Dimmitantar vekja gamla skólameistarann sinn

 dimmisjon08 Ég vaknađi viđ hávađa í morgun, gaul og trommuslátt. Klukkan ekki nema rétt rúmlega sex. Hundurinn var órólegur og ţegar ég nuddađi stírurnar úr augunum rann ţađ upp fyrir mér ađ vorbođarnir voru komnir fyrir utan húsiđ mitt. Dimmitantarnir úr Menntaskólanum á Ísafirđi ađ kveđja gamla skólameistarann sinn.

Ţegar ég kom út á svalirnar, heldur úfin og argintćtuleg í morgunsáriđ, höfđu ţau rađađ sér upp. Um ţađ bil fjörtiu sćtir, litlir póstmenn - eđa voru ţau Super Mario ? - ég er ekki viss. En svo mikiđ er víst ađ ţau brustu ţau í söng: 

"Ţađ er sárt ađ sakna, einhvers - lífiđ heldur áfram til hvers" sungu ţau sterkum rómi, og héldu áfram: "Er ég vakna, Ó - Ólína ţú er ekki lengur hér!"

Ţađ var ţung áhersla á Ó-iđ og svo aukataktinn í Ólína. Augljóslega vel ćft. Svo skelltu ţau sér beint í "Gaudeamus" sem ţau sungu međ prýđi og virtust kunna ágćtlega.

Eins og fyrri daginn hlýnađi mér um hjartarćturnar. Eftir nokkrar kćrleikskveđjur héldu ţau svo för sinni áfram, og ég stóđ eftir međ kveđjuţela fyrir brjóstinu, og eitthvađ í auganu.

Ennţá finnst mér ég eiga svolítiđ í ţeim - og svo sannarlega eiga ţau heilmikiđ í mér.

Heart

Takk fyrir heimsóknina elskurnar - megi lífiđ brosa viđ ykkur eins og sólin gerđi í morgun.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ađalheiđur Ámundadóttir

Yndislegt, ég get vel skiliđ hvers vegna ţú fćrđ eitthvađ í augađ ţegar ţessir fyrrum skjólstćđingar ţínir sýna ţér svona kćrleika.

Ađalheiđur Ámundadóttir, 25.4.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt og ég varđ öll svona búhú innan í mér

En mikiđ svakalega líđur tíminn, finnst eins og ég sé nýlega búin ađ lesa um dimmitanta síđasta árs.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 08:50

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikiđ var ţetta fallegt...    Mér segir svo hugur um ađ ţađ sem ţú fékkst í augađ hafi veriđ í vökvaformi.

Gleđilegt sumar, Ólína, og takk fyrir veturinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Yndisleg ungmenni. Ţetta hefur veriđ  óvćntur en sá yndislegasti vorbođi sem hćgt hefđi veriđ ađ hugsa sér. Gleđilegt sumar og velkomin í bloggvinahópinn minn.

Sigurlaug B. Gröndal, 25.4.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ţetta var ljúft.

Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:07

6 identicon

Rétt ađ rifja upp hinn sígilda stúdentasöng og hlusta svo:

Gaudeamus igitur

  : , : Gaudeamus igitur,
 iuvenes dum sumus! : , :
 Post iucundam iuventutem,
post molestam senectutem
 : , : nos habebit humus : , :

: , : Vivat academia,
 vivant professores! : , :
 vivat membrum quodlibet,
vivant membra quaelibet,
: , : semper sint in flore : , :

http://www.youtube.com/watch?v=08GTGKvR5ZQ

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 25.4.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Landfari

Ég er greinilega ekki einn um ađ hafa haft svolítiđ álit á ţér sem skólastjóra, ţó ég hafi aldrei haft ţig sem einn síkan.

Til hamingju međ ţetta.

Landfari, 25.4.2008 kl. 13:16

8 identicon

Ţú varst góđur skólameistari Ólína - ţađ sakna ţín margir úr skólanum.

GG (IP-tala skráđ) 25.4.2008 kl. 14:36

9 identicon

Ţađ er ekkert betra en ađ koma góđu fólki á óvart :)

Ég man eftir ţví ţegar ég var í ţessum sporum og leit viđ hjá ţér og Sigga og fékk lýsi ásamt góđum hafragraut.

Guđbjörg Stefanía Hafţórsdóttir (IP-tala skráđ) 25.4.2008 kl. 22:03

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Ég man ţađ líka Guđbjörg mín

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 25.4.2008 kl. 22:16

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ţetta var frábćrt !

Marta B Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 00:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband