Segir enginn af sér? Enginn sóttur til saka?

Spaugstofan1 Skýrsla stýrihópsins sem fjallaði um samruna REI og GGE er ekki aðeins áfellisdómur "um alla stjórnsýslu málsins" eins og segir í frétt mbl.is. Skýrslan leiðir einnig í ljós alvarlega bresti ákveðinna einstaklinga. Umboðssvik er líklega rétta orðið yfir gjörðir þáverandi borgarstjóra Reykvíkinga, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Maðurinn starfaði í umboði almennings - hann átti að gæta milljarða verðmæta í almenningseigu - hann brást því trausti. Hann sagði vísvitandi ósatt, oftar en einu sinni, eins og kom fram í greinargóðri Kastljóssumfjöllun í gærkvöld.

Nú hefur fengist staðfest að ekki aðeins voru verkferlar og valdmörk óskýr, heldur voru stórar og afdrifaríkar ákvarðanir teknar án fullnægjandi umræðu eða samþykkis kjörinna fulltrúa. Í ljós er komið að fulltrúi FL-Group hafði beina aðkomu að gerð þjónustusamningsins milli REI og Orkuveitu Reykjavíkur. Aðkoma FL-Group var mikil og jafnvel ráðandi í samningagerðinni. Stýrihópurinn er sammála um að trúnaðarbrestur hafi orðið milli æðstu stjórnenda REI og OR annars vegar og ákveðinna borgarfulltrúa hins vegar.

Og samt segir í skýrslunni að hún sé "málamiðlun" meðlima hópsins og að farinn hafi verið "meðalvegur" í orðalagi hennar.

Detta mér nú allar dauðar lýs - ætlar enginn að segja neitt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem ítrekað fór með ósannindi? Eða þurfa sveitarstjórnarmenn ekki að axla ábyrgð þegar þeir verða uppvísir að vísvitandi blekkingum? Og hvað með stjórnir þessara fyrirtækja sem tóku þátt í samsærinu - eða aðra sem þarna spiluðu með? Allir þessir aðilar eru rúnir trausti. Þeir hafa brotið af sér - alvarlega. Mál Árna Johnsens er hátíð miðað við þetta.

Hér kemur engin "málamiðlun" til greina. Á sama tíma og mönnum er varpað í fangelsi fyrir að stela sér skiptimynd á bensínstöðvum, neitaég að trúa því að þessi skýrsla verði látin duga sem endapunktur þessa máls.  Ef svo fer, þá búum við ekki í lýðræðislegu réttarríki. 

 

 


mbl.is REI skýrslan áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var bona fide stuðningur kæri Jón. Gerður í góðri trú. Auðvitað styður Samfylking, Össur eða Vg svona sukk. Mér sýnist að höfuð VÞV sé ansi laust á búki.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gísli, vantar ekki eitt "ekki" inn í setninguna hjá þér. Ég trúi því ekki að Samfylking, Össur eða VG styðji svona sukk.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.2.2008 kl. 10:35

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Já Ólína ég segi nú bara .Það er gott að búa ekki í Reykjavík.

Vigfús Davíðsson, 7.2.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Sævar Helgason

"Hér kemur engin "málamiðlun" til greina. Á sama tíma og mönnum er varpað í fangelsi fyrir að stela sér skiptimynd á bensínstöðvum, neitaég að trúa því að þessi skýrsla verði látin duga sem endapunktur þessa máls.  Ef svo fer, þá búum við ekki í lýðræðislegu réttarríki. "

Tek undir þetta,Ólína 

Þessi Rei gerningur minnir mjög á þá atburði sem urðu í Rússlandi undir stjórn Jeltzin þegar fáeinir einstaklingar sölsuðu undir sig öll mikilvægustu og auðugstu fyrirtæki Rússlands .."gefins "    Það er illa komið fyrir Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn Reykjavíkur-rúinn öllu trausti

Sævar Helgason, 7.2.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

svona svona Ólína við búum á Íslandi - ekki reikna með of miklu

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2008 kl. 12:47

6 identicon

Æ... rétt Ólína...mikilvæga orðið EKKI datt út!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:10

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er dálítið hugsi yfir svona vinnubrögðum. Þessi úttekt er kynnt áður en búið er að opinbera niðurstöðurnar! Og um hvað snerist nú  sú kynning? Jú:

Það að borgarfulltrúar hefðu komist að samkomulagi um texann!!!!!

Af hverju fór ekki fram stjórnsýsluúttekt, eða kemur hún svona í kjölfarið þegar búið verður að undirbúa þá sem pissuðu á sig?

Gæti líka verið spurning hvort gera þurfi úttekt á sölu eignanna á varnarliðssvæðinu?

Árni Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þótt pólitíkusar erlendis verði að taka pokann sinn fyrir það eitt t.d. að hafa lullað hjá rangri konu, þá bera pólitíkusar hér á landi enga ábyrgð, þótt þeir hafi sóað milljónum, tugum eða hundruðum saman. Hér var mönnum boðið í miljarða veislu á kostnað borgarbúa í boði þáverandi borgarstjóra. Nú fellir hann tár og mun fyrirgefið, ekki hvað síst af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, opinberlega! Allir munu þeir koma brosandi fram fyrir myndavélarnar og segja að Villi hafi ekkert rangt gert. Svo verður honum fónað baksviðs, hægt og sígandi. Nú reynir á nýja meirihlutann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.2.2008 kl. 16:59

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Villti spillti Villi vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann gerði stjórnarbyltingu. Hann vildi geta sett leppa sína í stjórn Orkuveitunnar, sem samkvæmt orðum Svandísar nú í Kastljósinu, á að taka ákvörðun um ábyrgð  manna.

Sama gamla leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn að rannsaka sjálfan sig og taka ákvörðun í eigin sekt! Glæsilegt, hvað er nýtt? 

Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 19:52

10 Smámynd: Halla Rut

Gott myndaval hjá þér í dag... Mjög viðeigandi.

Halla Rut , 7.2.2008 kl. 20:24

11 Smámynd: Ársæll Níelsson

Hvað er þetta, gott fólk? Það þarf enginn að segja af sér. Þetta er langt um minni skandall heldur en til dæmis að kaupa sér óvart súkkulaði fyrir almennt fé.

Ársæll Níelsson, 7.2.2008 kl. 20:27

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Samstöðustjórnmál sagði Svandís í Kastljósinu í kvöld.

Samtryggingarstjórnmál segi ég - þetta mál má ekki vera óútkljáð. Nú reynir á fjórða valdið: Fjömiðlana að láta þetta ekki yfir okkur ganga.

Raunar fannst mér Sigmar býsna góður í Kastljósinu kvöld. Býsna góður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.2.2008 kl. 21:04

13 Smámynd: Tiger

Nú kemur best fram hvers vegna Leppurinn Ólafur var settur í stól borgarstjóra, eins veikur og hann er í þessu samstarfi. Það er auðvitað vegna þess að við þessu var búist, Sjálfstæðismenn áttu von á þessari orrahríð og þá var betra að Villi þeirra væri ekki í stólnum heldur aðeins til hliðar - svona rétt á meðan gullfiskaminni okkar Íslendinga er að gleypa allt sem hérna miður fór.

Ef Vilhjálmur hefði farið beint í stólinn hefði soðið mun meira í kringum hann spillingargrauturinn og hugsanlega hefði hann þurft að víkja þaðan hið bráðasta. Sjálfstæðismenn vissu þetta og því fór sem fór, leppur í stað Sjálfstæðismanns í borgarstjóraembættið. Þeir verða fljótir að koma honum í stólinn þegar um hægist, ekki kæra þeir sig um hlekkinn sem getur brostið hvenær sem er það er á tæru.

Sammála þér Ólína að vonandi mun fjórða valdið sjá til þess að þetta falli ekki í gullfiskabúrið heldur leiti allra leiða til að láta rétta aðila taka ábyrgð og að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum. Út með þá sem misnota það vald sem þeim er falið í góðri trú.

Tiger, 7.2.2008 kl. 21:18

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fjórða valdið er að mestu leyti á valdi Sjálfstæðisflokksins og hans fylgiliðs. Þá þurfum við í raun að vona að Sjálfstæðisflokkurinn berji á Sjálfstæðisflokknum.

Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 22:39

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki gleyma Guðmundi Árna Stefánssyni. Það var reyndar búið að hamast töluvert á honum áður en hann sagði af sér.

Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 23:06

16 identicon

Væri eflaust ódýrara fyrir borgarbúa að stefnt yrði til kosninga.

Borgarstjórn með núverandi aðilum lögð niður og þeir sem þar sitja fái að leita sér að öðru starfi. Nema hvað......

Hvers vegna þarf bæði borgarstjóra og borgaroddvita í eins litla borg og Reykjavík. Fækka stöðum til að láta peningana renna til borgarbúa í staðinn.

Laun lækkuð um 50%. Engin biðlaun. Hver veit nema að þessu klúðri sé ástundað af alúð, nema til að sjá til að sem flestir geti fengið góð laun og biðlaun.  Ekki kemur mér það á óvart.

Lög gerð um að kosnir aðilar sem eiga að sinna hagi borgarbúa, sæti harðari ábyrgð en ella, vegna ábyrgðastöðu sinnar. Gildir um ríkisstjórnina líka.

Skapa hlutlausa og óháða lagadeild, sem hefur hert eftirlit með framkvæmdaaðilum í öllum opinberum stofnunum til að gera eftirlit án þess að kynna komu sína. Því að þetta er svo gjörspillt þjóðfélag að þjóðarþegnar eru löngu orðnir heilaþvegnir í þessu einokunarríki spillingar. Fordæmd þjóð.

Hugsa til Laxness: um bóndan sem stal snæri. Já skín þú fagra Íslandsklukka, fallinn í ösku heimsku.

ee (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband