Hann náði þó símasambandi

ofærdSkessuhornIs Vörubílstjórar eru með betri samskiptatæki um borð hjá sér heldur en "venjulegir" ökumenn. Þeir geta því kallað eftir aðstoð nánast hvar sem þeir eru staddir.

Í Ísafjarðardjúpi er ekkert farsímasamband nema á stöku stað þannig að "venjulegur" ökumaður í vanda hefði ekki getað kallað eftir hjálp. Þarna geta skollið á illviðri eins og hendi sé veifað,  því ekki þarf mikinn vind til þess að kominn sé skafrenningur og blinda. Það var gott að maðurinn gat leitað aðstoðar, og að ekki fór verr. En ég byði ekki það ef þarna hefði verið óbreyttur jeppamaður á ferð. Þá er ekki víst að hjálp hefði borist honum enn.

Þetta er nú svona til umhugsunar.

Annars var ósköp notalegt að kúra sig undir sæng í gær og hlusta á veðrið úti. Það sá ekki út um gluggana hjá mér fyrir snjó.

 

PS: Mér sýnist þessi færsla hafa orðið tilefni fréttar á mbl um hádegisbil í dag. Það er vel, því almennt held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir þessu ástandi í fjarskiptamálum við Ísafjarðardjúp.

 


mbl.is Viðbúnaður vegna útafaksturs í Skötufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Mín kæra Ólína, þrátt fyrir að vera bara óbreytt jeppakona er jeppinn minn búinn VHF talstöð og NMT síma sem er mun betri búnaður en þeir hafa sem keyra um á óbreyttum bílum.  Það hefði trúlega gert mér kleyft að gera vart við mig við þessar aðstæður en því miður er stutt í að NMT kerfið verði lagt niður svo að það öryggi er brátt fyrir bí.

Veður eru válynd á þessum árstíma og geta gert vegfarendum ýmsar skráveifur, það þekkjum við sem erum að vestan

Kær kveðja frá Ísdrottningunni.

Ísdrottningin, 31.1.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Um leið og NMT sendar fara niður. Kemur nýtt kerfi í staðinn.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Fróðlegt

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.1.2008 kl. 14:02

4 identicon

Möllerinn er með þetta efst á listanum. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:53

5 identicon

Já og annað sem almennir bílstjórar sem og atvinnubílstjórar meiga alveg fara að læra !!

Það er að vita hvar þeir eru staddir á landinu því "EF" svona lagað gerist þá getur verið býsna langt í hjálp þegar sendar eru björgunarsveitir eða sjúkrabílar frá stað sem er lengra frá ! Í þessu tilfelli fór sjúkrabíll frá Hólmavík af stað.

Fer afskaplega mikið í taugarnar á mér þegar fólk veit ekki hvar á landinu það er ! Finnst einum of mikið um svona 101 syndrom hrjá alla landsmenn, sem eru bara að keyra á veginum dooo en sáu svo bara eitt hús og veit ekki hvað meir og hafa ekki HUGMYND hvort þeir eru staddir fyrir norðan fjall eða vestan móa !

Ætlaði ekki að blogga í blogginu þínu, en spurning hvort ekki þurfi að endurvekja e-h landafræðikennslu landsmanna, veit að landafræðin sem dóttir mín t.d fær í sínum skóla er afskaplega þunn !!

Hilsen heim.

Harpa Hall (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Ísdrottningin

Steingrímur, að vísu jú en það er ekki komin nein reynsla á það og þeir sem hafa kynnt sér nýja kerfið og tæknilegu hliðarnar, hafa miklar efasemdir um öryggi þess.

Ísdrottningin, 31.1.2008 kl. 16:06

7 Smámynd: Tiger

 ég man eftir kuldakasti fyrir vestan í den. Sat fastur í miklum snjóbil og sköflum uppi á miðri heiði á milli Flateyris og Ísafjarðar með nokkrum vinnufélögum, vel dúðaðir, aftan á palli gamals vörubíls. Vorum á leiðinni yfir frá Ísafirði eftir að hafa farið í leiðangur til að ná í guðaveigar fyrir allan ungdóminn á Flateyri fyrir helgina, helgi sem boðið var uppá tónleika og stórdansleik og ekki mátti vanta veigarnar.

Vorum á bakaleið þegar við sátum fastir og náðum engu sambandi við einn eða neinn. Get sagt ykkur að sumir voru orðnir anzi "slompaðir" og heitir að innan þegar loks birtust fríðir flokkar úr björgunarsveit í þeim tilgangi að bjarga bjargvættum þystra Flateyringa þennan dag.  

Tiger, 31.1.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekki heiglum hent að ferðast um fjallvegi vestanlands að vetri til það er víst ábyggilegt.  Snjóbolti vestur til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband