Nú ætti að kjósa í Reykjavík

reykjavik Það er satt að segja undarlegt að ekki skuli vera gert ráð fyrir því í lögum hvernig bregðast skuli við stjórnarkreppu í sveitarstjórn. Lög gera ráð fyrir því að hægt sé að rjúfa þing og boða til kosninga - en sveitarstjórnir eru njörvaðar niður til fjögurra ára hvað sem tautar og raular.

Þessi fáránlega atburðarás í Reykjavík er talandi dæmi um þörfina á því að breyta lögum í þágu lýðræðisins. Nú ætti auðvitað að kjósa aftur í borginni og koma þar á starfhæfum meirihluta sem hefur skýrt umboð. Eins og sakir standa fer lítið fyrir umboði þeirra stjórnmálaafla sem þessa stundina engjast um eins og maðkar í valdaþrónni, meira eða minna rúnir trausti almennings ef marka má skoðanakannanir.

Svo er það málfarið á vitleysunni allri - það er orðið eins og vitleysan sjálf: Hvað er það að "ná ákvörðunum upp úr átakamiðuðu ferli"?? Shocking Og hvenær varð "endastaður" einhver staður? Woundering

Þetta er orðin ein hringavitleysa - bæði atburðarásin og umræðan.


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína það átti að kjósa strax og fyrsta hallarbyltingin átti sér stað, því með frammsókn og !!!! (hvað sem á að kalla það framboð núna) í oddaaðstöðu þá verður enginn söðugleiki í Reykjavík, nema auðvitað Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn kæmu sér saman um að stjórna borginni.

Einar Þór Strand, 14.8.2008 kl. 10:20

2 identicon

Það er til háborinnar skammar hvernig sjálfstæðislfokkurinn hagar sér. Hóraríið á framsóknarflokknum er ekki geðslegt heldur.

Helga Kristín (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hlustaðu á Spegilsviðtal frá í gærkvöldi í tónspilaranum hjá mér merkt: Spegillinn - Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði um möguleika á að efna til nýrra sveitarstjórnarkosninga.

Hann sér ekki að það sé bannað í lögunum en varpar boltanum til umsagnar lögfræðinga.

Grétar óttast að það gæti orðið til þess að menn færu að umgangast þennan möguleika af léttúð - en ég held að það gæti alveg eins orðið til þess að menn færu að umgangast valdið - og kjósendur - af meiri virðingu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér og kommentinu hennar Láru Hönnu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 10:58

5 identicon

það sem er til skammar er þegar stjórnmálaflokkar neita að starfa með öðrum flokki - eins og samfylkingin og vinstri græn hafa gert gagnvart sjálfstæðisflokki - við reykvíkingar eigum heimtingu á að ALLIR flokkarnir sýni ábyrgð og ef flokkarnir bera einhvern vott af virðingu fyrir okkur íbúum í reykjavík þá myndu samfylking, sjálfstæðisflokkur og vinstri græn mynda meirihluta og fara að VINNA Í ÞÁGU BORGARBÚA OG HÆTTA FLOKKA- OG PERSÓNULEGU FRAMAPOTI

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:00

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það ætti að kjósa, þvílík endaleysa.

Ólína, viltu fara inn á síðuna mína og senda áróðurinn áfram?
 

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 12:41

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er arfavont að ekki sé hægt að kjósa

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja enn einn meirihlutinn er staðreynd. Óskar Bergson er kominn til starfa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 14:27

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ja hérna hér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.8.2008 kl. 14:36

10 identicon

Sorglegt ástand í yndislegu borginni okkar.  Við eigum betra skilið en svona fíflagang.

...désú (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:39

11 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvaldið ofar manngildinu ,er það ekki slagorð Framsóknar núna ?  Eina málið í þessum hráskinnaleik er orkumálin.  Nú verður Bitruvirkjun sett inn með hraði og Helguvíkurálveri tryggð orka frá Hellisheiði. Ólafur F. fv borgarstjóri var þar í vegi.  Nú er Óskar Bergson 3. maður á lista Framsóknar í Reykjavík, aflið sem þurfti... Er fylgi Framsóknar í Reykjavk ekki um 2,1 % samkv. skoðanakönnun?

Fólkið í Borginni skiptir þessa menn nákvæmlega engu máli- þetta snýst allt um peninga- að hámarka gróða - hinna verðugu... 

Ekki vex vegur og virðing Hönnu Birnu  Kristjánsdóttur við þetta spil.

Gísli Marteinn hefur vitað hvað til stóð og hann beðinn um að fara úr sviðsljósinu til að geta komið inn sem hreinn sveinn- í næstu kosningar-- allt úthugsað og skipulagt.. 

Sævar Helgason, 14.8.2008 kl. 14:53

12 Smámynd: Georg Birgisson

Hvað svo sem hverjum finnst um það þá er það einfaldlega ekki valkostur í stöðunni að kjósa aftur í Reykajvík. Sveitastjórnarlögin gefa ekki kost á því að kosið sé innan kjörtímabila. Sambærileg staða hefur áður komið upp í öðrum sveitafélögum og aukakostningar hafa ekki komið til greina.

Georg Birgisson, 14.8.2008 kl. 15:13

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Ólína! Það á ekki að bjóða okkur uppá svona rugl. Kosningar strax!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 16:17

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvort þeir stjórnmálamenn sem hafa ekki trúnaðartraust kjósenda séu tilbúnir í kosningar. Sennilega ekki. En það eru kjósendur sem eiga síðasta orðið, hverjum þeir treysta best.

Annars er einkennileg sú staða að nú er áþekkur fjöldi íbúa bak við hvern borgarfulltrúa og Reykvíkignar voru fyrir öld þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á með 15 borgarfulltrúum! Nú er þetta fullt starf og sumir axla tæplega þessa byrði. Er þar ekki skýringuna að finna hversu andrúmsloftið er rafmagnað enda mjög torvelt að manna allar nefnir og ráð með aðalmönnum. Þarna er arfur frá Davíð Oddssyni, honum hentaði þetta fyrirkomulag. hann fækkaði borgarfulltrúum aftur því fyrirkomulag með fleiri fulltrúum hentaði frekjunni ekki.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2008 kl. 16:59

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mig langar til að kjósa núna. Hver vill fá enn eina stjórnina með svo lítið fylgi sem þessi hefur, aðeins 25%.

Marta B Helgadóttir, 14.8.2008 kl. 18:16

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lögin eru meingölluð þarna sem og svo víða annarsstaðar, og leyfa ekki að kosið sé nú.

Mér þykir hins vegar að það sé merki um nauðsyn þess að kjósa nú, að ekkert hefur heyrst í borgaróstjórnarfólki um þessa staðreynd...annað en að benda á hana.

Enginn faglegur metnaður ( ég blæs á það að það sé réttur þessa fólks að rugla áfram á okkar kostnað, eins og Einar K. Guðfinnsson heldur fram í pistli á þessu bloggi), engin siðferðis- eða ábyrgðarkennd hefur fengið eina manneskju í borgaróstjórninni til að viðurkenna það að þessi lög eru tímaskekkja og í raun aðför að lýðræðinu.

Enginn atvinnurekandi myndi sætta sig við svona vinnubrögð, við þurfum að geta minnt þetta lið á það að þau eru að vinna fyrir okkur, ekki flokkana. Enda eru flokkarnir allir sem einn, innanbúðarerjur, rýtingar, eiturtennur og endalaus hringekja sjálfhverfunnar.

Haraldur Davíðsson, 14.8.2008 kl. 22:00

17 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta ætti að vera annað hvort í tveimur atrennum: einusinni til að finna hvaða fylgi flokkarnir hafa, svo aftur til að finna hvejir eiga að vera í stjórn.

Eða, og persónulega finnst mér þessi hugmynd betri: kjósa inn fólk óháð listum.  Permanent.  Það sleppur ekki nema það deyi.  Sá sem fær frlest atkvæði verður borgarstjóri, næstu X margir í röðinni eru þá borgarstjórnin.

Flokkarnir eru fyrir, að öllu leiti. 

Ásgrímur Hartmannsson, 14.8.2008 kl. 23:46

18 Smámynd: Marinó Már Marinósson

En þá spyr ég;  hver á að ákveða þegar það á að kjósa upp á nýtt? 

Yrði ekki hætta á að menn myndu misnota réttinn og sprengja meirihluta þegar skoðanakannanir gæfu til kynna að nú væri tækifæri að ná fram betri úrslitum?  En sjálfsagt má endurskoða lögin en þá verður það að vera fyrir fólkið í landinu en ekki flokkanna.

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 01:40

19 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Í þinginu er þessi möguleiki alltaf opinn, þ.e. að rjúfa þing og efna til kosninga ef stjórnarkreppa myndast. Það er ekki nema eðlilegt að sami möguleiki sé opinn í sveitarstjórnum líka. Það hljóta allir að sjá hverslags hringavitleysa þetta er orðin í Reykjavík.

Þetta er eiginlega neyðarástand. Spurning hvort ætti ekki bara að setja bráðabirgðalög til þess að hægt sé að kjósa aftur og endurnýja umboð þessa fólks. Svei mér þá.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.8.2008 kl. 10:48

20 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég held að vandamálið sé dýpra.   Menn og konur eru að persónugera andstæðinganna og geta ekki hugsað sér að vinna saman.   Kannski þurfa allir að setjast niður og hugsa sinn gang þegar raðað er niður á lista í forkosningum .  Svo má spyrja sig afhverju mynduðu ekki bara Sjálfstæðið og Samfylking meirihluta í borginni á sínum tíma?  

Mér finnst t.d. óttaleg óstjórn í mínum heimabæ, Kópavogi, þó svo að Framsókn og Sjálfstæðið hangi saman af gömlum vana.

Ég er ekki að reyna að verja núverandi meirihluta enda finnst mér flest allir borgarfulltrúarnir frekar litlausir í ár.   

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 14:16

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvernig sem við förum að því, þá þurfum við að losna undan því að sitja uppi með óhæft fólk í vinnu hjá okkur.

Þetta er algjörlega út í hött. Hvað varðar þá spurningu hvort menn misnoti möguleikann á endurkosningu, er vert að benda á þann möguleika að umbuna þessu fólki samkvæmt árangri og vinnusemi. Sá möguleiki færi betur þar en t.d. hjá Lögreglunni þótt sú hugmynd hafi verið viðruð.

Á sama tíma missir fólk allan sinn bónus og áunnin rétt ef það notar þennan möguleika. Þannig t.d. mætti sporna gegn misnotkun.

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband