Gleðilegt sumar

fifill Gleðilegt sumar bloggvinir og lesendur góðir. Það eru víst síðustu forvöð að brúka mannasiðina og óska gleðilegs sumars, svona áður en sól hnígur til viðar á þessum fyrsta degi sumars.

Ég hef það mér til afsökunar að hafa verið vant við látin í allan dag. Sem stjórnarmaður í Menningarráði Vestfjarða var ég við þau ljúfu skyldustörf að vera viðstödd afhendingu á styrkjum til 48 menningarverkefna sem menningarráð hefur úthlutað að þessu sinni. Afhendingin fór fram á Hólmavík þar sem mikið var um dýrðir í dag. Hólmvíkingar eru að taka í notkun nýtt Þróunarsetur sem jafnframt var til sýnis fyrir almenning, svo það fór vel á því að tilkynna um úthlutun menningarráðs af sama tilefni. Athöfnin fór  fram í félagsheimilinu þar sem ungmenni staðarins skemmtu gestuM með brotum úr uppfærslu leikfélagsins á Dýrunum í Hálsaskógi. Boðið var upp á kaffi og tertur og allir í hátíðarskapi.

Sólin skein og fánar blöktu við hún. Þetta var reglulega góður dagur.

ps: Munið svo eftir að taka eftir því hvernig ykkur verður svarað í sumartunglið - megi það vita á gott. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar Ólína og takk fyrir bloggveturinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar Ólína og bestu þakkir fyrir góð skrif.

Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Tiger

  Gleðilegt sumar Ólína og þakka þér fyrir frábæra pistla í vetur. Hlakka til að lesa þig í sumar. Vonand áttu ævintýraríkt og yndislegt sumar mín kæra og endilega vertu ekkert að halda þeim ævintýrum fyrir þig sjálfa, leyfðu okkur að njóta með þér hérna á sumarblogginu ... Skemmtileg þessi þjóðtrú með fyrsta sumartunglið - ég ætla að muna þetta þegar ég sé tunglið næst (fyrsta sumartunglið) og athuga hvað ég fæ að heyra um sumarið mitt... *bros*.

Tiger, 25.4.2008 kl. 03:38

4 identicon

Gömul kona sagði mér eitt sinn af stúlku sem lét svara sér í sumartunglið. Hún hafði nýlega trúlofuð sig pilti. Stúlkan sat þögul á stól og beið eftir spánni. Þá kom að kona sem sagði við hana " varaðu þig á honum hann er valtur", átti þá við stólinn. Viti menn, pilturinn sveik hana áður en sumrinu lauk. Svo þetta á víst að virka. Gleðilegt sumar

Halla Signý Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt sumar, Ólína mín!

Þorsteinn Briem, 25.4.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband