Leysingar um páska

Skíðaland Ísfirðinga er uppljómað af sól þessa dagana. Við skelltum okkur á skíði í gær, það var dásamlegt veður. Ég hef ekkert farið á skíði í vetur, þó skömm sé frá að segja, og er því ekki alveg laus við harðsperrur. Wink

Bærinn iðar af menningu og mannlífi þessa dagana.

 saga-dansarÍ dag kl. 17:00 ætla Saga dóttir mín og tveir dansarar með henni, Eva Maria Kupfer og Tanja Friðjónsdóttir, að sýna tvö frumsamin nútímadansverk í Edinborgarhúsinu. Verkin heita  Leysingar og Sabotage#1eru samin af þeim stöllum ásamt hljómsveitinni Malneirophreinia. Þetta verður MJÖG spennandi.

 Stelpurnar útskrifuðust allar saman frá danshöfundadeild Listaháskólans í Arnhem í Hollandi fyrir tveimur árum og hafa getið sér gott orð sem dansarar og danshöfundar síðan. Saga til dæmis vann til 1. verðlauna sem danshöfundur í alþjóðlegri danshöfundakeppni í Búdapest í janúar í fyrra og hefur hlotið mjög lofsamlega dóma fyrir verk sín, m.a. í þýska danstímaritinu Tanz. Meðan hún var í dansnámi fékk hún fjárstyrk úr Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur - fyrrverandi skólastjóra Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði. Nú langar hana að þakka fyrir sig með þessum hætti. Smile

Jæja, má ekki vera að þessu - þarf að skella mér á skíði og vera komin á

 skiikkanlegum tíma til þess að sjá danssýninguna. Svo er allur hópurinn í mat hjá mér í kvöld.

Gleðilega páska!

páskar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilega páska, Ólína og co. og góða skemmtun! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú mátt svo sannarlega vera stolt af dótturinni.

Páskakveðjur til þín kæra Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband