Eins árs í dag :-)
23.2.2008 | 16:56
Þá er nú eins árs bloggafmælið runnið upp - fyrir mér. Því ég var eiginlega bara að átta mig á því rétt í þessu að í dag er nákvæmlega eitt ár frá því ég kvaddi mér hljóðs hér í bloggheimum á mbl.is. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið, og mikill orðaflaumur á vefinn sömuleiðis.
Kæru bloggvinir og lesendur - takk fyrir samveruna þetta undanfarna ár. Takk fyrir að deila með mér vangaveltum og hugleiðingum. Takk fyrir að taka þátt í mínum hugðarefnum með athugasemdir ykkar og kveðjum.
Fyrsta færslan mín fjallaði um ákvörðun Marels að flytja útstöð sína frá Ísafirði. Þeim voru ekki vandaðar kveðjurnar þann 23. febrúar 2007. Sjö athugasemdir bárust við þá færslu. Daginn eftir taldi ég brýnt að þjóðin fengi Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherra, enda var ég nýkomin af aldeilis hreint skemmtilegum fundi með samfylkingarkonum í borginni þar sem mikill hugur var í okkur öllum. Ég fékk fimmtán athugasemdir við þá færslu. Þá einhenti ég mér í mikla messu sem ég nefndi "Hinar hljóðu hamfarir" og fjallaði um það hvernig sigið hefur á ógæfuhliðina í atvinnumálum Vestfirðinga undanfarin ár. Færri höfðu áhuga á því máli, en þó komu níu athugasemdir.
Ég man enn hvað mér þótti gaman að fá fyrstu athugasemdina - því það var tilboð um bloggvináttu, sem ég þáði að sjálfsögðu. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu fljótt fólk gerði vart við sig á síðunni. Sömuleiðis var ég sæl þegar heimsóknartölurnar fóru yfir fyrsta hundraðið. Já, fyrstu vikurnar sem ég bloggaði var ég alsæl ef tvöhundruð manns sóttu síðuna mína á einum degi. Nú kippi ég mér ekki mikið upp þó heimsóknirnar fari yfir þúsundið - en er þó alltaf ánægð með það að sjálfsögðu.
Þegar þessi orð eru skrifuð eru komin 286.641 innlit á síðuna mína frá upphafi - en það gera að meðaltali 785 innlit á dag - sem ég er afar þakklát fyrir. Bloggvinum hefur fjölgað svo mjög að ég hef vart á þeim tölu (eitthvað á annað hundrað), og get því alls ekki sinnt þeim öllum eins og ég vildi. Vona að þeir fyrirgefi mér það.
Í tilefni dagsins ætla ég að bíða með frekara blogg þar til á mánudag. Þess í stað setti ég inn þessa ægiförgru mynd sem Ágúst Atlason tók af sólrisu í Arnarfirði nú nýlega.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.2.2008 kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Og takk fyrir að vera hérna Ólína, þakka þér ennfremur fyrir að samþykkja mig sem bloggvin. Skil vel hvernig þér hefur liðið í upphafi því ég er sjálfur í þeim sporum núna og er alltaf jafn glaður þegar ég sé hreyfingar á blogginu mínu - svo ég tali nú ekki um athugasemdir.
Fékk núna um daginn mína fyrstu fúlu og neikvæðu athugasemd.. ég eyddi henni strax .. hehehe. Enda áskil ég mér þann rétt að eyða neikvæðum athugasemdum ef þær eru skrifaðar af "óskráðum notendum".
Tiger, 23.2.2008 kl. 17:30
Innilega til hamingju með daginn Ólína mín. Við erum svona svipaðar í tölum sé ég (heildar) en ég byrjaði tölvert á undan þér, fattaði reyndar ekki fyrr en í feb. í fyrra að maður gæti átt vini og kommentað, en ég hef nú aldeilis bætt mig á því sviði. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 17:47
Afmæliskveðja til þín Ólína. Það er vandasamara að stíla laust mál en yrkja bundið sagði Nóbelskáldið okkar. Takk fyrir alla þína góðu pistla. Njóttu helgarinnar.
Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:31
Þótt hún sé oft í hreinu fári,
í hana er mikið spunnið,
og margt hefur á einu ári
uppúr henni runnið!
Til hamingju með eins árs afmælið, Ólína
Hallmundur Kristinsson, 23.2.2008 kl. 18:44
Kveðja.
Yngvi Högnason, 23.2.2008 kl. 19:37
Til lukku og takk fyrir pistlana, Ólína
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.2.2008 kl. 22:24
Til hamingju Ólína.
Ég les þig reglulega en þetta er fyrsti dagurinn minn svo framvegis eigum við afmæli sama dag.
Sigurður Þórðarson, 23.2.2008 kl. 23:28
Til hamingju með konudaginn Ólína!
Tiger, 24.2.2008 kl. 00:42
Til lukku meða daginn
Helga skjol, 24.2.2008 kl. 08:02
Til hamingju með eins árs bloggeríið og ljómandi góða pistla.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 10:39
Til hamingju með 1 árs afmælið og konudaginn. Er einmitt að byrja að blogga og voða glöð að fá 4 comment á dag En þetta er skemmtilegur samskiptamáti. Opnaði bloggið meira svona til að taka þátt í umræðunni á öðrum síðum.
M, 24.2.2008 kl. 12:54
Til hamingju með bloggafmælið og konudag og takk fyrir skemmtilega pistla.
Kolgrima, 24.2.2008 kl. 16:41
Innilega til hamingju með daginn, mín há- og hnarreista frú Ólína!
Og með gærdaginn að sjálfsöðgu líka!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 17:32
Takk fyrir ykkar góðu kveðjur, kæru vinir og njótið þess sem eftir lifir helgarinnar
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.2.2008 kl. 21:17
Til hamingju með töff blogg!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 23:35
Danke og mange tak
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.2.2008 kl. 23:37
Hæ Ólína. Ef þig langar að skoða þessa broskalla betur þá getur þú halað þeim niður af: www.sweetim.com (ef þú ýtir beint á broskallinn þá ferðu beint í "download" og þarft ekki að leita neitt). Þú halar sweetim niður og Það birtist þá "broskall" efst í Internet explorer. Til að nota þá hérna þarftu bara að staðsetja bendilinn hérna inni og ýta svo á broskallinn þarna efst hjá "File, Edit, View, Favorites og það stuff" - og velja þér hvaða kall þú kýst að nota.
Einnig getur þú fundið svona karla hjá: www.smileycentral.com.
Tiger, 25.2.2008 kl. 01:41
Takk fyrir upplýsingarnar Tigercopper. Ég ætla að reyna þetta í góðu tómi (með aðstoð sonar míns) - best að hafa bæði belti og axlabönd þegar maður fer að fikta
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.2.2008 kl. 09:37
Til hamingju.
Eyþór Árnason, 25.2.2008 kl. 20:47
Til lukku með bloggafmælið.
Ég gæti ekki sjálfur valið fallegri skreytingu en þessa mynd, enda almannarómur að Arnarfjörðurinn sé öðrum stöðum fegurri hér á landi. Ég fæ ekki betur séð en að myndin sé tekinn í fjörunni neðan við Tjaldanesbæinn, og miðað við það, þá giska ég á að þetta sé hádegissólin....
Hvað um það myndin er flott og afmælið með.
Sigurður Jón Hreinsson, 25.2.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.