Fermingarundirbúningur

P1000216 (Small) Þessa dagana snýst allt um fermingu yngsta sonarins sem verður á sunnudag, austur í Landsveit. Nánar tiltekið í Skarðskirkju. Þar ætlar hún Halldóra systir mín að ferma þá saman systrasynina Hjörvar (minn) og Véstein (hennar), rétt eins og hún skírði þá báða í sömu kirkju fyrir tæpum fjórtán árum.

Messan í Skarðskirkju verður helguð þeim frændum því þeir verða einu fermingarbörnin í kirkjunni þann daginn. Við vonumst því til að sjá sem flest ættmenni og vini við fermingarathöfnina sjálfa.P1000209 (Small)

Veislan verður svo haldin í Laugalandi í Holtum i beinu framhaldi af messunni - svo það má segja að þetta sé allt í leiðinni fyrir þá sem á annað borð gera sér ferð austur til að vera með okkur.

 

 

 Jebb ... þannig að nú er fjölskyldan komin á Framnesveginn þar við erum svona að búa okkur undir herlegheitin. Ljósmyndataka í fyrramálið - svo verður farið austur að setja saman kransatertur, leggja á borð og gera klárt fyrir gestina á Sunnudag.

 P1000210 (Small)  Það verður því lítið bloggað fyrr en eftir helgi - ef að líkum lætur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Hjartans hamingjuóskir með drenginn þinn Ólína, megi honum farnast allt vel í framtíðinni. Í dag, Laugardag - er hann drengur - en á morgun, Sunnudag mun hann verða orðinn ungur maður. Því er málið hjá þér að segja góða nótt við litla drenginn þinn í kvöld en annaðkvöld munt þú þurfa að segja góða nótt við ungan mann sem kominn er í fullorðinna manna tölu. Knús og kreist inn í fermingarhelgina hjá ykkur ...

Tiger, 3.5.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartans þakkir fyrir þessi hlýlegu orð kæra / kæri Tigercopper.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.5.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Óska ykkur öllum fagurs og góðs fermingardags og drengnum til hamingju með þá ákvörðun að gera Krist að leiðtoga lífs síns.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.5.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Ég óska ykkur innilega til hamingju á fermingardaginn. Var einmitt að lesa um þetta í "Búkollu" að það yrðu fermdir í Skarðskirkju 3 drengir og aðeins einn ætti heima í sókninni. Ég gerði mér strax grein fyrir því að það væri sonur prestsins einn þeirra, en hina þekkti ég ekki. Hélt að þetta væru jafnvel fyrrverandi sóknarbörn séra Halldóru.  En enn og aftur innilega til hamingju.

Benedikta S Steingrímsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:15

5 identicon

Til hamingju með daginn Ólína, Halldóra og fjölskyldur.

Gréta (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir, kærlega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.5.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband