Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
... og hann hélst þurr
5.5.2008 | 11:27
Þegar ég í gærmorgun og horfði á rigningarsletturnar á rúðunni - þá stödd austur í Fellsmúla í Landsveit og framundan ferming þeirra frænda, Hjörvars míns og Vésteins hennar Halldóru systur - bað ég himnaföðurinn í hógværu hljóði um að gefa okkur svolitla uppstyttu rétt á meðan sjálf athöfnin stæði yfir - svo kirkjugestir kæmust nú þurrum fótum til og frá kirkju.
Hann hlustaði á mig blessaður - því rétt fyrir kl. 14.00 birti yfir Heklunni með uppstyttu í Landsveit.
Fermingin fór vel fram - eins og minnar systur var von og vísa. Skarðskirkjan vel setin og fermingardrengirnir prúðmannlegir í fasi, fóru hátt og skýrt með kærleiksboðorð, litlu biblíuna og fyrstu fjögur boðorðin. Tóku í hönd hvers manns sem heilsaði þeim og báru sig vel.
Á eftir nutum við samvista við fjölskyldu, vini og vandamenn í Laugalandsskóla og enn hélst hann þurr.
Ég er mínum himnaföður þakklát fyrir uppstyttuna ... og þennan góðan dag. Þakklát systur minni fyrir fermingarathöfnina, fjölskyldu minni og vinum fyrir að vera með okkur á þessum hátíðisdegi.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Af mbl.is
Innlent
- Toyotan komin í leitinar
- Íslendingar hefja innreið á bandarískan markað
- Eldur kom upp í Þykkvabæ
- Eldri borgarar þurfa að sanna ökuhæfni sína
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Bíl stolið í Mosfellsbæ
- Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika
- Óbyggðanefnd fellst á rök landeigenda
- Sakir bornar á yfirmenn Faxaflóahafna
- Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
En gleðileg bloggfærsla, til hamingju með drenginn og að vera vel tengd við himnaföðurinn;-)
Sigríður Gunnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 12:10
Til hamingju með unga manninn þinn Ólína mín. Stórglæsilegir þessir frændur tveir, enda nú komnir í fullorðinna manna tölu. Megi Guð og gæfa fylgja þeim inn í framtíðina mín kæra og leiðbeina þeim svo vel farnist þeim í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur - og knús á þig ljúfust.
Tiger, 5.5.2008 kl. 12:11
Til hamingju með soninn og frænda.
Katrín, 5.5.2008 kl. 14:56
Bestu þakkir fyrir þessar góðu kveðjur
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.5.2008 kl. 14:59
Innilegar hamingjuóskir til ykkar. Megi drengnum farnast vel í framtíðinni. Kv. Ninna
Ingunn Ósk Sturludóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:17
Yndislegt, þarna sérðu sjálfur himnafaðirinn stendur með þér og þínum. Hafðu það sem best elsku Ólína mín. Góðum hlýst gott.
til hamingju með þennan fallega dreng.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 17:31
.... þessa fallegu drengi ætlaði ég að segja.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 17:34
Takk fyrir innilega færslu.
Yngvi Högnason, 5.5.2008 kl. 20:30
Flottir þessir strákar
. Til hamingju með þá
Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:05
Innilega til hamingju. Fallegar myndirnar. Sjálf fermdist minn elsti sonur fyrir skemmstu og það var reglulega skemmtilegt. Ég bjóst satt að segja ekki við því að ég kæmi til með að hafa neitt sérstaklega gaman að þeim degi þar sem fermingar "martröð" vinkvennanna hefur oftar en ekki lent á eldhúsglöðu vinkonunni mér, en dagurinn var bara æði!
Ylfa Mist Helgadóttir, 6.5.2008 kl. 00:26
Nei! nú er ég hissa! Þó ég sé alltaf að reka mig á hvað landið er lítið.
Til hamingju með drenginn þinn og frænda. Það er svo prófasturinn minn sem er að ferma þá báða, Halldóra er indæl kona og sniðug tilviljun en ég var kokkur fyrir hóp frá Eldhestum sem fór yfir Sprengisand árið 1999, þá bjó ég á Akureyri og renndi ekki grun í að ég ætti eftir að festa rætur á Hellu. En sem sagt, þá eldaði ég súpu í eldhúsi systur þinnar fyrir hópinn áður en haldið var upp á hálendið, en fyrsti viðkomustaður var heima hjá henni og manni hennar.
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:32
Til hamingju með drenginn þinn og frænda þinn. Sú eldri fermdist hjá okkur í fyrra og sú yngri er næsta vor. Það var svoooo gaman í fyrra þegar Anna Krsitín fermdist og ekki verður það síður skemmtilegt þegar Bryndís Sæunn fermist frá Langholtskirkju.......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:52
Sjá fleiri enn ég 3 fermingadrengi á myndunum?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2008 kl. 23:48
Já, vissulega eru þeir þrír. Ég þekki bara ekki þann þriðja. Veit þó að hann heitir Hannes og er barnabarn Pálma í Hvammi. Myndarstrákur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.5.2008 kl. 09:53
Og Hannesar Kristmundssonar í Hveragerði ókey veit hver þau eru afar ög ömmur og mamman er Solla (Pálma) hárgreiðslu, eins og við Hvergerðingar kölluðum hana þegar hún var í Hveragerði og faðirinn, man ekki nafnið, (Hannesar) - ókey þá er sú saga öll komin, en mig mynnti að í blaðinu hafi bara verið tveir fermingadrengir enn mig mismynnir bara og óska þá bara öllum dreingjunum, sem eru allir myndarstrákar, þremur og þeirra fólki til hamingju með áfangann - svo það sé á hreinu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 12:06
Sæl Ólína og takk fyrir síðast,
þetta var yndislegur dagur og drengirnir okkar ljómuðu og stóðu sig frábærlega vel, yndislegir allir. Alltaf jafn notalegt að koma í Skarðskirkju og hlusta á séra Halldóru, hún er frábær á allan hátt.
Bestu kveðjur Solveig
Solveig Pálmadóttir, 7.5.2008 kl. 13:19
Bestu kveðjur og hamingjuóskir að norðan Óína mín!
Örlítið síðbúnar þó, en þú afsakar það!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.