Mikilvægt skref

Vonandi halda menn áfram að feta sig hina vandrötuðu slóð til aukins jafnvægis í efnahagslífi þjóðarinnar, samstíga og samábyrgir, eins og þessi fundur fulltrúa ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins gefur vonir um.

Samráð af þessu tagi er hin ábyrga leið - og hún er mun farsælli en upphlaup og yfirlýsingagleði um að stjórnvöld verði að fara að "grípa í taumana" og "gera eitthvað". Það er þetta "eitthvað" sem getur verið svo torráðið stundum - sérstaklega þegar mikið liggur við.

Nú ríður á að allir hlutaðeigandi hjálpist að og leggi gott til mála: Aðilar vinnumarkaðarins, ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan. Þjóðin horfir til þessara aðila einmitt núna.

Einmitt núna er horft til þeirra allra.


mbl.is Ætla að vinna á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður vonar það besta. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fanns eðlilegt að ríkisstjórnin væri róleg á meðan óróleikinn var mestur á gengi og bréfum. En nú þurfa allir að taka kúrsinn og stefna í land. Mbk, G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannst ... :)

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef þeir meina einkvað með þessu en afhverju er þetta ósamræmi má ekki spara á öllum sviðum svo ég spyr því er byrjað að eyða pening í hernaðar kapphlaup.

Ef viðmættum kjósa um hvort við viljum erlenda her hér eða ekki þá er alveg öruggt að meir en meirihlutinn vill þetta ekki. Þetta eina atriði sýnir hvað stjórnin gerir til þess eins að sína að þeir ráða.

Valdimar Samúelsson, 7.5.2008 kl. 08:24

5 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir og orðið fyllilega tímabært að forystufólkið okkar sé orðið sýnilegt í landsmálunum á nýjan leik- eftir talsvert útstáelsi fjarri ættjörðinni og fólkinu í landinu.

Það er enginn vafi á að efnahagsvandi okkar á næstu mánuðum  kallar á víðtækt samráð gildandi afla.

Því er fagnað að  það verk er hafið.

Sævar Helgason, 7.5.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband