Sumum er ekkert heilagt

Aðeins einu sinni eða tvisvar hefur að mér hvarflað að loka þessari bloggsíðu og hætta hér á moggabloggi en slíkar hviður hafa yfirleitt staðið stutt og jafnað sig. Nú hvarflar þetta að mér aftur - ástæðan er athugasemd sem ég hef ákveðið að eyða.

Í gleði minni yfir væntanlegri fermingu yngsta sonarins sagði ég frá því á síðunni hér í gær hvað til stæði og að ég myndi líklega ekki blogga fyrr en eftir helgi. Ekki bjóst ég við neinum athugasemdum svo sem - en það hefði verið gaman að sjá eins og eina hamingjuósk.

Hvað um það, eina athugasemdin sem kom við þessa færslu var svo sannarlega ekki hamingjuósk - í besta falli aulafyndni, en um leið lítilsvirðing við  fermingarbarnið og fjölskylduna. Lítilsvirðing við trú okkar og þá lífspeki sem við höfum valið að lifa eftir, þ.e. að vera meðlimur í hinni íslensku þjóðkirkju sem kristið fólk. 

Sumum er ekkert heilagt. Ekki einu sinni tilfinningar saklauss fermingarbarns sem bíður með tilhlökkun síns hátíðisdags.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki kvittað hjá þér áður en lesið oft!

Það yrði missir af þér hér á mogga blogginu!

Til hamingju með drenginn og megið þið eiga yndislegan fermingardag!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ólína mín, hjartanlegar hamingjuóskir með soninn og frændann.  Ég var búin að skrifa þetta við síðustu færslu þína, að því er ég hélt, en ég sé að ekki hefur það náð að festast.  

Vil ekki missa þig úr bloggheimum.  Það er alltaf gaman að lesa færslurnar þínar, þótt ég sé þér ekki alltaf sammála.

Njótið morgundagsins og samveru með fjölskyldu og vinum.

Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Tiger

Ég skil þig svo vel mín kæra. Ég ákvað að loka fyrir það að "óinnskráðir blogglausir" gætu sent inn athugasemdir hjá mér, enda hef ég séð mikið af ljótum athugasemdum frá slíkum lesendum. Annað mál er með "nafnlausa bloggara" þeir eru nefnilega með blogg á bakvið sig þó nafnlausir séu.

Það er svo ótrúlegt hve margir þurfa endilega að segja eitthvað ljótt í stað þess að bara segja ekki neitt. Undarlegt eðli að þurfa endilega að henda skít þegar þess er alls ekki þörf, en slíkt sýnir auðvitað innri mann þess sem skítnum kastar.

Eigðu yndislega helgi Ólína mín og hjartans hamingjuóskir með Fermingadrenginn!

Tiger, 3.5.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það myndi gefa orðum þínum vægi ef þú birtir athugasemdina hræðiliegu hér.

Matthías Ásgeirsson, 3.5.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju með ferminguna.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 11:36

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ljótt að heyra.  Það er alveg furðulegt hvað fólk getur verið ljótt í særandi athugasemdum um persónu fólks.

Ég vona að þú hverfir ekki héðan, bloggið væri fátlæklegra án þín.

Ég var bara ekki búin að fara blogghringinn og að sjálfsögðu óska ég ykkur öllum innilega til hamingju með tildragelsið.

Kveðjur vestur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 11:43

7 identicon

Til hamingju með drenginn !

Og í guuuðana bænum ekki hætta að blogga það er svo gaman að lesa það sem þú skrifar.

Góður penni sem skrifar á kjarnyrtri ísensku og kallar ekki allt ömmu sína.Það mættu vera fleiri slíkir.

Kveðjur til Ísó, í snjóinn...

mums (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með strákinn, Ólína mín!

Vonandi verður gott veður um helgina.

Með kærri kveðju,

Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 12:22

9 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Tek undir með þeim sem hér hafa fært inn athugasemdir, bloggið yrði fátæklegra án þín. Til hamingju með daginn, drenginn, lífið, trúna og tilveruna.

Kveðja úr Kópavogi, Ingibjörg

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.5.2008 kl. 12:28

10 identicon

Sæl láttu mig kannast við þetta. Dónaskapurinn er yfirgengilegur.  Til hamingju með fermingarbarnið Guð blessi hann og ykkur og leiði ykkur inn í bjarta framtíð.

Linda (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 13:24

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með fermingarbarnið!

Huld S. Ringsted, 3.5.2008 kl. 13:38

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir - það mildar lundina að fá góðar kveðjur

Ég hugsa málið. En nú er ég að fara austur að láta ferma barnið - geri hvort eð er ekkert fyrr en það er yfirstaðið.

Kveðjur til ykkar allra.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.5.2008 kl. 13:49

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með stóra ömmustrákinn þinn Ólína mín.  Taktu þinn tíma og hugsaðu málið.  Það yrði mikill sjónarsviptir ef þú hættir. Mér finnst gaman að lesa pislana þína þó ég komenteri ekki á hverjum degi.   Kveðja inn í daginn.  

Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 16:55

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fyrirgefðu þetta átti að vera stóra strákinn, er enn með minn ömmustrák efstan í huga  þar sem ég var að koma heim frá Hamingjulandinu góða

Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 16:57

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með drenginn.

Það væri mjög mikill missir af þér á blogginu Ólína, þú ert góður penni sem skrifar gott mál, hispurslaust og málefnalega.  

Ég vona innilega að þú látir ekki aulaframkomu einhvers einstaklings hér á blogginu spilla fyrir ánægjulegri fjölskylduhátíð ykkar, og látir ekki heldur flæma þig burt frá þessum ritvelli.   

Marta B Helgadóttir, 3.5.2008 kl. 17:01

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Til hamingju, gott hjá þér að segja frá þessu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.5.2008 kl. 18:31

17 Smámynd: Jens Guð

Til hamingju með strákinn.  Það er hið versta mál ef dónum tekst að hrekja almennilegt fólk frá því að blogga.  Það má ekki gerast. 

Jens Guð, 3.5.2008 kl. 19:49

18 Smámynd: Himmalingur

Kæra Ólína: Það er fullt af sjúku fólki þarna úti sem í vanmætti sínum og sjúkleika sleppir sér á vettvangi sem þessum. Vonum bara að þessir einstaklingar leiti sér hjálpar á réttum vettvangi. Ég er alveg viss um að þú lætur þetta ekki buga þig, því hingað til hafa margir reynt en engum tekist og svo verður áfram kæra Ólína.Ynnilegar hamingjuóskir með strákinn!

Himmalingur, 3.5.2008 kl. 20:20

19 identicon

Heil og sæl; Ólína mín, og aðrir skrifarar !

Megið þið fjölskyldan; öll, eiga gleðilegan og eftirminnilegan fermingardag, sonar, ykkar ágætu hjóna.

Hlakka til; ótrauðra, sem skemmtilegra skrifa þinna, enn um langan aldur.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason og fjölskylda

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:29

20 identicon

Til hamingju með ferminguna.

Megi dagurinn verða ykkur blíður.

Óli Ágústar (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:52

21 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

þú veist að sumt fólk er fífl.  Það fólk má samt ekki hafa áhrif á okkur hin sem ekki erum fífl.  Trúi og treysti að þú haldir áfram þínum frábæru skrifum, þú ert svo vel þess virði að það heyrist í þér.

 Til hamingju með Hjörvar, vona að þið eigið bjartan og skemmtilegan dag í vændum sem mun lifa í minningunni um ókomna tíð.

Bestu kveðjur 

Lilja Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:07

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Innilegar hamingjuóskir með þennan áfanga í lífi sonar þíns og dóttursonar. Ég hef nokkrum sinnum farið á söngskemmtanir og aðra mannfagnaði að Laugalandi. Það er mjög skemmtilegur staður og félagsheimilið þar prýðisgott.

Hafðu ekki áhyggjur af því þó einhverjir trúleysingjar séu að hreyta ónotum í þig, en ákveðnir einstaklingar úr þeirra hópi hafa farið hamförum hér á blogginu í dónaskap og þú ert ekki ein um að lenda í skítkasti þeirra.

Theódór Norðkvist, 3.5.2008 kl. 22:24

23 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Innilega til hamingju með fermingarbarnið!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:28

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 04:42

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ólína. Ég hef verið víðs fjarri síðustu daga og ekki geta lesið nema brot af bloggum vina minna. Í guðs bænum láttu ekki leiðindafólk hrekja þið héðan. Skrif þeirra dæmast dauð og ómerk í hugum okkar sem þekkjum þig og þín skrif. Þú er ómissandi fyrir hópinn.  Guð gefi ykkur ánægjulegan fermingardag og blessi fermingarbarnið.  Innilega til hamingju og hafðu það ávallt sem allra best. Kær kveðja frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 07:33

26 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sendi þér og fjölskyldunni allra heilla á þessum góða degi í tilefni fermingarinnar!

Edda Agnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 08:51

27 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Innilegar hamingjuóskir með drenginn

Láttu ekki bloggdólga hafa áhrif á þig. Ég vil ekki missa þig úr bloggheiminum

Þóra Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 13:30

28 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með dreingina bæði þinn og frændann, fermingarbróðurinn.

Ég segi eins og margir, það yrði missir af þér hér Ólína svo ég vona að þú verðir kátari eftir komuna hingað í Landsveit.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.5.2008 kl. 16:30

29 identicon

Hjartanlega til hamingju með fermingu sonarins.  Mikil tímamót og þroskaáfangi í lífinu sem aldrei gleymist.  Ég fermdist í kirkjunni sem brann. Ég sé eftir henni. Fermingarsystkinin eru enn eins og raunveruleg systkin eftir öll þessi ár.  Sum urðu líka hjón. Svona virkar þetta meðal annars.

Mér brá að lesa að þú hugleiddir að hætta að  blogga.  Ég vona að þú gerir það ekki.  Ég myndi líta á það sem þjóðmenningarslys ef þú létir verða af því. 

Kær Kveðja.

Óli Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:44

30 identicon

Kærar kveðjur og hamingjuóskir með stráksa.

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:36

31 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já, dólgsháttur á blogginu fær á mann, held það venjist aldrei. Dapurlegt og þá mest fyrir viðkomandi dólg auðvitað.

Innilega til hamingju með soninn.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.5.2008 kl. 22:20

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nota svona fólk sem dæmi (fyrir börnin) um einstaklinga sem eiga bágt og er ekki sjálfrátt.

Innilega hamingjuóskir til þín og þinna í tilefni dagsins. Vona að þið hafið notið hans á allan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.5.2008 kl. 00:53

33 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ólína! Um leið og ég óska ykkur til hamingju með fermingu afkvæmisins, við ég taka undir orð þín. Fólki virðist ógerlegt að virða trú annara og að aðrir eigi eitthvað sem er mikilvægt, stórt, hærra og svo gott sem trú.  Ég verð oft fyrir skotum og verð að sitja undir hreinum ámælum fyrir að ég hef ekki yfirgefið minn Guð og Hann ekki mig. Fólki í hinum afhelgaða hversdegi er ekki tamt að skilja að eitthvað finnist handan stóru nýkeyptu jeppanna, utanlandsferðanna, verðbréfakaupanna, fínu nýkeyptu fatann ....   æji þú veist!  Fólk skilur þetta ekki. Sé maður glaður og ánægður með trú sína, getur enginn glaðst með þér, heldur brýst fram ótuktarskapur og öfund.  Ég bið fyrir þessum einstaklingum, að þeir horfi einn dag út í sólina og hugsi sitt ráð; að handan allrar veraldarvitleysunnar er eitthvað svo gott, svo stórt og velviljað okkur að það er þess virði að gefa því eyra og heyra hvað það er og fjallar um.  F'olk í dag vill bara gaspra. Þetta fólk kann ekki að hlusta.

Góða Ólína!  Bloggaðu eins og þú getur, orðin þín eru alltaf svo vönduð, góð og hnitmiðuð. Hjartans hamingjuóskir til ykkar!  B

Baldur Gautur Baldursson, 5.5.2008 kl. 11:45

34 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartans þakkir til ykkar allra.

Og það er satt sem sum ykkar hafið sagt hér - ég er mun kátari núna eftir þetta alltsaman. Það er líka ykkar góðu kveðjum að þakka.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.5.2008 kl. 15:15

35 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl

Nú sá maður ekki þessa athugasemd sem var svona móðgandi þannig að ég get ekki sagt neitt um það annað en að fólk á að geta skipst á skoðunum án þess að særa.  Það getur þó verið erfitt stundum því sumir eru mjög hörundsárir og taka því mjög persónulega ef deilt er á skoðanir þeirra þó að einungis um venjubundin rök sé að ræða.  Svo á allt sinn stað og stund.  Það er vart við hæfi að deila á trúarlega fermingu hjá einhverjum sem er að segja frá fjölskylduviðburð, þ.e. ef ekki er verið beinlínis að bjóða uppá umræðuna.

Annars, þó trúlaus sé, óska ég ykkur til hamingju með þetta og unga manninum lukku í allri framtíð!

Svanur Sigurbjörnsson, 6.5.2008 kl. 11:21

36 identicon

Elsku Ólína

Til hamingju með fermingu yngsta sonarins og í guðana bænum ekki hætta að blogga því ég les svo oft skrifin þín...svona er maður eigingjarn. Kveðja, Axel.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband