"Bloggarar eru ábyrgðarlaust fólk" ...

... sagði Þorbjörn Broddson fjölmiðlafræðingur í útvarpsviðtali á RÚV í morgun. Í viðtalinu var Þorbjörn að útskýra það hvers vegna fjölmiðlaumræðan hefur verið svo óvægin og nærgöngul gagnvart Ólafi F. Magnússyni sem raun ber vitni. Hann var spurður um ástæður þess að fjölmiðlar hafa að undanförnu farið með dylgjur um einkalíf fráfarandi borgarstjóra og taldi hann helst að um væri að kenna æsingi og samkeppni við bloggheiminn. Shocking

Ég fór að rifja upp hvar ég hefði fyrst heyrt eða séð dylgjur um einkalíf fráfarandi borgarstjóra. Það var í Kastljóss viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir nokkrum dögum. Um svipað leyti rakst ég á klausu í einhverju dagblaðanna. Ég hef ekki séð orð um þetta á blogginu.

Mér virðast velflestir bloggarar vera ábyrgir í sínum skrifum. Þorbjörn Broddason er háskólakennari í fjölmiðlafræðum, og það er alvarlegt mál ef slíkur maður setur fram hleypidóma af þessu tagi um tiltekinn hóp fólks sem á það eitt sameiginlegt að halda úti bloggsíðum.

Það verður hver og einn að vera ábyrgur orða sinna - það á við um Þorbjörn Broddason ekkert síður en bloggarana og fjölmiðlafólkið. Þá er það aumur málflutningur að gera bloggheiminn ábyrgan fyrir slælegum vinnubrögð ríkisfjölmiðlanna og rótgróinna dagblaða. 

dagblöð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir orð þín. Ég hafði ekkert talað um mein djamm Ólafs, bara séð myndir af honum á netinu held ég þar sem hann var einhversstaðar með Kobba Frí um verslunarm.helgi, og þótt mér það ekkert skrítið. Svo þegar allt var að springa var byrjað að tala um þetta á Ruv og svo fleiri miðlum, mér fannst fullkomlega rétt hjá Hönnu Birnu að ræða ekki Gróusögur, þó svo að sumir hér á blogginu álíti það vera staðfstingu á því að eitthvað ljótt hafi átt sér stað.  Ég hef mikið fylgst með bloggi síðustu 3 vikur vegna rúmlegu, svo ég held að ég hefði rekist á sögur af Ólafi ef þær hefðu verið hjá bloggurum.  Takk fyrir pistil og kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Himmalingur

Ég kom af fjöllum! Heyrði þetta fyrst einmitt hjá komandi borgarstjóra: Hönnu Birnu! Ótti er kominn í stjórnmálamenn, þar sem tilkoma bloggsins gerir þeim erfiðara fyrir að þagga niður í fólki! Þeir gera sér einnig grein fyrir að máttur bloggsins er þó nokkur! Það er að sjálfsögðu fullt af miður góðu á blogginu, enn það góða er yfirgnæfandi! Kveðja til þín Ólína!

Himmalingur, 18.8.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Sævar Helgason

"Bloggarar eru ábyrgðarlaust fólk"  segir Þorbjörn Broddason , fjölmiðlafræðingur.   Er svona umsögn ekki í eðli sínu , dylgjur - Gróusaga ? Óábyrgt ,  um grandvart og heiðvirt fólk sem í þúsunda tali er að tjá álit sitt og skoðanir á hinum ýmsu málum mannlífsins.  Það er hrein undantekning verði ég þess var að einhver dylgjuuppspretta (ur) séu hér á bloggsíðum.  Hinsvegar er orðin gífurleg breyting á upplýsingaflæði og fréttum til almennings frá því Moggi gamli réð því nánast einn á hverju fólkið væri matað- þar helgaði tilgangurinn  æði of meðalið....    Sumir sakna þessara tíma..  Jafnvel fylgi við stóra stjórnmálaflokka- dvínar svo um munar...

Sævar Helgason, 18.8.2008 kl. 13:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hilmar, er það réttilega orðað hjá þér að segjast fyrst hafa heyrt þetta hjá Hönnu Birnu? var það ekki spyrillinn sem kom með þennan vinkil og hún varðist svara, eðlilega.  Er alls ekki að taka upp hanskann fyrir hana, en Gróa eflist á svona smá mismælum.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Moldin fýkur í logninu, þegar fjölmiðlafræðingar eru orðnir meira krassandi en fjölmiðlar.

Manni verður ósjálfrátt hugsað til afbrotafræðinga.....

Júlíus Valsson, 18.8.2008 kl. 14:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg heyrði þetta fyrst í Kastljósinu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson nefndi þetta 13.ágúst  sem möguleika, þe. "að ákveðnar sögusagnir gengju  í þjóðfélaginu" varðandi Ólaf utan vinnutíma  og vitnaði í Fréttablaðið.  Sagði möguleika á að Sjöllum líkaði það ekki.  Eg vissi ekki hvað maðurinn var að fara.  Varð mjög hissa að hann skildi nefna þetta. 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365742/1

En með Þorbjörn... þá er hann bara af gamla skólanum og skilur ekki netið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sammála þér Ólína  Þorbjörn er frábær  maður enn held að hann hafi mismælt sig eitthvað þarna

Gylfi Björgvinsson, 18.8.2008 kl. 14:37

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sögusagnir hafa oft á tíðum valdið skaða.  Í fljótu bragði, þá man ég eftir einhverjum;

1. Lík átti að hafa fundist í peningaskáp í Norræna húsinu og ákveðnum nafngreindum starfsmanni þar kennt um að hafa myrt viðkomandi....o.s.frv.  (Var uppspuni.)

2. Barn ákveðinnar konu átti að hafa skorist illa í Hafnarfirðinum á viðkvæmum stað, móðirin hljóp með barnið út í bíl til að keyra því á Slysavarðstofuna og bakkaði yfir eldra barn sem var að leik fyrir aftan bílinn á innkeyrslunni.....o.s.frv.  (Var uppspuni.) 

3. Sögusagnirnar vegna Geirfinnsmálsins voru óendanlega margar.  (Flestar uppspuni.)

Svo man ég nú ekki eftir fleirum í bili, en þessar voru til þess að reyna að eyðileggja t.d., mannorð annarra af hreinum kvikindisskap.  (Practical joke).

Þorbjörn þyrfti að nefna nokkur dæmi um þessar sögusagnir frá bloggurum til að halda virðingu sinni, að hann sjálfur sé ekki að koma af stað slíkum sögusögnum til að skemma "mannorð" bloggara.

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð<

Sigurbjörn Friðriksson, 18.8.2008 kl. 15:15

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heyrði þetta fyrst í sjónvarpsviðtali við Hönnu Birnu!

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:20

10 Smámynd: Himmalingur

Ásdís Sig: Takk fyrir að leiðrétta mig! (Heyrði fyrst af þessu í Kastljósi þar sem komandi borgarstjóri Hanna Birna) Þannig átti þetta að vera! Sorry!

Himmalingur, 18.8.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fréttamenn hafa verið miklu virkari í því að grafa upp óhróður um menn heldur en bloggarar, mér finnst bloggarar alls ekki setja gróusögur af stað. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 15:31

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er líka hissa á þessu með hann Þorbjörn Broddason!

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:06

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég nenni ekki lengur að pirra mig á "menningarvitum" og "akademískum" borgurum sem geta ekki bloggað á almenninum bloggsvæðum vegna nálægðar við ótýndan pöbulinn.

Merkilegt hvað þessi vísi maður hann Þorbjörn Broddason gerir sig sekan um alhæfingar og fordóma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 16:08

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nákvæmlega Ólína.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.8.2008 kl. 17:23

15 Smámynd: Ragnheiður

Ég er mikið á þvælingi um hin ýmsu bloggsvæði og hafði aldrei lesið stafkrók um meint útståelsi fráfarandi borgarstjóra neins staðar. Sá þetta svo í Kastljósi, í viðtali við Hönnu Birnu.

Það passar ekki að klína þessu á bloggara enda er svo heldur ekki hægt að setja ALLA bloggara undir sama hatt einungis vegna þess að þeir eiga þennan (oft eina) vinkil sameiginlega að halda úti síðu.

Það er ódýr lausn

Ragnheiður , 18.8.2008 kl. 17:39

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála Ólínu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.8.2008 kl. 18:23

17 Smámynd: Loopman

Miðað við kynni mín af Þorbirni þá held ég að hann hafi eitthvað hlaupið á sig þarna. Og miðað við mína þekkingu á fjölmiðlum og þá bloggi sérstaklega þá veit ég að úti í hinum stóra heimi hefur blogg engin áhrif á fréttir eða pólitík. En hér á landi getur það haf einhver áhrif. Það má ekki gleyma að við lifum í samfélagi þar sem allir þekkja alla og bloggið er sérstaklega slæmur miðill hvða það varðar. Samt ekki það slæmt. En óregla Ólafs F, well... ég er ekki aðdáandi hans, og er í raun mikið á móti honum, en um þessa óreglu og sögusagnir hef ég ekki heyrt áður.

Og ef maðurinn kýs að drekka ofan í lyfin sín, hvers vegna í ósköpunum má hann það ekki. Það er í eðli pólitíkusa að vera sí fullir og gera skandala, því hér á landi þurfa þeir ekki að taka ábyrgð. Brot í opinberu starfi, sem leiða til fangelsisdóma eru leiðréttir með pennastriki ráðherra og menn eins og Árni Falski Johnsen fá að leika lausum hala.  Bemrúdaskál, skattsvik, skinkusmygl, meiðyrði, almennur fyllibyttu skapur og kókaín neysla hef ég allt séð hjá þingmönnum á síðustu árum. Kannksi er annar standar í borgarstjórn. Svokölluð teprupólitík. :)

Loopman, 18.8.2008 kl. 18:41

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hversu mikin eða lítin þátt bloggarar eiga í sögusögnum um óreglu Ólafs nú, eða kannski engan, þá skulum við nú ekki vera með neina tæpitungu um að margur þeirra er ekki barnanna bestur svo ekki sé nú meira sagt!Svo man ég ekki betur en þú og fleiri Ólína, hafið einmitt gagnrýnt óvægna umræðu m.a. á blogginu um veikindi þessa sama Ólafs í aðdraganda þess að hann snéri aftur og myndaði meirihlutan með D!Þorbjörn gæti sem best hafa haft það í huga án þess þó ég viti neitt um það, segi ekkert meir um það heldur vþí ég heyrði ekki viðtalið.

En orð nafnleysingja hér að ofan um hvort það væri ekki viðkomandi einkamál ef hann vildi drekka vín ofan í lyfin sín, þá er svarið að sjálfsögðu neitandi er í hlut opinber ráðamaður, Borgarstjórinn í Reykjavík!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 23:54

19 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Magnús Geir. Sú óvægna umræða sem þú vísar til um heilsufar Ólafs F. og sem ég gagnrýndi, hún upphófst í Ríkissjónvarpinu,  nánar til tekið í Spaugstofuþætti.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.8.2008 kl. 10:57

20 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Fjölmiðlafræðingar hafa sérkennilegt viðhorf til bloggs. Mér hefur aldrei fundist Þorbjörn Broddason skilja blogg og bloggara. Hann er á móti þeim vegna vanþekkingar sinnar og lætur sér nægja að alhæfa.

Guðbjörg H Kolbeins bloggar og sparar ekki skotin á stundum, en gefur ekki kost á andsvörum eða athugasemdum, sérstaklega eftir að hún varð fyrir gagnrýni eftir umdeildar færslur. 

Þetta rýrir trúverðugleika þeirra beggja.

Gísli Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 13:11

21 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ómerkilegt slúður á ekki heima í Kastljósi punktur.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.8.2008 kl. 19:10

22 identicon

Hvaða déskotans þvæla er þetta hjá Gísla?  Þó svo að einhverjir einstaklingar sem blogga og loka fyrir athugasemdum, hvernig rýrir þetta trúverðuleika þeirra?  Það er fullt af bloggurum sem ekki leyfa athugasemdir og þeir eru ekki minni menn (eða konur) fyrir vikið.  Jónas Kristjánsson gerir þetta, Björn Bjarnason o.fl.  Ef maður vill svara þessu fólki þá hefur maður eigin bloggsíðu til þess arna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:51

23 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er eitt að gagnrýna, annað að fara með dylgjur. Ég hef séð ýmsa harða gagnrýni á Ólaf F. Magnússon hér á blogginu og víðar - en dylgjurnar hef ég bara fundið í hinum "virtari" fjölmiðlum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.8.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband