleg leiðindaóvild er þetta í síðasta ræðumanni hér á undan, sem kemur þó alveg ágætlega fyrir sig orði.Og blessunin hún Ásdís má nú ekki blaðra svona eins og hún gerir,að fólk í áhrifastöðum megi fara með almannafé eins og það vill, bara vegna þess að hún þekkir það, hljómar nú ekki nógu vel né viturlega!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 00:32

23 Smámynd: Vantrú

Ólína, eyddu út myndinni, við viljum síður þurfa að hafa samband við netstjórana.

Vantrú, 29.8.2008 kl. 08:07

24 Smámynd: Yngvi Högnason

Sæl Ólína. Ekki veit ég hver á þessa mynd sem að sértrúarsöfnuðurinn er að óskapast yfir, en hún er ekkert sérstök. Veist þú það? Og veist þú hver er að skrifa fyrir þennan sértrúarsöfnuð sem að kallar sig Vantrú? Með mynd af "geimveru" á krossi. Gáfulegt.
 En ekki saknaði ég Dorrit.

Yngvi Högnason, 29.8.2008 kl. 08:53

25 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Vantrú - hvaða mynd viltu að ég eyði út? Ég er löngu búin að taka út myndina sem þú sagðir að væri tekin frá síðunni vantru.is. Hún var tekin út kl. 9.53 í gærmorgun.

Samt heldurðu áfram. Myndin sem er inni núna er fengin á wikipedia.is og ég veit ekki betur en hún sé opinber mynd.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:05

26 Smámynd: Vantrú

Ef þú lítur til hliðar á þessari síðu þá geturðu séð að myndin ennþá á síðunum þínum. Nánar tiltekið hér.

Vantrú, 29.8.2008 kl. 11:07

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég verð að viðurkenna að ég kann ekki að eyða úr sjálfu myndkerfinu. En hver ert þú sem kallar þig Vantrú? Og hvaða sönnun getur þú fært mér um að þú eigir þessa mynd? Viltu vera svo vænn að upplýsa mig um það hver tók myndina?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.8.2008 kl. 13:52

28 Smámynd: Vantrú

Ljósmyndarinn er meðlimur í félaginu Vantrú og gaf vefritinu Vantrú leyfi til að birta hana. Þú hefur augljóslega ekkert leyfi þar sem þú veist ekki einu sinni hver ljósmyndarinn er.

Vantrú, 29.8.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband