Kvenréttindi kaffærð í snjó

P1000363 (Medium) Var að koma inn frá því að moka innkeyrsluna - þvílíkur snjór!

Þegar ég leit út í morgun - sást ekki milli húsa fyrir skafrenningi og hríðarbyl. Svo slotaði aðeins milli élja og þá sá ég bílinn minn eins og snjóþúst á kafi í stærðar skafli úti í götu (ég kom honum ekki í innkeyrsluna í gærkvöld, því hún var auðvitað full af snjó).

Jæja, við Hjörvar klofuðum snjóskaflana út að bíl, mokuðum hann upp og komumst klakklaust á Hótel Ísafjörð. Þar fór fram sýning á fermingarvörum, gjafavöru og fatnaði sem hann tók þátt í að sýna ásamt nokkrum jafnöldrum sínum. Þau gerðu þetta með glæsibrag, blessuð börnin. Og mesta furða hversu vel var mætt,  í þessu líka ótætis veðri.

Jæja, þegar við komum heim sá ég að við svo búið mátti ekki standa. P1000361 (Medium)

Ég gat ekki skilið bílinn eftir úti í götu eina ferðina enn - snjóruðningstækin þurfa auðvitað að komast leiðar sinnar. Svo ég beit á jaxlinn - gallaði mig upp og sótti skófluna. Siggi fyrir sunnan og ekki um það að ræða að bíða lengur með moksturinn. Einhver varð að gera þetta.

Ég verð þó að viðurkenna að þrem korterum síðar var kvenréttindakonan í mér farin að láta undan síga þar sem ég hamaðist á klofháum snjóskaflinum, kófsveitt og bölvaði í hljóði.  Þetta er auðvitað ekki kvenmannsverk Angry

En, núna er innkeyrslan auð og fín og bíllinn stendur þar í góðu yfirlæti. Ég er bara ánægð með sjálfa mig Cool ....

... en samt .... alveg tilbúin að þiggja karlmannsaðstoð við þetta næst. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er nóg verk að vinna framdyramegin Wink.

P1000360 (Medium)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott ! það koma svona mikill snjór hérna í dk í fyrra, bíllinn minn var i innkeyrslunni í viku. við gátum eki mokað honum út.

ég er að fara í fermingarveislu á bolungavík eftir 14 daga, vonandi verður ekki svona mikill snjór !!ég verð veðurteppt og það er ekkert grín svona á milli landa

Blessi þig á laugardagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Eru op á þakinu yfir svölunum hjá þér Ólína? Er það til að meira sé að moka?

Kveðja, Hallmundur.

Hallmundur Kristinsson, 1.3.2008 kl. 21:42

3 identicon

Sæl Ólína.

Ég var stundum látinn skríða út um eldhúsgluggan ti að moka frá húsdyrunum,já það var snjór í den

En snjómoksturskveðjur

(svo er hægt að kaupa svona minitraktora með"TÖNN" að ég heldí  í BYKO EÐA EINHVERSSTAÐAR OG GERAST ýtusjóri á eigin VEGUM.)

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 04:22

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta er að verða sannkallaður snjóavetur.

Hallmundur - það er rétt sem þér sýnist, þakið yfir svölunum er opið svo SÓLIN geti skinið þangað óhindruð á sumrin - þann stutta tíma sem hún dvelur hér í firðinum hjá okkur.  Þetta mun hafa verið hugmyndin hjá upphaflegum eiganda hússins.

 Um þakskeggið hann þannig bjó

að því mætti ekki loka

fyrir heitri sól ... og snjó

sem síðan þurfti að moka

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.3.2008 kl. 11:53

5 identicon

Góð

Kristín Helga (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Tiger

  Æi, ég væri svo mikið til í að fá meiri snjó. Hér fyrir sunnan er auðvitað ár og dagar síðan alvöru snjóar voru - en ég hef þó upplifað góða og snjóamikla vetur þarna vesturfrá. Ég verð víst að viðurkenna að þó ég sé mikið sólarbarn, þá elska ég snjóþunga vetur líka mjög mikið - þangað til maður lendir í ófærðinni og getur ekki gert það sem vaninn hefur komið manni uppá í daglegu lífi...

  Snjóhús og snjókarlar heyra liggur við sögunni til hérna á suðurhorninu..

Tiger, 2.3.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessu er nú eitthvað misskipt. Það er lítill snjór í Reykjavík en allt á kafi í Vestmannaeyjum.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 19:07

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta sólargat á þakinu er nú alveg bráðfyndið

Marta B Helgadóttir, 3.3.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband