Hvers vegna Bolungarvíkurgöng?

Þá á ég við nafngiftina. Göngin liggja ekki undir Bolungarvík - heldur til Bolungarvíkur frá Ísafirði. Þau liggja um Óshlíð og ættu því að heita Óshlíðargöng.

gongin-deiglan.is  Ekki köllum við Hvalfjarðargöngin Akranessgöng, eða Kjósargöng. Þau liggja um Hvalfjörð og þess vegna heita þau Hvalfjarðargöng. Myndum við nefna göng undir Hellisheiði Hveragerðisgöng, eða Rauðavatnsgöng?

Nafnið Bolungarvíkurgöng er hugsunarvilla.  Kannski er þetta til komið vegna þrýstings frá heimamönnum - Bolvíkingar eru oft býsna seigir við að koma nafni bæjarfélagsis að. Ekkert nema gott um það að segja.

Hitt er svo annað mál að kannski er þetta réttnefni eftir allt saman - því þessi göng gagnast auðvitað fyrst og fremst Bolvíkingum - þau eru mikilvægt umferðaröryggismál fyrir þá.

Aðrir Vestfirðingar bíða enn eftir því að komast í heilsárs vegasamband við landið. En það er önnur saga.

Ég óska Bolvíkingum til hamingju. Megi þeir vel njóta.


mbl.is Verksamningar Bolungarvíkurganga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæl Ólína.

Það fór þá aldrei svo að við yrðum ekki sammála um eitthvað. Þau hljóta þá að heita Hnífsdalsgöng þegar maður keyrir frá Bolungarvík.

Ingólfur H Þorleifsson, 8.4.2008 kl. 19:41

2 identicon

"Bolungarvíkurgöng"?! Þessi göng eiga sem sagt bara að liggja í aðra áttina. Ólína hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér í þessu. Þetta eru Óshlíðargöng.

Og nú er sjálfsagt að sameina Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað undir nafni Ísafjarðarbæjar, og spara þannig árlega mikið vit og mikið fé, samkvæmt fyrirliggjandi útreikningum.

http://vgwww.vegagerdin.is/oshlid.nsf/Mynd_stor.jpg?OpenImageResource

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Sammála þér Ólína, þetta eiga auðvitað að heita Óshlíðargöng.

Hallgrímur Óli Helgason, 8.4.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson


Ég er nú búin að vera í verktaka bransanum og hef bara aldrei heyrt talað um neitt nema Óshlíðargöng, þannig það kemur mér mjög á óvart ef það á allt í einu að fara að kalla göngin Bolungarvíkurgöng. Ætli þetta sé ekki komið frá eithverjum fréttamann ættuðum úr bolungarvík, því þetta er boðið út sem Óshlíðargöng að mér best vitandi.

Kv. Bjössi 

Björn Júlíus Grímsson, 8.4.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Björn.

 Ég man ekki betur en það hafi komið fréttatilkynning úr samgönguráðuneytinu ekki alls fyrir löngu þar sem tilkynnt var að göngin ættu að heita Bolungarvíkurgöng - svo furðulegt sem það nú er.

Merkingarfræðinnar vegna vona ég að menn sjái sig um hönd.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.4.2008 kl. 09:50

6 identicon

Óshlíðargöng eru mun fallegra nafn. En það er hins vegar heilmikil hefð fyrir því að nefna göng eftir öðrum áfangastaðnum. Í grófum dráttum má skipta göngum í tvo meginflokka hvað þetta varðar en svo eru undantekningar.

Hvalfjarðargöng, Almannaskarðsgöng, Oddskarðsgöng og Arnardalshamar(sgöng?). Svo virðist formlegt heiti Ólafsfjarðarganga vera Múlagöng. Þessi göng eru nefnd eftir staðnum hvar jarðgöngin sjálf eru.

Fáskrúðsfjarðargöng, Héðinsfjarðargöng og þá Ólafsfjarðargöng, eins og Múlagöngin eru nefnd yfirleitt falla þá í hinn flokkinn.

Bastarðarnir eru þá Vestfjarðagöng sem falla í hvorugan flokkinn og svo Strákagöng, en ég veit satt aðs egja ekki af hverju göngin bera það nafn. Kannski falla þau í fyrri flokkinn.

Af þessari athugun má kannski draga þá athugun að seinni flokkurinn sé að sækja í sig veðrið á seinni árum. Kannski vegna þess að byrjað var að kalla Múlagöngin í daglegu tali Ólafsfjarðargöng.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:53

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óshlíðargöng skulu þau heita.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 12:09

8 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Réttnefnið er Óshlíargöng að mínu mati og ég mun aldrei kalla þau annað. Ég óska ykkur líka til hamingju með göngin og megið þið vel njóta.

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 9.4.2008 kl. 12:25

9 identicon

Ég ætla að kalla þessi göng Hnífsdals göng jú vegna þess að þau tengja Hnífsdal og Bolungarvík saman.

Gunnar Pétur (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:45

10 Smámynd: Katrín

Ég hef nú verið að vona að göngin muni einmittt auðvelda Ísfirðingum og öðrum að heimsækja vini og ættingja í Víkinni
Og segi því eins og Ragna: Til hamingju við öll

Katrín, 9.4.2008 kl. 20:00

11 Smámynd: Katrín

ps. mér er nákvæmlega sama hvað göngin er kölluð

Katrín, 9.4.2008 kl. 20:01

12 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það er dásamlegt að heyra að Óshlíðargöng séu að verða að veruleika. Þeir eru ófáir sem farist hafa í umferðarslysum í Óshlíðinni og margir slasast alvarlega. Nú sér brátt fyrir endann á því. Til hamingju Vestfirðingar.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:50

13 identicon

Ragnheiður - ég vil ekki rengja þig. En hafa "margir" farist á Óshlíðinni eða "slasast alvarlega" þar? Mig minnir einmitt að einhver hafi haldið því fram opinberlega fyrir stuttu að þarna hafi einmitt orðið furðu fá slys miðað við hættuna sem mörgum þykir augljós af grjóthruni. 

Kristín Helga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:17

14 identicon

Einhvern tímann í vetur fann ég á netinu skráningu banaslysa á Óshlíð frá því vegurinn þar var opnaður fyrir bráðum sextíu árum. Get með engu móti fundið þetta aftur núna. Mig minnir að banaslysin séu eitthvað á þriðja tuginn, þori samt ekki að fullyrða það. Bloggaði aðeins um þetta http://hlynur.eyjan.is/

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:39

15 identicon

Ég verð að segja eins og er að ég skil ekki hugsunarvilluna í sambandi við það að kalla göngin Bolungarvíkurgöng, þó ég sé ekki endilega sammála nafngiftinni. Það er rétt að göngin liggja undir Óshyrnu en einnig undir Arafjall og Búðarhyrnu. Þannig er hægt að draga þá ályktun að Óshlíðargöng sé alveg sama villa í hugsun og Aragöng, Búðarhyrnugöng eða Hnífsdalsgöng ef út í það er farið. Varðandi gagnið í göngunum þætti mér eðlilegra að tala um hvalreka fyrir alla, ekki einungis íbúa Bolungarvíkur.

Bjarni Pétur (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:32

16 identicon

Bjarni Pétur. Kallaðu þau bara Leggöngin, því göngin liggja á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Eitt sinn var annar Bjarni Pétur að mála stafi á skilti, þar sem standa átti Síld og fiskur. Þá kemur þar að þriðji Bjarni Péturinn og segir si sona við hinn Bjarna Péturinn: "Það er of langt hjá þér á milli Síld og og og og og fiskur."

Steini Briem (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband