Snjóþyngsli - bloggþyngsli - þyngsli

P1000360 (Medium) Eftir því sem snjóskaflarnir hækka og vegunum fækkar sem ferðast má um hér í nágrenni Ísafjarðar, því hærri verður bloggstíflan innra með mér. Ég þjáist af bloggþyngslum - þau aukast með snjóþyngslunum.

Síðdegis í gær ætlaði ég í göngutúr með hundinn, en komst hvorki lönd né strönd fyrir lokuðum gönguleiðum. Snjófljóðahættan var hvarvetna.

Já, þetta er niðurdrepandi svona dag eftir dag.

Verst er þetta með samgöngurnar - að komast ekki spönn frá rassi. Því þegar snjófljóðahættan úr fjallshlíðunum er til staðar (og hér liggja jú allir vegir meðfram fjallshlíðum) þá er yfirleitt blindbylur með skafrenningi, þannig að það er ekki flogið heldur. Þá biður maður til guðs um að ekki komi upp neyðarástand þannig að flytja þurfi fólk með hraði á sjúkrahús fyrir sunnan, til dæmis. Það væri sko ekkert grín.

Ég er ekki hönnuð fyrir svona aðstæður vikum saman. Segi það satt. Þetta getur bókstaflega gert mann brjálaðan.


mbl.is Víða erfið færð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hertu upp hugann gullið mitt.

Gleymdu þér við góða sögu, gættu að velferð náungans, varpaðu fram vorsins bögu og vetur fer til andskotans.

Eftir vetur ógnarlangan, aftur lifnar vor í sál, berst um loftið blómaangan, berst að eyrum fuglamál.

Þá mun enginn una inni, úti bíða verkin snjöll, sól í hjarta sól í sinni, sofa forynjur og tröll.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:37

3 identicon

Það þarf bein til að búa á vestfjörðum. Tíðarfarið breytist á bleika deginum 8. mars.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef gefur á sjó er fallegt fyrir vestan, þó stundum sé ögn af snjó.

Ekki ótítt, að gegningar gátu orðið snúnar, þegar allt var fennt í kaf.

konur gegnu til gegninga, þegar karlarnir voru í verum eða við útræði annað.

Þær kvörtuðu ekki.

Beinin hörðnuðu mann fram af manni og ræktun lýðs var nauðsyn og er nú öllum ljós, þegar skoðaður er afraksturinn.

Hvurgi sterkara kyn en vestra.

Fjöllin halda vel utanum mann.  Hann Gaf oft vel en nú eru Kratakerfin búin að brjála allt með KvótaSkottu, sem okkur hefur ekki ENN náð að kveða niður.

ÞAð nálgast Jafndægri.

Njóttu Vorkyrrðar ,,heima", hvurgi fegurra en þar hvort sem er í tíð myrkurs eða ljoss.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka uppörvandi orð - ekki síst þau sem hér hafa birst í bundnu máli

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.3.2008 kl. 12:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur Ólína, ég sé mig ekki í þessum aðstæðum.  Hreinlega ekki og dáist endalaust að Vestfirðingum, þrátt fyrir að ég verði um leið að vera sammála Vesturbæjaríhaldinu.  Úff. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Tiger

  Ég fæ aldrei nóg af snjó og vetrarfærð. En ég get vel skilið að eftir langan og þungan vetrartíma sé fólk orðið þreytt. Það er auðvitað alltaf erfitt að geta ekki óhultur farið í góðar gönguferðir eða farið á milli bæja án þess að eiga á hættu að lenda í flóði, getur sannarlega verið niðurdragandi..

Tiger, 5.3.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Ólína mín, stundum þarf maður að horfa á björtu hliðarnar, og hvergi er fallegra en hér hjá okkur mín kæra, þegar náttúran brosir við okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 14:24

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Miðbæjaríhaldinu, Miðbæjaríhaldinu.  Muna það. Jenný mín.

VAR vestfjarðaríhald, nánar tiltekið Tálknafjarðaríhald

með virktum

Miðbæjaríhaldið

á ekkert skylt við KR inga, er Valsari af Guðsnáð.

Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 16:01

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bestu kveðjur vestur. Veit ekki hvort það er einhver huggun en það er vor í lofti í dag hér á suðlægari slóðum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2008 kl. 20:52

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Hvurgi sterkara kyn en vestra"....Bjarni er góður og Guðrún ekki síðri 

Kærleikskveðja til þín Ólína mín.  

Marta B Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 23:24

12 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fjör kenni´ oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná; bægi sem kerúb, með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.3.2008 kl. 23:40

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þið eruð svo sannarlega hressandi, kæru bloggvinir - þið kætið, hressið og bætið.

Takk fyrir kveðjur ykkar. Góða nótt - "hittumst" vonandi hress og kát á nýjum degi. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.3.2008 kl. 23:45

14 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Vonandi fer nú þessi snjór að yfirgefa okkur.

Magnús Paul Korntop, 6.3.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband