Ísbjarnarævintýri á Hornströndum

Svo vorum það VIÐ - gönguhópurinn minn - sem gerðum allt vitlaust með því að reka augun í tvo hvíta depla yfir Hvannadalsvatni í Hælavík þar sem við stóðum efst í Skálakambi á laugardag. Sáum þessa tvo sakleysislegu depla, eins og tvo snjóskafla, skoðuðum þá í kíki og spekúleruðum hvað þetta væru sérstakir skaflar, næstum því eins og sofandi ísbirnir. Whistling

Svo gengum við á Hælavíkurbjarg, eyddum deginum í rólegheitum þar og hugsuðum ekkert um þetta meir. Þegar við komum sömu leið til baka - sjö tímum síðar - voru deplarnir HORFNIR Crying ....

Já, ég er sumsé komin af Hornströndum - heil á húfi en steinuppgefin eftir fjögurra daga viðburðaríka reisu. Skrifa meira um hana og ísbjarnaævintýrið á morgun.  Þá fáið þið söguna alla: "Straight from the horse's mouth". Cool

Svo mikið er víst að það sem við sáum voru engar álftir eða mávager. Ónei. Og "missýn" var þetta ekki heldur, þó svo það sé haft eftir lögreglunni. Við vorum fjórtán manneskjur sem sáum þetta, og virtum það vel fyrir okkur í sjónauka. En ... meira um þetta á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Trúi þér bara vel...........og er viss um að stelpurnar fyrir norðan sáu hvítabjörn. Aðra þeirra þekki ég og hún hefði aldrei sagt þetta nema vera viss...

Hólmdís Hjartardóttir, 22.7.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gilluðið þið í ferðinni

Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Ólína mín.  Ég trúi þér líka.  Hlakka til að heyra framhald sögunnar.  M.a.o. er með kveðju til þín frá vinum okkar sem voru hér í heimsókn um daginn, Kristjáni Guðmundssyni og konu hans Elsu Bald.  Þau eru æskuvinir okkar Þóris.  Njóttu dagsins sem best.

Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:19

4 identicon

Þegar sjónarvottarnir eru fólk eins og Ólína og síðan Hallfríður og Hrefna, þá fer maður að velta fyrir sér hvort það geti virkilega verið að nú sé löggæslan farin að "leysa málin á sinn hátt"

bóbó (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun áfram.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Voru þetta ekki bara hvítir hrútar?

Sigurður M Grétarsson, 22.7.2008 kl. 11:08

7 identicon

Mig langar til að fá að sjá myndirnar sem þið tókuð af þessum "hvítu". Útilokað annað en að þið hafi haft með ykkur myndavélar, þetta mörg, og einhver hlýtur að hafa smellt af.......eða hvað?

Hörður Ingólfss (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:37

8 Smámynd: Ragnheiður

ó! gott að þið urðuð ekki ísbjarnarsnakk....

Ragnheiður , 22.7.2008 kl. 12:11

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nei Hörður, við tókum ekki myndir. Ástæðan er sú að þegar við vorum að skoða þetta vorum við ekki að hugsa um ísbirni, þó svo að útlínurnar væru þesslegar og einhver gamanyrði hafi fokið þar sem ísbirnir komu við sögu. En ekkert okkar var í alvöru að hugsa um ísbirni sem raunverulegan möguleika - ekki fyrr en við komum til baka og sáum okkur til undrunar að þetta var horfið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.7.2008 kl. 12:13

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ja, þær sögusagnir gengu á Akureyri, þegar ég var þar um daginn, að menn hefðu bara fellt björninn og dysjað hann á staðnum.  Allt til að forðast meiri fjölmiðlaumfjöllun.  Ég veit svo sem ekki hverju á að trúa.

Marinó G. Njálsson, 22.7.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband