Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Ný samtök fæðast
6.4.2008 | 19:48
Þá eru Náttúruverndarsamtök Vestfjarða orðin að veruleika, með fjölmennum stofnfundi sem fór fram í Hömrum á Ísafirði í gær. Skutulsfjörðurinn skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins. Sólin skein á snæviþakin fjöllin og sindrandi hafflötinn. Guð láti gott á vita.
Það gladdi okkur sérstaklega að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skyldi sjá sér fært að koma vestur og ávarpa stofnfundinn ásamt þeim Árni Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ómari Ragnarssyni, formanni Íslandshreyfingarinnar. Ómar lauk máli sínum með því að fara með stórbrotið ljóð eftir sjálfan sig sem nefnist Kóróna landsins. Hann flutti ljóðið - öll fjórtán erindin - blaðalaust og gerði það með glæsibrag.
Fundurinn heppnaðist í alla staði vel og góður andi sveif yfir salarkynnum. Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, var kosin formaður samtakanna.
Í fundarlok var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld og forráðamenn sveitarstjórna á Vestfjörðum að standa vörð um vestfirska náttúru með hóflegri og skynsamlegri nýtingu náttúrugæða, rannsóknum á vistkerfi og verndun náttúruverðmæta. Samtökin hvetja til þess að tekið verði fyllsta tillit til náttúrufars, dýralífs, gróðurs og sjávarvistkerfa við stefnumótun og ákvarðanir um samgöngumannvirki, stóriðju, uppbyggingu í ferðaþjónustu og önnur umsvif sem áhrif hafa á umhverfi og landgæði. Þá leggja samtökin til að ríkissjóður veiti fjármuni til þess að stofna rannsóknastöðu í náttúru- og umhverfisfræðum.
Á eftir fórum við sem höfðum staðið að undirbúningi samtakanna léttum okkur aðeins upp saman eftir þetta alltsaman. Enda full ástæða til - það er ekki á hverjum degi sem samtök fæðast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt 7.4.2008 kl. 09:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Íþróttir
- Við áttum að gera meira af þessu
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
- Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
- Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
- Valsmenn sigldu fram úr í lokin
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Til hamingju með þetta, vestfirðingar.
Þórir Kjartansson, 6.4.2008 kl. 20:03
Lykke til!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2008 kl. 21:51
Óska ykkur velfarnaðar. Kæmi ekki á óvart þó verkefnin yrðu næg á næstu misserum.
Árni Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 21:52
Til hamingju með þetta.
Þegar stefna er tekin á stóriðju telja þeir sem fyrir slíku standa það vera mikinn styrk ef hægt er að tala um samstöðu á meðal heimamanna. Endurvakning Náttúruverndarsamtaka Vestjfarða er vitnisburður þess að á Vestfjörðum er ekki samstaða á meðal heimamanna um áform um olíuhreinsistöð.
Á Alþingi staðfesti Össur iðnaðarráðherra nýlega að olíhreinsistöð rúmast ekki innan skuldbindinga Íslands í Kyoto. Gildir þá einu hvort hún losi 560.000 tonn á ári, eins og aðstandendur hennar stefna að eða 1.000.000 tonn á ári eins og Stefán Gíslason hefur leitt líkum að.
Forsendur virðast því ekki hagstæðar aðstandendum olíuhreinsistöðvar en allur er varinn góður og fagnaðar efni að nú séu á Vestfjörðum til samtök sem standa vaktina.
Til hamingju Vestfirðir.
Landvernd, 6.4.2008 kl. 21:58
Hver vegferð hefst með einu skrefi.
Þið hafið stigið stórt skref til verndunar einstæðri náttúru sem Vestfirðirnir eru.
Til hamingjum með þennan áfanga.
Sævar Helgason, 6.4.2008 kl. 22:13
til hamingju með þetta.. á nú að framkvæma hugmynd mína um að friða vestfirði ?
Óskar Þorkelsson, 6.4.2008 kl. 22:34
Innilega til hamingju.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 23:32
Innilega til hamingju
Pálmi Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 23:33
Svo að rétt sé rétt þá heitir ljóðið "Kóróna landsins."
Ómar Ragnarsson, 6.4.2008 kl. 23:33
Innilega til hamingju. Tek undir með Sævari, hver vegferð hefst með einu skrefi
Marta B Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 00:04
Sendi innilegar hamingjuóskir vestur, þetta skref getur ekki orðið nema til góðs.
Skora á Ómar að birta ljóðið á bloggsíðu sinni fyrir okkur hin sem gátum ekki mætt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.4.2008 kl. 01:15
Innilega til hamingju með þetta góða framtak. Sannarlega mun verða á mörgu að taka fyrir svona samtök og vonandi mun allt ganga ykkur í haginn..
Tiger, 7.4.2008 kl. 02:24
Til hamingju með Náttúruverndarsamtökin Vestfirðingar. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 7.4.2008 kl. 08:50
Þakka ykkur kærlega fyrir góðar kveðjur góðir vinir.
Ómar - takk fyrir ábendinguna um kórónu landsins (en ekki krúnudjásn). Er búin að leiðrétta það. Ég tek undir með Láru Hönnu, þetta ljóð er svo sannarlega þess virði að fá það birt á vefnum.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.4.2008 kl. 09:04
Til hamingju með þetta. Það þarf einmitt mann eins og Ómar og fleiri til að standa vörð um íslenska náttúru. Svo einstök náttúruperla sem Vestfirðir eru verður að berjast fyrir að fá að standa sem þessi fagra "Fjalladrottning" landsins. Við megum aldrei gefa okkur með það að hafna stóriðjuframkvæmdum á þessu landssvæði.
Sigurlaug B. Gröndal, 7.4.2008 kl. 11:40
Til hamingju með þetta. Vestfirðir eru "andlit Íslands", og vonandi höfum við vit á að fara vel með þetta landssvæði.
Þórdís Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.