Hvar eru útgerðarmenn í umræðunni um olíuhreinsistöð?
1.5.2008 | 11:55
Siglingaleiðirnar umhverfis Ísland eru hættulegustu siglingarleiðir í heimi. Olíuflutningar um þetta svæði eru því sérlega áhættumiklir vegna hættu á mengunarslysum. Þetta kom fram í Kompásþætti s.l. þriðjudagskvöld (sjá HÉR).
Út af Vestfjörðum eru gjöfulustu fiskimið landsins. Og þó að sjávarútvegur og fiskvinnsla á Vestfjörðum sé vart svipur hjá sjón þeirri sem áður var - þá sækja aðrar útgerðir á þessi mið. Íslenskur sjávarútvegur á nánast allt sitt undir því að þessum fiskimiðum verði ekki spillt, eins og ég hef ég bloggað um áður (sjá HÉR).
Hér er mikið í húfi - sjávarútvegur er ein meginstoð okkar efnahagslífs. Þess vegna furða ég mig á því að íslenskir útgerðarmenn skuli ekkert hafa blandað sér í þessa umræðu um olíuhreinsistöð á Íslandi. Ekki þarf lengi að skoða myndband af olíuslysi Exxon Valdez við strendur Alaska fyrir nokkrum árum til að skilja hættuna sem Íslendingum sem fiskveiðiþjóð stafar af olíuhreinsistöð hér við land (smellið HÉR).
Enginn á meira undir afdrifum þessa máls, en einmitt þeir sem lifa af fiskveiðum, fiskvinnslu og fiskútflutningi. Eitt mengunarslys við landið er nóg til þess að gjöreyðileggja möguleika okkar Íslendinga til þess að selja fisk á erlendum mörkuðum.
Nú hefur nýr bæjarstjórnarmeirihluti í Bolungarvík lýst yfir stuðningi við stóriðjuáform á Vestfjörðum og þar með olíuhreinsistöð. Ekki tala þeir í umboði meirihluta bæjarbúa, svo mikið þykist ég vita. En þeir hafa meirihluta eins manns í bæjarstjórninni, og beita nú þeim meirihluta í einu umdeildasta máli sem komið hefur upp þar um slóðir. Það er auðséð á öllu að Bolungarvík er ekki lengur sá útgerðarstaður sem áður var, og nú er þeim Bolvíkingum - sumum hverjum að minnsta kosti - slétt sama um fiskimiðin við landið.
Já, Bleik er svo sannarlega brugðið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Athugasemdir
Ég setti inn pistil um þetta mál hér ásamt myndböndum og útvarpsviðtölum. Mér virðist fólk almennt ekki gera sér nægilega grein fyrir hættunni af olíuhreinsistöð og afleiðingunum - fyrir utan allt annað.
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:04
Takk Lára Hanna. Ég tek undir með þér - þetta er grafalvarlegt mál.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.5.2008 kl. 12:08
Ólína, mér finnst ótrúlegt ef að íslenska þjóðin ætlar að láta það gerast að olíhreinsunarstöð verði opnuð á landinu, og það rússnesk stöð. Hafa íslendingar séð olíuhreinsunarstöðvar? Þetta eru mestu mengunarvaldar í heiminum, það verður heill vestfirskur fjörður eyðilagður fullkomlega, landið, fjöllinn, sjórinn og loftið í kring verða ónothæf um alla framtíð.
Afhverju eru íslensk stjórnvöld með eftirstríðsárakynslóðina við völd að eyðileggja land mitt og barna minna?
Hver gaf þeim leyfi til þess?
Ekki ég svo sannarlega.
Ég bý núna erlendis og ef þessi þróun heldur áfram á Íslandi mun ég alveg örugglega ekki flytja til baka því þetta er of sorgleg og neyðarleg þróun til að horfa á úr fjarska, hvað þá að vera með nefið ofan í henni.
Ég kalla á allt stjórnmálafólk, viðskiptafólk, fréttafólk, hugsandi fólk, fólk sem þykir vænt um Ísland til að ranka við sér úr þessu stóriðju móki og hugsa til framtíðarinnar.
"Iceland, The New New Jersey" það er það sem er að gerast nema að við munum hætta að rækta tómata því það er ekki jafn arðbært og að menga landið.
Afhverju erum við ekki búin að eyða þessari orku og peningum í að útrýma bensíni úr landinu, það hefði verið auðvelt ef ríkið og samtök iðnaðarins hefðu sett orku í það.
Og svo á að selja heilbrigðiskerfið, og bankarnir farnir, JP Morgan Chase munu taka yfir fjármálakerfið og gangast í ábyrgðir fyrir fjármálasukk ríkisins, þeir munu síðan fara fram á að menntakerfið verði selt með heilbrigðiskerfinu til að fá inn pening til að endurgreiða lántökurnar sem ríkið getur ekki borgað öðruvísi. Siðan láta þeir sig hverfa. Við sitjum eftir í súpunni með 3. heims hagkerfi, ónýtt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, stórmengað land og lítum út eins og hálfvitar.
Þetta er framtíð íslands í dag, því miður.
Með von um bata.
Snorri Sturluson.
snorri sturluson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 12:54
Já, Olíuhreinsistöðin er þegar farin að valda tjóni á Vestfjörðum, sjáið nú nýjan meirihluta í Bolungarvík. Þetta var þá eins og við vissum öll, ástæðan fyrir því að sjálfstæðisflokkurinn og varð að losna við Grím og Sossu.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:57
Kanski eru útgerðarmenn bara apar.Þeir fá kanski bara læknisvottorð frá lækninum á Flateyri upp á það.En er læknirinn ekki með læknisþjónustu á Ísafirði, eða fer enginn í skoðun til hans þar.
Sigurgeir Jónsson, 1.5.2008 kl. 14:34
Það hefði verið gríðarlega alvarlegt mál fyrir Bolvíkinga ef GA hefði verið þarna áfram. Samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga styður meirihluti Bolvíkinga þennan nýja meirihluta. Þessi ákvöðrun fulltrúa A-lista að búa til nýjan starfhæfan meirihluta er tekin að mjög vel ígrunduðu máli og tekin með hagsmuni Bolvíkinga að leiðarljósi.
Óðinn Þórisson, 1.5.2008 kl. 17:36
“heill vestfirskur fjörður eyðilagður fullkomlega” sé ég að Snorri skrifar hér að ofan. Það mætti þá vekja athygli hans á því að Vestfirðingar hafa verið nokkuð duglegir að eyðileggja firðina sína siðustu áratugina. Í Djúpinu hafa t.d. flestir firðir verið eyðilagðir og allir firðir í Jökulfjörðum hafa verið lagðir í eyði.
En þetta átti nú aðallega að fjalla um áhrif olíuslyss á fiskveiðar. Ég hef reynt að lesa mér til um þetta á netinu svona í tilefni umræðunnar en hvergi fundið neitt um það olíuslys hafi haft áhrif á djúpmið einsog þau sem eru okkar helst fiskimið. Olían flýtur jú við yfirborðið en þorskurinn lifir þar langt fyrir neðan.
Hinsvegar er það við ströndina sem olían hefur veruleg áhrif. Fuglar verða þar fyrstu og helstu fórnarlömbin ásamt selunum. Fiskeldi eyðileggst og olían getur drepið eða haft áhrif á fjörulíf jafnvel allt niður á 30 metra dýpi. Hversu djúpt ræðst af ýmsum aðstæðum, svosem veðri og straumum.
Búast má við að áhrif frá “innanfjarðar” olíuslysi geti varað árum saman. Vel sýnileg áhrif jafnvel allt að 6-10 árum. Merki um mengun geta þó fundist lengur í holum, pollum o.þ.h og einstaka tegundir ekki náð sér á strik.
Hér (og mikið víðar) má sjá grein um Exxon Valdez slysið í Prins Albert sundi:
http://www.eoearth.org/article/Exxon_Valdez_oil_spill
Svo er það líka til í dæminu að áhrif olíuslyss við ströndina séu hverfandi, einsog varð raunin við Shetland 1993 þar sem öldurót varð til þess að olían brotnaði fljótt upp og olli litlum skaða:
http://www.american.edu/ted/SHETLAND.HTM
Þú nefnir það Ólína að eitt olíuslys hér við land eyðileggi fyrir okkur fisksölumarkaðina.
Nú eru flestir ef ekki allir okkar helstu samkeppnisaðilar á fiskmörkuðunum þjóðir sem reka olíuhreinsistöðvar eða annarskona olívinnslu. Ég hef ekki orðið var við að skakkaföll hjá þeim hafi haft áhrif á samkeppnistöðu okkar hreina Íslands. Kannast þú við það ?
bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:49
Hvað með sjáfarbottninn. Nú eru togarar að tæta upp botninn með risavögstnum botntrollum og rústa öllu neðansjávar. En það er allt í lagi við sjáum það ekki !! Hvernig væri að taka á því fyrst áður en við förum að hafa áhyggur af því sem ekki er komið og kanski verður. Það eru miklu meiri verðmæti sem við fáum upp úr sjó ef við notumst við línubáta.Norðmenn veiða mest með línu.
Jón V Viðarsson, 1.5.2008 kl. 22:03
Bjarni Guðmundsson: "Olían flýtur jú við yfirborðið en þorskurinn lifir þar langt fyrir neðan."
Ekki mæli ég nú með því að blessað Gvendarbrunnavatnið verði "verndað" með því að hylja það með olíu, enda þótt hún kæmi til með að liggja ofan á vatninu. Og í sjónum lifa þeir sem neðar eru, til að mynda á botninum, á þeim sem ofar eru, öfugt við það sem gerist til dæmis í Framsóknarflokknum.
Þannig skiptir nú litlu máli hvar einhver á lögheimili og heimilisfesti í hafinu hér við land, uppi eða niðri, fyrir sunnan, vestan, norðan eða austan land. Sterkir hafstaumar liggja frá Suðurlandi og Suðvesturlandi, þar sem þorskurinn hrygnir aðallega, og norður fyrir land. Þorskurinn ferðast þannig með straumnum í stórum stíl frá vöggu til grafar frá suðurströndinni og norður fyrir land, enda þótt einhverjir sérvitringar í þeirra hópi kjósi að haga sér öðruvísi og tilkynna ekki aðsetur sitt á réttan hátt til Hagstofunnar.
"Við Ísland heldur loðnan sig í kalda sjónum fyrir norðan land megnið af ævinni en gengur þó í hlýsjóinn sunnan og suðvestan Íslands til hrygningar." "Við Ísland er ýsan allt í kringum landið. Mun meira er um hana við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Oft er og mikið um ýsu við Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Vestmannaeyjar auk Faxaflóa, í Breiðafirði og við Ísafjarðardjúp." "Ufsinn er allt í kringum Ísland en mun algengari í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands en undan Norður- og Austurlandi." "Steinbítur er allt í kringum Ísland einkum við Vestfirði en einnig er hann býsna algengur víða fyrir austan land og sums staðar við Suðvestur- og Suðurland."
"Dæmi um fæðuþrep í hafinu við Ísland gæti verið á þessa leið: Sviflægir þörungar eru étnir af smásæjum sviflægum krabbadýrum, til dæmis ljósátu, sem er mikilvæg fæða margra fiskitegunda svo sem loðnu, en loðnan er mikilvæg fæða þorsksins, sérstaklega þorska á ákveðnu stærðarbili eða frá 20-70 cm á lengd. Ýmis stærri dýr og spendýr, þar á meðal maðurinn, éta svo þorskinn eins og kunnugt er.
Reyndar er réttara að kalla fæðukeðjuna frekar fæðuvef þar sem um mjög flókin fæðutengsl er að ræða hjá fjölmörgum lífverum, samanber til dæmis að aðrir þorskar eru umtalsverður hluti fæðunnar hjá hverjum þorski um sig.
Á vorin kemur yfirleitt svokallaður toppur í svifþörungaflóruna umhverfis landið og þá tekur allt vistkerfið kipp. Ef afkomubrestur verður hins vegar hjá þörungum þá minnkar fæða allra dýra í hafinu. Nýliðun bregst hjá fjölda dýrategunda, svo sem meðal krabbadýra, og það sama gildir um nýliðun þorsks og annarra nytjastofna í hafinu. Heildarframleiðni vistkerfis sjávar dregst saman og það skilar sér strax í minni verðmætasköpun íslensks sjávarútvegs sem er langmikilvægasta einstaka atvinnugreinin á Íslandi. Ef slíkt ástand í hafinu yrði til langframa mætti þess vegna búast við samdrætti og kreppu í efnahagslífinu."
Sjá Vísindavefinn og http://www.hafro.is/
Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 23:00
Þar fyrir utan höfum við Íslendingar fengið hæsta verð í heimi fyrir okkar sjávarafurðir vegna hreinleika hafsins hér við land.
Hvernig ætlar þú, Bjarni Guðmundsson, að sannfæra kaupendur íslensks fisks úti um allan heim að hann sé ennþá besti fiskur í heimi eftir stórt olíuslys hér við Ísland, land sem lítur út eins og lítill flugnaskítur á landakorti?
Hvernig gengur að sannfæra útlendinga úti um allan heim um að það sé í góðu lagi fyrir okkur, og allan heiminn, að veiða hér nokkra hvali? Og hvað hefur sú herferð kostað, enda þótt hvalveiðarnar séu í góðu lagi?
Hvað kostar þá herferð um að allt sé í góðu lagi með íslenskan fisk eftir olíuslys hér við land og myndu útlendingar úti um allan heim trúa því, enda þótt allt í lagi væri með fiskinn okkar?
Nei, þeir myndu ekki trúa því. Og við þurfum enga tilraunastarfsemi til að komast að því. Við vitum það nú þegar.
Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 23:23
Þetta er í flestu ótrúleg lesning, hvort heldur upphafsskrif vefsíðuúthaldara eða athugasemdirnar, flestar.
Atlantshafið hefur alltaf verið eins og það er. Að einhver "uppgötvi" nú að það sé hættulegt og ekki bara hættulegt heldur hættulegast í heimi er með ólíkindum.
Yfir hafið hefur verið siglt frá örófi alda með hitt og þetta og líka til Íslands.
Til landsins eru t.d. flutt um ein milljón tonna af eldsneyti á ári. Þetta hlýtur þá að vera skelfilegt og verður að stoppa.
Til landsins koma gámaskip með hitt og þetta á dekki og líka eiturefni til nota innanlands. Þetta verður að stoppa.
Ef einhver ætlar að skoða olíuslys er nær að horfa til svipaðra aðstæðna og eru hér á landi og mætti þá t.d. horfa til tankskipsins Braer og strand þess. Exxon Valdez strandaði á lygnum straumlausum innfirði vegna mistaka skipsstjórnenda m.a. og siglir heimshöfin í dag undir öðru nafni.
En umfjöllun um Braer hefði ekki verið eins flott í þætti Kristinns Hrafnssonar, sem stundum mætti ætla að notaði sömu vinnubrögð og Lára nokkur um daginn.
Séu aðstæður svo slæmar til sjávar hér er þá ekki skaðræði að stunda sjómennsku m.a. frá Vestfjörðum. Er ekki mál að linni?
En sé horft til þáttar Kristinn Hrafnssonar sl. þriðjudag má sjá að siglingaleiðin norður fyrir land og niður með Grænlandi er miklu betri og ekki "rauðan" lit að finna þar.
Er ekki ástæða til að ætlast til þess að hugsað sé rökrétt og af skynsemi. Má ekki búast við að háskólanám kenni fólki að horfa til beggja átta a.m.k.? Einstefna er jú bara eitt, hún er einstefna og leiðir mann í öngstræti að lokum.
En sá Grímur Atlason ekki um sig sjálfur með einstefnu og offorsi?
Jóhannes G. (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 11:40
Jóhannes G. Þú þorir ekki einu sinni að koma hér fram undir nafni! Slíkur og þvílíkur er aumingjaskapurinn. En sakar samt aðra menn um "einstefnu og offors" og nafngreinir þá.
Og háskólamenntun hvað?! Ég hef veitt á Halamiðum á togara frá Akureyri, verið á línu- og netabátum frá Grindavík, unnið í rækjuverksmiðjunni í Hnífsdal, saltfiskvinnslu á Akureyri, frystihúsum í Grindavík og hér í Reykjavík.
Þar að auki skrifaði ég daglega í mörg ár um sjávarútvegsmál, veiðar, vinnslu og markaðsmál í Moggann, og gaf þar út sérblað um sjávarútveg, Úr verinu, við annan mann. Og við fórum um allt land og allan heim til að viða að okkur efni í blaðið.
En ef einhver segir hér eitthvað af viti í opinberri umræðu er hann strax úthrópaður sem háskólamenntaður! En fyrir hvað stendur þetta G. þitt? Geitahirðir kannski? Og hefurðu hrakið það sem ég sagði hér að ofan í athugasemd #10? Nei, það hefurðu ekki gert. Enda ekki mikil von til þess.
Það er nú verið að tala um miklu meiri innflutning hér á olíu en nú er, ef hér yrði reist olíuhreinsistöð. Og þar að auki útflutning.
Og hér hafa að sjálfsögðu orðið olíuslys, til dæmis þegar Víkartindur strandaði við Suðurland árið 1997 og Wilson Muuga nálægt Sandgerði árið 2006, þar sem menn voru skíthræddir um að töluvert af olíu færi í sjóinn. Það voru hins vegar flutningaskip en ekki olíuskip og slys við Vestfirði vegna stórs olíuskips gæti orðið mörg þúsund sinnum stærra olíuslys.
Það er nú ekki alveg það sama að sigla hér með olíu framhjá landinu á úthafinu, þar sem lítil sem engin er fyrirstaðan, og reisa hér olíuhreinsistöð. Og þegar Wilson Muuga strandaði nálægt Sandgerði var rætt um að banna þyrfti flutningaskipum að sigla svo nálægt Reykjanesinu. Einnig á stóru hafsvæði fyrir sunnan það, vegna hættu á olíumengun á þeim slóðum.
Umhverfisstofnun um strand Víkartinds:
http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Mengunhafsogstranda/utgafaogfraedsla/mengunarohopp/Innlend/nr/2317
Frétt á Ruv.is um strand Wilson Muuga:
http://www.ruv.is/heim/frettir/stort/frett/store64/item138235/
Samningur um varnir gegn mengun sjávar frá skipum:
http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Mengunhafsogstranda/althjodlegtstarf/althjodlegirsamningar/nr/2434
Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 14:14
Má sjá á skrifunum hér að ofan að "undrabarn" sé á ferðinni?
Það er alltaf erfitt þegar fólk blandar tilfinningum um of saman við skoðanir og vill svo að aðrir fylgi á grunni sem byggist í raun á "af því bara" rökum og að allt hljóti alltaf að fara á versta mögulega veg.
Ísland er t.d byggilegt vegna Golfstraumsins, en eins og þekkt er kemur hann sunnan úr höfum og upp að Íslandi og áfram norðurfyrir.
Færi eitthvað í sjóinn fyrir sunnan land ræki það væntanlega tiltölulega fljótt að landi, þetta var einu sinni kallaður "hvalreki".
Um þetta "skelfilega hættulega" hafsvæði (sbr. þátt Kristinn Hrafnssonar) sigla skip í þúsunda tali ef ekki tug þúsunda tali ár hvert á leið sinni milli Evrópu og N. Ameríku. Það hlýtur að vera deginum ljósara hvað gæti fyrir okkur komið færi eitthvað á versta veg þegar eitthvað olíuskip er á leið suður af landinu.
Þá verður og að teljast athyglisvert að vefsíðuúthaldari hefur sagt fyrir ekki löngu síðan í ríkisútvarpinu að hún sé hrifin af umskipunarhöfn á Vestfjörðum og þá eins og Vinstri grænir hvers konar "lógík" er það?
Jóhannes G (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:51
"Það hefði verið gríðarlega alvarlegt mál fyrir Bolvíkinga ef GA hefði verið þarna áfram. Samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga styður meirihluti Bolvíkinga þennan nýja meirihluta. Þessi ákvöðrun fulltrúa A-lista að búa til nýjan starfhæfan meirihluta er tekin að mjög vel ígrunduðu máli og tekin með hagsmuni Bolvíkinga að leiðarljósi."
Veist þú yfir höfuð hverjar niðurstöður síðustu kosninga voru?? Og ef þú veist að þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni okkar að leiðarljósi þá mættiru gjarnan fræða okkur sem búum hér hvernig okkar hagsmunum er betur þjónað með þessu og ástæðuna fyrir þessu!
Og hvernig þú færð þá út að það hefði verið alvarlegt mál fyrir okkur ef Grímur hefði verið hér áfram - ef fólk ætlar að vera með svona fullyrðingar er lágmarkið að koma með sannanir og rök fyrir máli sínu!!
Katrín Dröfn Markúsdóttir, 2.5.2008 kl. 15:42
Ég þakka þessi skoðanaskipti hér - en lýsi jafnframt undrun á máflutningi Jóhannesar G sem mér finnst bera vott um ákveðna afneitun. Það er ekki hægt að líkja saman almennum skipaflutningum um hafsvæðið umhverfis Ísland og siglingum risastórra olíuskipa sem aukinheldur kæmu hér inn á firði.
Og þessi tilvitnun í mig varðandi umskipunarhöfn á Ísafirði er málinu alveg óviðkomandi. Auk þess sem ég sagðst aldrei vera "hrifin" af þeirri hugmynd, heldur einungis að Vestfirðingar væru áhugasamir um það mál, enda miklir hagsmunir í húfi.
Steini Briem hefur góðar upplýsingar og heilmikið til síns máls í athugasemdunum hér fyrir ofan - sérstaklega er ég honum þakklát fyrir athugasemd nr. 9.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.5.2008 kl. 17:05
Steini Briem, þú nefnir í nr. 10 að við Íslendingar “höfum fengið hæsta verð í heimi fyrir okkar sjávarafurðir vegna hreynleika hafsins hér við land” - Hvað hefurðu fyrir þér í þessu?
Hefurðu einhverjar samanburðartölur við sölu á samskonar fiskafurðum frá t.d. Barentshafinu með allri sinni olíuvinnslu ?
Hverskonar verðmun ertu að tala um ? - Eða ertu að tala um einhver einstök tilfelli. ?
Ég veit að hreynleiki hafsins er að sjálfsögðu notað sem sölurök fyrir fiskafurðir okkar. Það gera allar fiskveiðiþjóðirnar hér norður undir íshafi fyrir sínar afurðir.
Fiskverkunin hér á landi hefur lengstaf staðið framar því samkeppnisaðilarnir hafa verið að gera og t.d. á Spáni hefur íslenski saltfiskurinn löngum verið hærra metinn en sá norski.
Ég er ekki talsmaður olíumengunar í höfunum. Ég vill bara að málin séu skoðuð fordóma- og hysteríulaust. Mengunarslys er slys – en ekki heimsendir.
Pistilinn þinn um fæðukeðjuna í hafinu er ágætur og ég ætla ekki að rengja hann. Hinsvegar stendur það enn að ég hef ekki séð nein gögn um að olíuslys hafi haft veruleg áhrif á djúpsjávarmið.
Í orrustunni um Atlantshafið fyrir 60-70 árum var þúsundum skipa sökkt. Þar af voru um 500 olíuflutningaskip. Milljónir tonna af eldsneiti fór í Atlantshafið með þessum skipum og þar af staðfest a.m.k. 1 milljón tonna af svartolíu – sem ku vera mesti umhverfisskaðvaldurinn. Og höfum það í huga að milljón tonn eru u.þ.b. 25 Exxon Valdez farmar.
Ég minnist þess ekki að hafa séð neitt um aflabresti eða önnur skakkaföll á djúpmiðum í eða eftir WW2 sem rakin hafa verið til olímengunar.
Það er ekki vitað hversu mikið er eftir af olíu í skipshræum úr seinna stríði sem liggja á hafsbotni, en það er nokkuð víst að það er mikið. Þessi olía er víða farin að leka út og sá leki mun aðeins ágerast á næstu árum og áratugum.
Á næstu áratug(um), þegar búið verður að útrýma “single-hull” olíuskipum af úthöfunum má búast við því að olímengun í höfunum vegna slysa í flutningum á olíu verði hverfandi miðað við skaðann sem WW2 hræin eiga eftir að valda.
bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:46
Á hverjum einasta degi notar heimurinn um það bil 13.515.000 tonn af jarðolíu.
Um 60% þessarar jarðolíu er fluttur milli staða með skipum um heimsins höf, fyrst sem hráefni og svo aftur þegar afurðir hafa verið unnar, og þetta á hverjum einasta degi.
Svo þarf að grípa til "Exxon Valdez" málflutningi til stuðnings, slyss sem gerðist við sérstakar aðstæður fyrir nær 20 árum síðan.
Af hverju ekki að horfa til Noregs og Norðursjávar og reynslu þaðan?
Hví er það svo með suma að ekki má benda á rök málum til stuðnings? Er heimur þeirra virkilega svona einlitur?
Hvað varðar síðdegisútvarp Rásar 2 á föstudegi fyrir nokkru var síðuúthaldari spurð að því hvort hún væri hrifnari af umskipunarhöfn og svaraði hún því játandi það er ekki flóknara en svo. Þar er hún til samhóps við t.d. Jón Bjarnason (VG) og félaga hans; er nokkuð athugavert við það?
Jóhann G (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 20:12
Bjarni Guðmundsson:
"Samkvæmt Birgi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íslensku Umboðssölunnar, er verð á íslenskum fiski á heimsmarkaði hátt. „Við höfum reynt að halda verðum okkar í hærri kantinum og njótum þar þeirrar gæðaímyndar sem Ísland hefur náð að skapa sér varðandi fiskveiðar og vinnslu. En er verðið orðið of hátt? Erum við að verðleggja okkur út af almennum mörkuðum fyrir fiskafurðir? Fiskur frá Íslandi fer í auknum mæli til neyslu á dýrari veitingahúsum og efnameiri heimilum þar sem gæði og ímynd eru í fyrirrúmi."
http://www.isa.is/user/is/news/view/17/23/20/74
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, árið 2003:
"Í þessu samhengi er rétt að benda á að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum verðum við að vera viðbúin því að á 50 ára fresti geti orðið hér stórfellt óhapp vegna olíuflutninga til landsins. Því er brýnt að það liggi fyrir hvaða verðmæti eru í húfi og hvernig sé hægt að bregðast við. Ísland hefur á alþjóðavettvangi verið í fararbroddi í vinnu við aðgerðum gegn mengun sjávar og við höfum mikilla hagsmuna að gæta við að verja hreinleika hafsins vegna útflutnings okkar á sjávarafurðum. Það er því afar mikilvægt að mál er lúta að mengunarvörnum séu í góðu lagi hjá okkur, en vákortið mun stuðla að því."
htttp://www.siv.is/greinar/aasiktbeskriv2.lasso?id=100
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, árið 2004:
"Umhverfisráðherra sagði í opnunarávarpi sínu að OSPAR gegndi mikilvægu hlutverki í augum Íslendinga, því lífsafkoma þjóðarinnar byggðist á hreinleika Norðaustur-Atlantshafsins og því að lifandi auðlindir sjávar væru nýttar á sjálfbæran hátt. OSPAR hefði sett það markmið á ráðherrafundi árið 1998 að koma ástandi hafsvæðisins í viðunandi horf innan einnar kynslóðar hvað hreinleika hafsins og sjálfbærni varðar."
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/576
Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 22:22
Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, árið 2006:
"Árangur Íslendinga til fyrirmyndar
Um áttatíu prósent þeirrar mengunar sem finnst í hafinu má rekja til starfsemi sem fram fer á landi, svo sem landbúnaði, iðnaði og íbúabyggð.
Á Íslandi erum við laus við mörg þeirra mengunarvandamála sem aðrar þjóðir glíma við. Þannig er næringarefnamengun frá landbúnaði ekki til staðar hér og við erum að mestu laus við iðnaðarmengun. Það er hins vegar ánægjulegt að segja frá því að við höfum tekið okkur á þar sem þess hefur reynst þörf. Það kemur fram í skýrslu sem tekin var saman fyrir ráðstefnuna í Peking og fjallar um árangur Íslendinga við að framfylgja alþjóðlegu áætluninni síðastliðin fimm ár.
Þannig hefur hlutfall íbúa hér á landi sem búa við skólphreinsun hækkað úr 30% árið 2001 í 70% árið 2006. Endurnýting úrgangs hefur einnig vaxið mikið hér á landi, m.a. með tilkomu Úrvinnslusjóðs.
Hvað varðar ástand mengunar á hafsvæðinu við Ísland, þá er mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna og þungmálma lítil en er hinsvegar víða um heim verulegt vandamál. Geislavirkni í hafinu mælist mjög lítil á íslensku hafsvæði en nauðsynlegt er að við höldum vel vöku okkar gagnvart allri losun frá Sellafield kjarnorkuendurvinnslustöðinni."
http://www.environment.is/frettir/Ymislegt_forsida/nr/949
Þorsteinn Briem, 2.5.2008 kl. 22:30
Sæll Steini Briem.
Veit ekki hversvegna þú ert að birta mér greinar þessa ágæta framsóknarfólks. Þetta er umhverfispólítík sem ég einsog flestir aðrir (vona ég) geta verið sammála um.
Ummæli sölumannsins Birgis eru engin sönnun fullyrðingar þinnar um að við fengjum hæsta verð í heimi fyrir okkar sjávarafurðir vegna hreynleika hafsins hér við land.
bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:07
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í hátíðarræðunni "Hafið, veiðistjórnunin, fyrirtækið og vörurnar mynda órofa heild" á sjómannadaginn 2006:
"Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar fluttu Íslendingar út vörur á síðasta ári fyrir 194 milljarða króna. 57% alls útflutnings voru sjávarafurðir. Sjávarútvegsfyrirtæki eitt, sem ég er svo lánsamur að vinna hjá, velti 10,8 milljörðum á sama ári. Nánast öll framleiðslan fer til útflutnings og má því segja að ríflega 5% útflutningsins eða 18. hver króna, sem landið flutti út á síðasta ári, hafi komið frá HB Granda.
Hvers vegna er sjávarútvegurinn ennþá svona mikilvægur og hvað er það sem stuðlar að árangri atvinnugreinarinnar? Hjá HB Granda leggjum við áherslu á fjögur meginatriði eða leiðarstjörnur, sem grundvöllinn að öllum okkar árangri. Í fyrsta lagi tölum við um hreinleika sjávarins í kringum Ísland. Ekkert má verða til þess að spilla honum.
Í öðru lagi tölum við um ábyrga stjórnun fiskveiða við landið. Það fiskveiðistjórnunarkerfi, sem við búum við, teljum við það besta sem völ er á. Í þriðja lagi státum við okkur af fyrirtækinu sjálfu, starfsfólkinu, atvinnutækjunum, þ.e. skipum og vinnslum, og sterkri kvótastöðu. Fjórða leiðarstjarnan er afleiðing hinna þriggja og snýr að þeim vörum og þeirri þjónustu, sem við bjóðum okkar kaupendum. Þessi fjögur atriði, hafið, veiðistjórnunin, fyrirtækið og vörurnar mynda órofa heild og án eins þeirra væru hin gagnslaus."
http://www.liu.is/news.asp?ID=161&type=one&news_id=493&menuid=
"HB Grandi takes pride in in its production of quality seafood products from the fresh raw materials that come from the clean waters around Iceland. The company catches and processes groundfish and pelagic fish species. The products are sold widely, with the largest markets in Europe, North America, and Asia."
http://hbgrandi.net/
Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 00:39
Sæll Steini Bríem.
Þú getur haldið áfram að senda mér hátíðaræður annarra framí rauðan dauðann. Það breytir því ekki að við erum samt að selja Norður-Atlantshafs þorskinn á sambærilegum verðum og Norðmenn og Færeyingar.
Það er alveg rétt það sem þau segja hér að ofan. Við eigum að vernda hreynleika sjávarins í kringum landið.
Við erum velmegandi eyjarskeggjar.
Við eigum að umgangast hafið með virðingu og væntumþykju.
Við eigum að fara okkar fram í hafinu kringum landið, gera það vel og öðrum til fyrirmyndar og hafa umhverfismál í forgangi.
Við getum ekki verið öðrum til fyrirmyndar í umgengni við hafið með því að gera EKKI það sem þarf að gera – heldur vísa því eitthvert annað. Það hljómar svona einsog að ætla að verða til fyrirmyndar í t.d. umferðaröryggismálum með því að banna bíla – því þá verða jú engin bílslys.
bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 08:55
Fiskistofnar hefa hvergi hrunið vegna olíuslyss.Í Norðursjónum er jafnvel verið að veiða fisk sem veiddur er stutt frá olíborpöllum sem taka oliu frá sjávarbotni.Sama er við Noreg og víðar.Sá fiskur er seldur á hærra verði á mörkuðum í Evrópu en fæst fyrir sömu tegund fiskjar á mörkuðum hér á landi.Umhverfissamtök hafa aldrei beitt sér gegn fiskveiðum þjóða vegna þess að þjóðir vinni olíu, eða gegn sölu á fiski frá þeim. Barátta öfgaumhverfisfólks eins og til að mynda fyrrverandi bæjarstjóra í Bolungarvík, gegn olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, er barátta gegn auðhringjum og öllu erlendu sem þeim finnst stórt, en þau kalla þessa stefnu sína umhverfisvernd. Í raun er þessari stefnu beint gegn þeirra eigin fólki og landsbyggðinni.
Sigurgeir Jónsson, 3.5.2008 kl. 13:12
Bjarni minn Guðmundsson.
Ef hér yrði reist olíuhreinsistöð gæti orðið hér stórt olíuslys, mörg þúsund sinnum stærra en þau sem hér hafa orðið hingað til, og slík mengun stangast á við hagsmuni íslensks sjávarútvegs í heild, eins og ég hef sýnt hér fram á. Við Íslendingar, og ekki síst landsbyggðin öll, lifum á sjávarútvegi en ekki olíuhreinsistöð.
Við erum þrettánda stærsta fiskveiðiþjóð í heimi og lifum fyrst og fremst á matvælaútflutningi, öfugt við Norðmenn sem byggja nú afkomu sína á olíuvinnslu og olíuútflutningi. Þeir hagsmunir eru miklu meiri fyrir Norðmenn en fiskútflutningur, enda þótt þeir veiði ekki minna af fiski en við Íslendingar gerum.
Við erum einnig mörgum sinnum færri en Norðmenn eru og búum þar að auki á eyju úti í miðju úthafinu. Norðmenn búa aftur á móti í einu lengsta landi heims, sem myndi ná frá Danmörku niður eftir allri Ítalíu. En eftir nokkra áratugi verður öll olía Norðmanna uppurin.
Ég vitna enn og aftur í orð Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda, um að hreinleiki hafsins í kringum landið skipti okkur Íslendinga öllu máli.
Og verði hér stórt olíuslys vegna olíuhreinsistöðvar verður hafið hér ekki lengur hreint. Það er ekkert sem þú getur komið í veg fyrir, Bjarni minn, sama hversu mikið þú lemur höfðinu við steininn í þessum efnum.
Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 13:34
Sigurgeir Jónsson.
"Stundum koma áhrif mengunar fljótt fram eins og við olíuslys á borð við Exxon Valdex-slysið sem varð undan strönd Alaska árið 1989 og Prestige-slysið undan norðvesturströnd Spánar árið 2002. Í báðum þessum tilfellum fóru þúsundir tonna af þrávirkri hráolíu í sjóinn nálægt ströndum og ollu gífurlegum umhverfisskaða."
"Eitt frægasta olíuslys sögunnar er eflaust strand Exxon Valdez undan ströndum Alaska snemma vors 1989. Talið er að um 38.800 tonn af hráolíu hafi farið í sjóinn og valdið gríðarlegu umhverfistjóni á stóru svæði. Talið er að um 250 þúsund sjófuglar, 2.800 sæotrar, 300 selir, 250 skallaernir og rúmlega 20 háhyrninga auk fjölda annarra hvala, milljarða fiska og óteljandi hryggleysingja hafi drepist af völdum olíunnar sem lagðist eins og nálak yfir lífverurnar og kæfði, eitraði eða olli ofkólnun (hjá fuglum).
Eins og þetta ber með sér voru áhrif á lífríkið mjög mikil. Hins vegar nær Exxon Valdez slysið ekki inn á lista yfir 50 mestu olíuslys sögunnar ef einungis er litið til þess magns olíu sem slapp út í umhverfið."
http://visindavefur.is/svar.php?id=4715
Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 14:10
Fáar þjóðir hafa meiri þekkingu á sjávarútvegi en Norðmenn, bæði í veiðum vinnslu og sölu.Þeir eru samt óhræddir við að vinna olíu frá sjávarbotni, á fiskimiðunum sjálfum, og vinna hana í landi, í ekki neinni órafjarlægð frá fiskvinnslustððvum. Sama er með Skota.Allar þessar þjóðir hafa meiri þekkingu á olíu en Íslendingar.Færeyingar sem því sem næst lifa eingöngu á fskveiðum, meira en Íslendingar,þeir stefna á að dæla upp olíu á fiskimiðum sínum og vinna hana landi á Suðurey. Þar eru miklir fiskveiðabæjir.Fólkið í þeim bæjum virðist óhrætt við olíuna.Það er mál til komið að Vestfirðingar fái að stjórna sér sjálfir ,en þeim sé ekki stjórnað af öfgafólki á tjarnarbakkanum í R.vík.
Sigurgeir Jónsson, 3.5.2008 kl. 14:23
Sigurgeir Jónsson.
Olíuhreinsistöð hér skiptir alla Íslendinga máli en ekki einungis nokkur sveitarfélög á Vestfjörðum, eins og ég hef sýnt hér fram á.
Norðmenn byggja afkomu sína núna á olíuvinnslu en ekki fiskveiðum. Færeyingar og einnig Grænlendingar eru sex sinnum færri en við Íslendingar og þeir byggja afkomu sína aðallega á fiskveiðum og stóru árlegu framlagi frá Dönum. Og þessar þjóðir veiða mun minna af fiski en við Íslendingar gerum. Fiskimiðin við Ísland eru ein af matarkistum heimsins.
Ef Færeyingar fengju einhverjar tekjur af olíuvinnslu, langt frá þeirra ströndum en innan þeirra lögsögu, myndu þeir að öllum líkindum nota þær til að öðlast fullt sjálfstæði frá Dönum. Hugsanlegar tekjur Færeyinga af olíu myndu því skipta þá miklu meira máli en olíuhreinsistöð okkur Íslendinga.
"Þrjú olíufyrirtæki hafa leyfi til að bora eftir olíu árið 2001 og Statoil sem starfar með Philips, Veba og Enterprise hóf boranirnar vestan Hjaltlands nálægt landhelgi Stóra-Bretlands. Dýpt sjávar þar sem borað var er 1000 metrar og Statoil boraði rúmlega 3000 metra niður í landgrunnið."
http://www.nmr.dk/webb/news/news.asp?lang=5&id=1441
Sex árum síðar höfðu olíufélögin hins vegar ekki náð þar nokkrum árangri en Statoil hafði þá kostað ellefu milljörðum íslenskra króna til verksins.
Svokallað Drekasvæði okkar Íslendinga er langt norður í Ballarhafi, við Jan Mayen-hrygginn, og einnig einungis hugsanlegt að þar verði einhvern tíma unnin olía.
"Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að olíuboranir á Drekasvæðinu hefjist í fyrsta lagi 2011 svo nægur tími sé til að fara vandlega yfir umhverfismál.
Bréf hafa verið send á milli norskra ráðuneyta þar sem áhyggjum er lýst vegna hugsanlegrar olíuleitar norðaustur af Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa gefið heimild til forkönnunar á svokölluðu Drekasvæði nærri lögsögunni við Jan Mayen. Norska umhverfisráðuneytið lýsir áhyggjum sínum þar sem engin tök séu á að hefta mengun á svæðinu ef olía finnst."
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item173977/Býr Ólína Þorvarðardóttir "á Tjarnarbakkanum í Reykjavík" og sýnist þér á því sem ég skrifaði hér að ofan í athugasemd #12 að ég hafi alla tíð búið þar?!
Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 18:23
Svo skulum við ekki gleyma því að hafsvæðið út af Vestfjörðum er hluti af hafsvæði jarðarinnar ,og að stórum hluta komið sunnan frá Mexikóflóa, með Golfstraumnum,þar sem olíuhreinsistöðvar og olíuborpallar standa í röðum.
Sigurgeir Jónsson, 3.5.2008 kl. 18:27
Ólína Þorvarðardóttir býr að sjálfsögðu á Ísafirði og er Vestfirðingur.Ég ber mikla virðingu fyrir Ólínu og skoðunum hennar,eins og ég held reyndar að allir landsmenn geri.En ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvar Steini Briem býr, en ég held að hann sé ættaður frá Brjánslæk, og er þar af leiðandi Vestfirðingur.Ég ber virðingu fyrir öllum Vestfirðingum og tel þá fullfæra um að stjórna sér sjálfir og þurfi ekki til þess neina hjálp hvorki frá mér, né fólki kringum tjörnina í R.vík.
Sigurgeir Jónsson, 3.5.2008 kl. 18:39
Sigurgeir minn Jónsson.
Ísland er um sex þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa, þannig að ef þar yrði stórt olíuslys myndi olían þurfa að ferðast æði langa vegalengd og súpa marga fjöruna áður en hún kæmist alla leið að Íslandsströndum. Sú olía myndi því að öllum líkindum berast öll að ströndum Bandaríkjanna, til dæmis Flórídaskaganum.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1992
"This report from the California Energy Commission notes that even though 10 refineries representing 20 percent of the state's refining capacity were closed between 1985 and 1995, "it is unlikely that new refineries will be built in California." Why? Locals are concerned about the environmental impact of refineries ..."
"The National Petrochemicals and Refiners Association says that the last new refinery built in the United States was Marathan Ashland's Garyville, La., plant—and it was completed in 1976."
http://www.slate.com/id/2102031/
Hér á Íslandi er lýðræði en ekki einræði einstakra sveitarfélaga. Sveitarfélög á Vestfjörðum, og annars staðar á landinu, ráða því ekki ein hvort þar er reist olíuhreinsistöð. Slíkt þarf að sjálfsögðu að fara í umhverfismat og ég get lagt fram gögn í slíku mati, eins og allir aðrir, hvort sem ég bý á Vestfjörðum eða ekki, samkvæmt Lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Hins vegar hef ég bæði búið og starfað á Vestfjörðum, án þess að það skipti í rauninni nokkru máli í þessu sambandi. Einnig á Norðurlöndunum, í Eistlandi og Rússlandi, þar sem nóg er nú af olíunni, olíuhreinsistöðvunum og menguninni.
Jú jú, við Ólafur Egilsson erum báðir af Briemsættinni. Hann hefur oft hringt í mig frá útlöndum, kallinn, og hefur líka komið á mitt heimili. Á minn sann. Og hann finnur að sjálfsögðu til með vestfirskum smælingjum, sem geta ekki bjargað sér sjálfir. En það er miklu skemmtilegra að þvarga við þig um þetta mál en hann Óla frænda. Þú ert svo skemmtilega vitlaus, elsku kallinn minn.
Í þessu máli er nú að ýmsu að huga, til dæmis:
Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000106.html
Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2004033.html
Lög um varnir gegn mengun sjávar nr. 32/1986:
http://www.althingi.is/lagas/123a/1986032.html
Lög um bann við losun hættulegra efna í sjó nr. 20/1972:
http://www.althingi.is/lagas/123a/1972020.html
Lög um náttúruvernd 44/1999:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1999044.html
Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998007.html
Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um mengun sjávar af völdum olíu nr. 14/1979:
http://www.althingi.is/lagas/123a/1979014.html
Þessir þrír samningar eru Alþjóðasamningur frá 29. nóvember 1969 um íhlutun á úthafinu vegna óhappa sem valda eða geta valdið olíumengun, Alþjóðasamningur frá 29. nóvember 1969 um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar og Alþjóðasamningur frá 18. desember 1971 um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar.
Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 23:12
Þakka þér fyrir Steini minn Briem, að kalla mig vitlausan.Það tel ég hrós þegar þú notarþað í röksemdum þínum.Ég er mest hissa á því að þú skulir ekki vísa á einverja erlenda vefsíðu í þeim rökstuðningi.En þú hefði eflaust getað vísað á einhverja Íslenska.Sigling skipa nálægt landi er alltaf hættuleg og sigling olíuskipa sérstaklega vegna mengunarhættu.Sigling flutningaskipa fyrir Reykjanes er miklu hættulegri en inn á Vestfirðina.Það veit ég af eigin raun.Eftirlit með siglingum skipa er verið að auka hér við land með hugsanlegri aðkomu Ratsjárstofnunar.Að sjálfsögðu þyrfti að vera öflugt dráttarskip til taks fyrir vestan ef til kæmi sigling risaolíuflutningaskipa inn á Vestfirðina.Mér hefur alltaf fundist einkennilegt að ekki skuli vera fast varðskip fyrir vestan.Bygging olíuhreinsistöðvar fyrir vestan verður örugglega til þess að það skapast fleiri störf fyrir vestan.En eins og ég hef margtuggið upp Steini minn Briem, þá treysi ég Vstfirðingum sjálfum fullkomlega til að ákveða hvort reisa skuli oíuhreinsistöð fyrir vetsan,og ég efa ekki að að þeir munu skoða málið vel áður en fullnaðarákvörðun vrður tekin.Ég treysti þeim líka fullkomlega til að sigla olíuskipi inn á einhvern fjörðinn, án þess að það fari upp í fjöru.
Sigurgeir Jónsson, 4.5.2008 kl. 08:45
Þegar ég sagði að bygging olíuhreinsistöðvar fyrir vestan skapaði fleiri störf fyrir vestan, þá átti ég við, að það kæmu hugsanlega fleiri störf þangað , en sköpuðust af olíuhreinsistöðinni einni.En helst vildi ég að olíuhreinsistöðin kæmi hingað á Suðurnesin, en því miður eru aðstæður ekki fyrir hendi hér,og líka væri það úr siglingaleið olíuskipanna.
Sigurgeir Jónsson, 4.5.2008 kl. 08:54
Þú ert alveg ágætur, Sigurgeir minn, enda þótt mér finnist rök þín í þessu máli nú ekki upp á marga fiska, eins og ég hef sýnt hér fram á með því að vísa hér í málsmetandi menn og fréttir í þessum efnum.
Það veit að sjálfsögðu enginn hvar eða hvenær olíuslys verða. þau hafa hins vegar orðið um allan heim, bæði á sjó og landi, og gríðarlegar sprengingar í olíuhreinsistöðvum með tilheyrandi mannskaða. Olía er að sjálfsögðu eldfim og stórhættuleg í öllum meðförum, bæði á sjó og landi, og stórt olíuslys við Vestfirði, mörg þúsund sinnum stærra en hér hafa orðið hingað til, er andstætt hagsmunum íslensks sjávarútvegs. Og þar með bæði allra sjávarbyggða á landinu og allrar þjóðarinnar. Það er aðalatriði málsins, hvort sem menn búa á Flateyri, Bakkafirði eða Tjarnarbakkanum í Reykjavík.
Á Vestfjörðum hafa búið um fimmhundruð útlendingar undanfarin ár og haldið fiskvinnslunni gangandi þar. Og margir þeirra hafa orðið íslenskir ríkisborgarar. Ekki vantar því störf fyrir íslenskt verkafólk á Vestfjörðum og fólk flytur hér, sem annars staðar í heiminum, sífellt á milli staða í atvinnuleit. Háskólamenntaðir Vestfirðingar geta hins vegar fengið vinnu við til dæmis Háskólasetrið á Vestfjörðum, sem á að sjálfsögðu að efla, eins og Háskólann á Akureyri, sem hefur veitt þar gríðarlega mörgu háskólamenntuðu fólki góðan starfa. Og það þarf einnig að efla sjávarútvegsrannsóknir á Vestfjörðum.
Ferðaþjónusta á Vestfjörðum veitir einnig mörgum vinnu og hún mun eflast enn frekar á næstu árum með sífellt auknum ferðamannastraumi til landsins. Einungis Bláa lónið veltir nú meira en einum milljarði króna árlega og það er margt að sjá og skoða á Vestfjörðum, bæði fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn, árið um kring. Og ferðamannastraumurinn til Vestfjarða kemur til með að stóraukast með bættum samgöngum þar. Og sjóstangveiði gefur sífellt meiri tekjur.
Þar að auki munu margir margir starfa við vegabætur og gerð jarðgangna á Vestfjörðum. Og með bættum samgöngum er auðveldara fyrir fólk að búa á einum stað, til dæmis þar sem íbúðarhúsnæði er ódýrt, og vinna á öðrum stað, þar sem íbúðarhúsnæði er dýrara. Og frá Vestfjörðum eru stundaðar miklar fiskveiðar og margir starfa þar við grunn- og menntaskólakennslu, verslun, stjórnsýslu og þjónustu. Hins vegar vilja nú margir búa í fámenni og það er ein af ástæðunum fyrir því að fólk vill búa úti á landi.
Þorsteinn Briem, 4.5.2008 kl. 16:38
v/innleggs 24
Sæll aftur Steini Briem, ég er eiginlega sammála flestum þeim staðhæfingum sem þú setur fram Þú þarft bara reyna aða berja af þér afþér hlekki þröngsýninnar og skoða hlutina í stærra samhengi.
Mér sýnist þú bara hafa einsett þér að vera á móti í þessari olíuumræðu í upphafi, (af einhverjum orsökum). Grípur til allra hugsanlegra mótraka sem þér dettur í hug. Ekki jákvæður varðandi nokkurt atriði í umræðunni um stöðina. Öllum er hollt að skoða málin með opnum hug.
Klippti hér úr vísindavefnum:
“Talið er að meira en 2,5 milljarðar lítra af olíu eða 2,5 milljónir tonna fari í hafið árlega. Það fyrsta sem mörgum dettur sjálfsagt í hug þegar olíumengun í hafi er nefnd eru slys þar sem reglulega berast fréttir af því að olíuflutningaskip hafa misst mikið magn af olíu í hafið. Staðreyndin er þó sú að minnstur hluti af þeir olíu sem sleppur í hafið, líklega aðeins um 5%, er vegna slíkra stórslysa.” http://visindavefur.is/svar.php?id=4715
M.ö.o. stór olíulys er hverfandi orsök olíumengunar í höfunum. En þau líta illa út. Olíuhreynsistöð á Íslandi breytir engu þar um. Mengun af stöku olíuslysi við Ísland (eða annarstaðar) er bæði staðbundin og tímabundin.
Varðandi áhrifin á fiskveiðarnar hér verð ég að vísa á fyrstu innleggin mín hér að ofan.
Svo við nefnum samhengið aftur, þá skulum við benda á það að fiskiðnaðurinn er afar sveiflukenndur bransi sem glímir við margskonar erfiðleika, t.d.:
-Sveiflur í fiskigengd af náttúrulegum orsökum.
-Mistæka fiskveiðstjórnun.
-Áróður frá tilfallandi náttúruverndarsinnum (t.d. v/ hvalveiða, þorskveiða, grútarvinnslu ...)
-Erfiðleika í sjósókn vegna veðrfars.
Núna er fiskiðnaðurinn t.d. að upplifa stórslys. Eða er hægt að kalla þriðjungs niðurskurð í veiðiheimildum annað ? Áhrif af olíuslysi við Ísland á fiskiðnaðinn yrðu aldrei nema smámunir miðað við þetta.
Mér finnst ekkert réttlæti í því eigendur fiskveiðiheimilda hér við land eigi að geta stöðvað framfaramál annarra í skjóli hagsmuna sinna – jafnvel þótt möguleg óhöpp gætu haft lítilsháttar áhrif á afkomu þeirra.
Ég sé að ég er farinn að endurtaka mig einsog fleiri hér með vísanir í fyrri færslur. Þetta verður því síðasti pósturinn minn í þessum þræði.
bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:50
Sæll aftur Steini minn Briem.Ef þú getur komið með eitthvað sem bendir til þess að eigendur Granda hf. sem er fiskvinnslufyrirtæki með mikla hagsmuni hvað viðkemur veiðum,vinnslu, og sölu á fiski og þú vinnur hjá, styðji málflutning þinn og túarbrögð, að olíustöð skuli ekki rísa á vestfjörðum, þá færi ég kanski að taka mark á málflutningi þínum.Ég tek nefnilega meira mark á þeim en þér.Það er rétt hjá Ólinu Þorvarðardóttur þegar hún veltir upp spurningu um afsöðu útgerðarfyrirtækja til olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum.í öllum tilvitnanaflaumi þínum á vefsíður sem að þinni sannfæringu eru rök,hefur þú ekki getað bent á nokkurt sjávarútvegsfyrirtækji sem varar við því að reist verði olíuhreinsistöð hér á landi, því ef ekki er hægt að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum vegna mengunarhættu ,þá gilda þau rök að sjálfsögðu annarsstaðar á Íslandi.
Sigurgeir Jónsson, 4.5.2008 kl. 20:56
Bjarni minn Guðmundsson.
Við Íslendingar lifum sem þjóð á sjávarútvegi, ekki bara einstakir aflakvóta"eigendur". Þjóðin á fiskinn í sjónum, samkvæmt lögum, en ekki þeir, og löggjafinn, í umboði þjóðarinnar, getur úthlutað aflakvótum á annan hátt en hann gerir núna. Sjávarútvegsráðherra, í umboði Alþingis, úthlutar aflakvótum til eins árs í senn og útgerðarmenn, sem hafa fengið aflakvóta, eiga ekki rétt á einhverjum skaðabótum vegna til dæmis mun minni þorskkvóta, eða vegna þess að loðnan finnst ekki.
Við fluttum út vörur árið 2005 fyrir 194 milljarða króna og 57% þessa útflutnings voru sjávarafurðir, samkvæmt Hagstofunni.
Ég hef engan áhuga eða nennu til að vera á móti olíuhreinsistöð hér, einungis til að vera á móti henni, og hann Óli frændi er nú enginn kjáni. Ég tel hins vegar að hann hafi ekki skoðað allar hliðar þessa máls nógu vel og hann treysti því um of að ekki yrði stórt olíuslys við Vestfirði.
En það er hreinlega andstætt hagsmunum okkar sem sjávarútvegs- og matvælaframleiðsluþjóðar að hér verði reist olíuhreinsistöð, hvort sem líkurnar á stóru olíuslysi við Vestfirði, til dæmis á næstu fimmtíu árum, eru 10% eða 1%, eins og ég hef fært rök hér fyrir. Hversu miklar líkur telur einhver sautján ára gamall íslenskur unglingur á að hann lendi aldrei í árekstri á ævinni og hversu miklar líkur eru á að hann lendi í árekstri einhvern tíma á ævinni. Fjöldinn allur af mjög stórum olíuslysum hefur orðið um allan heim og það er alveg öruggt að þau verða einnig um allan heim í framtíðinni, enda þótt við vonum hið gagnstæða.
Væntingar og vonir eru hins vegar ekki það sama og staðreyndir. Annars væru allir orðnir ríkir á hlutabréfakaupum.
Þorsteinn Briem, 4.5.2008 kl. 21:12
Sigurgeir minn Jónsson.
Ég vitna hér enn og aftur í orð Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda, um að hreinleiki hafsins í kringum landið skipti okkur Íslendinga öllu máli:
"Hvers vegna er sjávarútvegurinn ennþá svona mikilvægur og hvað er það sem stuðlar að árangri atvinnugreinarinnar? Hjá HB Granda leggjum við áherslu á fjögur meginatriði eða leiðarstjörnur, sem grundvöllinn að öllum okkar árangri. Í fyrsta lagi tölum við um hreinleika sjávarins í kringum Ísland. Ekkert má verða til þess að spilla honum."
Og verði hér stórt olíuslys vegna olíuhreinsistöðvar verður hafið hér ekki lengur hreint. Það er ekkert sem þú getur komið í veg fyrir, Sigurgeir minn, sama hversu mikið þú lemur höfðinu við steininn eða Steina Briem í þessum efnum. Og nú er kollurinn á þér orðinn alblóðugur og ráð fyrir þig að koma þér á Slysó, elsku kallinn minn.
Er þetta ekki orðið ágætt, strákar mínir? Nú er bara að setja upp lesgleraugun og lesa það sem stendur hér fyrir ofan.
Farinn í göngutúr á ströndinni.
Farið varlega í umferðinni. Slysin gera ekki boð á undan sér.
Þorsteinn Briem, 4.5.2008 kl. 21:40
Mér var fullkunnugt um afstöðu forstjóra Granda hf.um afstöðuna til hreinleika hafsins,hans afstaða er afstaða allra sem starfa í sjávarútvegi, þar á maðal mín. En ég spurði þig um afstöðu eigenda Granda hf. til byggingar olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Ég efast ekki um að Árni Vilhjálmsson,sem þú ert í vinnu hjá, bregst fljótt við ef þú spyrð hann.Ég held meira að segja að þú mættir hringja í hann strax.
Sigurgeir Jónsson, 4.5.2008 kl. 22:16
Nálægt upphafi kommentana við þessa bloggfærslu (no 12 komment) segir Steini Briem við einhvern Jóhannes G.: "Þú þorir ekki einu sinni að koma hér fram undir nafni! Slíkur og þvílíkur er aumingjaskapurinn. En sakar samt aðra menn um "einstefnu og offors" og nafngreinir þá".
Þetta er allt gott og vel. En hver er "Steini Briem"? Einu upplýsingarnar sem hann veitir er að hann sé "undrabarn". Aðrar persónuupplýsingar koma ekki fram svo séð verði, a.m.k. ekki á sýnilegri forsíðunni. Er Steini Briem hans rétta nafn? Er hann þá Hafsteinn? Þorsteinn? Jósteinn? Steingrímur? Steindór? Kantsteinn?
Er hann ekki jafn nafnlaus og "Jóhannes G."? Auðvitað væri til bóta að vita hver Jóhannes G. er. En ef ég ætlaði t.d. að fletta upp á "Steina Briem" í islendingabok.is eða í símaskránni þá kæmist ég álíka langt með þá báða. Ekkert. Ég segi þeta burt séð frá málflutningi þeirra að öðru leyti.
Friðrik Þór Guðmundsson, 4.5.2008 kl. 23:13
HB.Grandi kannast ekki við að neinn Steini Briem sé á launaskrá fyrirtækisins, hvað þá að hann hafi umboð til að vera talsmaður þess. Trúlegast er Steini Briem á launaskrá K. listans í Bolungarvík.
Sigurgeir Jónsson, 5.5.2008 kl. 09:27
Eruð þið ENN að gapa hér eins og þorskar á þurru landi, strákar mínir?! Er þetta nú ekki orðið gott hjá ykkur?!
Sigurgeir Jónsson.
Hvenær hefur einhver sagt hér, eða annars staðar, að ég sé, eða hafi verið, starfsmaður Granda?! En oft hef ég nú komið þangað og einnig spjallað við Árna Vilhjálmsson. Og flesta útgerðarmenn á landinu. Ég vann hins vegar fyrir margt löngu til dæmis hjá Jóni Ásbjörnssyni í Reykjavík, sem kvæntist frænku minni í móðurætt.
Og ég hef aldrei átt heima í Bolungarvík en ég hef farið í einn afleysingaróður þaðan. Hins vegar bjó ég um tíma í Hnífsdal fyrir margt löngu. Er þessi K-listi í Bolungarvík eitthvað verri en aðrir listar á landinu? En ef einhver vill leggja pening inn á reikningsnúmerið mitt er það 0311-26-6300 í KB-banka, eða þá sparisjóðsbókina mína á Dalvík, sem ég hef aldrei tekið út af. Sparisjóðurinn er nú að reisa menningarmðstöð á Dalvík fyrir þann pening. Leggið frekar inn á hana. Það er þarft málefni, strákar mínir.
Hvers lags rugl er þetta eiginlega í ykkur?! Farið nú út að leika þér í góða veðrinu!
Forstjóri Granda hefur sagt eftirfarandi opinberlega, eins og ég hef bent hér á oftar en einu sinni, og lærðu nú að lesa almennilega:
"Hvers vegna er sjávarútvegurinn ennþá svona mikilvægur og hvað er það sem stuðlar að árangri atvinnugreinarinnar? Hjá HB Granda leggjum við áherslu á fjögur meginatriði eða leiðarstjörnur, sem grundvöllinn að öllum okkar árangri. Í FYRSTA LAGI tölum við um HREINLEIKA SJÁVARINS í kringum Ísland. EKKERT MÁ VERÐA TIL ÞESS AÐ SPILLA HONUM."
Og að sjálfsögðu GETUR orðið olíuslys við Vestfirði, EF þar yrði reist olíuhreinsistöð. ÞAÐ ER ALVEG LJÓST. Hættan er EKKI NÚLL. Grandi, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er nú þegar búinn að segja að EKKERT megi verða til að spilla hreinleika sjávarins í kringum Ísland og Grandi fer að sjálfsögðu ekki að taka það til baka.
Friðrik Þór.
Gerðu bara það sama og Sigurgeir, settu upp lesgleraugun, og lestu almennilega það sem ég hef skrifað, til dæmis á mínu bloggi og byrjaðu þar á fyrstu færslunni, þar sem ég er að verja Óla frænda í þessu máli. Þá veistu hvað ég heiti.
Þorsteinn Briem, 5.5.2008 kl. 12:44
"Farið nú út að leika ykkur í góða veðrinu" átti þetta nú að vera.
Nema þið viljið leika ykkur með hann Sigurgeir.
Hafið það bara eins og þið viljið en hreinsið fyrst olíuna úr sandkassanum ykkar, strákar mínir. Hún er óholl fyrir ykkur.
Þorsteinn Briem, 5.5.2008 kl. 12:55
Þakka þér fyrir Steini minn Briem.Það verður víst ekki neinu logið á ykkur Breimana.En þótt þú sért ekki lengur á launaskrá hjá HB.Granda þá þýðir það að sjálfsögðu ekki það að þú hafir ekki unnið þar.Hafðu það gott í góða veðrinu og passaðu þig á sólarolíunni Steini minn.Þú ert betri arabinn sem ég hitti í Port Said fyrir þrjátíu árum.Haltu áfram að leika þér.
Sigurgeir Jónsson, 5.5.2008 kl. 14:39
Þetta átti nú að vera, betri en arabinn, Steini minn.Ég bið kærlega að heilsa Óla frænda þínum.
Sigurgeir Jónsson, 5.5.2008 kl. 14:50
Það er naumast fjörið hér í athugasemdunum - það iðar bara allt af lífi rétt á meðan ég bregð mér af bæ.
Gaman að sjá ykkur skiptast hér á skoðunum í bróðerni. Ég held ég dragi mig bara í hlé og láti ykkur um að klára rökræðuna.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.5.2008 kl. 14:58
Hér sé stuð og allt í mesta bróðerni, Ólína mín. Alveg óhætt hjá þér að ferma. Og ég veit ekki til þess að ég eigi einhverja óvini. Þeir þora þá alla vega ekki að gefa sig fram. Blink blink!
Hvaða eilífa suð er þetta eiginlega um að ég hafi einhvern tíma verið á launaskrá hjá Granda, Sigurgeir minn?! Ég er að tala um þennan mæta mann og ég er ekki hann, síðast þegar ég vissi. En ef hann er ég ættirðu nú að slá á þráðinn til hans og láta hann vita af því:
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, flutti ofangreinda ræðu, Hafið, veiðistjórnunin, fyrirtækið og vörurnar mynda órofa heild, á Sjómannadaginn 2006 og ræðan var birt í heild á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ:
http://www.liu.is/news.asp?ID=161&type=one&news_id=493&menuid=
Þar er að vísu ekki sagt hver hjá HB Granda flutti ræðuna en á Vísir.is kom það hins vegar fram:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=2006106120050
Eggert Benedikt Guðmundsson er Dipl.-Ing. í rafmagnsverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi, og MBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona á Spáni. Eggert starfaði sem verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu árin 1990-1995. Að námi í IESE loknu vorið 1997 hóf Eggert störf hjá Philips Electronics í Belgíu, en flutti sumarið 2000 til Philips í San José, Kaliforníu.
Hjá Philips vann Eggert við vörustjórnun, markaðsstjórnun og viðskiptaþróun. Frá Kaliforníu flutti hann til Íslands í júní 2004 og hóf þá störf sem markaðsstjóri HB Granda. Og í febrúar 2005 tók Eggert við sem forstjóri fyrirtækisins eftir sameiningu HB Granda hf. við Tanga hf. og Svan RE 45 ehf.
Þorsteinn Briem, 5.5.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.