Orðabrigð og laumuspil - vond byrjun hjá Hönnu Birnu

Látum vera þó að meirihlutinn hafi sprungið og nýr myndaður. En framkoma helstu persóna og leikenda í því handriti er í senn yfirgengileg og sorgleg. Það eru ósannindin, hálfsannindin og blekkingar þessa fólks sem valda mér hugarangri og hneykslan.

"Orð skulu standa" er stundum sagt. Við Íslendingar höfum löngum litið svo á að orð og handsöl hafi gildi enda mikilvægt að hægt sé að reiða sig á eitthvað í mannlegum samskiptum.  Ekki síst hefði maður nú haldið að stjórnmálamenn þyrftu að kunna þessa kúnst - og einhvern veginn hélt maður að Íslendingar væru enn það siðvæddir að líta á orðheldni sem dyggð.  En í Borgarstjórn  Reykjavíkur er annað uppi á teningnum. Þar eru orð og yfirlýsingar einskis virði.

Í gær og morgun kepptist Óskar Bergsson við að sannfæra fjölmiðla og borgarfulltrúa minnihlutans um að hann ætti ekki í neinum þreifingum um nýja meirihlutamyndun í borgarstjórn. Hanna Birna hefur margoft lýst því yfir að Sjálfstæðismenn væru heilshugar í samstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon. Flóttaleg framkoma hennar og Vilhjálms Þ. síðustu daga þar sem þau hafa laumast út um brunaútganga til að forðast fjölmiðla hefur ekki beinlínis borið vott um góðan málstað. Þau hafa verið á harðahlaupum undan eigin orðum og gjörðum - svo dapurlegt sem það nú er. Jafnvel sjálfur forsætisráðherrann hefur orðið uppvís að ummælum sem ekki fá staðist nánari skoðun - hann hefur ekki viljað kannast við að neitt væri í gangi.

Og nú hefur samstarfinu - þessu sem gengið var til svo "heilshugar" fyrir skömmu - verið slitið. Nýr meirihluti er orðinn að veruleika, Hanna Birna borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs. Þetta hefur gerst þrátt fyrir nokkurra klukkustunda gamlar yfirlýsingar í allt aðra veru. Já, án þreifinga - án vitneskju formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka mætti orð þessa fólks - sem er auðvitað ekki hægt. Undangengnir atburðir sanna að ekki er ORÐ að marka sem það segir.

Samt er þetta fólkið sem þiggur umboð sitt frá almenningi og á að starfa í hans þágu. Svona starfar það.

Nei, dyggðir á borð við orðheldni, heilindi, drengskap eru augljóslega hverfandi á þessum leikvangi.  Og það er sorglegt að sjá.

Þetta er vond byrjun hjá Hönnu Birnu.


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eina sem ég hugga mig við er að þetta nýja "move" hjá HB rífi afganginn af Reykjavíkurfylgi flokksins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Ragnheiður

Fínn pistill og ég tek undir hvert orð. Nú er það okkar að muna þetta til næstu kosninga.

Ragnheiður , 14.8.2008 kl. 16:39

3 identicon

Þetta er komið út fyrir öll mörk í vitleysunni hjá Sjálfstæðismönnum. Ekkert vit í þessu Ólína og slæm pólitík bara. Ég trúi því einfaldlega ekki að þessi Borgarstjórn muni koma neinu í verk öðru en að útskýra sjálfa sig.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Dunni

Nú getur Lars von Trier tekið sér ferð á hendur til Reykjavíkur og gert þar nýja kvikmynd.  Sú myndi að sjálfsögðu bera nafnið Idiótarnir 2.  Handritið er sjálfskrifað í ráðhúsinu.

Dunni, 14.8.2008 kl. 18:59

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta hefur sannarlega verið erfitt fyrir alla. En er einhver EINN fullkomlega sýnilegur sökudólgur??

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 20:33

6 identicon

Skrifað af innsæi. Þvílíkur farsi...jafnvel harmleikur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:18

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tek undir það að þetta er vond byrjun hjá Hönnu Birnu - ég óttast að hún eigi eftir að gjalda þess.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Góður pistill.

Hanna Birna hefur enga hæfileika til að stjórna borginni.

Hún á eftir að setja allt á annan endan.

Jens Sigurjónsson, 14.8.2008 kl. 22:08

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta verður framhalds saga og tómir erfiðleikar er ég hrædd um, allir búnir að hafa stór orð og skíta mismuandi hátt upp á bak.  Verði þeim að góðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Ólína og ég er þér alveg sammála.  Nú er stóra spurningin.....Fer Marzibil með Óskari???

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:15

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er nákvæmlega sá Ólafur sem Sjálfstæðismenn keyptu og gerþekktu eftir áratuga löng samskipti, sundrungu og samstarf. Jafnvel ástæðan sem þeir gefa fyrir slitunum nú er nákvæmleg sama ástæða og þeir gáfu fyrir viðræðuslitum við Ólaf við upphaf þessa kjörtímabils.

Þeir keyptu hinsvegar Ólaf útúr samstarfi Tjarnarkvartetsins með loforði um borgarstjórastól fram í mars á næsta ári en hlaupa nú frá því. - Það hefur ekkert nýtt gerst sem Sjálfstæðismenn vissu ekki að fólst í gjaldinu sem þeir lofuðu Ólafi fyrir að sprengja Tjarnarkvartetinn, nema þeim býðst nú að kaupa ódýrari háseta á skútuna og sá er keypur til að svíkja samstarfsyfirlýsingu minnihlutans um að enginn þeirra myndi stökkva um borð hjá íhaldinu þegar íhaldið vildi kasta Ólafi.

Þeir lofuðu Ólafi miklum völdum, feitum málefnasamningi og borgarstjórastóli fram í mars 2009. Þeir vissu líka fullkomlega að hann væri ósveigjanlegur umhverfisinni, enda átt ára tuga samstarf og samskipti við hann.

Það þarf enginn að reyna að segja mér að eftir allt sem á undan var gengið hafi Sjálfstæðismenn gert neitt sem gæti gefið Óafi til kynna að samstarfinu væri ógnað fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér nýjan háseta um borð.

Hér er því tvímælalaust á ferð leiksýning með fulltilbúnu handriti.  

Helgi Jóhann Hauksson, 15.8.2008 kl. 04:35

12 identicon

en það er nú alltaf hægt að ná sér í græningja ef í harðbakka slær :)

sandkassi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband