Úrvinda og kem af fjöllum

Snaefellsnes08 Jæja, ég kem af fjöllum - í orðsins fyllstu merkingu. Úrvinda eftir tæprar vikudvöl við björgunarhundaþjálfun á Steingrímsfjarðarheiði ásamt fjölda manns úr BHSÍ, og hef hvorki lesið blöð né komist á netið "allan þennan tíma." Wink Sem var reyndar frábært!

Veðurbarin og freknótt eins og rjúpa í vorlitum, sit ég nú og kasta mæðinni með kaffibolla í hönd og bloggsíðuna opna fyrir framan mig. Komin til byggða á ný, með þrjár frunsur og vott af millirifjagikt eftir snjómokstur og bægslagang í fannfergi og fjallshlíðum.

Annars er mesta furða hvað maður saknar lítið menningarinnar þegar maður er svona úti við og fjarri mannabyggð. Maður dettur bara einhvernvegin úr sambandi. Helsta og eina fjölmiðlaefnið sem nær til manns eru veðurfréttirnar, sem maður hlustar gaumgæfilega á að sjálfsögðu, og spekúlerar svo um við morgunverðarborðið: Hvort skafrenningnum fari nú ekki að linna, hríðinni að slota, vindinn að lægja og sólin að skína.

Annars fengum tvo fína daga. Þar fyrir utan var rysjótt veður, en það var allt í lagi - ekkert óveður svosem.

Nú kasta ég mæðinni, áður en ég blogga meira - sjáumst. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim af fjöllum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Velkomin heim, það er gott að geta kúplað sig út úr fréttum og umstangi heimsins endrum og eins... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Tiger

 Snowstorm Það er gott að þú ert komin í nánast heilu lagi ofan af fjöllum. Ég er svo sammála þér með að maður hreinlega dettur úr stressi og rútínu þegar maður fer í óbyggðir - og finnur bara mest lítið fyrir því í raun og veru. Vertu bara velkomin til baka og ég hlakka til að lesa fjallasögur, takk fyrir mig. 





Tiger, 14.3.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin heim heil á húfi.  Góða og friðsama helgi Relaxing By The Fire 

Ía Jóhannsdóttir, 15.3.2008 kl. 01:27

5 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

velkomin heim;) stolt af þér að geta verið svona lengi á fjöllum, ég hefði orðið brjáluð;)

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband