Í lagi að berja börn?

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur kveðið upp úr um að "varhugavert" sé að slá því föstu "að það falli ætíð undir það að vera yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi" að flengja börn. Að vísu telur dómurinn það "óheppilegt og óæskilegt" að flengja börn, en samt ... móðir barnann var viðstödd flenginguna og gerði ekki athugasemd við hana. Þá er allt í lagi ... eða hvað?  Angry

Hvernig VOGAR þessi héraðsdómari sér að úrskurða í dómsorði að það sé ekki yfirgangur, ruddaskapur eða ósiðlegt athæfi að beita börn líkamlegu ofbeldi? 

Í sama máli kemur fram að viðkomandi maður flengdi konuna sína í kynlífsleik, og neitaði að hætta þegar hún bað hann um það. Hún kærði það - en leyfði manninum samt að flengja börnin sín. Varla hefur það þó verið með þeirra samþykki.

Þessi héraðsdómari er blindur. Hann er haldinn þeirri ranghugmynd að það sé í lagi að berja börn bara ef tvær fullorðnar manneskjur koma sér saman um það.

Það er ekki í lagi að berja mann úti á götu. Skiptir engu hversu margir koma sér saman um að gera það. Hvers vegna  ætti þá að vera í lagi að berja barn inni á heimili?

Þetta dómsorð er hneyksli. Það liggur við að mér finnist það varða við lög - barnaverndarlög.

 


mbl.is Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst þetta varða við barnaverndarlög. Má ekki grafa upp nafnið á dómaranum og kæra hann? Eða í það minsta flengja hann.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já það hlýtur að mega flengja dómarann ef að við horfum nokkur á það, ja eða allavega einhver fullorðinn í það minnsta. Svo getur maður spurt, er það furða að maðurinn hafi varið sig með því að ofbeldið gegn konu sinni hafi nú bara verið heimilisofbeldi, þarna í vor.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.8.2008 kl. 21:48

3 identicon

það er ekkert vit í að flengja börn og hefst ekkert upp úr því. Hitt er annað mál að ýta við, eða toga í, og svo fr. getur verið jafn slæmt. Veit samt ekki hvort að hægt sé að koma lögum yfir þessa hluti.

Mér finnst ekki rétt samt að vera að hafa nöfn dómara í flimtingum eins og hér er lagt til. Við ættum ekki að gleyma því að ýmislegt fl. kemur til heldur en lögin. Hefðir skipta líka miklu máli, og ríkjandi siðræn lögmál í samfélaginu. Erum við ekki hugsanlega að gera okkur upp þær hugmyndir að hér sé ráðandi annað siðferði heldur en er raunin?

En þessi maður í umræddu máli þykir mér nú að þyrfti líklega að fá einhverja aðstoð þar sem að barsmíðarnar virðast vera áhugamál hjá honum. Ekki eitthvað sem hann framkvæmir af því að honum fynnist hann verða að gera það. 

sandkassi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki finnast mér þetta góðar gjörðir, að flengja fjölskyldumeðlimi, ætli kallinn hafi viljað láta berja sig líka.??  ótrúlegt mál. Góða helgi Techy  Heart Beat Heart Beat  Heart Beat

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í barnalögunum stendur að það sé algjörlega bannað að beita börn líkamlegum refsingum.  Fyrir utan að þetta er brot á barnaverndarlögum líka.

Merkilegt að háttvirtur dómari hafi ekki kynnt sér barnalögin.

En dómarar eru kannski ekki að eyða tíma í að kynna sér lög sem varða réttindindi barna.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 23:07

6 identicon

Spurningin er ekki hvað stendur í lögunum heldur hvort lög eigi við í þessu máli. Það er túlkunaratriði. Mér þykja þetta skrýtin skilaboð en hef ekki lesið dóminn til þess að átta mig á málinu.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

14. ágúst 2008, S-126/2008, Héraðsdómur Norðurlands eystra, Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari. Sýknað af ákæru fyrir kynferðisbrot, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum.

http://www.domstolar.is/nordurlandeystra

Þorsteinn Briem, 16.8.2008 kl. 02:08

8 identicon

já, las stóran hluta af þessu. Það er nú eitthvað undarlegt við þessa afgreiðslu. Ég myndi nú ætla að Barnaverndaryfirvöld á staðnum ættu að taka þetta mál alvarlega fyrir. Þetta hljómar ekki vel.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:14

9 Smámynd: Katrín

Í alvöru talað: er það nú ekki orðið að misnotkun dómstólakerfisins  að leita hefnda með kærum sem þessum.  Mér finnst sem þessi kæra  hafi orðið til í einu atriði í ameríska veruleikafirrta þættinum Boston Legal og lögræðingur þessa dæmalausa pars hafi einmitt verið Danny Crane

Katrín, 16.8.2008 kl. 10:05

10 identicon

ég held að þetta sé nú úr lausu lofti Katrín. Persónulega hef ég heilmikið að athuga við þessi skötuhjú eftir að hafa lesið þetta. Mér þykir vont að vita af þessum drengjum búandi við svo undarlegt heimilishald eins og hér er lýst.

Drengirnir látnir fara úr fötunum, síðan flengdir eftir einhverjum kúnstarinnar reglum síðan dregið fram eitthvað smyrsl.

Hvaða andskotans viðbjóður er þetta eiginlega? Eru yfirvöld á þessu krummaskuði ekki virk eða hvað.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 12:04

11 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Spurningar og svör.

1. Hvað gera svona dómarar heima hjá sér? Svar: Það sama.

2. Geta forráðamenn selt börn sín til almennar flengingar og annara kynlýfsathafna samk. dóminum? Svar: Já 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 12:23

12 Smámynd: Katrín

Já Gunnar auðvitað er þetta úr lausu loftið gripið enda ætlunin.  Dómarinn er bundinn af lögum og getur ekki leyft sé að dæma eftir tilfinningum sínum.  Hver veit hvað fór fram í huga hans þegar hann sat undir málflutninginum?  Enginn enda á það ekki að sjást.

Flengingar  þurfa ekki að vera : ,,yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi" og ég trúi því að margir af minni kynslóð kannist við að hafa upplifað eina eða tvær flengingar í æsku.  Eitt sinn tók ég túkall úr veski móður minnar þrátt fyrir að vita að slíkt kallaðist þjófnaður.  Faðir minn flengdi mig og ekki vegna þess að hann væri með yfirgang eða til að sýna ruddalegt eða ósiðlegt athæfi.   Tilgangurinn var að fá mig til að skilja að þjófnaður væri ósiðlegt og ruddalegt ahæfi.  Þess vegna tek ég undir dómaranum að flengingar þurfa ekki alltaf að að það falli ætíð undir það að vera yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi" að flengja börn.

Hins vegar er nokkuð ljóst að par þetta er virðist ekki hafa siðferðiskennd af háu stigi og ljóst að vakandi barnaverndaryfirvöld hljóta að taka þau til eftirlits og athugunnar.   Þá má segja að þekking sú sem þetta óþokkapar hefur náð sér úr amerískum lagaþáttum og öðru sjónvarpsrusli hefur skilað sér

Þeir sem lesa það úr dómnum að það sé í lagi að berja börn í tíma og ótíma, hægt sé að selja brön sín til flengingar og annarra kynlífsathafna,  og að dómari sem sér verkuleikann eins og hann er en ekki eins og hann vill hafa hann, sé ofbeldismaður heima hjá sér, hafa látið tilfinningar sínar hlaupa með sér í gönur.

Anda inn, anda út og skoða svo málið betur. Það getur verið gott að prófa ,,inniskó" annarra í nokkurn tíma áður en dómar eru felldir.

Katrín, 16.8.2008 kl. 13:21

13 identicon

ok, ég er alveg sammála þér í öllu Katrín. Bölvið og ragnið í mér var nú ekki til þín, heldur bölvaði ég veggjunum í kringum mig. Og svo ég biðjist afsökunar á orðinu "krummaskuð". Þá var það ósmekklegt.

Ég er svo sammála þér með það að ábyrgðin liggur hjá þeim báðum og vona ég svo sannarlega að Barnaverndaryfirvöld fari yfir málið.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:22

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

B a r n a v e r n d a r hvað Gunnar?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.8.2008 kl. 16:04

15 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég sé ekki betur en að barnaverndaryfirvöld hafi þarna árangurslaust reynt að vekja athygli á þessu. Málið er kært til lögreglu og skv. barnaverndarlögum er slíkt tilkynningarskylt til lögreglu.  Allar líkur benda til þess að viðkomandi barnaverndarnefnd hafi staðið á bak við kæruna til lögreglu. 

Niðurstaða dómara er hins vegar önnur- þessi fáránlega niðurstaða að það sé ekki endilega ruddalegt eða særandi athæfi að flengja börn. 

Dómskerfið og barnaverndaryfirvöld eru ekki alltaf sammála um hvað telst óheppilegt börnum. Og hér sem annars staðar dugar ekki að deila við dómarann.

Nema saksóknari ákveði að áfrýja til hæstaréttar.

Guðrún Jónsdóttir, 16.8.2008 kl. 16:08

16 identicon

Högni, hvað áttu við? Þótt ákærði hafi hlotið sýknudóm, þá fæ ég ekki séð að það fríi frúnna undan frekari athugun

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:19

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er alveg sammál þér Gunnar, en þú mátt ekki vanmeta barnarverndarnefdir, þær eru fæstar brúklegar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.8.2008 kl. 16:29

18 identicon

já líklega þarf ansi mikið alvarlegri mál til þess að þær beiti sér heldur en þetta. Eftir að lesa dóminn þá kemur skýrt fram hvað eftir annað að konan hefur rangt við. Framburður hennar stangast fullllkomnlega á við framburð drengjanna, föður drengjanna. Þá ber samtölum hennar við föður drengjanna ekki saman við framburð hennar fyrir rétti. Hún hefur semsagt séð ástæðu til þess að sýna föður drengjanna sannsögli um hag drengjanna.

"Gegn neitun ákærða verður heldur ekki lagt til grundvallar að hann hafi flengt þá í einrúmi, enda fær það ekki stoð í framburði drengjanna"

Málið er að mínu mati illa unnið af ákæruvaldinu. Ótrúlegt er með öllu að konan skuli ekki hafa verið ákærð.

"Í þessu máli liggur ekkert mat fyrir á því að refsing sem ákærði beitti drengina með samþykki móðurinnar og að henni viðstaddri hafi verið til þess fallin að skaða þá andlega eða líkamlega."

Ekki hefur semsagt þótt ástæða af hálfu ákæruvaldsins að kalla til álit sérfræðings. Samt er hér brotið á drengjunum á ýmsan máta. Ekki hvað síst þykir mér ósannsögli móður við föður drengjanna mjög ámælisverð.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:51

19 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hvað er að?  Kannski er dómarinn menntaður í Stóra Bretlandi.  Þar var fyrir nokkrum árum samþykkt að KENNARAR mættu beita nemendur sína, UNDIR ÁKVEÐNUM ALDRI, líkamlegum refsingum.  Þar tíðkaðist mest; högg (eitt eða fleiri) á fingurna með reglustiku og flenging með reyrpriki, á rassinn, ýmist með buxurnar uppi eða stundum með buxurnar niðri. 

Ég var nokkrum sinnum vitni að því sjálfur, að bæði í Danmörku og í Englandi, þá gengu mæður í skrokk á 5 - 10 ára börnum sínum og það úti í búð, án þess að nokkur nærstaddur kæmi viðkomandi barni til hjálpar í það og það skiptið. 

Eru þetta ekki löndin sem við erum sífellt að miða okkur við?

MINN DÓMUR; Börnin skulu vegin og metin, það er hæð þeirra og þyngd.  Sambýlismaðurinn sem flengdi börnin skal veginn og metinn, það er þyngd hans og hæð.  Síðan skal annar maður, sem er stærri og þyngri (í sama hlutfalli og milli en þessi sambýlismaður flengja þennan mann andskota, móðir barnanna gefa leyfi sitt og horfa á, á meðan.

Dómnum skal fullnægt í viðurvist vitundarvotta, þar á meðar, blaðamaður og ljósmyndari.

Kveðja, Björn bóndi   LMN=

Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 17:02

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Vel kann að vera að foreldrar flengi börn sín í bestu meiningu - margir af minni kynslóð hafa kynnst flengingum í sínu uppeldi. Það breytir því ekki að líkamlegar hirtingar stangast á við barnalögin. Þannig er það nú bara. Skiptir engu hversu oft eða hratt við öndum inn eða út.

Það er alltaf ruddalegt athæfi að berja barn. "Þegar rökin þrjóta taka hnefarnir við" segir máltækið. Foreldrar sem berja börn sín eru annað hvort ráðþrota í uppeldi sínu, eða illa innrætt. Ég veðja á að oftast sé fólk ráðþrota þegar það grípur til líkamlegra refsinga. Það réttlætir ekki aðferðina.

Ég á fimm börn og hef sem uppalandi staðið frammi fyrir ýmsu um mína daga. En hýðinga hef ég aldrei gripið til og vona að það eigi aldrei eftir að henda mig gagnvart barni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.8.2008 kl. 17:40

21 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Hér taka menn stórt upp í sig og fullyrða mjög, að óathuguðu máli. Held fólk ætti að kynna sér dóminn, málavöxtu eins og þeir koma þar fyrir og rökstuðning dómarans. (http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800126&Domur=6&type=1&Serial=1&Words=) 

Framburður móður og drengjanna ber ekki saman, ef eitthvað þá styður framburður þeirra framburð húðstrýkjandans. Og dómarinn segir lögin ekki leggja blátt bann við því að börn séu beitt refsingum og líkalegar refsingar séu ekki þar undanskildar, nema ef börn dvelji á heimili eða stofnun. Þar er bannað að beita þau andlegri eða líkalegri hirtingu. 

Og í dómnum segir einnig: "Hversu óviðurkvæmilegt sem það kann að virðast nú á tímum að flengja börn fyrir óþægð þykir ekki verða kveðið á um það hér að það varði refsingu, ef uppalandi barns tekur á því ábyrgð með samþykki sínu og nærveru . . ."

Og síðar: "Þótt það sé skoðun dómara að það sé óheppilegt og óæskilegt að flengja börn, . . ."

Nú tek ég fram, að ég þekki þetta mál ekkert nema af lestri dómsins - enda búsettur í útlöndum. En blogg þetta og athugasemdir urðu til þess að ég las dóminn. Rann þá í ég veit ekki hvaða milljónasta sinn, að hér á blogginu láta menn vaða á súðum, dæma menn og málefni út og suður, norður eða niður án þess að skoða málin aðeins áður en vaðið er fram á ritvöllinn. Þetta er ljóður á okkur Íslendingum, finnst mér.

Ekki ætla ég að taka neina afstöðu með eða móti niðurstöðunni. Það var hlutverk dómarans og síðar Hæstaréttar, skjóti ríkissaksóknari því þangað.

Ágúst Ásgeirsson, 16.8.2008 kl. 18:34

22 identicon

Þetta er bara ekki svona einfalt Ágúst. Hér er svo sem ekki verið að fella dóma, en fyrir mér vekur dómurinn upp fleiri spurningar en svör.

Er það þín skoðun að störf dómara og saksóknara séu hafin yfir umfjöllun?

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 19:08

23 Smámynd: Katrín

Gunnar þú þarft ekki mín vegna að biðjast afsökunar á notkuninni  á orðinu krummaskuð.  Þau eru mörg hér á landi

Katrín, 16.8.2008 kl. 19:57

24 identicon

Þennan texta las ég fyrr í dag. Hvað varðar fullyrðingu um óathugað mál. Það einfaldlega liggja ekki fyrir gögn sem styðja ákæruna eins og hún var sett fram af ákæruvaldinu.

Það sem mér þykir alvarlegast í málinu er að föður drengjanna er ekki skýrt satt og rétt frá aðstæðum þeim er synir hans búa við. Það er algjört brot á örrygi drengjanna.

Ég skoða þetta mál út frá því að lesa dóminn. Ég hef enga ástæðu til þess að ætla að kringumstæður þær sem dómurinn er byggður á séu ekki tilgreindar.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:02

25 identicon

já já, lífið er krummaskuð

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:03

26 Smámynd: Katrín

  ,,Af hálfu C, kennitala 000000-0000, er krafist bóta að fjárhæð kr. 1.399.000 auk vaxta samkvæmt 8., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 4. júlí 2007 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa er kynnt ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.“

 C er móðirin og sú sem var flengd í kynlífsleiknum.  Athygli vakti að fyrir hönd barnanna A  og B var ekki gerð bótakrafa.  Sætir það enn undrun að mér þyki þessi málarekstur undarlegur..?.

Góð 

Katrín, 16.8.2008 kl. 20:03

27 identicon

nei þetta er einmitt eitt af því sem truflar mig við málið, alveg sammála Katrín.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:09

28 Smámynd: Katrín

góða helgi...átti að standa þarna

Katrín, 16.8.2008 kl. 20:10

29 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Katrín;  kemur með athyglisverða punkta..... 

Hmmm.  Móðirin missti atvinnuna vegna þess að hún var rassskellt af manni í kynlífsleik sem hún tók þátt í sjálfviljug og fékk þunglyndis- og kvíðaköst.  Hún bjó ekki með þessum manni, heldur bauð hún honum heim - ef ég skil rétt.  Hún var vitni að rassskellingum drengjanna sem voru með hennar vilja?!

Móðirin gerir "kinki" Masco Sado sex og kennir manninum, sem hún bauð heim aftur og aftur, um kvíða og þunglyndisköst og atvinnumissi og fer fram á skaðabætur uppá kr.1,399þús plús vexti og verðtryggingu.  Mig minnir að þetta heiti í amerísku réttarfari "compensation shark".  Það hefur komið fyrir að stelpur hér á landi hafi logið upp nauðgun til að fá sér dæmdar bætur, sem ríkið verður að punga út ef hinn sakfelldi getur ekki borgað (nýlegt dæmi um stelpu sem kærði nauðgun, en kunningi hafði tekið myndir af ferlinu á símamyndavél og afsannaði glæpinn).

Ljótt mál sem verður ljótara því meir sem ég hugsa um það.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 21:30

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leyfði mér að linka á þessa færslu Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 22:12

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auðvitað er rangt að berja börn!....um það þarf ekki að rífast!...ég á föður sem var barinn sundur og saman í sínu uppeldi og hét því að lemja aldrei sín börn!...Hann stóð við það....næstum því, en var samt besti faðir í heimi? Hvernig á að dæma svona?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2008 kl. 00:47

32 identicon

já öll umgjörðin á málinu er bara skrýtin og sjúkleg. Mér þykir þetta mál ekki snúast um rasskellingar sem slikar. Hér er á ferðinni undarlegt heimilishald, undarlegt kynlíf og stórfurðuleg árrátta til þess að beita uppeldisaðferðum á drengi sem eru þarna í heimsókn, sem virðast vera í sama anda og kynlífið.

Síðan er logið að öllum, réttinum og föður drengjanna.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:37

33 identicon

þá ákveður annar gerandinn að kæra hinn þegar að upp kemst um ástandið.

Hinn seki í þessum málsfarsa er ákæruvaldið.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:48

34 Smámynd: Katrín

Mikið er ég sammála þér Gunnar.  Ef einhvern átti að lögsækja þá var það móðir drengjanna.

Katrín, 17.8.2008 kl. 15:29

35 identicon

Frá hvaða plánetu er þessi dómari eiginlega, maður á ekki orð yfir þetta. Þegar ég las þessa frétt í morgun þá varð mér flögurt af viðbjóði því ekki er nóg með að þetta sé rassskelling heldur er eitthvað ógeðslega perralegt við þetta. Mér finnst þetta vera misnotkun á börnum sem karlinn beitir til að svala kynlífsórum sínum. Málið hefði átt að fara í þann farveg og það getur ekki annað verið an að faðirinn áfrí málinu til Hæstaréttar. Ég myndi gera það, alveg á hreinu. Það sem mig grunar er að þetta tengjist frjálshyggju. Þetta er svipað og þegar tveir dómarar Hæstaréttar komu í veg fyrir áframhaldandi nálgunarbann á karlmann sem beitt hafði sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi. Já það mátti ekki skerða frelsi þessa manns. Það virðist vera sem frjálshyggjan sé svo mikilvæg að ekki meigi taka fram fyrir hendurnar á mönnum sem haga sér svona. Ég er þess vegna búinn að fá upp í kok á þessu frjálshyggjukjaftæði, ekkert má banna og allt skal leyfa. Klám, súlustaði, berja konur og núna síðast má bejra börn. Er það þetta sem við viljum, ég efast um það?

Valsól (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:40

36 identicon

Nóg af orðum. Þýstum á Alþingi að gera barnaverndarlög skýrari ef þess er þörf.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband