Athyglisvert
3.4.2008 | 21:30
Hefði rektor getað áminnt Hannes áður en dómur var fallinn, úr því starfs- og siðareglur innan háskólans voru álitnar ófullnægjandi? Varla.
Var ekki einmitt verið að bíða afdráttarlausrar niðurstöðu dómstóla, svo enginn vafi léki á um brotið - svo hægt yrði að bregðast við því með viðeigandi hætti? Það hélt maður.
Nú er þessi bið - fjögur ár - orðin að ástæðu til þess að aðhafast ekki í málinu.
Athyglisvert.
Samt er felldur efnislegur áfellisdómur. Rektor telur brotið "efnislega verðskulda áminningu" eins og segir í bréfinu. Sú verðskuldaða áminning er þó ekki veitt vegna "þess stranga lagaramma sem skólanum er gert að fylgja."
Sé þetta tilfellið - þá er kannski kominn tími til að endurskoða stjórnsýslulögin. Kannski er það bara hin sára staðreynd, að stjórnsýslulögin geti ekki l lengur verndað opinberar stofnanir fyrir brotum starfsmanna. Kannski eru lögin bara óljós loðmulla sem skilur bæði hið opinbera og starfsmenn þess eftir í réttaróvissu.
Ég er þó ekki viss um að svo sé. Hið "flókna" í þessu máli er ekki endilega löggjöfin sjálf, heldur hefðirnar sem skapast hafa við beitingu hennar. Eða ætti ég að segja skorti á beitingu hennar. Því yfirstjórnir ríkisstofnana veigra sér við því í lengstu lög að láta reyna á stjórnsýslulögin - og menn eru hreint ekki á einu máli um valdsheimildir þeirra. Það er nú vandinn. Annar vandi - og kannski enn stærri - er skortur á siðareglum og/eða hefðum fyrir beitingu þeirra innan háskólans.
Þetta vefst þó ekki fyrir þeim við Háskólann í Durham í Bretlandi, ef marka má þessa frétt. Umræddur deildarforseti vék úr starfi um leið og ásakanir komu fram á hendur honum um ritstuld. Hann var svo rekinn meðan rannsókn fór fram og að því loknu sviptur doktorstitli sínum.
Já, ólíkt hafast þeir að háskólarnir í Durham og við Suðurgötu - en ekki skal ég fullyrða um lagaumhverfi þeirra hvors um sig.
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Athugasemdir
Það var bljúgur Hannes sem mætti í Kastljós í kvöld. Þetta eru svaka summur sem hann hefur á herðunum. Ein "úps" setning datt út úr honum: "Þetta eru engar smá greiðslur fyrir almennan launamann með 500 þús. á mánuði".
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:43
Já, hann var ólíkur sér.
Það er skynsamlegt af honum að játa mistök sín með þessum hætti. Hefði hann ekki gert það ... tja, hvað þá?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.4.2008 kl. 22:06
Það er dýrt stoltið hans.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 22:46
Drama er fyrir dáldið tík,
sú dama er nú engri lík,
í Englalandi orðin er rík,
en auðmjúk í Reykjavík.
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:53
Sammála. En gott að "Alþingi Götunnar" náði ekki sínu fram að þessu sinni.
Réttlát ádrepa frá þér til mín fyrr í dag. Gæti mín.
Kveðja.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:08
Það bjargaði deginum að Margrét Pála fékk frelsisverðlaun SUS
Júlíus Valsson, 3.4.2008 kl. 23:55
Eg er ekki frá því að rektor ætti að taka pokan sinn, ég er eins og þú að botna ekkert í rökstuðningi hennar um firningu á broti, þegar æðsti dómstól landsins hefur nýverið dæmt manninn.
haraldurhar, 4.4.2008 kl. 00:35
Ég er algjörlega sammála þessari færslu og þeim áleitnu spurningum sem hún vekur.
Hannes spilaði vel úr sínum vondu spilum í Kastljósi í kvöld. Ég tek undir kröfu Sigga Þórðar www.siggith.blog.is um að Hannes fái frítt í sund og strætó.
Jens Guð, 4.4.2008 kl. 01:03
Ég hefði nú haldið að nú væri lag fyrir nemendur HI - um að gera að feta í fótspor Prófessora Háskólans, stela verkum annarra og gera að sínum og komast upp með það - svona næstum því. Er HI ekki bara að segja nemendum að HI líti ekki svo mjög alvarlega á ritstuld eða stælingu og að ef slíkt komist upp, verði bara slegið létt á fingur og sagt "skammskamm" ...? Þarf HI ekki að skoða í öll verk HHG til að fullvissa sig um að ekki séu út um allt verk annarra sem lent hafa "óvart" í verkum proffans? Æi, hvað veit maður svo sem, en svona lítur þetta úr fyrir ómenntuðum skrílnum mér...
Tiger, 4.4.2008 kl. 02:40
Það á að reka menn sem gera svona og ekkert annað. Það er gert allsstaðar þar sem háskólar vilja vera á topplistum. Og meðan ég man: Svo virðist vera að lofræðan um topp 100 virðist vera horfin af heimasvæði HÍ.
Tómas Vilhj. Albertsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:33
Já það er nú kannski ekkert skrýtið að rektor dragi í land með gæðastefnuna almennt í kjölfar þessarar linkindar gagnvart einu alvarlegasta broti í starfi sem fræðimaður getur framið.
Guðrún Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 09:42
Ég er svo naum varðandi þetta mál, að ég botna hvorki upp né niður.
Takk fyrir þennan pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 09:48
Sammála þér. Það var svo sem nógu slæmt sem HHG gerði en það að hann komist upp með það finnst mér öllu verra. Það má velta því fyrir sér hvort HHG kæmist upp með morð. Getur maður séð þessa atburðarrás fyrir sér? HHG drepur þrjá einstaklinga. Það kemst upp um fyrsta morðið og HHG biður aðstandendur afsökunar og fer fram á aðstoð þeirra til að grafa líkið aftur.
Rektor hefur sjálfsagt verið vandi á höndum. Hún hefur líklega fengið skipanir "að ofan" um að láta kyrrt liggja og e.t.v hótanir um skaðabótakröfu á skólann frá Hannesi yrði hann rekinn.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:30
Ég er Hannes og ég er Hólmsteinn,
og átt hefði nú að vanda mig betur,
í mjölpokanum ekki lengur óhreinn,
og ét nú brauðin sex í Gettu betur.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:11
Góðan dag. ég er langt því frá að vera fróð um hvernig ber að haga skriftum og öðru er tengist því, en dettur alltaf í hug röksemdir sonar míns sem er nú á fyrsta ári menntaskóla, að þegar hann fékk frekar lélega einkun fyrir verkefni sem hann skilaði, en rök kennarans fyrir þeirri einkun voru þau að hann átti að skila þessu á 2 A4 síðum og svo var skilgreint hvað hann átti að láta koma fram á þesssum 2 blöðum, hann kom því öllu til skila á 1/4 síðu og skildi ekki af hverju hann átti að vera með slíkar málalengingar svo það skilaði sér upp í 2 síður og bað um rök kennarans fyrir því, en þá varð fátt um svör því viðurkennt var að allt kom fram sem beðið var um, varð ég að viðurkenna að ég gat lítið sagt. Ég skil heldur ekki af hverju það er ekki nóg að segja í upphafi bókar að vitnað sé í þennan og hinn og eða stuðst við, þar sem þetta er nú ekki eitthvert fræðirit, og verður varla kennt í framtíðnni sem einhver heilagur sannleikur. Og annað ég skil ekki að bækur Laxnes skuli vera bornar á borð fyrir nemendur á sama tíma og reynt er að kenna þeim rétta stafsetningu, veit ég að það er að valda þeim mörgum miklum erfiðleikum og ruglingi, annað hvort verður að gilda, því sama hvað maðurinn er frægur og dáður ef við ætlum að halda okkur við að einhver regla sé í okkar ritmáli hlýtur sú regla að gilda jafnt yfir alla. En þetta var nú smá útúr dúr
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:37
Ég hef samúð með Hannesi Hólmsteini í fljótfærni hans.
Hann er ekki illa meinandi og ætlar að gefa fyrsta bindi bókarinnar út að nýju með tilvitnunarmerkjum sem skortur var á í fyrstu útgáfu.
Ekki minnist ég þess að hafa séð mörg tilvitnunarmerki í Íslandskukku Halldórs skálds Laxness.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.4.2008 kl. 13:46
Gódur pistill.
Er rektor kannski sekur um tómlæti, fyrir ad hafa ekki veitt HHG áminningu tegar málid kom upp, eda víkja honum tímabundid frá störfum á medan málid var til umfjöllunar hjá dómstólum?
Ætti rektor ad segja af sér?
Geta nemendur vid skólann átt von á svipadri mildi, verdi teir uppvísir af ritstuldi?
Elfa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:56
Heimir
Hannes hefur nú haft tessa menn (Jón Ólafsson og Halldór Laxness) á heilanum í áratugi ... og ýmsu kastad í teirra átt. Svo fljótfærni er víst tad sídasta sem á vid í tessu tilfelli.
Ekki ætla ég Hannesi ad vera illgjarn ... en hina nýfundnu hógværd hefdi hann vissulega mátt sýna fyrr. Dramb er falli næst, er tad ekki lexían hér.
Elfa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:07
Persónulega finnst mér Hannes Hólmsteinn hafa orðið bæði Háskóla Íslands og Sjálfstæðisflokknum til háborinnar skammar.
Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:01
Það sem mér finnst fyndnast í "málflutningi" Hannesar er þegar hann segist eki hafa vitað eða gert sér grein fyrir að han væri að brjóta viðurkennd fræðileg vinnubrögð. (note, nú á tímum er farið að kenna umrædd vinnubrögð strax í grunnskóla og menntskælingar á 1 eða 2 ári eru orðnir þokkalega færir í þeim) En Hannes vissi ekki af þeim !
Auðvitað vissi hann alveg hvað hann var að gera. Hann stólaði bara á að enginn myndi hafa kjark eða nennu til að leita réttar síns.
Innkoma hans í Kastljósi var sniðugt PR til að afla sér samúðar enda fjársöfnunin "Seifing Hannes" í fullum gangi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2008 kl. 17:04
Ha! Er þetta satt?
Er þessi tímafaktor virkilega hluti af röksemdafærslu Rektors? Ef það er satt, þá á hún að hugsa málið! HUGSA málið!
Algerlega óháð því hvað Hannes gerði eða gerði ekki, þá eru þessi EKKI rök afar sérkennileg.
Ótrúleg!
Eins Ólína bendir réttilega á er þetta algerlega út í hött! Það er (eða var allavega þegar ég var í HÍ) námskeið í Heimspekideild sem hét "Rökfræði". Þeir sem skrifuðu fréttatilkynningu Rektors ættu að taka það námskeið.
Eiginlega vel ég að trúa þessu ekki. Þetta getur bara ekki verið satt!
Ha? Er þetta satt?
Vilhelmina af Ugglas, 5.4.2008 kl. 18:38
Við Íslendingar erum ekki sérlega refsiglaðir og ég held að það sé gott í mörgum tilvikum. Nú er búið að dæma Hannes Hólmstein fyrir dómstólum þannig að hann hefur fengið sína refsingu. Það er vissulega fræðimanni og kennara við HÍ til ósóma að hafa ekki getað gengið þannig frá ritverki að ljóst væri að um tilvitnun væri að ræða en ekki eignun ritverka annarra. Ég held að rektor og skólastjórn HÍ verði að vega og meta manninn allan en ekki endilega þetta eina tilvik. Hins vegar hefur hann einnig tapað meiðyrðamáli og það fer nú að halla ansi mikið á hann. Sé hann hins vegar góður kennari og þessi dómsmál geti álitist sem afmörkuð atvik á annars góðum ferli, þá er það verulega mildandi. Ég þekki ekki manninn nema af því sem ég hef séð hann í fjölmiðlum þannig að ekki fer ég út í neina dóma um slíkt.
Almennt finnst mér um smá-afbrotamenn að þeir verði að fá tækifæri til að halda áfram lífi sínu því allsherjarskömm og niðurbrot er ekki gagnlegt, hvorki þeim né þjóðfélaginu. Þess vegna eru refsingar eins og þjóðfélagsvinna góðar í ýmsum tilvikum.
Svanur Sigurbjörnsson, 6.4.2008 kl. 12:09
He he já Gísli, "almennur launamaður með 500 þús.." Ekki beint orð manns í tengslum við launakjör almennings. HGH virðist greinilega bera sig frekar saman við forstjóra og fólk með kauprétti í viðskiptalífinu. Þannig er hann allt í einu orðinn almennur launamaður í hjarni sínu.
Svanur Sigurbjörnsson, 6.4.2008 kl. 12:20
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands:
"Ég held að nýir tímar [sic!] í akademískum rannsóknum krefjist miklu nákvæmari tilvísana og meiri virðingar fyrir textum annarra en var á þessu fyrsta bindi míns verks [sem kom út árið 2003]. Ég lærði af þeim mistökum og breytti vinnubrögðum mínum í öðru og þriðja bindi."
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/
Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H(elga) Jónsson og Sigurð J(úlíus) Grétarsson, prófessora í FÉLAGSVÍSINDADEILD Háskóla Íslands, gefið út fjórum sinnum á árunum 1992 til 2007 og notað í allri háskólakennslu hérlendis:
"Í kverinu er að finna ýmislegt sem háskólakennarar ætlast til að stúdentar kunni, ýmislegt sem getur skipt sköpum í námi en er þó sjaldan beinlínis kennt. Fjallað er um námstækni og vinnubrögð í háskóla, skipulag og frágang námsritgerða, heimildaleit, tilvísunarreglur og heimildaskrár, orðanotkun, þýðingar á erlendu efni, uppsetningu taflna og fleira sem huga þarf að í rannsóknum og námi."
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:46
Ég er dáldið hissa á hvað mikið drama er kringum Hannes Hólmstein - söfnun vegna sektar hans ofl.
Ég tel að prófessor við Háskólann eigi að hafa það mikið vit í kollinum að þegar hann skrifar bók og endar í að hafa verið sakaður um ritstuld - slær efa í mína hugsun að þetta hafi verið klaufaskapur.
Frekar að hann hafi reiknað með að komast upp með þetta.
Því við vitum að mikil áhersla er lögð á nemendur í Háskólanum að vera ekki með ritstuld svo enginn þarf að segja mér að hann hafi ekki þekkt hvar mörkin eru.
Nema maðurinn sé bara ekki jafn klár í kollinum og almennt er talið?
Ekki vil ég trúa því - frekar að hann hafi reiknað með að komast upp með þessi skrif sín.
Ása (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:48
REGLUR FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS nr. 458/2000, GILDISTAKA 28. JÚNÍ 2000:
1. gr. Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir.
3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.
11. gr. Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.
14. gr. Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið.
43. gr. Höfundaréttur helst uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar.
54. gr. Fyrir brot á lögum þessum skal því aðeins refsa, að þau séu framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
53. grein, Kennsla og kennsluhættir:
"Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð."
"[Ofangreint ákvæði] þótti rétt að setja inn í ljósi reynslunnar þrátt fyrir að vitaskuld sé um sjálfsagðan hlut að ræða, að stúdentum ber að virða höfundarétt að hugverkum, sbr. ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, og myndi það gilda án þessa ákvæðis í reglunum.
Þrátt fyrir að samþykkis rétthafa sé aflað er stúdent ekki heimilt að nýta sér hugverk annarra til að standa skil á verkefnavinnu. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt heimilt að vitna til hugverka í samræmi við fræðileg vinnubrögð, sbr. einnig 14. gr. höfundalaga. Verði kennari var við að stúdent hafi gerst brotlegur að þessu leyti gilda ákvæði 50. gr. þessara reglna um málsmeðferð."
50. grein, Agaviðurlög:
"Rektor getur veitt stúdent áminningu eða vikið honum úr háskólanum um tiltekinn tíma eða að fullu, ef hann hefur gerst sekur um brot á lögum eða öðrum reglum háskólans eða framkoma hans gagnvart starfsmönnum háskólans eða öðrum stúdentum er ósæmileg eða óhæfileg. Áður en ákvörðun um brottrekstur er tekin skal leita umsagnar háskóladeildar og gefa stúdent kost á að tjá sig um málið.
Stúdent er heimilt að skjóta ákvörðun rektors til áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um háskóla. Málskot frestar framkvæmd ákvörðunar rektors. Rektor getur að hæfilegum tíma liðnum heimilað stúdent sem vikið hefur verið að fullu úr skóla að skrá sig aftur til náms í háskólanum ef aðstæður hafa breyst. Stúdent er heimilt að skjóta synjun rektors um skráningu til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema."
http://www2.hi.is/page/reglurHI#53
Höfundalög, nr. 73/1972:
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 16:48
Takk fyrir þetta Steini Briem.
Ég vona svo sannarlega að Rektor sé ekki leikbrúða einhverra baktjaldarafla. En auðvita leynist að fólki slíkur grunur þegar rökin fyrir því að aðhafast ekkert eru jafn holótt og hallærisleg og Ólína bendir á. Ég styð Hannes af heilum hug í baráttu hans gegn íslenskum auðherrum en það er fáránlegt að Rektor HÍ skuli ekki hafa kjark eða vald (nema hvoru tveggja sé) til að taka í eyrað á prófessor sem virðir að vettugi grundvallaratriði vísindalegra vinnubragða. Þetta á eftir að fara víða!
Vilhelmina af Ugglas, 6.4.2008 kl. 18:02
Æ,æ,Æjjjj!
Ég álpaðist inná bloggsíðu Hannesar og las eftirfarandi =
„Mér þykir mjög leitt hvernig til tókst. Ég hafði sem fyrirmynd Halldór Laxness sjálfan því ég hafði séð í rannsóknum ágætra bókmenntafræðinga hvernig hann nýtti sér texta annarra,...."
Það hryggir mig að prófessor í háskóla skuli ekki hafa betri dómgreind. Halldór var rithöfundur EKKI vísindamaður og prófessor. Af hverju Hannes þrjóskast við að halda áfram að dýfka sína eigin gröf meðan velvildarfólk reynir að halda honum á floti er fullkomlega óskiljanlegt.
En ég hvet samt fólk til að styðja hann í baráttunni við íslenska auðvaldið!
Þar á hann samúð mína alla!
Vilhelmina af Ugglas, 6.4.2008 kl. 18:56
Hejsan, fru Vilhelmina. Å, alla utomlands kommer tycka att det här är jätte konstigt och inte bara en olyckshändelse.
Fortsätt att ha det bra, gumman.
Kramar.
Hér skiptir engu hvaða stjórnmálaskoðanir Hannes Hólmsteinn hefur, en ef hann er svangur er sjálfsagt að gefa honum að éta, eins og kettinum, þegar þeir félagar eru orðnir húsvanir.
http://www.youtube.com/watch?v=jHPOzQzk9Qo&NR=1
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 19:11
OK
Vilhelmina af Ugglas, 6.4.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.