Amy Winehouse, Britney, Jackson - harmsaga okkar daga.

amy-winehouse-fat-thin Amy Winehouse er að upplagi falleg og hæfileikarík söngkona með stórbrotna rödd. Ung stúlka sem fyrri fáum mánuðum var svona útlítandi:

 amy_winehouse_narrowweb__300x414,0 En er nú orðin svona:

AmyWinehouse-horud AmyWinehouse2603_468x406

Hún er grindhoruð, alsett kaunum og kýlum eins og þeir sem neyta heróíns, kókaíns og cracks.  Tónlistarframmistaðan hefur þróast á svipaðan veg. Ekki er ýkja langt síðan Amy kom fram við verðlaunaafhendingu og söng þá með þessum hætti. Bara sæmilegt, ekki satt? Back to black söng hún um svipað leyti og gerði það bærilega. En á  þessum tónleikum má hinsvegar sjá að hún er farin að missa fjaðrirnar: Máttfarin, laglaus og óstyrk.

amy_winehouse_4_wenn1832955 Já, það hefur sigið á ógæfuhliðina hjá Amy Winehouse. Þetta hefur gerst svo hratt að maður trúir því varla. Á hverjum tónleikunum af öðrum birtist hún skökk og skæld, þvoglumælt og hræðileg, eins og til dæmis hér. Hún hefur jafnvel gengið svo langt að fá sér í nösina frammi fyrir áhorfendaskaranum, eins og hún hafi ekki áttað sig á því hvar hún var stödd.

Þetta "Hollywood-líf" er eins og banvænn sjúkdómur. Ungt fólk í blóma lífsins er bókstaflega étið upp til agna ef það kann ekki fótum sínum forráð. Um þetta höfum við fjölmörg dæmi: Britney Spears,  Michael Jackson og fleiri og fleiri. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar - en allar eiga þær það sammerkt að í þeim eru ungar, hæfileikaríkar manneskjur að veslast upp fyrir augunum á heimsbyggðinni. Og heimurinn horfir og horfir - af áfergju og grimmd - tekur myndir og selur. Græðir á ógæfunni. 

Enginn segir "nóg komið". Og enginn kemur til hjálpar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef ekki fylgst náið með Amy,  Britney eða Michael Jackson.  Ég er uppteknari af þungarokkinu.  En mikil umfjöllun um þessa rugludalla fer ekki framhjá mér.  Amy er ensk og búsett í Englandi þannig að Hollywood verður ekki kennt um hennar ógæfu.

  Hinsvegar er ekki blæbrigðamunur á því hvort um er að ræða breska eða bandaríska umboðsmenn þegar snýr að drykkju og dópneyslu poppstjarnanna.  Umboðsmennirnir gera út á það að halda þessum vímugjöfum að poppstjörnunum - að því er virðist til að stjörnurnar misstígi sig og fái þannig ókeypis umfjöllun.  Nægir að vitna í umboðsmenn Janis Joplin og Sex Pistols.   

Jens Guð, 18.8.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svakalega er hún góð söngkona - ég er búin að hlusta á fyrsta diskinn hennar "Frank" í nokkrar vikur hér heima og er alveg gáttuð á þessari konu hvað hún hefur sértæka hæfileika. Ég hvet alla til að fá sér disk með henni og hlusta.

Þetta er sorglegt með hæfileikaríkt fólk sem lifir hratt og stutt, það eru fjölmörg dæmi þess. Janis Joplin, Kurt Cobain, eru dæmi um fólk í neyslu sem deyr ungt og svo margir aðrir sem lifa með óreglunni eða ná sér ekki á strik eftir það.

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, Jens - ég hefði átt að segja Hollívúd í gæsalappir (laga það hér með) - en það er bitamunur en ekki fjár. Hér er  ég auðvitað að nota Hollywood sem hugtak en ekki landfræðilega staðsetningu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.8.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst óskaplega sorglegt á líf þessa fólks. Amy er góður tónlistarmaður að mínu mati og hef ég haft virkilega gaman af að hlusta á hana síðustu vikur og mánuði. Frægðin gerir fólki oft óleik það þarf sterk bein til að standast glamúrinn.  Takk fyrir góðan pistil Ólína.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í fyrstu setningu vantar....legt að horfa á líf....

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 20:50

6 identicon

ja meðan að fjölmiðlar eru tilbúnir að birta svona efni, þá verður alltaf til fólk sem gengur á lagið með það. Það þurfa allir tónlistarmenn einhverskonar umfjöllun til þess einfaldlega að geta starfað. En tónlistarmönnum er líka í sjálfs vald sett að sækjast ekki eftir neikvæðri umfjöllun.

Það er nú bara martröð hvers umboðsmanns að missa client í óreglu. Þar er gömul rómantísk hugsun t.d. að umboðsmenn dæli dóbi í tónlistarmenn svo þeir geri nógu miklar bombertur af sér. Fyrir einstaka tónlistarmann/konu sem á við þetta vandamál að stríða í dag, þá er mjög stór hópur af fólki sem er bara í fínum málum.

Ég vorkenni samt fólki eins og Spears og Jackson. Þetta fólk er alið upp sem sirkusatriði, kann ekkert annað og hefur lítið val.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég viðurkenni það fúslega að ég vorkenni þessum krökkum. Og tek undir þessi orð þín: Og heimurinn horfir og horfir - af áfergju og grimmd - tekur myndir og selur. Græðir á ógæfunni. 

En ég finn líka afskaplega mikið til með þeim listamönnum sem er plantað upp á svið með t.d. Winehouse og á að performa af stakri snilld og láta eins og ekkert sé að (þ.e. að aðalsöngkonan er við það að detta úr öllu sambandi við umheiminn).

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og sæl Ólína!

Því miður er það bara rangt hjá GW hér að ofan að það sé einhver "rómantísk hugsun" að umboðsmenn hafi haldið eiturlyfjum að rokk- og poppstjörnum sem þeir hafa unnið fyrir. SAgan segir einfaldlega annað og vitnar Jens til tveggja velþekktra dæma í því sambandi. Og þetta á auðvitað ekki bara við um tónlistarfólk,dæmin eru óteljandi úr öllum áttum um unga einstaklinga sem einfaldlega höndla ekki það áreiti og þær freistingar sem frægðin færir þeim. En auðvitað eru dæmin líka á hinn vegin og stundum lifa ungu stjörnurnar af allan ólgusjóin og það þótt þær hafi getað verið dauðar margsinnis! ("Stónsararnir" gott dæmi um það) skárra væri það nú líka ef einhverjir risu ekki undir frægðinni, heldur sjálfgefið að allir færu til fjandans sem gjald fyrir hana!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleymdi að segja við þig Ólína góð, að ég get nú ekki annað en hrósað þér að leggjast í þessa myndbandaleit, en varðandi söngkonuna sjálfa, þá fara hæfileikarnir nei víst ekki á milli ma´la, en tónlistin sjálf þykir mér mest leiðinleg. Sjónvarpið sýndi frá tónleikum hennar fyrir stuttu, gerði heiðarlega tilraun til að fylgjast með en gafst upp af leiðindum!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 23:36

10 identicon

Magnús, ég var ekkert sérstaklega að svara Jens. Það eru vissulega til dæmi um næstum því allt milli himins og jarðar. En ég myndi nú ekki ráða of mikið af gömlum bíómyndum ef ég væri þú.

Tónlistarbransinn er einfaldlega mjög harður atvinnubransi eins og hver annar. Jú þetta er rómantísk hugsun. Ég er ekki að rengja tilvitnanir Jens í umboðsmenn Janis Joplin og Sex Pistols. En hann gerir þau mistök að alhæfa út frá þessum dæmum.

Vissulega eru alltaf dæmi um fíkla í tónlistarbransanum, eins og í öðrum greinum. En þeir endast yfirleitt stutt og umboðsmenn veðja ekki á fólk sem þannig er komið fyrir. Ekki í dag. Fyrir 25 + árum var þetta algengara jú. En ekki lengur.

Þessar tilvitnanir í Stones eiga bara ekkert við þar sem að saga þeirra nær aftur í fornöld.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:47

11 identicon

En mín skoðun er að "meðan að fjölmiðlar eru tilbúnir að birta svona efni, þá verður alltaf til fólk sem gengur á lagið með það".

Í æsifréttastíl er sagt frá því að börnin hafi verið tekin af Britney Spears. Ásamt myndum. Paparassar eru orðnir svo ágengir við þetta fólk að þeir valda slysum hvað eftir annað.

En að ætla að einangra þetta ástand við önnur lönd. Nei. Hér eru þessar fréttir bara þýddar og birtar. Smjattað á viðkomandi yfir morgunkaffinu. Opinber persónukrossfesting. Blöð þurfa jú að seljast ekki satt?

Af hverju er birt fáránleg frétt af Rut Reginalds. Nágrannakonur hennar segja hana búna að vera á tónlistarsviðinu. Hvaða bull er þetta? Hún er búin að syngja fyrir okkur frá því að hún var barn. Þetta eru þakkirnar. Það eru fleiri dæmi.

Fólki finnst athyglisvert að sjá stjörnur fæðast, en fólk hefur en meira gaman af því að sjá þær falla, hægt og lengi.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 01:00

12 Smámynd:

Þetta er alveg hrikalega sláandi að sjá þessar myndir. Því miður er þetta vandmál allt of víða á Íslandi líka bæði alkaholismi og alla vega átröskunar geðsjúkdómar. Sem betur fer geta bæði SÁÁ og ríkið hjálpað mörgum hér á landi. Sumum er aftur á móti ekki hægt að bjarga.

, 19.8.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband