Óboðleg líkamsræktartæki - tilvalin fyrir landsbyggðina!?

thjalfun Þessi frétt birtist á visir.is nú skömmu fyrir hádegi:

 „Orkuveita Reykjavíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldann allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyrirtækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun. Tilvalið fyrir fólk á landsbyggðinni" segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá Orkuveitunni /.../ Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. „Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sýnum viðskiptavinum, við gerum nefnilega minni kröfur úti á landi," segir Sigrún en öll tækin verða seld í einu lagi.“

Hmmm ... líkamsræktartæki sem þykja "ekki boðleg" lengur ... nema landsbyggðafólki. FootinMouth

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af Innraneti Orkuveitunnar:

Þvættingur á Vísi.is
Eftirfarandi tölvupóstur var sendur ritstjóra Vísis.is nú áðan:

Óskar Hrafn Þorvaldsson
ritstjóri Vísis.is

Heill og sæll.

Í frétt á vefnum hjá þér í morgun eru niðrandi ummæli um landsbyggðarfólk höfð eftir starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur, Sigrúnu A. Ámundadóttur. Sigrún kannast ekki við hafa látið þessi ummæli falla og mótmælir þeim sem uppspuna blaðamanns þíns.

Hún mun hafa samband við viðkomandi blaðamann til að árétta það, en farið er fram á að Vísir.is leiðrétti fréttina á vefnum hjá sér hið allra snarasta jafnframt áréttingu á því að ranglega hafi verið eftir Sigrúnu haft.

Tölvupóstur þessi er einnig sendur öðrum fjölmiðlum.

Kveðja,

Eiríkur Hjálmarsson
upplýsingafulltrúi

- Við þetta má búa að Sigrún er sjálf af Skaganum og síst af öllum líkleg til að sýna sveitungum sínum þéttbýlishroka.

SP (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jahérna hér.  Hver er að segja satt hérna?

Veðja á Orkuveituna

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég skoðaði þessi tæki í dag fyrir íþróttafélag á landsbyggðinni.  Ef fréttin af tilboðinu hefur verið svona þá finnst mér það hálf hrokakennt.  Hver segir satt??

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:34

4 identicon

Vísir hefur amk breytt fréttinni núna. Ætli það sé ekki góð vísbending í málinu...

SP (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:48

5 identicon

Nú, nú, Skaginn er ofurdreifbýli

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:29

6 identicon

Léleg er það nú líkamsrækt,
lóðin óféleg fyrir fólk ófrægt,
landsbyggðar ætíð óánægt,
úrtölulið og OR-staffið rægt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:33

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sérstakt mál

Kolbrún Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband