Sýndarfyrirtæki Íslensks hátækniiðnaðar?

Þetta er dularfullt í meira lagi. Ég fór að leita að heimasíðu Katamak-NAFTA, fyrirtækisins sem Íslenskur hátækniiðnaður fullyrðir í fréttum að sé í samstarfi við sig um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Fyrirtækið sé dótturfyrirtæki Geostream (raunar spyr ég mig líka: Hvað er Geostream?)

Það sem ég fann um Katamak-NAFTA var eftirfarandi:

Heimilisfang í Dublin á Írlandi - og síða með slóðinni http://www.katamak.ru/english.html. Yfirskrift þessarar síðu er Iceland Petroleum Refining Company - íslenska olíuhreinsifélagið !!! Íslenski titillinn er líka á síðunni. FootinMouth 

Þetta er það sem íslenskur hátækniiðnaður kallar "heimasíðu" fyrirtækisins -  og þeir tala um sem raunverulegt fyrirtæki. Skoðið þetta bara sjálf. Efnislega er ekkert á síðunni nema tilvísanir í íslenska fjölmiðla. Ekkert um fyrirtækið sjálft.

Það er verið að hafa okkur öll að fíflum: Vestfirðinga, fjölmiðla, sveitarstjórnarmenn og almenning í landinu. 

Og ef það er eitthvað sem hleypir í mig illu blóði þá er það þegar einhver reynir að spila með mig. Angry

 Nú bíð ég spennt eftir Kompás þætti kvöldsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta minnir mig strax á "erlenda bankann" sem átti að hafa verið með Finni og Ólafi í að kaupa Búnaðarbankann um árið og reyndist svo ekki vera til - eða bara á þeirra pappírum.

Rosaleg skítalykt er af þessu! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.4.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

He he, það væri samt flott að fá Abramovich og félaga til viðskipta á Íslandi. Kannski keypti hann þá líka KR og gerði þá að peningastórveldi a la Chel$ky.

Pétur Kristinsson, 15.4.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Sævar Helgason

Það virðist vera heilmikill Pókerbragur á málinu.

Sævar Helgason, 15.4.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vísa til þessarar bloggsíðu þinnar, Ólína, á minni síðu varðandi Katamak-NAFTA. Hér á við það sem Ragnar Reykás sagði: "Ég finn skítalykt af þessu máli."

Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður stuð að sjá Ólínu í skæruhernaði gegn Óla frænda, með sprengjuvörpur og alles. Alla vega meira spennandi en Savanna tríóið og Þrjú á palli. En Guð almáttugur hjálpi þeim sem fara í stríð við Briemsættina. Hún hefur stjórnað þessu landi í 200 ár og nú með Davíð Oddsson í fararbroddi. Good luck, Ólína mín! Þú hefur alla mína samúð. Amen.


Þorsteinn Briem, 15.4.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er satt sem þú segir að þetta er í meira lagi gruggugt. Er Íslenskur hátækniiðnaður = Íslenska olíuhreinsifélagið? Ef Katamak-NAFTA er dótturfélag Geostream, hvers vegna kemur þá síða íslenska félagsins upp undir slóðinni? Hérna kemur fram að Geostream sé rússneskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að taka stafænar landupplýsingar og breyta þeim í viðskiptaáætlanir. Undir heimasíðu Geostream sá ég Ísland nefnt í flokknum "Mini-Refinery Plant design".  Ísland er þar annars í góðum félagsskap staða eins og Síberíu, Úralfjalla, Irkutsk og Kazakhstan. Treysta Vestfirðingar virkilega að þessum kónum sé treystandi í umhverfismálum?

Hvaða sértrúarsöfnuður hefur eiginlega hreiðrað um sig fyrir vestan?

Sigurður Hrellir, 16.4.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er sennilega óþarfi fyrir mig að tala um ilminn sem leggur um Arnarfjörðinn. Ég segi bara eitt, gerið grein fyrir hvert þetta fyrirtæki er og hverjir standa á bak við það.

Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 07:28

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óli frændi er nýkominn á eftirlaun í utanríkisþjónustunni, 72ja ára gamall í ár, og vill bara halda áfram að vinna. Hann er nú enginn glæpon og vantar ekki aurinn. Telur þessa olíustöð vera Vestfirðingum fyrir bestu. Og það verður bara að leggja kalt mat á þessa hugmynd, hvort hún er góð eða slæm fyrir landið allt, ekki bara Vestfirði.

Margir sjá einungis nytsemisfegurð náttúrunnar og þannig hefur Gunnar á Hlíðarenda trúlega verið að vísa til hennar og lagt græn tún á vogarskálarnar, en ekki urð og grjót, upp í mót, þegar hann sagði si svona: "Helvíti er Hlíðin smart. Ég fer ekki rassgat!" Ætli það hafi ekki verið Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur, og aðrir rómantíkerar, sem fundu upp rómantíska fegurð íslenska grjótsins.

Rómantísk fegurð Vestfjarða væri ekki til ef enginn maður hefði séð þá og fegurð af öllu tagi er einungis til í kollinum á okkur sjálfum. Þannig er fegurð Vestfjarða út um allan heim og ferðast með viðkomandi manni. Einhver Jónína Jónsdóttir gæti til að mynda haldið því fram að Akureyri sé fallegri en Hnífsdalur, en enda þótt ég hafi búið á þessum stöðum, er mér þessi skoðun hennar einskis virði. Jónína þessi hefur engan sérstakan rétt til að búa á einhverjum stað, bara af því að henni finnst staðurinn fallegur frá rómantískum sjónarhóli séð.

Og ég efast um að Gunnar á Hlíðarenda hafi séð annað en nytsemisfegurð í Hallgerði sinni langbrók. Hún og Bergþóra, kona Njáls á Bergþórshvoli, voru stórglæpamenn á nútíma mælikvarða, drápu menn fyrir hvor annarri, en samkvæmt Njálu var Bergþóra "drengur góður". Og hversu oft hefur ekki sést par hér á götum höfuðborgarinnar, sem ætla má að bestu manna yfirsýn að sé svona dæmigert nytsemispar, karlinn lítill og ljótur en konan ægifögur, samkvæmt vestfirskri mælistiku.

Og eins og Gunnar á Hlíðarenda sá nytsemisfegurðina í grænum túnum Hlíðarinnar sér Óli frændi sömu fegurð í ljósum olíustöðvar á Vestfjörðum. Aftur á móti kvæntist Óli mikilli fegurðardís, Rögnu Sverrisdóttur frá Akureyri, af Reykjahlíðarættinni, þannig að hann sér nú ekki bara nytsemisfegurðina í fólki og fyrirtækjum. Og enda þótt Óli frændi sé lögfræðingur, eins og flestir Brímarar, eru til þeir lögfræðingar sem greitt hafa lokka við Galtará.

Ég skal greiða
þér lokka
við Galtará,
gefa þér
anímónur,
allt sólskinið
í Súdan,
tunglskinið
á Ægissíðu
og hjarta mitt
á silfurfati,
ef þú fellur fram
og tilbiður mig.

Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 08:56

10 identicon

Nafnið "hátækiniðnaður" er algjörlega út i bláinn og villandi um starfsemi olíuhreinsunarstöðvar. Ég sá viðtal við Ólaf þar sem hann segir eitt aðalmarkmið fyrirtækisins vera það að leggja lóð á vogarskálarnar í íslensku atvinnulíf. Þetta er náttúrulega út í hött því ég held að rússneskir olíukóngar séu ekkert sérstaklega með áhyggjur af landsbyggðinni á Íslandi.,

Ég sakna þess að fjölmiðlar hafa ekki sýnt þessu máli næga athygli því það er einhver maðkur í mysunni.

Furðulegast finnst mér umræðan um að kaupa mengunarkvóta erlendis frá. Verður mengun á Íslandi eitthvað minni ef kvótinn kemur utanfrá?

Andrea Þormar (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:07

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Árni Guðmundsson sagði: "Það er leitt að sjá fólk dæma góðar viðskiptahugmyndir fyrirfram án þess að hafa neitt í höndunum annað en óstaðfestan söguburð."

Ef þetta fólk gerði hreint fyrir sínum dyrum væri ekki verið að tala um "óstaðfestan söguburð". Er þetta mál ekki of stórt til að vera í Texas Hold-em? 

Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 15:49

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skal opna huga minn þegar þeir opinbera sín mál. Ekki fyrr.

Villi Asgeirsson, 17.4.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband