Flugvélagnýr í firðinum

bardastrond Jæja, þá er nú páskahelginni að ljúka. "Börnin" farin að tygja sig til ferðar eftir viðburðaríka, sólskinsdaga. 

Skutulsfjörðurinn hefur svo sannarlega skartað sínu fegursta þessa góðu páska - dimmblár og spegilsléttur. Á morgnana hefur sjófuglinn liðið letilega um hafflötinn og framkallað silfurþræði til beggja átta í kyrrð og þögn. Síðan hefur lífið smám saman færst yfir bæinn; skíðabrekkurnar fyllst af fólki, og bærinn iðað af mannlífi.

Sannkallaðir dýrðardagar.

En nú er ballið búið. Í morgun var enginn sjófugl á letilegu svamli í silfurslegnum haffleti - enda sjórinn orðinn úfinn og himininn grár.

Það er flugfélagnýr í firðinum. Einn af öðrum svífa stálskrokkarnir inn yfir byggðina og tylla sér niður skamma stund. Taka síðan flugið aftur og hverfa inn í grámann, með gesti helgarinnar innanborðs.

Jamm, þetta er lífsins gangur .... best að bretta upp ermar fyrir vinnuvikuna framundan. Enda langt til næstu páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðri helgi lokið og lífið tifar nú sinn vangagang fram á sumar.  Kversdagsleikinn er líka ljúfur.  Kær kveðja vestur  Tanny

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband