Rennihurðir, rétt og rangt

einelti Hið góða sem ég vil, það gjöri ég ekki. Hið illa sem ég vil ekki, það gjöri ég, sagði Páll postuli á sínum tíma (Rómv. 7; 19). Allir menn kannast við þá innri baráttu sem þarna er lýst. Hún hefur fylgt mannkyninu frá öndverðu.

Getur þá einhver álasað innhverfri stúlku, sem orðið hefur fyrir einelti og aðkasti skólafélaga sinna, þó hún ráði ekki við tilfinningar sínar á erfiðri stundu? Er hægt að gera hana ábyrga fyrir viðbrögðum sínum jafnvel þó hún "þekki" muninn á réttu og röngu? Hún vildi vera ein - vildi loka að sér og ýtti á rennihurð - en var svo óheppin að kennarinn hennar varð fyrir hurðinni.

Nú hefur móðir stúlkunnar verið dæmd til að greiða 10 mkr. í bætur vegna örorku kennarans. Móðirin er gerð ábyrg fyrir hegðun barnsins vegna atviks sem á sér stað í skólanum.

Hvernig gengur það upp? Er ekki skólaskylda í landinu? Bar móðurinni ekki að hafa þetta barn í umsjá skólans? Og úr því svo er - ber skólinn þá enga ábyrgð? Ef barnið hefði nú sjálft farið sér að voða við það að ýta á rennihurðina? Hefði það klemmt sig illa, misst fingur til dæmis? Hver bar þá ábyrgð? Móðirin?

Sjálfri dettur mér ekki í hug að þessi stúlka hafi ætlað að meiða kennarann sinn. Hefði svo verið, þá hefði hún vafalaust slegið frá sér fremur en að ýta á rennihurðina. Mér sýnist augljóst að stúlkan hafi ætlað að loka að sér. Það var tilfinningaviðbragðið sem hún réði ekki við. Hún vildi vera ein. Margir hafa upplifað þessa tilfinningu og þekkja hana - nema kannski héraðsdómarinn sem dæmdi í málinu.

Það er undarlegt réttarfar að láta ábyrgðina falla á móður sem er víðsfjarri þegar atvik á sér stað.  Það er ómannúðlegt að "hanka" einhverft barn á því að það eigi að þekkja muninn á réttu og röngu.

Fólk gerir margt rangt þó það viti betur - það þekkjum við öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þessu í einu og öllu, Ólína. - kveðja á Vestfirðina

Haraldur Bjarnason, 18.3.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála þér Ólína.  Þetta var furðulegur dómur.  En voru bæturnar ekki 10 milljónir?

Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:59

4 identicon

Misjafnir geta dómar verið en sjaldan hef ég verið jafn gáttuð eins og með þennan. Sem kennari er ég hreint úr sagt miður mín yfir því hvernig þetta mál þróaðist - auðvitað hefði sveitarfélagið átt að sjá sóma sinn í því að grípa inn í og leysa þetta mál. Eins og fram hefur komið í fréttum eru á sveitarfélagið að vera tryggt og fasteignir þeirra og spurning hvort þær hefðu ekki átt að dekka þessar bætur. 

Kveðja

Anna M.

Anna Margrét (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:09

5 identicon

Mörgu ósvarað í þessum dómi. Ef nemandinn hefði ekki verið tryggður þá hefði væntanlega slysatrygging bæjarins verið tekin inn. Hún er 2 miljónum króna lægri. Spurningin er hvort bætur eigi að fara eftir tryggingum? Þá er þetta óskiljanlegt að greint barn með Asbergerheilkenni skuli gert ábyrgt. Margt annað sem ég ekki skil í þessum dómi s.s. hvers vegna tveir meðdómarar voru tilkallaðir sem sérfræðingar í rennihurðum! Annars hefur misgott verið skrifað um þennan dóm í bloggheimum, og því miður sumt vont. Gleymum því ekki að það á ekki að skipta máli starfsheitið ef um vinnuslys og varanlegu örorku er að ræða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þessi dómur er eins og 1. apríl grín.  Það er eitthvað skrítið við þetta mál.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir athugasemir ykkar. 

Sigrún, þetta er hárrétt athugað - bæturnar voru 10 milljónir en ekki 2 eins og mér misheyrðist í útvarpinu. Búin að laga það.

Tíu milljónir eru ekkert smáræði!

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.3.2008 kl. 16:18

8 identicon

Sammála. Þessi dómur er gjörsamlega óskiljanlegur.

Linda Reimarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: Ingólfur

Dokum nú aðeins við.

Ég held að það séu flestir samála því að stelpan hafi ekki verið með neinn illan vilja til kennarans og þetta mál allt hlýtur að vera mjög leiðinlegt fyrir hana og fjölskyldu hennar. En þarf maður ekki að bera neina ábyrgð nema þegar um er að ræða einbeittan brotavilja?

Skoðum þetta með skólaskylduna. Vissulega er það skylda að senda krakkann í skóla og þannig hægt að færa rök fyrir því að skólinn eigi að bera fulla ábyrgð á honum. En viljum við það.

Viljum við ala upp kynslóðir sem vita það að hvað sem þau gera af sér á skólatíma, brjóta glugga, eyðileggja skjávarpa eða skaða samnemendur og kennara sína varanlega, að þá sjái hið opinbera bara um að axla ábyrgð fyrir þau.

Nógu slæmt er það nú að sitja uppi með stjórnmálamenn sem ekki kunna að axla ábygð á eigin gerðum.

Ég vil að börn læri að þau þurfi að bera ábyrgð á gerðum sínum, en á meðan þau eru börn að þá veltur fjárhagslegu hlutinn yfir á foreldrana.

Svo er það einhverfan. Mér finnst það vera rökrétt miðað við það sem ég hef heyrt af málinu að einhverfan hafi þarna átt nokkurn þátt í þessum atburði. Ég er bara ekki viss um að það skipti neinu máli.

Ég veit til þess að sumir kennarar hafa áhyggjur af öryggi nemenda sinna vegna tiltekna nemenda sem eru með greiningar á greiningar ofan. En þar sem allir eiga rétt á að vera í sínum hverfisskóla að þá getur kennari ekkert gert nema að halda þeim nemendum sem eiga við mestu erfiðleikana líkamlega niðri ef að upp úr sýður og þeir eru sér og öðrum hættulegir.

Ég efast hins vegar um það að kennarar fáist til þess að kenna nemendum með erfið vandamál ef það kemur í ljós að þeir fái aðeins bætur þegar "heilbrigðir" nemendur valda þeim örorku.

Í þessu tiltekna máli hugsa ég þó að sveitarfélagið hefði átt að bera eitthverja ábyrgð þar sem hurðin var talin hættuleg.

Svona almennt séð að þá held ég þó að kennarar ættu að gera kröfu um betri vinnustaðatryggingu. Og að tryggingarfélag þeirra sæi þá um að sækja bætur til þeirra sem ábyrgðina bera eftir því sem við á. 

Ingólfur, 18.3.2008 kl. 17:29

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað er það sem er óskiljanlegt við hann?

Ég veit ekki betur en börn í öllum grunnskólum landsins séu skaðabótaskyld. Ef þau skemma eitthvað í skólanum t.d. brjóta rúðu, eyðileggja tæki eða eitthvað annað,þurfa þau að borga það!

Ef þau slasa annað barn eða starfsmann hlýtur það sama að gilda. Hvort það er skólinn sem ætti að borga bætur fyrir kennarann eða barnið/foreldrið það er aftur annað mál. Ég finn samt að á öllu þessu máli að foreldrar eru ekki búnir undir það að börnin þeirra geti valdið skaða.

En svo er hægt að setja spurningamerki um fötlun og þá hljóta líka einhverjar reglur verða að gilda hvort sem barn er fatlað eða ófatlað. Hver á annars að bera ábyrgðina? Mér er spurn. 

Edda Agnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:31

11 identicon

Þetta sýnir bara það hvað fólk vill alltaf yfirfæra alla ábyrgð af börnum sýnum yfir á einhverja aðra, þá helst skólann.

K. Bergmann (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:41

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst undarlegast að það skyldi vera talið aukaatriði að brún hurðarinnar sem lenti á kennaranum var aðeins 4mm á þykkt. Prófið þið að líta á það á málbandi hvað þetta er mikil egg, - nánast eins og fallöxi. Hvernig átti ellefu ára barn að gera sér grein fyrir þessu? Það breytir því ekki að kennaranum báru bætur en í aðeins einum fjölmiðli sá ég getið um þetta atriði.

Hurðinni var strax breytt á eftir. Einkennilegt það úr því að hún stóðst kröfur og stæðist það jafnvel enn með þessaru þunnu egg. Ef talið var að öll önnur börn en þetta ættu ekkert svona til, hvers vegna þurfti þá að breyta hurðinni?

Ég hef farið í gegnum nokkra bandaríska dóma um búnað, sem hefur átt hlut í slysum. Í mörgum tilfellum tók dómurinn það ekki gilt að búnaðurinn hefði staðist kröfur þegar atvikið átti sér stað, heldur úrskurðaði að kröfurnar hefðu ekki verið nægar og felldi dóma í samræmi við það.

Sjálfur hef ég verið yfirheyrður í bandarísku dómsmáli vegna slíks og vöktu spurningarnar sem að mér ver beint, athygli mína á þessu. Ég hyggst nú blogga um þetta á síðu minni með tilvísun í þessa bloggsíðu.

Ómar Ragnarsson, 18.3.2008 kl. 20:22

13 identicon

Þetta er harmleikur fyrir alla viðkomandi.  Mér finnst samt alltaf gleymast hver varð fyrir mestum skaðanum hér.  Það hlýtur að vera kennarinn sem er metinn hafa varanleg einkenni og 25% örorku og ég sé ekki að nokkur dragi það í efa.  Hún er sem sagt fötluð fyrir lífstíð.  Hún fór í vinnuna, reyndi að sinna sínu starfi og slasaðist.  Gerði barnið þetta viljandi, skildi hún afleiðingar gjörða sinna.  Ég veit það ekki, enginn okkar hefur metið hana.  Hún var bara 11 ára.  Ég vil benda á að hún er með Asberger, ekki einhverfu (autisma).  Það er mun vægara form og ég held að foreldrar barna sem hafa Asberger vilji ekki líta á börn sín sem fötluð, frekar með ákveðnar sérþarfir.  Flestir þessara einstaklinga standa sig vel í lífinu og eru talin "venjulegt" fólk þó oft dálítið sér á báti.

Mér finnst kennarinn eiga bæturnar skilið.  Þær munu koma frá tryggingarfélaginu, móðirin borgar ekkert.  Ef bæturnar hefðu komið frá tryggingarfélagi skólans hefði kennarinn fengið minna í sinn hlut og aftur þá er hún stærsta fórnarlambið hér.  Það má vissulega ræða hvort það eigi að breyta dæminu í framtíðinni af fenginni reynslu frá þessu máli en svona var þetta þegar þetta atvik gerðist.  Ég skil heldur ekki að fólk sé að telja þetta eftir þar sem bæturnar eru meiri en eftir nauðgun eða önnur ofbeldisverk.  Við vitum öll að bætur í þeim tilvikum eru til háborinnar skammar fyrir okkar þjóð.  Að það sé ranglæti annars staðar réttlætir ekki ranglæti í þessu tilviki líka.  Svo að ég tali fyrir sjálfan mig, þá vildi ég miklu frekar halda heilsunni en að fá afhentar 10 milljónir í bætur fyrir varanlega örorku og langvinna, stöðuga verki og óþægindi.

Ef þetta kæmi fyrir mitt barn væri harmleikurinn margfaldur, fyrst að barnið mitt skyldi vera valdandi að því að einhver verði fyrir varanlegum og miklum skaða og auðvitað eftirmálar og umtal.  Að ég væri dæmdur sem ábyrgðarmaður til greiðslu bóta sem svo kæmu ekki úr mínum eigin vasa væri minnsta málið, ég myndi vona að sá sem skaðaðist gæti notað þessa aura á góðan veg.

Anton

anton (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:31

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl aftur öllsömul.

Vitanlega er kennarinn ekki of haldinn af þessum bótum. Enginn er að kasta rýrð á kennarann eða gera lítið úr því að honum beri bætur. Spurningin er hinsvegar hver á að borga þessar bætur? Móðir barnsins - skólinn - eða sveitarfélagið?

Ingólfur Harri álítur það uppeldisatriði fyrir börn að bera ábyrgð. En hvaða ábyrgð bera börn? Þau eru ekki talin ábyrg gjörða sinna að lögum, og víst er að barn sem veldur skaða axlar aldrei ábyrgð með sama hætti og fullorðin manneskja.

Það kemur flatt upp á mig að börn beri skaðabótaábyrgð vegna slysa í skólum. Ef svo er, þá finnst mér það óréttlæti. Þá er samfélagið að firra sig ábyrgð á sínum eigin uppeldis og menntunaraðferðum. Við eigum öll í sameiningu að bera samfélagslega ábyrgð á því sem gerist í skólum landsins - sérstaklega í grunnskólunum.

Það er mín skoðun.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.3.2008 kl. 21:01

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Með þessu er ég að segja að skólinn sjálfur (eða sveitarfélagið sem rekur hann) eigi að axla sína ábyrgð á því sem gerist þar innan veggja. Punktur. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.3.2008 kl. 21:03

16 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég held við getum öll verið sammála um það að starfsmaður sem lendir í vinnuslysi eigi rétt á bótum. Það á líka við um kennara. Það er mín skoðun að það er bærinn sem á að borga. Hann getur svo gert kröfu á nemanda eða foreldra ef honum sýnist svo, rétt eins og ef drukkinn ökumaður veldur tjóni. Þá bætir tryggingafélagið tjónið og gerir svo kröfu á hinn drukkna að borga. Fórnarlambið á ekki að þurfa að standa í því.

Svo vil ég benda á að þetta er héraðsdómur sem dæmir. Við höfum Hæstarétt sem á lokaorðið og það er hann sem gefur fordæmin, ekki undirréttur.

Sigurður Haukur Gíslason, 18.3.2008 kl. 23:09

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eftir lestur kommenta hér á síðunni hjá þér Ólína, verð ég aðeins að fá að bæta við.

Auðvitað á kennarinn rétt á bótum (frá skóla eða sveitarfélagi), ég held að allir geti verið sammála um það.  En að gera móðir stúlkunnar ábyrga fyrir "óvitaskap" stúlkunnar sinnar í skólanum er frekar langsótt að mínu mati.

Í þessu sambandi langar mig til að velta fram þeirri spurningu, hver yrði gerður ábyrgur og bótaskyldur fyrir "ofbeldi" t.d. gamalmennis með heilabilunarsjúkdóm, sem í "óvitaskap" sínum meiðir starfsmann, sem annast hann/hana? Yrðu það börn eða aðrir aðstandendur viðkomandi einstaklings?  Ég bara spyr.  Erum við orðin það "amerísk" að við verðum að fara að kaupa tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni, sem t.d. Alzhimer sjúklingar gætu valdið vegna síns sjúkdóms?

Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:58

18 identicon

var stúlkan ekki einhverf frekar en innhverf?

Ásta (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:02

19 identicon

Ég get alveg skilið að foreldri eigi að vera skaðabótaskyldur af því sem barnið gerir. Ef barnið þitt rispar bíl í skólanum þá er foreldrið ábyrgt fyrir hegðun barnsins, ekki skólinn.

K. Bergmann (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:02

20 Smámynd: Ingólfur

Ólína, ég er alveg sammála því að barn getur aldrei borið ábyrgð á sama hátt og fullorðin manneskja. Barn á aldrei að sæta refsingu eins og fangelsisvist og það er ófjárráða svo ekki getur það borgar bætur né sektir. Því er ábyrgðin sem það ber í raun bara formleg og felst í rauninni bara í vitneskjunni að það gerði eitthvað rangt og olli einhverjum tjóni sem foreldrarnir þurftu að bæta fyrir.

Ég held að ekkert barn sé öfundsvert af að axla þannig ábyrgð sérstaklega þegar um óviljaverk er að ræða. En ég held að það sé ekkert skárra að sleppa án þess að bera ábyrgð því ýmist sér sektarkenndin um að refsa harðar eða ,það sem verra er, að þá að barnið lærir að það þurfi ekkert að axla ábyrgð. 

Mér finnst það sorglegt viðhorf að vilja gera börnin ábyrgðarlaus gagnvart gerðum sínum meðan þau eru í skólanum. Að læra það að það skipti engu máli hvort þau eyðileggi tæki eða slasi bekkjarfélaga sína, stofnunin Skólinn muni bara sjá um að kaupa nýtt tæki eða borga bætur.

Ég hræðist hreinlega hvers konar manneskjur við værum að móta í skólunum með þannig fyrirkomulagi. 

Ingólfur, 19.3.2008 kl. 00:16

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég veit ekki hvort ég hef skilið Ingólf Harra alveg rétt - kannski erum við sammála eftir alltsaman.

Við erum a.m.k. sammála um að barn getur ekki borið ábyrgð á sama hátt og fullorðinn - og því getur verið meiri en nóg refsing fyrir það að vita afleiðingar gjörða sinna. Það geturreynt að axla ábyrgð með því að biðjast fyrirgefningar. Barn getur ekki gert mikið meira en það.

En að tala um að barn "sleppi" án þess að bera ábyrgð ef foreldrarnir þurfa ekki að greiða fyrir tjón sem það veldur ... það get ég bara ekki tekið undir. Barn greiðir aldrei tjón úr eigin vasa. Og því skyldi það finna meira til ábyrgðar sinnar ef foreldrarnir borga brúsann heldur en skólinn? Auðvitað er hugsanlegt að foreldrarnir taki upp aukarefsingu í því skyni að barnið finni betur til ábyrgðar sinnar, taki af því vasapeninga eða eitthvað álíkta ... en hversu djúpt ristir það?

Slys eru slys - og fyrir þau eiga börn ekki að þurfa að gjalda, jafnvel þó þau eigi hlut að máli. Barn sem hefur í óvitaskap valdið annarri manneskju skaða þarf á fyrirgefningu og huggun að halda miklu frekar en nokkru öðru.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.3.2008 kl. 10:00

22 Smámynd: Ingólfur

Mér fannst skólinn minn vera alveg ágætur en samt ber ég ekki nálægt því jafn miklar tilfinningar til hans og fjölskyldunnar. Þess vegna hefði ég tekið það mun meira nærri mér ef að foreldrar mínir hefðu þurft að borga fyrir eitthvað sem ég gerði en ef skólinn hefði þurft að borga fyrir það.

Ef það er stefnan að skólinn eigi að bæta fyrir allt sem nemendur gera af sér í skólanum, jafnvel þegar þeir eyðileggja eitthvað viljandi, að þá held ég að margir þeirra læri ansi fljótt að það sé bara allt í lagi, og jafnvel foreldrarnir læra að hegðun barna þeirra sé bara vandamál skólans.

Og þó að þetta tiltekna mál hafi ekki verið orsakað af lélegu uppeldi eða illvilja barnsins að þá er skaðinn sá sami og ljóst að foreldrarnir bera ábyrgð á barninu, ekki einhver stofnun.

Annars, eins og ég hef sagt áður, að þá finnst mér að kennarar eigi að krefjast þess að vera betur tryggðir. Aðalatriðið í þessu máli finnst mér vera að kennarinn fái sitt tjón bætt. Ef það er tryggt að þá má fara að skoða orsakir þess að barnið olli tjóninu.

Ingólfur, 19.3.2008 kl. 10:54

23 identicon

Það sem mér þykir skrítið við þennan dóm er að eingöngu móðir stúlkunnar sé dæmd ábyrg fyrir tjóninu. Hvað með föðurinn? Er hann laus allra mála, ef móðirin hefur forræði yfir barninu? Einhvern veginn hélt ég að báðir foreldrar hefðu skyldur gagnvart börnum sínum og er virkilega forvitin að vita hvort það er rangt.....

Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:25

24 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Við getum öll verið sammála um að kennarinn á rétt á bótum. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 19.3.2008 kl. 11:32

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á ekki orð yfir þessu nýjast útspili íslenskra dómstóla.  Ég hugsa því meira.

Gleðilega páska Ólína mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 12:08

26 identicon

Ingólfur Harri

mér finnst allt annað mál ef barn eyðileggur eitthvað viljandi í skólanum heldur en þegar eitthvað gerist fyrir slysni eða af því að barnið gerði sér ekki grein fyrir afleiðingunum. Ég er sammála þér að barn sem brýtur rúðu viljandi á að borga fyrir skaðann (eða foreldrarnir), en ég held að það hafi ekkert uppeldislegt gildi fyrir 11 ára barn með Asperger heilkenni ef tryggingafélag móðurinnar þarf að borga kennaranum bætur.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 14:07

27 Smámynd: Ingólfur

Nei, líklega hefur það lítið uppeldislegt gildi og líklega ekki þörf fyrir neina lexíu í þessu tilfelli. En ábyrgðin lyggur samt sem áður þarna á gerðum barnsins.

 Eða hver á annar að bæta tjónið ef það stenst að ekkert hafi verið af hurðinni?

Ingólfur, 19.3.2008 kl. 14:34

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta voru of mörg komment til að ég nennti að lesa öll en kennslukonan kærði vegna þess að foreldrarnir voru svo vel tryggðir að það var ljóst að tryggingafél. mundi dekka bæturnar, konan hefði aldrei látið foreldra stúlkunnar punga út þessari fjárhæð. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:19

29 identicon

Ólína, þú ert mannvinur. Það skín af öllu sem þú skrifar. Takk fyrir frábærar bloggfærslur - ekki síst þessa hér.

Guðmunda G. (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband