Takist ekki að leysa hnútinn - þá þarf að höggva á hann

nurseB Það er ekkert sem heitir, heilbrigðisráðherra verður sjálfur að ganga í þetta mál og leysa það. Stjórn spítalans getur það augljóslega ekki - og starfsfólk virðist ekki vilja það. Kergja á báða bóga og lítill sem enginn samstarfsvilji, hjá hvorugum deiluaðila. Starfsfólkið neitar að viðurkenna rétt stjórnendanna til þess að stjórna spítalanum, stjórnendur á hinn bóginn vilja ekki beygja sig fyrir kröfum starfsfólks.

Þrátefli og reiptog - og ekkert gengur - neyðarástand yfirvofandi.

Eins og fyrri daginn eru það sjúklingar spítalans sem líða fyrir átökinn - þeir virðast bara hafa gleymst.

Úr því sem komið er verður bara að taka málið úr höndum stjórnar spítalans - höggva á hnútinn ef ekki tekst að leysa hann.

 


mbl.is Neyðaráætlun með öðrum spítölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Frjálshyggjuliðið ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur, eins og venjulega, til að spara í ríkisútgjöldum. Þeir láta aðalsukkið vera, þotuliðið, útþenslu sendiráða, lífeyrishneyksli þingmanna, sukkið í landbúnaðarkerfinu og ríkiskirkjufyrirkomulagið.

Þetta sem ég taldi upp eru aðal meinsemdirnar í ríkisrekstrinum. Í staðinn níðast þeir á þeim sem hafa langlélegustu launin miðað við ábyrgð a.m.k., heilbrigðis- og umönnunarstéttina.

Alltaf jafn stórmannlegir frjálshyggjumennirnir.

Theódór Norðkvist, 30.4.2008 kl. 10:06

2 identicon

Þú virðist gleyma einu Ólína Þorvarðardóttir. Fólk hefur fullan rétt á að segja upp störfum og jafnvel Guðlaugur Þór getur ekkert gert í málinu.

Henry Bæringsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:24

3 identicon

Ég er virkilega brjáluð fyrir hönd skuðrhjúkrunarfræðinga, en ekki hvað síst fyrir hönd sjúklinganna.

Hvar annars staðar hefðu starfsmenn látið bjóða sér breytingar á vinnufyrirkomulagi sem fela í sér kjaraskerðingar? Og hvar annars staðar en á Landspítalanum hefði fólki dottið í hug að skella á yfirgripsmiklum breytingum án alls samráðs við starfsfólk? Valdboð, það er stefna yfirstjónar Landspítalnans.

 Rangfærslurnar sem Anna Stefáns hefur komið með í þessu máli eru ótrúlegar. Hún heldur því fram að fyrirhugaðar breytingar feli í sér bætta þjónustu við sjúklinga þegar í raun er verið að draga saman í þjónustu. Svo vogar hún sér að halda því fram að skurð og svæfingahjúkrunarfræðingar séu bara að væla yfir meiri helgarvinnu. Þvílik og önnur eins vitleysa! Í mörgum tilvikum er verið að breyta því fyrirkomulagi að hafa tvo skurðhjúkrunarfræðinga í húsi yfir í að hafa bara einn, sem allir sem kynna sér vinnubrögð á skurðstofum geta séð að gengur ekki í bráðaaðstæðum. Auk þess er nú ætlast til að hjúkruanfræðingar hlaupi á milli sérgreina undirbúningslaust, sem er ekki bjóðandi nokkrum manni, allra síst sjúklingunum.

Ég hef upplifað að vinna við starfsaðstæður þar sem mér finnst álagið og aðstæðurnar sem boðið er upp í hreint og beint ógna öryggi sjúklinga og ég skil skurðhjúkrunarfræðinga mjög vel að vilja ekki láta setja sig í þau spor.

Þar að auki er víða rætt um það á spítalanum að fresturinn sem yfirstjórnin bauð upp á núna hafi aðeins átt að vera til að kaupa sér frið yfir mesta álagstímann í sumar, og skella svo þessum breytingum á í haust óbreyttum. Það var aldrei boðið upp á neinar viðræður, hvorki á þeim tíma sem var til stefnu (þ.e. á uppsagnarfrestinum) né nú. Jú, alveg rétt það voru einstaklingsviðtöl í boði þar sem talað var yfir hausamótunum á hverjum og einum - alveg tilvalin leið til að brjóta niður samstöðu. Ekki furða að hlaupin sé kergja í fólk.

En engu að síður er það mjög sorglegt að svona sé komið, og ég vona að þessi mál leysist sem allra fyrst. Ég vona bara að umræðan þróist ekki þannig - sem oft vill verða þegar umönnunarstéttir eiga í hlut, að þegar við erum að berjast fyrir okkar kjörum sé okkur sama um skjólstæðingana. Jú, af því að starf okkar felur í sér ábyrgð eigum við að sætta okkur við hvaða kjör sem er. Auðvitað berum við umyggju fyrir sjúklingunum, annars hefðum við aldrei sóst eftir starfi á þessum vettvangi. Það þýðir ekki að það megi nýta sér það til að valta yfir okkur.

Með kveðju, Erla Rún.

Erla Rún (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með Erlu Rún

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Tiger

Já, væri nú ekki betra ráð að taka það fé sem eytt er um allar tryssur í óráðsíu - og setja það inn í heilbrigðismál og önnur mál er varða heilsu og líf sem og velferð samborgaranna? Ég er endalaust hissa á því hve þolinmóð við erum svona mitt í öllum vandræðaganginum sem einkennir landið núna..  bæði í stjórnmálum borgar og bæja sem og bara fjármálum almennt.

Tiger, 30.4.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var nú að reyna að minna á sjúklingana á minni síðu, að vísu mjög harkalega, en fékk aldeilis skömm í hattinn, einkum frá froðufellandi hjúkrunarfræðingum. Þeir skeyta nú ekkert um neitt nema sjálfa sig eins og reyndar er vaninn í vinnudeilum. Hinir virðasst engu engu. Það var upplifun að hlusta á einn af yfirimönnum spítalans neita að svara spurningum fréttamanns sjónvarps, rétt eins og þetta komi þjóðinni ekki við. Þegar hún var spurð hvort það væri ekki skylda hennar að svara slíkri spurningu svaraði hún að hún svaraði því ekki. Ef kergja beggja aðila er orðinn slík að siðferðisskyldur og aðrar skyldur koma ekki málinu við er ekki von á góðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 19:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig á Guðlaugur Þór að höggva hnútinn í málinu? Ég fæ ekki betur séð en að hann sé hnúturinn.

Það þýðir ekki að benda á stjórnendur spítalans, því eftir höfðinu dansa limirnir. Það verður ekki það höfuð sem fýkur komi til þeirra hluta, svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2008 kl. 20:32

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Tja, ég sé ekki betur en Guðlaugur Þór sé búinn að  höggva á hnútinn - svei mér þá

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.4.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband