RÚV gægist á glugga

Sjonvarpidlogo22 Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi voru sýndar þessar fréttamyndir sem teknar voru inn um glugga á borgarstjóraskrifstofunni í Ráðhúsinu nóttina áður. Þar sat miðborgarstjóri á einkafundi með fráfarandi borgarstjóra. Örvænting og örmögnun í loftinu. Stór geispi.

Nú þykist ég vita að Jakob Frímann Magnússon myndi ekki standa geispandi og úfinn frammi fyrir myndavélum ef hann vissi af því að þær væru í gangi. Það myndi enginn gera eða vilja - ekki ég að minnsta kosti. En Jakob Frímann vissi ekkert af þessari myndatöku - ekki heldur Ólafur F. Magnússon. Þessir tveir samverkamenn voru á einkafundi - fjarri augliti fjölmiðla að þeir töldu.

Þetta var óviðeigandi myndataka - og mér leið illa að verða vitni að þessu. Ríkisútvarpið á ekki að leyfa sér að liggja á gluggum og taka myndir af fólki því að óvörum, þar sem það telur sig vera óhult bak við lokaðar dyr.

Gægjuhvötin getur vissulega verið rík stundum og fjölmiðlar forvitnir um það sem gerist "bak við tjöldin". En það er ekki sama hvernig forvitninni er svalað. Fjölmiðill sem er vandur að virðingu sinni hagar sér ekki svona - hversu dramatískt sem augnablikið kann að vera. Allir eiga rétt á því að skýla sér fyrir augliti annarra þegar erfiðir atburðir eru að gerast. Það verður ríkisfjölmiðillinn að virða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þessa færslu Ólína. Þetta er sannarlega vel mælt.

Helga Kristín (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hugsaði nákvæmlega það sama.  Þetta er smekklaust og svona á ekki að eiga sér stað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 11:21

3 identicon

Hvað er þetta?

Þetta voru frábærar fréttamyndir - þær bestu sem maður hefur séð af íslenskum vettvangi langalengi.

Egill (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:30

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk Helga Kristín og Jenný Anna.

En Egill, af hverju voru þetta "frábærar fréttamyndir"? Er það af því að þær sýndu það sem átti að vera hulið? Það er svo margt sem gerist bak við luktar dyr sem almenning varðar ekkert um - og í áfergju sinni kunna fjölmiðlar oft ekki að draga mörkin.

En þarna liggja mörkin að mínu viti. Það er lágmark að fólk viti af því ef verið er að taka upp það sem það gerir eða segir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.8.2008 kl. 12:01

5 identicon

Það hefur aldrei þótt gott að gægjast á glugga hjá fólki. Þessi myndataka og fréttaflutningur var fyrir neðan allar hellur. Fréttastofan ætti að biðjast afsökunar á  svona vinnubrögðum. Gott hjá þér, Ólína, að benda á þetta.

Eiður (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já þetta var ottalegur æsifréttastíll yfir þessu og gjörsamlega út í hött.

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, þetta var hálf vandræðalegt.

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 15:09

8 identicon

æi, verð að viðurkenna að ég hló mig máttlausan, og Gunnar Smári út á gangstétt með hundinn. En þessi mál eru bara orðin svo mikill farsi að maður er hættur að sjá mun á réttu og röngu hugsa ég.

Að alvöru málsins þá er þetta alveg rétt hjá þér Ólína. Mér hefur raunar fundist mjög margt athugavert við framgöngu landans og fjölmiðla í stjórnartíð Ólafs. Ég hef átt mér draum eftir að hafa starfað að geðheilbrigðismálum um það að viðhorf muni breytast og þróast.

Allt fólk á við einhver andleg veikindi að stríða, hvort sem það kýs að leita sér hjálpar eða ekki. Mér hefur fundist vera gerður aðsúgur að Ólafi fyrir það eitt að vera nógu vel upplýstur maður til þess að kannast við veikindi sín og leita hjálpar.

Þetta er í hrópandi mótsögn við allt sem við erum að reyna að gera og byggja upp hérna í þjóðfélaginu.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:35

9 identicon

þetta eru opinberir þjónar í opinberu musteri.  í raun ætti að vera hljóðnemi og myndavél í hverju skoti í þessari byggingu, þannig að húsbændur þessara manna (við, ekki jabúlon eða aðrir baktjaldamenn) getum veitt þeim það aðhald sem þeir greinilega þurfa 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:41

10 identicon

"Gullvagninn" er þessi áhugi þinn á persónunjósnum kannski þess valdandi að sjálfur kemurðu ekki fram undir nafni?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:49

11 identicon

Gunnar - það er misskilningur - ég er andvígur persónunjósnum, mjög svo, ég vil frekar að opinberar stofnanir og þjónar almennings vinni fyrir opnum tjöldum en við almenningur njótum persónufrelsis.

allt tal um "trúnað" og "innmúrun" á upplýsingum eða annað leynimakk opinberra starfsmanna er hins vegar óviðeigandi

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:16

12 identicon

þessu er ég alveg sammála, alltaf gott að geta ræt við menn

sandkassi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:44

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Missti nú af þessu, en þetta er léleg frétt og ekkert annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband